Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 47
■u 4V ))» \' ^^ \ * !5 (!• \ t i | n^ i y íi r / í ? > ?' ^r MORGUNBLAÐÍÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 SIGLINGAR / OLYMPIULEIKARNIR KNATTSPYRNA / 1. DEILD Jjeikiðá Olafsflrði Þrátt fynr neyðarástandið sem ar, formanns knattspymudeildar ríkt hefur á Ólafsfírði síðustu Leifturs, hefur verið unnið að því daga, mun leikur Leifturs og KR að þurrka völlinn og hafa í þyí fara fram samkvæmt mótabók. skyni verið grafnir skurðir utan Leikurinn er settur á kl. 17 á laug- við hann til þess að veita vatninu ardag á malarvellinum á Ólafs- burt. Völlurinn og áhorfenda- fírði. svæðið eru því í þokkalegur Að sögn Þorsteins Þorvaldsson- ástandi fyrir leikinn. ÍÞRÚntR FOLX ■ VALSSTÚLKUR, sem hafa nú þegar tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í knattspymu, leika síðasta 1. deildarleik sinn í sumar gegn Fram á Hlíðarenda í dag kl. 18:00. Að leik loknum verður þeim afhentur íslandsbikarinn. ■ GUNNAR Leifsson, ÍBV, hefur verið dæmdur í eins leiks bann og verður ekki með gegn UBK á laugardag. ** ■ OPIÐ golfmót verður haldið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á laugar- dag og sunnudag. Keppt verður með og án forgjafar og veitir Sveinn Egilsson h.f. vegleg verð- laun í mótinu. Sá sem fer holu í höggi á 9. braut fær Fíatbifreið. ■ A USTUR-ÞJÓÐ VERJAR sigruðu Grikki í vináttuleik í Aust- ur-Berlín í fyrrakvöld. Matthias Sammer gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. ■ LUZERN, iið Sigurðar Grét- arssonar, lék í fyrrakvöld við Ser- vette í 1. deild svissnesku knatt- spymunnar. Leiknum lauk með jafntefli 1:1 og er Luzera í efsfc^- sæti deildarinnar með 13 stig eftir 9 leiki. ■ EIKE Immel hefur lýst því yfír að hann muni ekki leika framar með v-þýzka landsliðinu í knatt- spymu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu gegn Finnum í fyrrakvöld. Þá tók Bodo Illgner, markvörður Kölnar, stöðu hans. Beckenbauer, landsliðseinvaldur, sagðist halda að þessi ákvörðun Immels væri ekki endanleg og bætti við að hann áliti markverðin^ • tvo álíka góða. Immel ítrekaði síðar að ákvörðun hans væri endanleg. I DREGIÐ hefur verið í undan- úrslitum skozka deildarbikarsins. Aberdeen og Dundee United eig- ast við annars staðar en Rangers og Hearts hins vegar. Leikimir fara fram 20. og 21. september. ■ JEAN-MARIE Pfaff, belgíski landsliðsmarkvörðurinn, er farinn frá Bayern MUnchen en ekki er ljóst til hvaða liðs hann fer. Nokkur lið hafa áhuga á honum, meðal annars spænska liðið Se- villa, enska liðið Wimbledon og ónefnt belgískt lið. ■ MEISTARAMÓT öldunga í frjálsum fþróttum fer fram í Laug-’^' ardal um helgina. Keppni hefst kl. 14:00 á laugardag en kl. 13:00 á sunnudag. ■ BRIAN Stein, enski leikmað- urinn sem leikur með franska 1. deildarliðinu Caen, verður frá keppni í þijá mánuði vegna meiðsla í hné. ■ HITA CHI-goIfmótið fór fram á vegum Golfklúbbs Selfoss á dögunum. Úrslit í keppni án forgjaf- ar urðu þau, að Grímur Arnarson, GOS, sigraði á 77 höggum, Guð- laugur Kristjánsson, GK, varð annar á 79 höggum en Friðrik Andreasson, GR, þriðji á 80 högg- _ um. í keppni með forgjöf sigraði Magnús Ólafsson, GR, á 60 högg- um, Haukur Gíslason, GOS, varð annar á 64‘ höggum en Friðrik Andreasson, GR, þriðji á 65 högg- um. m Danir með sitt sterkasta lið í Kaupmannahöfn: Islendingar vilja leik gegn Dönum í Reykjavík EINS OG fram kom í Morgun- blaðinu í gœr hefur danska landsliði A í knattspyrnu ósk- að eftir leik gegn íslendingum á Idrœtsparken í Kaupmanna- höfn 28. september. Ekki hef- ur verið ákveðið hvort ís- lendingar taka þessu boði, en nú standa yflr samnlnga- viðræður og hefur KSÍ m.a. farið fram á að fá leik á Laug- ardalsvelli næsta sumar f staðinn. anir munu mæta með sitt sterkasta lið. Allir dönsku leikmennimir í V-Þýskalandi munu mæta, enda ekki leikið í v-þýsku úrvalsdeildinni meðan á Ólympíuleikunum stendur. Þá munu Danimir þrír sem leika með PSV Eindhoven hafa fengið leyfi hjá félaginu til að mæta í leikinn. