Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.09.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 1988 59 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Lokaumférð 1. deildar í dag Fimm leikirá dagskrá. Barist um markakóngstitilinn í DAG lýkur íslandsmótinu í 1. deild með fimm leikjum sem allir hefjast kl. 14. Úrslitin eru þó ráðin og Ijóst hvaða er meistari og hvaða lið færast niður í 2. deild. Það á þó eftir að koma í Ijós hver verður Markakóngur 1988 en Sigurjón Kristjánsson og Guðmundur Steinsson berjast um titilinn. m Íslandsmeistaramir Framarar taka á móti Skagamönnum á Laugardalsvellinum. Framarar hafa fyrir löngu tryggt sér sigur í deild- inni og Skagamenn eru öruggir með 3. sætið í deildinni. Þess má geta að þetta verður síðasti leikurinn sem Eysteinn Guðmundsson dæmir í 1. deild. Þrátt fyrir að liðin hafí ekki að neinu að keppa má búast við góðum leik. Viðureignir Fram og ÍA hafa oft verið mjög skemmtilegar og er skemmst að minnast leik liðanna í fyrra sem lauk með jafntefli 4:4. Þá verður gaman að sjá hvort Guð- mundi Steinssyni tekst að skora og ná Siguijóni Kristjánssyni í barátt- unni um markakóngstitilinn. Sigur- jón hefur skorað 13 mörk en Guð- mundur 12. Eftir leikinn mun Ellert B. Sehram, formaður KSÍ, afhenda leikmönnum Fram íslandsbikarinn. KR-ingar taka á móti Þórsurum á KR-velli. Með sigri eiga KR-ingar möguleika á að komast í 4. sæti, þ.e. ef KA tapar fyrir Val á Akur- eyri. Þórsarar geta komist í 5. sæt- ið ef þeir sigra KR með þriggja marka mun. Baldur Scheving dæmir leikinn á KR-vellinum en það verður síðasti leikur hans í 1. deild. í Keflavík taka heimamenn á móti Víkingum. Liðin voru í fallbar- áttunni lengst af í sumar og nokkuð öruggt að þau hafna í 7. og 8. sæti. A Akureyri leika KA og Valur. KA er án efa það lið sem mest hefur komið á óvart í sumar. Liðið er nú í 4. sæti. í þessum leik verð- ur án efa vel fylgst með Siguijóni Kristjánssyni markahæsta leik- manni deildarinnar. Loks er það botnleikurinn á Húsavík. Þar mætast Völsungur og Leiftur, tvö neðstu lið deildarinnar. Liðin eru með jafn mörg stig en Leiftursmenn eru með betri marka- tölu. íslandsmótið var ekki jafn spenn- andi í sumar og oft áður. Yfírburð- ir Framara voru miklir og úrslitin á botninum réðust í 16. umferð. Þrátt fyrir það ætti að vera nokkur fyöldi áhorfenda á leikjunum í dag því það er í síðasta sinn sem færi gefst á að sjá íslenska knattspymu áður en átta mánaða vetrarfrí tekur við. Knattspymumenn halda upp á vertíðarlok með lokahófi á Hótel íslandi á sunnudagskvöld. Hófið hefst kl. 19 með borðhaldi. Guðmundur Stelnsson og Ormarr Örlygsson fagna marki. Guðmundur mun án efa reyna að ná markakóngstitlinum en Siguijón Kristjánsson er nú markahæstur í 1. deild. KNATTSPYRNA / 4. DEILD Austrifer líklega upp ALLT bendir nú til þess að þrjú lið fari upp í N A-riðil 3. deildar næsta keppnistímabil í stað tveggja. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var leik- ur Leiknis og Vals dæmdur ógildur í Austfjarðariðli og þurfti að fara fram að nýju. Þá sigraði Valur og breytti þar með lokastöðu 4. deildar. Hugmyndir hafa verið uppi með- al stjómarmanna KSÍ að ijölg- Mm FOLK URUUD Gullit, hollenska knatt- spymustjaman sem leikur með ítalska liðinu AC Milanó, verður líklega frá keppni einhvem tíma vegna meiðsla á ökkla. Að sögn talsmanns Milanó er Gullit í lækn- ismeðferð og er búist við að það taki hann mánuð að fá sig góðan af meiðslunum. Gullit meiddist á æfíngu, en ítalska deildarkeppnin hefst 9 október. Þá er óljóst hvort Gullit