Morgunblaðið - 01.10.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.10.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Skógarlilja. Erythronium hybr. PAGODA. Tulipa fosteriana. CANTATA. BLÓM VIKUNNAR 112 Umsjón: , Ágústa Björnsdóttir LAUKAR OG HNÝÐI Þessa dagana er margur maður- sjálfsögðu átt við þá lauka og þau árangri vorið eftir. En ef vel á að snýst. Við ræktun þeirra er reyndar inn í óða önn að setja niður haust- hnýði og jafnvel rætur, sem gróður- takast þá er nauðsynlegt að gera margt sameiginlegt, en engu að laukana í garðinn sinn. Þá er að settar eru að haustinu en skila svo sér í hugarlund um hvað þetta síður er nauðsynlegt að gera sér Stofnuð 1946 VH) FLYTJUM í DAG Fiskbúðin Sæbjörg sem verið hefur á Grandagarði 93 undanfarin 22 ár flytur nú í nýtt og enn betra eigið húsnæði að Eyjarslóð 7 nyrst á Örfirisey. Um leið og við þökkum öllum góðum viðskipta- vinum oklcar ánægjuleg samskipti á liðnum árum bjóðum við alla velkomna í vistleg húsakynni að Eyjarslóð 7. Eyjarslóð 7, sími 15448,11240 og 14364. örlitla grein fyrir ýmsum sérkröf- um, sem sumir þeirra gera til vaxt- arskilyrða. Þessum laukum eða hnýðum er það öllum sameiginlegt að vera sá hluti plöntunnar, sem geymir forða- næringu hennar til næsta vaxtarárs ef svo má að orði komast. Laukur- inn samanstendur af einskonar ummynduðum blöðum sem eru full af forðanæringu, en hnýðin eru hinsvegar uppbólgnir rótarstönglar, sem þjóna sama tilgangi. Sum hnýði veija sig með þurru blaðhreistri og geta því líkst laukum, svo sem dvergliljan (Crokus), eða haustliljan (Colchium) og einnig sumar hnúð- myndandi sverðliljur (Iris). Laukar þessir og hnýði eiga það flestir sam- eiginlegt að bera blóm strax um vorið eða fyrri hluta sumars. Þar kemur forðanæringin að góðum notum. Síðan safna blöðin næringu til næsta árs uns þau sölna þegar líða tekur á sumar. Þá hefst hvíldartími lauka og hnýða. Rætur þeirra hafa þá í flestum tilfellum einnig dáið. Eftir eru þá aðeins laukarnir eða hnýðin, sem oft hafa sér til vamar þunna skel til þess að forðast ofþomun. Laukamir þola þessvegna furðuvel lítilsháttar hnjask eftir að hafa verið grafnir upp í sambandi við dreifíngu þeirra. Eftir að hafa verið settir í jörð aft- ur um haustið, hefja þeir sitt vaxt- arskeið að nýju eips og ekkert hafí í skorist. Ekki em þó allir laukar jafnósnortnir af hnjaskinu, t.d. hafa skógarliljur (Erythronium), vepju- liljur, keisárakrónur o.fl. (Frittillar- ia) ekki fyrmefnda vamarskel og em því viðkvæmari fyrir hnjaski og ofþomun. Ekki hafa öll hnýði sinn afmarkaða hvíldartíma. Liljur varðveita sínar rætur milli ára, en laukurinn samanstendur af tiltölu- lega laustengdum blaðskeljum, sem gerir hann mjög viðkvæman fyrir flutningi og eins fyrir ofþomun, og er því nauðsynlegt að koma þeim í jörð sem allra fyrst eftir að þær berast manni í hendur. Reyndar em flestar liljulaukar á markaði hér snemma á vorin. Vaxtarskilyrði hinna ýmsu láukategunda em í raun mjög mis- munandi, enda em heimkynni þeirra oft ýmis framandi landsvæðj með margbreytilegu veðurfari. í okkar votviðrasama landi verður jafnan að hafa í huga, að jörð sé vel framræst og á það sérstaklega við um liljur. Við gróðursetningu lauka þarf meðal annars að gæta þess vel hversu djúpt þeir skulu látnir og er stundum talað um að setja þá niður á dýpi sem svarar tvöfaldri þykkt þeirra. Annars er rétt að benda á að með Blómi vikunnar nr. 111, 24. september sl., fylgdi frá- bær myndskreytt tafla um gróður- setningardýpt fjölmargra laukateg- unda. Þórhallur Jónsson Frá félaginu: Þeir félagar sem eiga ósóttar laukapantanir vitji þeirra sem allra fyrst. Skrifstofan er opin á mánu- dögum ogfímmtudögum kl. 10—6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.