Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 68
NÝTT FRÁ KODAK RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST SYKURLAUST FRA WRIGLEY’S SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hreinsunarátak: Mörgum dós- um saftiað MIKIL þátttaka hefiir verið í hreinsunarátaki Reykjavíkur- borgar, og í gær lögðu flölmarg- ir leið sína í félagsmiðstöðvar borgarinnar með tómar gosdósir. í Félagsmiðstöðinni í Fellahelli var tekið á móti gosdósum á milli klukkan 2 og 5, og samkvæmt upp- lýsingum þaðan virtist þátttaka vera mjög góð, en bæði börn og fullorðnir höfðu þá komið með mik- ið magn af tómum gosdósum. Qlympíuleikarnir: Andstreymi í Seoul ÍSLENSKU keppendurnir á Ólympíuleikunum í Seoul i Suð- ur-Kóreu hafa ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru fyrir leikana. í gær varð Einar Vilhjálmsson í 13. sæti i spjótkasti og komst ekki í úrslit. Hann kastaði 78,92 metra og var aðeins 8 sentímetra frá því að komast í úrslit. Sigurður Einars- son kastaði spjótinu 75,52 metra. íslenska landsliðið í handknatt- leik náði sér aldrei á strik gegn Svfum og tapaði stórt, 14:20. Ljósi punkturinn hjá íslensku keppenduhum í gær var, að þijú Islandsmet voru sett í sundL Ragn- ar Guðmundsson setti tvö íslands- met, í 1.500 og 800 m skriðsundi, synti á 15:57.54 mín. og 8:30.69 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 m fjórsundi, synti á 2:22.65 mín. og hafnaði í 24. sæti af 35 keppendum. Magnús Már Ólafsson varð í 40. sæti af 68 keppendum í 50 metra skriðsundi er hann synti á 24,50 sekúndum. Loks varð Eðvarð Þór Eðvarðsson í 16. sæti í 100 metra baksundi, synti á 57,70 sek og komst í B- úrslit. Sjá nánar á bls. 36, 37 og 38. Haust í Gilsfírði Morgunblaðid/Charles Egill Hirt Suðurlandssíldin: Söltun verður líklega meiri nú en nokkru sinni fyrr Viðræður við Sovétmenn um síldarkaup í næstu viku VIÐRÆÐUR um sölu saltsíldar til Sovétríkjanna hefjast ( Moskvu í næstu viku og verða því fyrr á ferðinni en tvö síðustu ár. I viðskiptasamningi íslands og Sovétríkjanna er gert ráð fyrir árlegri sölu 200.000 til 250.000 tunna af saltsíld héðan til Sovétríkjanna. Fyrr í haust var samið um sölu saltsíldar sem svarar til 96.000 tunna af heil- saltaðri síld til Svíþjóðar og Finn- Iands. Því er liklegt að meira verði saltað af Suðurlandssíld á komandi vertíð en nokkru sinni áður. Á síðustu vertíð var saltað í 290.000 tunnur og fór óverulegt magn af því til frekari vinnslu hérlendis, annað til útflutnings. Búizt er við því að síldveiðar hefjist í næstu viku. Gunnar Flóvenz, framkvæmda- Stefnt að stjórnarskiptum í dag: Ríkisráðsfundir boð- aðir á Bessastöðum SAMNINGAR milli Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Alþýðubanda- lags og Samtaka um jafhrétti og félagshyggju voru á lokastigi um hádegi í gær og gerð málefhasamnings að mestu lokið. Ekki náðist því að ljúka stjórnarmyndun um hádegið eins og Steingrímur Her- mannsson hafði lagt áherslu á. Skipuleg vinna við gerð málefhasamn- ings hófst f ráðstefhusölum ríkisins eftir hádegið á föstudag og stóð fúndur fulltrúa flokkanna fram yfir hádegi á laugardegi. Þá héldu fulltrúar flokkanna þriggja fundi hver í sínu lagi og þeim var ekki lokið enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Flokkamir