Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjörnuspekingur. Mig langar að fá að vita eitthvað um stjömukort mitt, ekki síst vegna nokkurra tímamóta í lífi mínu. Ég er fædd 1. sept- ember 1967 kl. hálfátta að morgni." Svar Þú hefur Sól, Merkúr, Venus, Plútó, Úranus og Rísandi í Meyju. Tungl er í Krabba, Mars/Neptúnus í Sporðdreka og Tvíburi á Miðhimni. Regla ogskipulag Þú hefur margar plánetur í Meyjarmerkinu og ættir því að mörgu leyti að vera dæmi- gerð fyrir merkið. Það táknar að þú ert jarðbundin og þarft að fást við hagnýt viðfangs- efni og hafa ákveðið öryggi og reglu á daglegu lífi þínu. Smámunasemi? Um persónuleika þinn má segja að þú sért nákvæm og eftirtektarsöm, en einnig gagnrýnin og stundum smá- munasöm. Ein ágæt Meyja sagði þó einu sinni hvað varð- ar þessa blessuðu smámuna- semi sem alltaf er verið að tala um í sambandi við Meyj- una, að smámunimir væru engir smámunir, heldur nauð- synlegur þáttur tilverunnar. Ef við hættum að huga að því smáa þá myndi margt hið stóra hrynja. Hún vildi því fara fram á það að við hin hættum að tala um smámuna- semi. Rannsóknir ogsálfrœöi Plútó, Úranus og Rísandi sam- an í Meyju gefa eilítið sér- stakan svip. Það táknar i fyrsta lagi að þú vilt fara djúpt í viðfangsefni þín. Það má því segja að þú hafír rannsóknar- hæfileika og getu til að kryfja viðfangsefni þín til mergjar. Sterkur Plútó er einnig tákn- rænn fyrir þörf til að hreinsa það neikvæða í burt, er garð- yrkjumaður sálarlífsins. Það gefur þér sálfræðihæfileika en fylgir einnig að þú þarft að varast að rifa sjálfa þig niður. Fullkomn- -unarþörf Plútó ásamt margfaldri Meyju bendir til fullkomnunarþarfar á háu stigi. Það er ágætt en ég vil einungis biðja þig um að vera ekki of harða við sjálfa þig, því of mikil fullkomnunar- þörf getur leitt til óverðskuld- aðrar minnimáttarkenndar, eða a.m.k. neikvæðrar sjálfs- ímyndar og þess að þú þorir ekki alltaf að framkvæma það sem þú ert fullfær um. Ncemar tilfinningar Tungl í Krabba táknar að þú hefur sterkar og næmar til- finningar, ert varkár og þarft öryggi í daglegt líf þitt. Þú ert umhyggjusöm og vemd- andi, finnur til með og vor- kennir fólki. Mars/Neptúnus í Sporðdreka táknar að fram- kvæmdir þínar taka mið af hugsjónum, en einnig að þú notar sterkt ímyndunarafl við vinnu þína og ert því stundum utan við þig. Hœfúeikar Hvað varðar starf má segja að ýmislegt komi til greina. Ég vil nefna hér, nokkra mögu- leika. Sem Meyja með Merkúr rísandi og Tvíbura á Miðhimni hefur þú hæfileika á tungu- málasviðum, í kennslu, fjöl- miðlun og upplýsingamiðlun.- Viðskiptasvið koma einnig til greina. í þriðja lagi gætir þú notið þín við rannsóknarstörf t.d. meinatækni, líffræði, sál- fræði o.þ.h., og sennilega einnig í hjúkrun eða læknis- fræði. Annað kemur einnig til greina, en æskilegt er að þú búir við visst starfsöryggi og veljir þér því hagnýta braut. GARPUR GRETTIR ftg. ( PVRlRGEPjOU, \ (SEETTIF?. EG f (I) -SÁ etGOABpÓ I y 5ast' - j ( ÞarNA ) i j|f 1 TOMMI OG JENNI 1 éTM. ^ I Z' —\ LJOwKA IAP FÁ KtZyt>0-)( TEGUUD? Le I ICÁSSOMA !i i" r- r— r\ ■ at 1 A m r\ rcKDINAND SMÁFÓLK í hvert skipti sem þau fara inn að versla er ég skilinn eftir einn i bílnum ... Stundum fer fólk hjá og talar við mig ... Stundum bara glápir það á mig eins og ég sé eitt- hvað öðruvísi Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í vöm gegn þremur gröndum skiptir miklu máli að nýta inn- komur vamarinnar sem best. Það er ekki nóg að bijóta lit — það verður líka að vera til inn- koma á hann síðar. í spilinu hér að neðan sjáum við þekkta blekkingarstöðu, sem miðar að þessu marki. Norður ♦ 875 ♦ Á73 ♦ D1052 ♦ ÁD4 Vestur Austur ♦ G9 ♦ DG1095 ♦ Á43 ♦ 1082 ♦ K1063 ♦ 862 ♦ G9 ♦ 9765 Suður ♦ ÁD42 ♦ K4 ♦ K876 ♦ KG3 Vestur spilar út hjartadrottn- ingu gegn þremur gröndum suð- urs. Hann fær að eiga þann slag og heldur hjartasókninni áfram. Sagnhafi hefur í mörg horn að líta, en til að byija með er eðlilegast að fara í tígulinn. Hann vill byija á því að spila á tígulkónginn, svo hann fer inn á blindan á lauf og spilar tígli — nía, kóngur og þristur. Það er reyndar ekki nóg að láta þristinn, hann verður að koma með eðlilegum hraða — hvorki of hægt né hratt. Takist það, er sagnhafi dæmdur mað- ur. Hann reiknar með að austur eigi ásinn og spilar næst tígli á tíuna. Austur fær á gosann og brýtur hjartað. Tígulásinn verð- ur svo innkoma á fríhjörtun. Einn niður. resið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.