Morgunblaðið - 17.09.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 17.09.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 Eldsvoði í húsi einstæðra foreldra: Ibúarnir flutt- ir á slysadeild ALLIR íbúar í húsi einstæðra foreldra, þar af 7 börn á aldrinum 2ja mánaða til 11 ára, voru fluttir á slysadeild í fyrrinótt eftir eldsvoða í FEF með flóamarkað FÉLAG einstæðra for- eldra verður með flóa- markað um helgina 17. og 18. september í Skeljanesi 6. Opið verður frá kl. 13.30 til 17. húsinu. Eldurinn kom upp um eitt-leytið um nóttina í húsinu sem er að Skeljanesi í Skerja- firði. Það var íbúi í nærliggj- andi húsi sem fyrstur varð eldsins var. Slökkviliðið var strax kallað á staðinn en er það kom háfði nágrannanum tekist að mestu að slökkva eldinn. Mikill reykur var í húsinu og voru fjórir reyk- kafarar sendir inn í það. Tókst þeim að bjarga öllu fólkinu úr húsinu. Var það flutt á slysa- deild en fékk að fara þaðan fljót- lega aftur. Tvö af bömunum voru flutt á Landspítalann til Morgunblaðið/Einar Falur Hreinsað til í húsi FEF í gær. Á vettvangi í fyrrinótt frekari rannsóknar en þeim mun ekki hafa orðið mjög meint af reykeitrun. Slökkvistarf gekk vel og urðu ekki mikilar skemmdir af éldi en Morgunblaðið/Júlíus töluverðar reykskemmdir urðu á húsinu sem er jámvarið timbur- hús, tvær hæðir og ris. Eldurinn kviknaði út frá logandi kerti og komst í gluggatjöld. VEÐUR VEÐURHORFUR ÍDAG, 17. SEPTEMBER 1988 YFIRLIT f GÆR: Suðvestur af Bretlandseyjum er 1038 mb hæð en 1.004ra mb lægð skammt suðaustur af Jan Mayen hreyfist austnorðaustur og önnur álíka djúp út af Vestfjörðum fer austur. Þriðja lægðin, um 1100 km suður af Hvarfi, dýpkar heidur og hreyf- ist norðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: Suðlæg átt um land allt, kaldi eöa stinningskaldi og víða rign- ing um sunnan- og vestanvert iandið, en úrkomulítið á Norður- og Austurlandi. Hiti á bilinu 7 til 12 stíg. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt og fremur hlýtt. Rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en yfir- leitt þurrt á Norðausturlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Breytileg átt og heldur kólnandi. Senni- lega þurrt á Austfjöröum og austantil á Suðausturlandi, en skúrir í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma •» * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V 1 •> 5 oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hrti 13 10 veóur alskýjað rigning Bergen 11 skýjað Helsinkl 16 okýjað Kaupmannah. . 18 háHskýjað Narssaresuaq 7 rfgning Nuuk 3 heiðskfrt Ósló 18 skýjað Stokkhólmur 17 hálfskýjað Þórshöfn 12 súld Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 14 aúld Barcelona 21 ióttskýjað Chicago 14 akýjað Þeneyjar 18 féttskýjað Frankfurt 14 rignlng Glasgow 18 iéttskýjað Hamborg 15 skýjað Las Palmas 26 léttskýjað London 17 léttskýjað Los Angeles 17 mlstur Lúxemborg 10 rigning Madrfd 17 skýjað Malaga 26 hefðskfrt Mallorca 21 skýjað Montreal 7 heiðskirt New York 11 léttskýjað París 14 skýjað Róm 22 skýjað San Dlego 19 alskýjað Wlnnipeg 13 súld Hrossaútflutn- ingur flugleiðina FÉLAG hrossabænda hefur tekið á leigu flugvél til þess að flytja út hross. Vélin tekur 