stefndu að því að leggja málefnasamning nýrrar ríkisstjómar fyrir miðstjómir og aðrar stofnanir flokkanna síðdegis í gær til ákvörðunar. Þá átti einnig að kynna skiptingu ráðuneyta og ráðherralista. Stefán Valgeirsson og félagar hans í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju í Norður- landskjördæmi eystra leggja mikla áherslu á að fá sæti í ríkisstjóm- inni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þeir mestan áhuga á samgönguráðuneytinu. Stefnt var að formlegum stjómar- skiptum í dag, sunnudag, og útgáfu bráðabirgðalaga í efnahagsmálum. Komelíus Sigmundsson forseta- ritari sagði í gærmorgun að búið væri að boða síðasta ríkisráðsfund fráfarandi ríkisstjómar og forseta á Bessastöðum klukkan 11.30 í dag sunnudag og klukkan 14 hæfist fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkis- stjómar og forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Fulltrúar Borgaraflokks tóku ekki þátt í stjómarmyndunarvið- ræðunum í gærmorgun. stjóri Síldarútvegsnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í við- ræðunum um framkvæmd við- skiptasamnings íslands og Sov- étríkjanna í ágústlok í Reykjavík hefði tekizt samkomulag um að við- ræður um saltsíldarsöluna skyldu hefjast í þessum mánuði. Sovézku viðsemjendumir hefði nú tilkynnt að þeir væm reiðubúnir til að heQa viðræður nú þegar. Samninganefnd Síldarútvegsneftidar yrði því vænt- anlega komin til Moskvu í fyrri- hluta næstu viku til umræddra við- ræðna. Af hálfu Síldarútvegsnefnd- ar færu utan Einar Benediktsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SÚN, Kristmann Jónsson, formaður stjómar SÚN, Dagmar Óskarsdótt- ir, fulltrúi saltenda og Sigurður Stefánsson, fulltrúi útgerðar í nefndinni. Gunnar sagði, að nú væru 35 ár síðan saltsfldarviðskiptin við Sov- Skemmdu 11 bíla TVEIR piltar, 14 og 15 ára, skenundu 11 bíla við Víghólastíg í Kópavogi aðfaranótt laugar- dagsins. Piltamir bmtu spegla, loftnets- stangir og þurrkur af bílunum og er tjónið vemlegt. Lögreglan stóð piltana að verki og vora þeir báðir undir áhrifum áfengis. étríkin hefðu hafízt. Á síðastliðnu ári hefðu 200.000 tunnur verið seld- ar þangað, en eins og áður hefði komið fram, væri þegar búið að semja um fyrirframsölu á 68.000 tunnum af hausskorinni og slóg- dreginni sfld og söltuðum flökum til Svíþjóðar og Finnlands, en það svaraði til um 96.000 tunna af heil- saltaðri sfld. Þá stæðu yfír samn- ingaumleitanir vegna sölu saltsfldar til annarra landa. Neita að kaupa ís- lenskan fisk Skólayfírvöld í Boston í Bandaríkjunum hafa ákveðið að hætta að kaupa íslenskan fisk í mötuneyti skólanna. Þetta gera þau til að mótmæla veiðum ís- lendinga á hvalategundum í út- rýmingarhættu, eins og það er orðað í frétt í daghlaðinu Boston Globe sl. fimmtudag. Haft er eftir talsmanni skólayfír- valda að eftir að yfirvöld hafi kann- að hvort unnt væri að fá físk sam- bærilegan að gæðum og verði og þann íslenska hafí verið komist að þeirri niðurstöðu að unnt væri að hafna íslenska fískinum. Talsmaður Greenpeace segir, stuðning skóla- yfirvalda mikils virði, en þó leggi samtökin megináherslu á að stöðva kaup veitingahúsakeðjanna Burger King og Wendy’s.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.