Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 167. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Norður-írland: Sprengju- árásá veginum til Dublin Belfast. Reuter. ÞRÍR menn létust og nokkrir særðust á laugardag er öflug sprengja sprakk á aðalveginum frá Belfast i Norður-írlandi til Dublin, höfuðborgar Irska lýð- veldisins. Vitni sögðu að hinir látnu hefðu verið í Land-Rover bifreið sem þeyttist út af vegin- um við sprenginguna. Talsmaður lögreglu sagði að sprengjan hefði sprungið í Kileen, nærri landamærum írska lýðveldis- ins og Norður-írlands. Þar eru mörg dæmi þess að breska lögregl- an verði fyrir skothríð og aki yfír jarðsprengjur. Erfíðlega gekk í fyrstu fyrir lögreglu og sjúkrabíla að komast á vettvang en að sögn starfsfólks í Daisy Hill-sjúkrahús- inu létust þrír í sprengingunni og nokkrir slösuðust en ekki alvarlega. Hæstaréttardómarinn Gibson lá- varður og eiginkona hans létust á síðasta ári er jarðsprengja, sem írski lýðveldisherinn, IRA, hafði komið fyrir, sprakk á sama stað. Á þessu ári hafa 47 manns látið lífíð á Norður-írlandi eftir átök og hryðjuverk af pólitískum ástæðum. Sovétríkin: Fyrsta eld- flaugin af SS-20-gerð eyðilögð Moskvu. Reuter. FLOKKUR bandarískra sérfræð- inga fylgdist á föstudag með því er sovésk SS-20 meðaldræg kjarnorkueldflaug var eyðlögð á Kapustin Yar-tilraunasvæðinu í Volgograd-héraði, að því er sov- éska fréttastofan Tass skýrði frá á laugardag. Flaugin er sú fyrsta af gerðinni SS-20, sem er eyðilögð í samræmi við samning risaveldanna um út- rýmingu meðal- og skammdrægra eldflauga á landi. „Eyðileggingin fór fram í sam- ræmi við samninginn," hefur Tass eftir John Williams, formanni bandarísku eftirlitssveitarinnar. „Ég fylltist ánægju við að sjá flaug- ina eyðilagða," bætti hann við. Flokkur Williams eyddi þremur dögum í að sannprófa gögn sem Sovétmenn höfðu áður látið af hendi. Haft er eftir Williams að menn hans hafi bæði staðfest að Qöldi þeirra SS-20 eldflauga sem í eru í Kapustin Yar og tæknilegur útbúnaður hafí verið í samræmi við gefnar upplýsingar. Undir Eyjafjöllum í Skógá í Eyjafjöllum er á þriðja tug fossa. Vinsælt er að fara ríðandi upp með ánni frá Skógum og yfir Fimmvörðuháls, auk þess sem þarna er fjölfarin gönguleið yfir í Þórsmörk. Myndin að ofan er tekin á áningarstað við lækjarsytru nálægt Króksfossi í Skógá. Sjá ennfremur grein í B-blaði. Serbar fyllga sér að baki Milosevic Pancevo, Júgóslavíu. Reuter. FJÖGUR þúsund Serbar efndu til fundar á götum úti i bænum Panc- evo í héraðinu Vojvodina i Júgó- slavíu í gær til að styðja við bakið á Slobodan Milosevic, forystu- manni kommúnistaflokksins i Serbiu. Á föstudag hélt Milosevic ræðu þar sem hann fagnaði stuðn- ingi almennings við sig og krafð- ist þess að Serbía fengi héruðin Kosovo og Vojvodina aftur undir sin yfirráð. Ræðan er túlkuð sem ögnm við æðstu stjórn júgóslav- neska kommúnistaflokksins, sem hvatti til þess fyrr í vikunni að sverðin yrðu slíðruð i deilunni i Serbíu. Serbamir í Pancevo, 30 km frá Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, kröfðust þess á fundinum í gær að flokksforingjar í Vojvodina og Kosovo létu af embætti. Flestir komu frá Vojvodina en von var á fleiri frá