96 hross í hverri ferð og verður sú fyrsta á miðvikudag. Þá verður lent í Danmörku þar sem reiðhross verða í meirihluta i ferðinni. Síðan er reiknað með einu flugi á viku næstu tvær til þijár vikur til Ostende í Belgíu með slátur- hross. Halldór Gunnarsson, formaður markaðsnefndar Fé- lags hrossabænda, sagði við Morgunblaðið að útflutningsverð hrossanna væri rúmar fjórar milljónir króna. Síðastliðinn fímm ár hafa hrossa- bændur flutt út sláturhross sjóleið- ina með hrossaflutningaskipi. í fyrra haust bjuggust menn við að fá 350 sláturhross til útflutnings en einungis fengust 244. Því þótti ekki fært að taka þá áhættu að fá hingað stórt flutningaskip og verða í staðinn 200 til 250 sláturhross flutt með flugi. „Mér fínnst hagstætt að þessi möguleiki sé fyrir hendi og að við skulum fá hærra grunnverð fyrir hrossakjöt erlendis en hér heima," sagði Halldór Gunnarsson. „Samn- ingurinn nær til 250 sláturhrossa og er söluverð þeirra rúmar 4 millj- ónir króna. Utflutningsbætumar greiða þannig aðeins flutnings- kostnað sem er um 3 milljónir." Það sem gerði þetta framkvæmanlegt fjárhagslega væri að stórir innflutn- ingsaðilar borguðu vélina að hálfu á móti Félagi hrossabænda. Halldór sagði að útflutningur reiðhesta stefndi í 600 hross á ár- inu. Sá útflutningur nyti engrar fyrirgreiðslu og skilaði til þjóðar- búsins um 90 milljónum króna. Líkfundur á Siglufirði SJÓREKIÐ lík fannst í fyrradag skammt frá Siglufirði. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar er talið að um sé að ræða Iík Gunnlaugs Pálssonar annars þeirra sem fórust með gúmmíbát þann 26. júlí s.l. Daginn eftir að gúmmíbáturinn fórst fannst lík félaga Gunnlaugs við Breiðuvík vestur af Stráka- göngum. Ným Akranes- feiju seinkar NÝ HRAÐSKREIÐ feija, sem ætlunin er að verði i förum á milli Akraness og Reykjavíkur, kemur að öllum líkindum til landsins viku seinna en áætlað var ef allt gengur að óskum. Upphaflegar áætlanir voru um Tvær íkveikj- ur í Breiðholti Slökkviliðið var tvisvar kallað út upp í Breiðholt i fyrrinótt vegna íkveikna þar. I fyrra sinnið var kveikt i rusli við Hraunberg og í seinna skiptið var kveikt i kerru og snjósleða á bílastæði við Hrafnhóla. Litlar skemmdir urðu af íkveikjunni við Hraunberg en sleðinn og kerran eru töluvert skemmd. Rannsóknar- lögreglan vinnur nú að rannsókn á þessum íkveikjum. að feijan kæmi til landsins nú um helgina. Haukur Snorrason, einn aðstand- enda Norðuskips sem mun gera feijuna út, segir að sænskur sam- starfsaðili fyrirtækisins komi til landsins nú um helgina til að kynna sér aðstæður. Sá aðili ætlaði að koma fyrr, en seinkaði af óviðráðan- legum orsökum. Svíinn mun kanna allar aðstæður hér og séu þær sam- kvæmt hans kröfum, mun feijan leggja af stað hingað um leið og hann hefur kveðið upp sinn- úr- skurð. Feijan sem um ræðir er 322 brúttótonna skip, tveggja skrokka og gengur 43 sjómílur á klukku- stund í venjulegri siglingu. Skipið er sem næst nýtt, eða um þriggja mánaða gamalt. Haukur sagði að skipið biði tilbúið ytra eftir að end- anleg ákvörðun verður tekin um hvort af þessum siglingum getur orðið og sú ákvörðun liggur fyrir fljótlega eftir helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.