Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.09.1988, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1988 „Églærði ungurað sigla um eyjamar“ Blessað lífsgæðakapphlaupið. Einum viðmælanda okkar hér á síðunni í dag er tíðrætt um þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem áttu sér stað hér á íslandi eftir síðari heims,styijöld. Þær eru okkur reyndar öllum kunnar. Við stynjum undan þeim og lífsgæðakapphlaupinu sem þeim fylgir en dönsum með. Og dönsum... Þessi ungi viðmælandi minn, Óskar Eyþórsson, spáði í lífíð ungur með honum afa sínum og spann sér þá þann lífsþráð sem hann vefur úr æ síðan og enn. Hann kynntist sjónum við Breiðafjörð. — Hann veiddi lunda í Flatey. — Hann fór á grásleppu. Áreiðanlega hefur hann oft horft í selsaugun og sjálfsagt fundið margan fjársjóðinn í fjöru. Pjársjóði sem fínnast bara þar. ferð í Stykkishólmi hitti ég niðrá bryggju Óskar Eyþórsson. Hann var að koma úr siglingu á nýjum bát fyrirtækisins Eyjaferða, sem hann á og rekur ásamt fleirum hér úr Stykkishólmi. Eftir að hafa spjallað dálítið við Eyþór ákváðum við að hittast eftir um hálftíma uppí Egilshúsi og eiga spjall sam- an. Leið og beið og korterið góða var liðið og Óskar mættur á stað- inn. Ég byijaði á því að spyija Óskar um uppruna sinn. Ég er fæddur og uppalinn hér í Stykkishólmi. Ég lauk svokölluðu fiskimannaprófi í Stýrimannaskól- anum í fyira suður í Reykjavík. Eftir það nám byijuðum við feðg- amir með Eyjaferðir. Þetta byijaði nú þannig að pabbi var með bát og fólk var að biðja hann að fara með sig í ferð um eyjamar. Síðan varð þetta alltaf meira og meira og við keyptum „skrokk" á Blönduósi og létum smíða utaná hann. Sá bátur tók 21 mann. 1987 bættist svo í flotann lítill 14 manna bátur. Núna í vor létum við smíða 60 manna bát í Noregi sem ég hef siglt í sumar um eyjarnar. Hvemig voru þín fyrstu kynni af sjósiglingum? Ég lærði mest þegar ég var gutti og var með afa. Eg þvældist alltaf með. Afí var skipstjóri og ég byijaði með honum á grásleppu á vorin. Eftir að afí minn, Ágúst Pétursson, lést þá var ég á hans trillu og gerði út á grásleppu á sumrin. Þegar grásleppuvertíðinni lauk var ég útí Flatey að veiða lunda en_ fjölskylda mín á hús útí Flatey. Ég lærði ungur að sigla um eyjamar. Mest þegar ég var ungur með afa. Ég ólst upp með þessum köllum sem voru og em í þessu ennþá. Það er engin merkt siglingaleið um eyjamar og ýmsar hættur. Það em sker og hættuleg- ir straumar fyrir ókunnuga. Marg- ir hafa strandað í siglingum um eyjamar. Hvað hafa margir farið í ferð með ykkur um eyjamar í sumar? í sumar hafa 10.000 manns ferðast með okkur um eyjamar. Af þessum fjölda em um tveir þriðju íslendingar. Þetta ævintýri hjá okkur hefur hlaðið stöðugt utaná sig. Fyrsta sumarið sem við fluttum farþega vom 30 með okk- ur í ferð. Annað sumarið 2.000 manns. Þriðja 5.000 manns og núna í sumar var algjört metsum- ar þegar við fluttum 10.000 manns. Annars hefur veðrið verið afleitt í sumar nema fyrrihluti ágústmánaðar. Hvenær hættið þið með ferðim- ar? Við verðum með ferðir út sept- ember. Það er alltaf slæðingur af ferðamönnum út september. Jæja, snúum okkur að einhveiju öðm Óskar. Hvemig kanntu ann- ars við þig héma í Stykkishólmi? Á vetuma er lítið að gerast. Flestir unglingamir fara suður í skóla. Við höfum eins árs fram- haldsnám hér eftir níunda bekk- inn. Annars