Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 VERÐ f LAUSASÖLU 70 KR. EIGNA MIÐUMIV 27711 _ 1» 'l H C H 0 l T S S T H Æ T I 3 Swnr Kristinsaoíi, sókjajón - Þcrieifw Guímundssai, söKm. \ ^pWwóifur HaMfason, iogli.- Utmsteinn Beck hrl„ simi 12320 Morgunblaðtð/KGA. Á förnum vegi Fundað um málefhasamning fram á nótt: Stefnt að stjórnar- skíptum á sunnudag Sjálfgefið að við fáum ráðuneyti, segir Stefán Valgeirsson Olíklegt talið að Borgaraflokkurinn fari inn í stjórnina FORYSTUMENN Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og- Alþýðubanda- lags auk Stefáns Valgeirssonar hófii eftir hádegið i gær skipulega vinnu við gerð málefiiasamnings ríkisstjórnar þessara aðila undir forsæti Steingríms Hermannssonar formanns Framsóknarflokksins. Fundir stóðu enn í ráðstefhusölum ríkisins í Borgartúni 6 þegar Morgunblaðið hafði síðast fréttir af gangi mála eftir miðnættið og var jafnvel búist við að fúndir stæðu alla sl. nótt. Steingrímur kvaðst i gær stefna að því að málefhasamningur lægi fyrir um hádegið i dag þannig að hægt yrði að leggja hann fyrir fundi flokkanna síðdeg- is til ákvörðunar. Þá er ætlunin að gera ráðherralista stjórnarinnar opinberan klukkan 17 í dag og stefiit að stjórnarskiptum á morgun, sunnudag. Þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti í fyrrinótt að ganga til stjómarsamstarfs við Framsóknar- og Alþýðuflokk þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að umsamdar launa- hækkanir verði bannaðar með lög- um fram til 1. febrúar næstkom- andi. Ýmsir þingmenn flokksins hafa þó efasemdir um aðild flokks- ins að stjóminni. „Steingrímur hef- urekki minn stuðningennþá," sagði Skúli Alexandersson til dæmis í gærkvöldi. Hann sagðist ekki sjá flöt á því að flokkurinn færi inn í stjómina og að það hefði verið frumhlaup að hafa ekki unnið mál- ið betur áður en Steingrímur fór á fund forseta. Hjörleifur Guttorms- son sagði að það hlyti að vera krafa flokksins í stjómarmyndunarvið- ræðunum að hætt verði við bygg- ingu nýs álvers í Straumsvík. Eftir að samþykkt Alþýðubanda- lagsins lá fyrir fór Steingrímur Hermannsson á fund forseta ís- lands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra segir að undirbúningur að stækkun álversins í Straumsvík sé komin það vel á veg að málið verði ekki stöðvað. Starfshópur um stækkun álversins átti nýlega fund með fiilitrúum ATLANTAL-hópsins, það er þeirra fjögurra fyrirtækja sem vinna að hagkvæmniskönnun fyrir nýtt álver hér. Friðrik segir að á þeim fiindi hafí komið fram að hagkvæmniskönnun- inni miði mjög vel og að gert sé ráð fyrir að henni ljúki fljótlega eftir áramót. „Á fundinum kom fram að í und- irbúningi er samningur um tækni- mál verksmiðjunnar enda verður bráðlega að velja hvaða tækni verð- ' ur notuð," segir Friðrik Sophusson. „Það er Ijóst að fyrirtækin fjögur hafa lagt út í veruleg útgjöld vegna þessara verkefna og nema þau um 30 milljónum króna í dag. Það er því enginn vafi á að þau hafa mik- inn áhuga á framgangi þessa máls.“ Friðrik segir einnig að á fyrr- g'reindum fundi hafi komið fram að ATLANTAL-hópurinn vilji að fyrsti áfangi hins nýja álvers verði ekki minni en 110 þúsund tonn og að tryggt sé að hægt verði að stækka álverið í að minnsta kosti 180 þúsund tonn innan nokkurra ára. Talið er að full hagkvæmni náist ekki fyrr en álverið er orðið 180 þúsund tonn að stærð. „Það sem nú liggur fyrir að gera, fyrir utan tæknilegan undirbúning, er í fyrsta lagi lögfræðileg undir- búningsvinna um form og uppsetn- ingu þeirra samninga sem þarf að gera. í öðru lagi þarf Landsvirkjun að gera áætlun um raforkuverð og fyrirkomulag raforkusamnings. Og í þriðja lagi þarf að athuga ýmis mál er varða umhverfisáhrif álvers- ins og samskipti við önnur stjóm- völd, svo sem Hafnarfjarðarbæ," segir Friðrik. Um stöðu þessa máls almennt vill Friðrik taka fram að aðstæður til samninga