Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 Sviðsmynd úr Sveitasinfóníu. í þjóðlegnm hug- leik í sveitinni Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi i Iðnó: Sveitasinfóníu eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son Réttardagur í íslenskri sveit, kindajarm, fyllerí og hopp og hí. Mættir eru nokkrír þénugir bænd- ur, drykkfelldi presturinn og bijóstafögur dóttir hans, grað- hestaeigandinn Örlygur með þýsku konunni sinni sem Búnað- arfélagið útvegaði, nýr læknir kemur senn, þama er söngelski sýslumaðurinn sem dreymir um að semja hljómkviðu sem svei- tungamir eiga að flytja. Auk þess fæst sýslumaðurinn við að skrá sögur, sér í lagi eftir Báru gömlu, um yfimáttúmleg fyrirbæri. Póst- meistarinn, bindindissamt snöfur- kvendi og bróðir hennar sem er trúlofaður prestsdótturinni, Frið- rik lögregiumaður úr þorpinu og em þó ekki allir upp taldir. Það er á döfinni að reisa virkj- un og vitanlega em deildar mein- ingar um framkvæmdina. Það er spumingin um náttúmspjöllin, umhverfísvemdina og framfarim- ar og sitthvað fleira. Þegar per- sónumar hafa verið leiddar inn til kynningar væri ráð að hefla söguna — eða leikinn. Og þráður- inn er eins og vera ber, ástir og fyllerí, ævintýri, hross og söngur og smásletta af bmggi og virkjun- arfundum og afbrýðisemi og hjónabandsvandræði. Mér er ekki fullljóst hvort höf- undur hefur ætlað sér að semja gamansaman þjóðleik eða þjóð- legan gamanleik, en svo mikið er víst að hann hefur af lagni og léttum húmor seilst eftir persón- um úr gömlum sögnum, leitað fanga í sögum Laxness og svo mætti lengi telja og stundum var ekki á hreinu hvort maður var staddur í sögu eftir Jón Thorodds- en, á sýningu hjá Hugleik eða að hlusta á lestur úr forystugreinum um virkjanir. Úr þessu hefði getað orðið hinn ferlegasti grautur, en Ragnar hefur hæfilegt taumhald á sér og svo hefur leikstjórinn, að mfnu viti, leyst ýmis augljós vandamál af hugviti og nokkurri fími. Þó fannst mér innkomur og útgöngur stundum vandræðaleg- ar og sum atriðin hefðu að skað- lausu mátt missa sig. Það má sjálfsagt velta fyrir sér, hvort leik- stjóri hefði átt að leggja enn ríkari áherslu á skopið í leiknum. Að mínum dómi fannst mér hann fara yfirleitt með liðsmenn sína rétta leið og náði þar af leiðandi oft fram áhrifum sem urðu þess- um kostulega hræringstexta til framdráttar. Ekki þarf að orðlengja að lista- menn eins og aðrir hafa gott af því að breyta til og skipta um umhverfí; það sannaðist á Gunn- ari Eyjólfssyni sem fór á kostum í hlutverki söngelska sýslumanns- ins. Þótt persónan sé eins konar skissa frá hendi höfundar fór Gunnar létt með að búa til úr henni ákaflega snjalla manngerð. Mér fannst Margrét Ákadóttir vinna leiksigur sem Emma þýska og varð skýrasta persóna sýning- arinnar, skiljanlegust og með fastari einkenni en aðrir. Sigurður Karlsson gerði durgnum Bimi bónda og prestsbróður eftirtektar- verð skil og fas og svipbrigði í hlutverkinu sem er ekki fyrirferð- armikið, sýndu enn hvemig auka- hlutverk geta orðið snar þáttur leiksýningar. Valdimar Flygenring var að- sópsmikill sem Orlygur bmggari og graðhestaeigandi, töff nagli og viðkvæmur inn við beinið. En samt mætti gæta að því að láta ekki Valdimar festast í þessari manngerð. Edda Heiðrún Back- man hefur sérlega óþvingaða sviðsframkomu og stóð vel fyrir sínu, var rétt óborganleg í sumum senum, mætti nefna þegar Örlyg- ur kemur í óveðrinu að sættast við hana svo að sýslumannssin- fónían verði flutt með bestu kröft- unum. Hlutverk Amar Ámasonar gef- ur ekki tilefni til mikils en Óm fór með það af einlægni. Steindór Hjörleifsson var útsmogin sveita- lögga og Þorsteinn Gunnarsson var ekki í vandræðum með hinn gallaða guðsmann. Valgerður Dan var of gribbuleg sem bindind- isfia og náði ekki spaugsemi sem þar er þó gefinn kostur á. Sigríð- ur Hagalín gerði sér heilmikinn mat úr Bám gömlu, þótt