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðum um hvort af leiknum verður og því ekki farið að athuga hvaða íslensku leikmenn fái sig lausa í leikinn. Þó er ljóst að Ás- geir Sigurvinsson ætti að geta komið, enda ekki leikið í V-Þýska- landi á þessum tíma. Þá sagðist Ellert B. Schram, formaður KSÍ, reikna* með að íslendingamir i Noregi og Danmörku, þ.e. Gunnar Gíslason, Bjamí Sigurðsson og Friðrik Friðriksson, geti verið með í leiknum 28. september. „Við eigum í viðræðum við Dani um skiptingu kostnaðar og að fá leik í staðinn í Reykjavík, næsta sumar. Þetta skýrist von- andi fyrir helgi og ef af leiknum veröur förum við að athuga hvaða leikmenn eru tilbúnir," sagði EIl- ert. Meðstýr- iðog vara- bómuí farangr- inum Siglingamenn í ólympíuliði íslands farnirtil Seoul „VID þurfum að vera mættir með bátinn okkar í skoðun á mánudag, 5. september," sögðu siglingarmennirnir ísleifur Friðriksson og Gunn- laugur Jónasson á miðvikudag áður en þeir háldu upp í langt og strangt ferðalag til Suður- Kóreu ásamt flokkstjóra sínum Ara Bergmann Einarssyni. Þeir ísleifur og Gunnlaugur eru skráðir til keppni í siglingum á Ólympíuleikunum og eru þeir fyrstu íslensku keppendurnir sem halda utan. Siglingamennimir flugu til New York þar sem þeir ætluðu að gista eina nótt og héldu síðan áleið- is til Pusan í Suður-Kóreu í gær ■Bl og áætluðu að verða Bjöm 15 tíma á leiðinni. Blöndal f»eir félagar ísleifur skrifar 0g Gunnlaugur keppa á báti af gerð- inni „470“ og ber hann nafnið Leif- ur Heppni. Báturinn var sendur frá Dan- mörku og fór með óiympíuliði Dana, en siglingamennimir höfðu með sér stýri bátsins og eina varabómu sem er um 2.50 m á lengd í farangri sínum. Siglingarkeppnin fer fram í Pus- Hilmartil HK HILMAR Sigurgíslason, línu- maður úr Vlklngi, hefur gengið til liðs við HK í 2. deildinni í handknattleik. Víkingar hafa nú misst tvo línu- menn því Ingólfur Steingríms- son er genginn til liðs við Ármann. Ólafur Lárusson, leikmaðurinn gamalkunni hjá KR, hefur gengið til liðs við Keflvíkinga. Þar hittir hann fyrir fyrrum félaga sinn hjá KR, Hauk Ottesen, sem er þjálfari Keflavíkurliðsins. Eftir 1. september er ekki hægt að skipta um félag í handknattleik. Morgunblaöiö/Bjöm Blöndal Sigllngarmennlrnlr í ólympíuliði íslands eru famir til Suður-Kóreu. Á myndinni eru þeir ísleifur Friðriksson keppandi til vinstri, Gunnlaugur Jónasson keppandi fyrir miðju og Ari Bergmann Einarsson flokksstjóri til hægri. Myndin er tekin fyrir framan flugstöð Leifs Heppna og heldur Gunnlaugur á stýri bátsins sem ber nafn Leifur Heppni. an sem er eitt jaðarþorpa Ólympíu- leikanna og hefst keppnin 20. sept- ember og verður á sjö mismunandi siglingarleiðum á jafnmörgum dög- um í flokki siglara „470“. Ari Bergmann Einarsson flokks- stjóri sagðist vera hæfílega bjart- sýnn fyrir siglingakeppnina, Þeir ísleifur og Gunnlaugur væru vel undirbúnir og hefðu æft ákaflega vel og markvisst fyrir þessa keppni. Þeir væru búnir að fá ágæta reynslu og sérstaklega Gunnlaugur sem hefði tekið þátt í siglingakeppninni á ólympíuleikunum í Los Ángeles fyrir ijórum árum. ísleifur hefur átt við meiðsli að stríða síðustu vikur, en hann sleit liðband í ökkla. Hann á þó ekki von á að það hafí áhrif í keppni og von- ast til að vera búinn að ná sér að fullu þegar til kastanna kemur. KNATTSPYRNA / HM „Reikna með sekt eða áminningu“ ATVIKIÐ á Laugardalsvelli, þegar nakinn maður hljóp inn á völlinn fyrir lelk íslands og Sovótrfkjanna, gæti haft slæmar afleiðingar f för með sér fyrir KSÍ. Eftirlitsmaður frá alþjóða knattspyrnusam- bandinu (FIFA) mun gefa skýrslu um þetta atvik og Ell- segir Ellert B. Schram, formaður KSI, um nakta manninn á Laugardalsvelli ert B. Schram, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið. „Það segist reikna með sekt eða er greinilegt að þarna vantar að- ápiinningu. gæslu en þama var ekki um of- Eg býst við því að eftirlitsmað- urinn frá FIFA geri athuga- semdir við þetta atvik og reikna með sekt eða áminningu. Það kæmi mér að minnsta kosti ekki á óvart," sagði Ellert B. Schram, beldi að ræða og því verður málið líklega ekki litið jafn alvarlegum augum af FIFA,“ sagði Ellert. Eftir leik Vals og Wismut Aue í UEFA-bikamum í fyrra, var öl- dós kastað í einn leikmanna a- þýska liðsins og Valur fékk háa sekt. Þá var haft eftir formanni aganefndar UEFA að réttast væri að loka Laugardalsvellinum. „Ég á nú ekki von á neinu slíku. UEFA hefur tekið mun fastar á svona brotum heldur en FIFA. Ég býst því frekar við sekt eða áminn- ingu,“ sagi Ellert. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ HANDBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.