Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988 17 Ferðamál á íslandi / einar þ. guðjohnsen: Ferðafrelsi — Friður Nokkuð er langt síðan að farið var að tala um, að einn vísasti veg- urinn til friðar væri að opna landa- mæri og leyfa fólki af ólíku þjóð- emi að kynnast hverju öðru. Ekki veit ég hver nefndi þetta fyrstur eða hvar, enda skiptir það kannski ekki höfuðmáli. Aðalatriðið er að þessi sannleikur er virtur og viðurkenndur. Sífellt fleiri dyr og lönd eru að opnast ferðamönnum. Eitt nýjasta jákvæða skrefíð er fyrirhuguð ferðamálaráðstefna í Kanada, þar sem friðarþáttur ferða- málanna verður aðalatriðið og inn- tak ráðstefnunnar. Þar er Islandi sýndur sérstakur sómi með því að forseti okkar, Vigdís Finnbogadótt- ir, skipar þar heiðurssess. Nýlega var sjónvarpsviðtal við Steingrím Hermannsson, þá ut- anríkisráðherra, og fleiri vegna þessarar væntanlegu ráðstefnu og ritgerðarsamkeppni íslenskra skólabama um málið. Allt þetta er mjög gott og mæltist Steingrími vel; svo sem við var að búast. I þessu sambandi datt mér í hug annað mál, sem er orðið algert leið- indamál af okkar hálfu og stingur gersamlega í stúf við friðarhug- myndir ferðamálanna. í því máli var Steingrímur einmitt aðal áhrifa- valdurinn. Hér á ég við málefni Suður-Afríku. íslenzkum ferða- skrifstofum var nánast bannað að senda hópa friðsamra ferðamanna til Suður-Afríku, og ein ferðaskrif- stofa var svo skammsýn að hlýða tilmælunum og fella niður ferð. Alþingi bætti um betur með því að samþykkja viðskiptabann á Suður- Afríku, sem jafngildir stríðyfírlýs- ingu. Efnahagslega skiptir þessi ákvörðun nákvæmlega engu máli fyrir Suður-Afríku og er að því leyti gagnslaus. Hvaða neikvæði þankagangur er hér á ferðinni og "hversvegna þá ekki að fara eins að gagnvart öðrum þjóðum, sem mismuna þegnum sínum og fótum troða grundvallar mannréttindi að okkar mati? Hversvegna eigum við að loka einhveiju landi að okkar hálfu? Er ekki aðeins skárra að halda öllum gáttum opnum og reyna sem við getum að hafa góð áhrif og breyta ástandinu þannig, að það verði meira okkur að geði? Það að ferðast til Suður-Afríku, eða einhvers annars lands þar sem stjóm málanna er ekki okkur að skapi, er engin yfírlýsing um sam- stöðu með málum þar. Því miður er það svo, að æði- mörg lönd í heiminum eru okkur mjög svo ógeðfelld stjómarfarslega séð. Samt þurfum við ekki og eigum ekki að segja þessum löndum stríð á hendur. Við sjálfír stöndum í eij- um við hópa manna á alþjóðavett- vangi og emm beittir viðskipta- þvingunum. Ríkir þar nánast styij- aldarástand, mjög svo óverðskuldað að okkar mati. Staðreyndum er hagrætt og þær rangtúlicaðar. Lítum nú aðeins betur á málefni Afríku, þar með talið Suður-Aftíku. Árið 1981 ferðaðist ég víða um Suður-Afriku ásamt fleirum. Kom- um m.a. til Höfðaborgar, Durban, Jóhannesarborgar og Pretoríu. Við rendum ekki að bijóta málin til mergjar né heldur að krefjast breyt- inga, svo að við hér norðurfrá vær- um ánægð með gang mála í vand- lætingu okkar. Samt var talað við fjölda fólks af öllum kynþáttum. Allir, sem ég talaði við, staðhæfðu að þrátt fyrir alla ágallana, sem margauglýstir eru í fréttum vítt um veröld, væri Suður-Afríka samt bezta landið í allri Afríku. Þar er velmegun mest, þar er mesta vinnu Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! m|- i% j!°' ' V ’ : . gplr .. Zulu-dansarar, sérsýning fyrir okkur íslendingana. að hafa og bezt borgaða, þar er mesta menntun að fá o.s.frv. Zulu- menn voru harðastir allra svartra þjóðflokka gegn þeim hvítu fyrr á tímum, en nú vilja þeir alls ekki skiljast frá Suður-Afríku og mynda eigið ríki, svo sem aðrir þjóðflokkar hafa gert. Betra sé að þreyja þorr- ann og vinna á smátt og smátt, svo sem íslendingar sjálfír gerðu í sinni sjálfstæðisbaráttu. Meðal Zulu- manna er höfðingjaveldi, sem mundi riðlast með okkar tegund af lýðræði og hvað þá? í hve mörgum ríkjum Afríku eru og voru háðar grimmilegar ættbálkastyijaldir, þar sem fara svartir gegn svörtum? Málin eru því miður ekki svo ein- föld, að öll mál Suður-Afríku leysist með því að kollvarpa þröngsýnni stjóm afkomenda Búanna. Bezt er að viðurkenna staðreyndimar eins og þær eru, smám saman þróast málin í rétta átt. Ég horfði sjálfur á svart fólk ganga inn á barinn í anddyri Caritons-hótelsins í Jó- hannesarborg, fínasta hóteli í allri Afríku, og fá þar afgreiðslu svo sem aðrir gestir hvítir eða brúnir. Að- skilnaðurinn er ekki lengur alger. Heiminum verður ekki breytt eða haldið óbreyttum með boðum og bönnum. Allt breytist samt og jafn- vel við sjálf með. Þessi skammsýnu bannlög Al- þingis verður að afnema strax og láta aldrei koma til framkvæmda. Það er útaf fyrir sig íhugunarefni hvað lá að baki, aulaháttur eða meinloka, nema að hvort tveggja sé. Steingrímur verður að vera sjálf- um sér samkvæmur þegar talað er um ferðafrelsi og frið þjóða á milli. Við eigum síst allra að segja öðrum þjóðum stríð á hendur, þó að við séum þeim ósammála um stjóm mála. Reynum samt að hafa áhrif til góðs. Vel hönnuð eldhús eru þaulhugsuð í hagkvæmni og stíl. Poggenpohl innréttingamar-þýsku flaggskipin - sýna allt það besta sem gott eldhús þarf að hafa í hönnun, fjölbreytni og notagildi. Poggenpohl sér um fjölbreytnina í verði og stíl - svo er það þitt að velja. Velkomin! AKEEM PRINS - EDDIE MURPHY - KEMUR TIL AMERÍKU En n i r U D 1 Jj Tlu- >iumiH‘i; dJseoYers AuH'rioa. m u r p h y húd er komin gamanmyndin sem allir hafa beðið eftir. V Hvernig skyldi Akeem prins - Eddie Murphy - ganga að finna sér hina fullkomnu konu í fyrirheitna landinu? Sýnd kl.5-7.30 og 10 iLCBHBIíeí HÁSKÓLABÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.