vísdóm- urinn sem henni er lagður í munn af höfundi sé stundum rýr f roð- inu. Ég var ekki sátt við leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar, auðvitað lá í augum uppi að nauðsynlegt var að hefðbundin sveitaumgerð hefði verið fáránleg. En lausnin með tröppumar og einhvers konar stílfærðar öndvegissúlur sem áttu að sýna dalinn fannst mér ekki lánast. Lýsingu á baktjaldi hefði áreiðanlega mátt beita af meira listfengi og ímyndunarafli. Tónlist Atla Heimis virtist mér til fyrir- myndar. Hvort sem fyrir Ragnari Am- alds vakti að semja gamanleik eða þjóðlegan hugleik, var auðfundið á frumsýningargestum að þeir skemmtu sér konunglega. Ég leyfi mér að ítreka að hlutur leikstjór- ans og frammistaða leikenda hafi ráðið úrslitum um að sýningin lifnaði og lék sér. Bamastarfí Homafírði NÆSTKOMANDI sunnudag 25. september byrjar barnastarf í BjamanesprestakaJIi í Homafirði. Klukkan 10 á sunnudagsmorgun hefst bamamessa í Hafnarkirkju, en kl. 11 sama morgun barna- messa I Bjamaneskirkju. Þessar athafnir sem ætlaðar eru bömum og unglingum upp að ferm- ingaraldri verða með hefðbundnu sniði, sagðar sögur, sungnir bama- söngvar, lesið úr Biblíunni, farið yfir fraeðsluefni og fleira og fleira. Á liðnum árum hefur mikil þátt- taka verið í bamamessum í Bjama- nessókn og hafa þær f ýmsum skiln- ingi verið burðarásinn í kirkjulegri starfsemi. Sóknarprestur í Bjama- nesprestakalli er sr. Baldur Krist- jánsson. (Fréttatilkynning) t Hafnarkirkja á Höfh f Hornafirði. Sögur Munchausen á snældu Útgáfufyrirtækið Sögusnæld- an gaf nýlega út hljóðsnælduna; „Lygasögur Munchausen bar- óns“. Lesari er Magnús Ólafsson, leikari. Þýðinguna annaðist Þór- hallur Þórhallsson. Um er að ræða nítján stuttar sögur með leikhljóðum, flutningur tekur um 48 mínútur. (Úr fréttatilkynningu) ^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 Stykkishólmur: Grjóti rígndiyfir íbúðar- hverfi ÓHAPP varð í Stykkishólmi þeg- ar verið var að vinna við spreng- ingar í gijótnámi við skipasmíða- stöðina Skipavík á mánudag, en gijót þaðan er notað við hafhar- gerð á staðnum. Flaug stórgrýti yfir íbúðarhúsahverfi þar skammt frá og olli talsverðum skemmdum. Að sögn Iögreglunn- ar þykir ótrúlegt happ að enginn skyldi slasast, en gijótinu rigndi yfir sprengingamennina án þess að nokkur þeirra hlyti svo mikið sem skrámu. Þá sluppu börn sem voru að leik þarna skammt frá án allra meiðsla. Við sprenginguna flaug gijótið yfir íbúðarhúsahverfíð og liggur stórgrýti þar á vfð og dreif í geira í gegnum hverfið. Stór hnullungur fór í gegnum þak á einu húsanna, en hnullungurinn, sem er um 15 kg að þyngd, fór í gegnum milli- vegg á kyndiklefa og þaðan niður í gólf. Fimm mínútum fyrr hafði maður verið við störf í kyndiklefan- um, en húsið er nýbyggt og stóð til að flytja í það eftir nokkra daga. Þá fór einn hnullungur í gegnum þak ófokheldrar nýbyggingar og braut þar upp gólf, og bíll varð fyrir miklum skemmdum. Að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi liggur ekki ljóst fyrir hvað óhappinu olli. Eitt verka Erlu Þórarinsdóttur. ísapörður: Erla sýnir í Slúnkaríki ERLA Þórarinsdóttir mun opna myndlistarsýningu í Slúnkaríki, ísafirði, laugardaginn 24. sept- ember nk. Erla lauk námi frá Konstfack- skólanum í Stokkhólmi 1981 og hefiir sfðan unnið og starfað að myndlist í Svíþjóð, New York og hér heima. Hún hefur haldið einka- sýningar í Reykjavík, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og New York og tekið þátt f Qölda samsýninga. „Nærmyndir minnis og gleymsku" kallast myndaröð sem Erla mun sýna í Slúnkaríki. Mynd- imar eru málaðar með olíu á striga, flestar á þessu ári. Við opnun sýningarinnar mun Halldór Ásgeirsson, myndlistar- maður, lesa frumsamið ljóð. Upp- lesturinn er tileinkaður minningu Ragnars H. Ragnars. Sýningunni lýkur þann 9. októ- ber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.