þurfa ungllngamir að sækja allt sitt nám annað. Eins og í öðmm sjávarplássum, þá má segja að allt gangi útá útgerðina. Það em fjórtán bátar gerðir út á hörpuskelfisk frá ágúst og fram í febrúar. Þá er skipt yfír í þorska- net. Ég er í fullu starfí allt árið með Eyjaferðir. Það felst að mikl- um hluta í viðhaldi á bátunum. Ætli ég fari ekki á síld í einn og hálfan mánuð og fari síðan í frí um jólin. Ætli ég fari ekki til út- landa. í fyrra fór ég til London og Amsterdam og dvaldi svo í Noregi. Áttu þér einhver áhugamál utan starfsins? Ætli megi ekki segja að áhuga- málin séu samhliða starfínu. Allur fróðleikur í sambandi við eyjamar héma á Breiðafirði heillar mig. Maður er til dæmis alltaf að læra meira og meira um dýrallfíð og sögu eyjanna. Maður uppgötvar alltaf eitthvað nýtt. Það má segja að eyjamar séu völundarhús. Menn telja að ekki sé hægt að fara um viss svæði en það er breytilegt eftir því hvort er flóð eða fjara. Fljótlega eftir landnám þá var mikil byggð í mörgum eyj- um og sú byggð var alveg fram á tuttugustu öldina. Um aldamótin var Flatey höfuðstaður eyjanna og mikil menningareyja. í Hrafns- eyjarprentsmiðju var fyrsta íslenska tímaritið prentað, „Morgenes Tidende". Það var svo selt í Danmörku. Þessi prent- smiðja var stórt apparat í frelsis- baráttu okkur íslendinga. Prent- smiðjan var hvorki í eigu kirkju né klausturs. Fyrsta einkaprent- smiðjan. í Bjameyjum var elsta verstöð á íslandi. Þegar mest var í eyjunni voru þar 300 manns og gert út á 50 bátum. Frá Oddbjam- arskeri var einnig gert út og voru gerðir út 40 bátar þegar mest var. Vertíðin stóð yfir frá fyrsta sumardegi fram á Jónsmessu. Þá söfnuðust menn bæði úr landi og úr eyjunum og voru í verstöðvun- um meðan á veiðum stóð. Af hveiju lagðist byggðin al- gjörlega niður? Einangrun. Sú mikla þjóðfé- lagsbreyting sem átti sér stað eft- ir seinni heimsstyrjöld orsakaði það að unga fólkið fór að keppa við áður óþekkt lífsgæði. Það fór að verða tískufyrirbæri að mennta sig og er reyndar enn. En áður hugsaði fólk um að fá nóg að borða og það nægði fólki. Svo kom þetta veraldlega kapphlaup. Það er hægt að búa í eyjunum og hafa nóg af öllu en það nægir fólki ekki í dag. Fólk lætur einfaldlega ekki bjóða sér það í dag. Það er fyrst og fremst einangrunin sem fælir fólk frá. En það er geysilega ntoa- legt að vera þama á sumrin og það eru margir sem eiga sumarhús I Flatey og dveljast þar á sumrin. Er Stykkishólmur ekki bær í uppsveiflu? Jú, eflaust. En sá mikli vandi sem steðjar að íslenskum sjávarút- vegi bitnar á Stykkishólmi eins og öðrum bæjum sem byggja afkomu sína að mestum hluta á sjávarút- vegi. í sumar varð 40% verðfall á hörpuskel og vertíðin í heild mjög léleg. En ég held að þetta eigi eftir að lagast. í vor var að vísu mjög slæm grásleppuvertíð og það má segja að þetta hafí komið allt núna í vor og sumar. Allt í röð. En þetta er vandi sem á að bregð- ast við. En mjög stór hluti bæjarins er orðinn þjónusta. Ferðamenn sem koma hingað skilja eftir sig millj- ónir hjá þjónustuaðilum. Stór hluti af tekjum bæjarfélagsins er orðinn í ferðamannaþjónustu. Og þessi þjónusta fer enn vaxandi. Við hjá Eyjaferðum vonumst til dæmis til að fá næsta sumar 15.000 manns í ferð um eyjarnar, sagði Óskar Eyþórsson að lokum. AGB | I eint á föstu- dagskvöldi rölti ég inn Sólvallagöt- una í Reykjavík, finn þar eitt af