Kosovo. Mannfjöldinn hrópaði slag- orð og veifaði borðum sem á stóð „Velkomnir bræður frá Kosovo" og „Frelsi til handa Kosovo". Þeir sögð- ust styðja Milosevic heilshugar og óttast að Albanir í Kosovo vildu reka Serba og Svartfjallamenn út úr hér- aðinu. Stjómmálaskýrendur í Júgóslavíu segja að harðlínumaðurinn Milosevic sé að efna til einstæðrar andstöðu við sambandsstjóm landsins. Mið- stjóm júgóslavneska kommúr.ista- flokksins ætlar að koma saman 29. þessa mánaðar til að ræða Serbíu- deiluna. Serbar hyggjast efna til mótmæla í Belgrad við það tæki- færi. Stjómmálaráð landsins fundaði á þriðjudag um málið og ályktaði að fara skyldi friðsamlegar leiðir í þess- um efnum og götuóeirðir væm skað- legar og yrði að stöðva þær. Josip Tito veitti Kosovo og Voj- vodina, hémðum í Serbíu, sjálfstjóm árið 1974 þannig að þau urðu í raun jafnrétthá og sambandslýðveldi. Þetta gerði Tito með það í huga að veikja stöðu Serbíu, stærsta lýðveldis landsins. Það er þessi ráðstöfim Titos sem Milosevic vill breyta. Persaflóastríðið: Allshenarherútboð í Iran Stundarhik nú hefur í för með sér framtíðarþrældóm, segir erkiklerkurinn Nikosiu. Reuter. ÍRANSSTJÓRN hefur tilkynnt um allsherjarherútboð í landinu og segir innrás íraka vera á næsta leiti. Ríkisútvarpið í Teheran rauf hvað eftir annað dagskrána með aðvörunum um væntanlega innrás, lék hermarsa og hvatti þjóðin i til þess að grípa til vopna og fylkja liði til víglínunnar. Auk þess var hamrað á orðum erkiklerksins Ayatollahs Khomeinis, sem sagði: „Stundarhik nú hefur í för með sér framtíðarþrældóm.“ íranska fréttastofan IRNA skýrði frá því að íraskar hersveitir hefðu hafið nýja sókn á suðurhluta víglínunnar á laugardagsmorgun, en að íranskar hersveitir hefðu hmndið henni án teljandi erfiðleika. Útvarpið í Teheran sagði að inn- rás íraka væri á næstu grösum enda þótt bæði írak og íran hefðu fallist á samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 598, þar sem krafíst var tafarlauss vopna- hlés í Persaflóastríðinu. Var skorað á alla þjóðholla írani að skunda til víglínunnar til þess að hrinda fyrr- nefndri innrás, sem klerkastjórnin er fullviss um að hafist geti á hverri stundu. Þá skipaði yfírher- stjómin öllum þeim sem hlotið hafa herþjálfun að gefa sig fram við herinn hið bráðasta. I ráði er að utanríkisráðherrar ríkjanna fljúgi til aðalstöðva SÞ í New York-borg, væntanlega í næstu viku, og ræði hvemig binda megi enda á styijöldina, sem staðið hefur í átta ár. íranir segja að enn sé ákaft bar- ist meðfram landamærum ríkjanna, en daginn áður höfðu bæði ríkin skýrt frá mjög hörðum bardögum, aðallega fyrir víglínunni miðri. írakar skýrðu á hinn bóginn ékki frá frekari átökum, en sögðu að á föstudag hefðu 8.500 íranir verið teknir til fanga. Hemaðaryfirvöld í Bagdað segja tilganginn með ítrek- uðum sóknum sínum undanfarna daga vera þann að ná öllum íröskum landsvæðum á sitt vald og sem flestum stríðsföngum áður en geng- ið er til samninga við írani, en þann- ig hyggjast þeir koma í veg fyrir kúgunartilraunir írana við friðar- samningana, sem Irakar telja fullvíst að íranir hyggist stunda þegar sest verður niður við samn- ingaviðræður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.