Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 29 sungum um tíma í lítill hljómsveit og seinna sungum við saman í kaba- rett, Nanna spilaði á hörpu og ég söng og svo spilaði ég á píanó og hún söng, þetta var ágætt þó það væri ekki alveg á okkar línu. En svo fórum við að syngja með stórri hljómsveit í Berlín og þar kynntist ég Jan Morávek. Hann var tékkn- eskur og ótrúlega mikill tónlistar- maður. Hann átti stundum erfitt með að skilja hvað fólk gat verið lengi að taka við sér._ Hann sagði stundum við mig; „Ég skil ekki hvað fólk getur verið lengi að læra þetta," það var von, sjálfur spilaði hann á sextán hljóðfæri þegar hann var sextán ára. Frá Berlín fór Jan til Vínarborg- ar en ég varð eftir. Við skrifuð- umst á og einu sinni fór ég að heim- sækja hann. Þá fundum við út að við vildum vera saman og við ákváð- um að fara að búa saman þó ég væri þá enn gift Óskari. En þegar frá leið fannst okkur ómögulegt að geta ekki gift okkur. Ég snéri mér þvi til sænska sendiráðsins í Vínar- borg og í gegnum það fékk ég skiln- að án þess að við Óskar töluðum nokkurn tíma saman, það var ekki hægt. Seinna frétti ég að hann hefði verið ósköp feginn því hann hafði þá hitt aðra konu. Fjarvistim- ar gerðu að við fjarlægðumst hvort annað, það er slæmt fyrir elskendur að vera Iengi fjarvistum. Við Jan áttum tónlistina sameiginlega. Ást- aijátning hans til mín var: „Du und die musik.“ Lengra varð ekki kom- ist því tónlistin var honum allt. Samt vorum við ólík, sprottin úr ólíku umhverfi. Hann hafði ýmsar skoðanir sem ég felldi mig illa við, en samt elskaði ég hann. Þannig var það. Einu sinni fékk hann botn- langabólgu. Ég þurfti að fara út frá honum og sagði við hann að hann mætti alls ekki fara í bað með hita. Hann var þrjóskur og fór samt í bað. Þegar ég kom heim var hann með 40 stiga hita, hræðilega veik- ur. Ég fylltist örvæntingu og hringdi í hjúkrunarkonu sem kom honum á spítala, eins auðvelt og það var nú á stríðsárunum í Þýska- landi. Þar var hann dauðveikur í þijá daga og læknamir þorðu ekki að skera hann. En svo var hann skorinn á þriðja degi og ég man enn þá miklu sælu þegar aðgerðin var yfirstaðin og ég mátti heim- sælq'a hann. Við lifðum marga hræðilega hluti í Þýskalandi en líka margt dásamlegt. Jan komst á svartan lista og sætti aðkasti nas- ista en hann slapp samt lifandi. Hitler vildi ekki Tékka í herinn, en samt sluppu þeir ekki við vígvöll- inn. Hitler lét þá klæðast svörtum fötum, ekki ólíkum þeim sem storm- sveitarmenn báru, og lét þá svo hlaupa á milli með vopn. Þannig voru þeir auðvelt skotmark og voru líka skotnir niður hver af öðrum. Jan var settur í þjálfun fyrir slíka þjónustu. Ég fór eitt sinn að heim- sækja hann og þá voru félagar hans allir úti á stétt að gera að gamni sínu en hann lá einn inni. Hann var öðruvísi en þeir, tók þetta allt svo nærri sér. Ég fór inn til hans og komst að því að hann var veikur. Við læknisskoðun kom fram að hann var með magasár og honum var sleppt við frekari þjálfun, það var einstakt að hann skyldi sleppa svona vel. Við vorum himinsæl þó við værum sífellt svöng. Ég var 55 kíló að þyngd á þessum árum en ég er rösklega 170 sentimetrar á hæð. Ég fékk magasig af hungri. Þegar ég vaknaði á morgnana þá var eins og verið væri að slíta úr mér magann. Þá varð ég að fara strax á fætur og ganga um, þá lag- aðist ég aðeins. Ég var líka alltaf með höfuðverk af hungri. En það eru bjartar hliðar á öllu, meira að segja hungrjnu. Ég fékk aldrei bijóstsviða á þessum tíma, bijóst- sviði stafar af offylli og mikilli fitu m.a. Slíkt var ekki vandamál í Þýskalandi þá. Það valt á ýmsu í lífi okkar og umskiptin voru oft snögg. Eftir að Jan var sleppt úr þjálfuninni þá ætluðu nasistar að draga hann inn Sjá næstu síðu LITGREINING IVIEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Forvitnilegt helgarnámskeið um smáskammtalækningar (homoeopathy) 0 Breski læknirinn og hómopatinn Dr. Douglas MacKeller MD GP MFHOM heldur nám- skeið í undirstöðuatriðum smáskammtalækninga og „hjálp í viðlögum“ fyrir almenning föstudaginn 30. september kl. 20-22 laugardaginn 1. október kl. 13-18 sunnudaginn 2. október kl. 10-18 Námskeiðið er fyTSt og fremst hugsað sem byrjendanámskeið fyrir almenning. Meðlim- ir heilbrigðisstéttanna, læknar og hjúkrunarfólk er velkomið. Notið þetta einstaka tækifæri tll að kynnast undirstöðuatriðum smáskammtalækn- inga sem njóta nú sívaxandi vinsælda í heiminum og eru viðurkenndar af sjúkrasam- lögum viða erlendis. Námskeiðsgjald kr. 2.000,- Félag áhugafólks um smáskammta- og grasalækningar, Pósthólf 1621, 121 Reykjavik, sími 91-24311. Sparnaður og aðgæsla kom þeim á áfangastað 7 í— $ Jóna . F°Sr0/Jr ör*ut j^Ss°n °8 Jdfn ÍOst0n, <kur< ,yi /t Un’í£ r'pti _ ^iunf °8Jöf hi. ’Já "****S&' notii •*» A,eð rli‘ fr2 Su*«ta Un°m ho,i°- /ðk'V f L . -*ar bs°r,n Reglubundinn sparnaður og aðgæsla í fjármálum komu Jónu og Hannesi vel þegar þau stofnuðu heimili. Þau lögðu reglubundið inn hjá sparisjóðnum, nýttu þau ávöxtunarkjör sem þar bjóðast og gættu þess að eiga fyrir hlutunum áður en þeir voru keyptir. Þau hafa því notið staðgreiðslu- afsláttar og eru laus við áhyggjur af gjalddögum. SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Suðurgötu 6, Keflavík - Grundarvegi 23; Njarðvík Sunnubraut 4; Garði - Víkurbraut 62; Grindavík JSsfJórar °<sSc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.