um aukna álfram- leiðslu hér á landi eru óvenjulega hagstæðar íslendingum. Álverð sé hátt og búist er við að það haldist svo áfram. Mikil eftirspurn sé eftir áli í Evrópu en þar á móti komi að skilyrði eru vart fyrir hendi til auk- innar álframleiðslu í álfunni. „Af þessu er ljóst að fyrirtækin flögur leggja mikla áherslu á að klukkan 11.45 í gær og skýrði henni frá möguleikum til myndunar stjómar þessarra þriggja flokka með stuðningi Stefáns Valgeirsson- ar og yrði hún tilbúin á hádegi á sunnudag. Steingrímur sagði við Morgunblaðið að stjómin yrði sterk og hefði meirihluta í báðum deild- um. Stefán Valgeirsson sagði í gærkvöldi að hann og hans fólk væm fullgildir aðilar að stjómar- myndunarviðræðunum og sjálfgefið að einhver úr þeirra hópi fengi ráðu- neyti. í gærkvöldi var ekki útlit fyrir að Borgaraflokkurinn tæki þátt í myndun ríkisstjómarinnar. Flokk- urinn á ekki aðild að samningum um málefnasamning en Steingrím- ur ræddi þó við Albert Guðmunds- son í gær. Vinna við gerð málefnasamnings mun ekki hafa verið langt á veg komin í gærkvöldi samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Stefán Valgeirsson sagði að vinnan gengi Friðrik Sophusson um stækkun álversins: Málið komið á það stig að það verður ekki stöðvað **^TLANTAL-hópurinn hefiir varið um 30 milljónum í undirbúning ákvarðanir um þessa framkvæmd liggi fyrir sem fyrst, ella muni þau leita annarra kosta til að leysa úr álþörfum sínum. Undirbúningur og samningagerð verða að ganga nægilega hratt fyrir sig næstu mánuði til þess að lokaniðurstaða liggi fyrir um mitt næsta ár,“ segir Friðrik. „Ég tel raunar að málið sé nú þegar komið á það stig að það verði ekki stöðvað. Við megum ekki heldur gleyma því höfuðatriði að samstarf okkar við þessi fjögur evrópsku fyrirtæki er liður í að undirbúa okkur fyrir sameiginlegan Evrópumarkað sem lítur dagsins Ijós 1992.“ Starfshópinn um stækkun álvers skipa þeir Jóhannes Nordal, Geir A. Gunnlaugsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram. hægt en mjakaðist þó. Steingrímur Hermannsson vildi í gær ekki tjá sig um hvaða málaflokkar yrðu erf- iðastir, en búist var við að einna erfiðast yrði fyrir flokkana að ná saman um utanríkismál og hugsan- lega stóriðju. Sjá ennfremur fréttir á blað- síðu 2 og á miðopnu, 30-31, og Innlendan vettvang á bis. 25. Búnaðarfélagið: Frekari uppsagnir um næstu mánaðamót Búnaðarþing kallað saman? ALLAR líkur eru á að þeim ráðunautum Búnaðarfélags íslands, sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, verði sagt upp störfum um næstu mánaðamót. í sumar var öllum ráðunautum með sex mánaða uppsagnarfrest sagt upp, en um áramót eiga samningar allra ráðunaut- anna að vera lausir. Ástæðan fyrir uppsögnunum er erfið fjárhagsstaða Búnað- arfélagsins, en talið er að skuldir þess frá síðustu þrem árum verði um 12 milljónir króna um næstu áramót. „Það hefur verið rætt um það í stjóm Búnaðarfélagsins að kalla saman auka Búnaðar- þing til að fjalla um þetta mál, og væntanlega verður ákvörðun um það tekin eftir mánaðamótin," sagði Hjörtur E. Þórarinsson, sem sæti á í stjóm Búnaðarfélagsins. Auka Búnaðarþing hefur aðeins einu sinni verið kallað saman und- anfarin 30 ár, en það var á síðasta ári vegna 150 ára af- mælis Búnaðarfélags íslands. „Það hefur ekkert þokast með þessi mál, en nýlega var skipuð þriggja manna þing- mannanefnd, sem gera átti til- lögur til lausnar vandans, en hún var lítið tekin til starfa er stjómarslit urðu.“ Að sögn Hjartar var 6 milljóna króna halli á rekstri Búnaðarfélags- ins um síðustu áramót, sem safnast hafði saman á tveimur ámm, og allt stefndi í að hann yrði um 12 milljónir um næstu áramót. Ráðunautar Búnaðarfélags- ins em 18 talsins, en þeir em þó ekki allir í fullu starfi hjá Búnaðarfélaginu, og var 12 þeirra sagt upp störfum í sum- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.