Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 75

Morgunblaðið - 15.09.1988, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Memiingarsetur við Tjörnina Kæri Velvakandi. Nú fer að hilla undir það að Leik- félag Reykjavíkur flytji í nýtt hús- næði og verða þar með viss kafla- skipti í leikhússögu landsins. í nýja húsnæðinu í nýja miðbænum, verð- ur öll önnur aðstaða til uppfærslu leikrita og er vonandi að þar verði unnin mikil afrek til heiðurs leiklist- inni. Leikfélag Reykjavíkur hefur glatt ófáa íbúa þessa lands með fjölmörgum merkum sýningum og má í fljótu bragði nefna leikrit eins og Ofvitann eftir Þórberg, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, Dag von- ar eftir Birgi Sigurðsson, auk allra útlendu leikritanna sem þar hafa verið sett upp og auðgað hafa anda þessarar vinnuhrjáðu þjóðar. Nú er að hefjast síðasta leikár Leikfélagsins í gamla Iðnó og þá hefjast strax bollaleggingar meðal leikra og lærðra um hvaða starf- semi skuli þar fara fram í framtíð- inni. En eitt verður að ganga úr skugga um: Að húsið fái að standa þama óáreitt en lóðin verði ekki lögð undir bflastæði eða nýbygging- ar af hvaða tagi sem þær eru. Þama á að vera, að mínum dómi, leiklistarsafn þar sem komið verður fyrir heimildum um íslenska leik- list, svo sem myndum, gömlum búningum og leikmyndum og ef til vill aðstöðu til kvikmyndasýninga þar sem áhugamenn og leiklistar- nemar geta fræðst um þessa frómu listgrein. Einnig væri upplagt fyrir litla leikhópa að setja þarna upp sýningar og opna mætti veitingaað- stöðu á lofti fyrir almenning þar sem setjast mætti niður og blaða í leiklistartímaritum. Ég beini þessum tillögum mínum til borgarstjómar og segi: í guð- anna bænum varðveitum þennan litla friðsæla reit þar sem Iðnó stendur og gerum hann að menn- ingarsetri, því menning og listir segja og vajðveita sögu okkar og gera okkur reisnarlegri í augum okkar sjálfra og annarra. Reykvíkingur. Oflof er háð Velvakandi. Nú á dögunum „markaðssetti" Amarflug breytt farrými í flugvél- um sínum sem fengu þau látlausu nöfn Gullrými og Silfurrými. Já, hveijum finnst sinn fugl fagur. Nú bíðum við bara eftir því að Flugleið- ir auglýsi Demantsrými í DC—8 vélunum. En sleppum öllu gamni. Glæsi- nöfn eru ekki það sem vantar í íslensku millilandavélamar, heldur rými sem veitir farþegum mögu- leika á að hrejrfa hendur og fætur meðan á flugferð stendur, þ.e.a.s. Olnbogarými. í samanburði við slíka vistarveru yrðu gull og silfur- skreytingamar að gjalli í augum okkar farþeganna. TF-Örn. Foreldrar! Geymid öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. Þessir hringdu . . Kápa tapaðist á hringveginum Guðjóna Jónsdóttir hringdi: „Ég týndi kápu á hringveginum á tímabilinu 24.08 til 4.09. Þetta er svört kvenmannskápa með spælum og ljósu fóðri.“ Finnandi hringi í síma 32459. Fitusprengd mjólk óholl Hjól týndist Blátt BMX—hjól með svörtum dekkjum hvarf frá Breiðvangi fyr- ir 14 dögum. Foreldrar eru beðnir að líta eftir því í hjólageymslum. Upplýsingar í síma 651788 á kvöldin. Valgerður Kristjánsdóttir hringdi: „Eg vil fá að vita hvers vegna neytendum er ekki boðið uþp á mjólk sem er ekki fitusprengd. Hér er aðeins á boðstólum fitu- sprengd og gerilsneydd mjólk. Læknar eru að komast á þá skoð- un að fitusprengd mjólk sé óholl. Hér þyrfti hvort tveggja að vera á boðstólum." Fyrirspurn um Betta hringdi: „Getur einhver upplýst mig um hvort bamafataverslunin Bamb- inó, sem staðsett var á Vesturgöt- unni, er hætt starfsemi eða hvort hún sé flutt og þá hvert? Úr tapaðist Skúli hringdi: „Eg tapaði svörtu úri með gullvísum og svartri leðuról fyrir rúmri viku á skemmtistaðnum Casablanca. Engir tölustafir eru á skífunni en þar stendur RW. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73549. HASKOLIISLANDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun TÖLVUNÁMSKEIÐ HAUSTIÐ ’88 TÖLVUNOTKUN, alhliða einkatölvunámskeið 60 klst. í fjórða sinn bjóðum við þetta einkatölvunámskeið, þar sem kennd verður ritvinnsla (Ritstoð), notkun töflu- reiknis (Multiplan) og gagnasafnkerfis (Dbase III+), auk þess sem farið verður í stýrikerfið Ms.-Dos. Leiðbeinendur verða Helgi Þórsson tölfræðingur, tölv- unarfræðingarnir Halldóra Magnúsdóttirog Bergþór Skúlason og Guðmundur Ólafsson stundakennari við viðskiptadeild Háskóla íslands. Þau eru öll margreyndir kennarar á þessu sviði. Tími: Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 20. sept- ember til 13. desember, tvisvar í viku tvo tíma í senn. Þriðjudagskvöld og miðvikudagskvöld eða laugardags- morgun. Verð: kr. 22.000.- og eru öll námsgögn innifalin. Skráning er á aðalskrifstofu H.í. s. 694306, en frekari upplýsingar á skrifstofu endurmenntunarstjóra s. 23712 og 687664. Athugið að starfsmenntunarsjóðir VR, BSRB og BHM styrkja sína félagsmenn á þetta námskeið. Þessi bifreið, Mercedes Benz 280 SE, árgerð 1984 er til sölu. Ekinn aðeins 65.000 km. Litur dökkblár (metallic), leðursæti, sentrallæsingar, ABS bremsukerfi, sjálfv. hleðslujöfnun o.fL, sumar- og vetrardekk á felgum. Innflutt af Ræsi hf. og reglu- lega yfirfarin þar (þjónustubók). Mjög glæsileg og vel með farin bifreið í sérflokki. Verð kr. 1.500.000,- (sambæril. bifreið kostar ný ca.kr. 3.300.000). Upplýsingar i síma 666631 og í síma 27611. ROYAL \ \ \ 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jarðarberja sítrónu. Bezti eftirmaturinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.