getur leikið með Hollending- um á móti V-Þjóðveijum í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar, en leikurinn fer fram 19 október. ■ DOUG WiIIiams, bakvörður Rauðskinnanna í bandaríska fót- boltanum, verður frá keppni í fjórar vikur í kjölfar botnlangauppskurðar sem hann gekkst undir í vikunni. Williams leiddi liðið til sigurs í deildinni á síðasta keppnistímabili og var valinn verðmætasti leikmað- ur tímabilsins. Mark Rypien, sem tekur sæti Williams hjá Rauð- skinnunum er reynslulítill leikmað- ur og verður spennandi að sjá hvemig honum tekst til í viðureign- •nni við Kardinálana á sunnudag að verði í níu lið í NA-riðli, Þ.e.a.s að þijú lið fari upp í stað tveggja vegna þessa leiðindamáls. Austri hafði þegar keppt til úrslita við Kormák og BÍ um sigurinn í 4. deild og hafði því lagt út f mikinn ferðakostnað. Það er ljóst að ekki verður spilað- ur annar úrslitaleikur í 4. deild á þessu ári. En ekki er útilokað að það verði gert næsta vor. Eins og staðan er nú hafa Kormákur og Valur tryggt sér sæti í NA-riðli 3. deildar og Austri mun að öllum líkindum fylgja þeim þangað. En það verður væntanlega tekið fyrir á næsta KSÍ-þingi. í hinum riðlinum hafa BÍ og Hveragerði tryggt sér sæti. Markakóngar Idag kemur í ljós hver verður markakóngur 1. deildar 1988. Siguijón Kristjánsson er marka- hæstur en Guðmundur Steinsson eru næstur. Hér fylgir listi yfír markakónga 1. deildar undanfarin 15 ár. 1972 Tómas Pálsson, ÍBV.........15 1973 Hermann Gunnarsson, ÍBA ...14 1974 Teitur Þórðarson, ÍA........9 1975 Matthías Hallgrímsson, ÍA..10 1976 Ingi Bjöm Albertsson, Val..16 1977 PéturPétursson, ÍA..........16 1978 Pétur Pétursson, ÍA.........19 1979 SigurlásÞorleifsson,Víkingi..lO 1980 Matthías Hallgrímsson, Val ...13 1981 Lárus Guðmundsson, Víkingi .12 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV..12 1982 Heimir Karlsson, Víkingi...10 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV..10 1983 Ingi Bjöm Albertsson, Val..14 1984 Guðmundur Steinsson, Fram .10 1985 ÓmarTorfason, Fram...........13 1986 GuðmundurTorfason, Fram ..19 1987 PéturOrmslev, Fram..........12 Ólympíublað fylgir Fjallað er um Ólympíuleikana í Seoul í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Það er 8 síðna B-blað. 2. DEILD F]. lelkja U J T Möric Stlg FH 17 13 2 2 46: 20 41 FYLKIR 17 9 6 2 39: 27 33 VÍÐIfí 17 8 2 7 35: 28 26 ífí 17 8 2 7 31:34 26 TINDASTÓLL 17 7 2 8 26:29 23 SELFOSS 17 6 4 7 26: 26 22 ÍBV 17 6 2 9 29: 35 20 UBK 17 5 5 7 25: 32 20 KS 17 4 4 9 35:46 16 ÞRÓTTUfí 17 2 5 10 24: 39 11 íslandsmótið 1. deild HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Lelklr U J T Mörk u J T Möric Möric Stlg FRAM 17 8 0 0 17:2 7 1 1 18:4 35:6 46 VALUR 17 8 0 1 25:11 4 2 2 10:4 35:15 38 ÍA 17 7 1 1 20:11 2 4 2 10:11 30:22 32 KA 17 6 1 1 15:11 2 2 5 -16:17 31:28 27 KR 17 4 2 2 14:7 3 1 5 11:16 25:23 24 ÞÓR 17 5 2 2 14:12 0 4 4 9:15 23:27 21 VÍKINGUR 17 4 1 4 14:11 1 2 5 5:17 19:28 18 ÍBK 17 2 4 2 11:12 1 2 6 8:19 19:31 15 LEIFTUR 17 1 5 3 5:9 0 0 8 6:16 11:25 8 VÖLSUNGUR 17 1 2 5 5:14 1 0 8 7:21 12:35 8 < V x/ '<'■;' <yVy\7; K/'.C' X MARKAMETIÐ11. DEILD ER19 MORK: Pétur Pétursson IA, 1976 og Guðmundur Torfason, Fram, 1986 _ - - ' *' — ’ ' ^ ^ ^ ■/ ’-L • /• 1 <1 V \ i v » Ss ^ • v •' 1 _•• '\ *V T\ /f ---------©# -A »».»i\«.»WWWWW»W Júlíus Tryggvason, Þór Þeir eru markahæstir í 1. deild \ /\ A Þorvaldur ) q Öriygsson, KA g Aöalsteinn n Viglundsson, ÍA y \ /\ Pétur n \ - lOrmslev, Fram'ö /2 . . V /\ ' Halldór "J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.