þess- um virðulegu, gömlu húsum og kveð dyra. Áður en ég veit af er ég sest við stórt kringlótt borð, logandi kerti er á miðjunni og ljúf óperutónlist heyrist úr næsta herbergi. Það svífur einhverskonar jólastemmning yfír vötnunum. Á móti mér sitja viðmælendur mínir, Inga Þórey Jóhannsdóttir og Guðbjörg Hjartardóttir, sem eiga það m.a. sameiginlegt að vera miklar vinkonur, báðar eru þær á leið til útlanda í framhaldsnám í myndlist og síðast en ekki síst eru þær fremur illa fyrirkallaðar þetta kvöld, önnur hefur látið draga úr sér nokkra jaxla um morguninn og hin er óhemju syfjuð og dálítið kvefuð í þokkabót. Inga fæddist í maí 1966 í Keflavík, en flutti sex ára gömul út til Holl- ands með móður sinni, sem lagði þar stund á píanónám. Hún bjó til þrett- án ára aldurs í Hollandi, fór þá aftur til Keflavíkur og segir það hafa ver- ið algjört menningarsjokk að koma þangað beint frá Hollandi og hreint ekki skemmtilegt að búa þar. Inga segist hafa haft áhuga á myndlist allt frá því að hún kom heim til ís- lands á unglingsárunum og að legið hafí beint við að fara í þess háttar nám. Hún hefur ferðast víða, kveður alla sína peninga hafa farið í ferða- lög og tók þau t.d. fram yfír að leggja peninga í bílpróf. Arið 1983 flutti Inga svo til Hol- Iands á ný og nam fatahönnun í skóla í Amsterdam er nefnist „Op- leiding voor mode en kleding „De Schans". Þarna var hún í eitt ár en ákvað þá að láta Hollendinga sjálfa um sinn klæðaburð og hélt aftur heim. Þó hafði hún lært margt í skólanum sem hún gat nýtt sér í myndlistinni og kom sér vel, þegar hún byijaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands haustið 1984. Guðbjörg, sem venjulega er kölluð Didda, er fædd í október 1963 á Akureyri, en áður en hún sá dagsins Ijós segir hún mömmu sína hafa gengið með sig í maganum um lend- ur Kanada. Hún flutti mjög fljótlega suður og hefur lengst af búið í Kópa- voginum. Þess má geta að daginn sem þetta viðtal var tekið, voru ná- kvæmlega tuttugu ár síðan hún flutti þangað. Ellefu ára gömul bjó Didda í eitt ár úti í Danmörku og nítján ára fór hún í lýðháskóla á Álandseyjum, eft- ir að hafa verið I Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í þijú ár á listasviði. Frá Svíþjóð lá svo leiðin heim til íslands og í Myndlista- og handíðaskólann, þar sem Didda og Inga kynntust ein- mitt og hafa verið sem tvíburar alla daga síðan. Didda lauk MHÍ vorið ’87 og hélt til Lundúna í framhaldsnám við „Slade School of Fine Art“, þar sem hún er nú að byija sitt annað námsár. Viljið þið segja mér örlítið af ve- runni í MHÍ? I: Didda var búin að vera einn vetur þegar ég kom til sögunnar og lenti með henni í Nýlistadeildinni. Annars er deildin sú búin að heita nokkrum nöfnum,_ allavega útskrif- aðist Didda úr Tiíraunadeild en ég úr Fjöltæknideild en samt byijuðum við báðar í Nýlistadeild! D: Nýlistadeildin var mjög marg- breytileg en þó var alltaf einhver stefnumótandi andi í henni. Ha, nei Inga, ekki vínandi . . . Þó svo verk- efnasviðið hafí verið mjög óljóst af- markað, þá er deildin mjög frábrugð- in hinum. Við kynntumst ýmsu, eins og t.d. prentun bóka, grafík, vídeó- gerð, leikbrúðugerð, málun og teikn- ingu. I: Já, teikningin var ekki bara skyssugerð þar sem þú gerir frum- drög að einhveiju verki, heldur var okkur kennt að Iíta á skyssur sem fullmótuð verk eða teikningar. D: Þeir Ingólfur Amarson og Helgi Þorgils Friðjónsson kenndu okkur þama, ásamt fleirum, en okkur sýn- ist að þeir hafi haldið þessari deild saman með góðum árangri. Við feng- um líka erlendan gestakennara til okkar á hveijum vetri. Menn eins og Peter Ankermann, Jan Knaap og Peter Holstein, sem eru úr öðm umhverfi og bera með sér öðmvísi skoðanir og strauma. I: Fiestir sem hafa farið til Hol- lands em undir einhveijum áhrifum frá Peter Holstein, hann var svona aðalgúrúinn þar. Hann kom með mjög skemmtilegar hugmyndir sem maður skynjar eiginlega betur eftirá. Sennilega hefur hann verið mesti kennarinn af þessum köllum sem komu, hann kenndi út frá bæði heim- spekilegu sjónarhomi og leikrænu. Dæmi um það hvemig hann kenndi? D: Hann lét okkur t.d. velta því fyrir okkur hvar mörkin skerast á milli lifandi eða lífrænna hluta og dauðra. Við áttum að fara heim og hugsa málið, skipta heiminum í þessa tvo flokka og koma svo daginn eftir með niðurstöðumar. Fólk mætti með plastpoka fulla af alls kyns dóti sem það skellti upp á borð og voru þá annaðhvort lifandi eða dauðir að þess mati. Við spáðum í hvort munur væri á t.d. steini og plasti og svo aftur eggi eða skrúfu. Það urðu heilmiklar vangaveltur um það hvemig hver og einn hafði skilið þetta. í raun og veru er heil- mikil heimspeki falin í svona spum- ingu þegar maður fer að kafa í þessi mál. I: Peter bað okkur eitt sinn að túlka vindinn í myndlist. Það er dálí- tið erfítt vegna þess að vindur er huglægt orð fremur en að það sé eitthvað myndrænt við hann. Ég stillti upp trönum og límdi brúnan módelteikningarpappír utan um þær og þar með var komið hús. Svo átti maður að fara inn í húsið og skijáfíð í pappímum var þá eins og ofsarok með þrumum og hávaða. Didda bjó til drekafjölskyldu úr kló- settpappírsræmum, sem hún litaði allavega með vatnslitum. Svo sleppti hún drekunum út um klósett- gluggann og vindurinn hreif þá strax með sér út í buskann. D: Þetta misheppnaðist aðeins, vindurinn átti að vera minni þannig að drekamir myndu svífa virðulega upp í loftið, en þeir hurfu á auga- bragði í rokinu! Eg held að það sé mjög mikilvægt að fá þessa gestakennara til að sýna sér inn í nýjar víddir. ísland er nú svolítið einangrað og svo er annað að hér er mjög lítil umræða um myndlist. Það er fátt talað um hvað menn eru að gera eða hver tilgangur- inn sé. Það virðist vera svo að í öðmm deildum MHÍ sé mest fjallað um tækni og grunnatriði, en í Nýlista- deild er því alveg öftigt farið. Þar em málin rædd fram og til baka og ekki farið nákvæmlega í þessi atriði fyrr en seinni hluta skólans. Nú emð þið báðar að fara af landi brott eftir stuttan tíma. Þú ferð til Vínar, Inga, hvemig leggst það í þig? Ég er að fara í skóla 'sem heitir „Hochschule fur Angewandte Kunst" og veit í rauninni ekkert við hveiju ég á að búast. Ég hef aldrei komð til Vínar og þekki þar ekki nokkum mann, er ekki einu sinni búin að fá mér húsnæði. Deildin sem ég fer í kallast „Visual Communication" og er sennilega ekki svo ólík deildinni sem ég kem úr, annars hef ég bara ekki hugmynd um það. Hvað kom til að þú valdir þennan skóla fremur en einhvem annan? Ég veit í sjálfu sér ekki af hveiju mér datt í hug að fara til Vínar, það er kannski vegna þess að hún virkar m < !»* u iltnl ,íhii u.xian L ífa Lt, td ..t.UÓI uigii. i-e i L'jt.: ■ ,1 Ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.