Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988 Unford Christie. >•!» FOLX ■ EINN leikur var í v-þýsku úrvalsdeildinni í knattspymu í fyrrakvöld. Hamburg sigraði Niimberg á útivelli, 4:1. ■ LINFORD Christie hefur fengið fullan stuðning breska fijáls- íþróttasambandsins vegna nei- kvæðrar niðurstöðu lyfjaprófins í Seoul. „Við tökum að sjálfsögðu mark á yfirlýsingu Christie eftir lyfjaprófið. Hún var síðar samþykkt af lyfjanefndinni og því munum við standa við bakið á Christie," sagði talsmaður breska ftjálsíþróttasam- bandsins. ■ / NEW Orleans er nú hafið mjög sterkt tennismót kvenna. Fyrsta umferðin var leikin í gær, en meistarinn Chris Evert situr hjá í fyrstu umferð. Hún mun líklega mæta Ros Fairbanks frá Suður-Afríku í 2. umferð. Monica Seles frá Júgóslavíu kom á óvart með því að sigra bandarísku stúlk- runa Amy Frazier, 6:4, 4:6 og 7:6. Seles er aðeins 14 ára og þetta er þiðja stórmót hennar. Robin White frá Bandaríkjunum sigraði Iwonu Kuczynsku frá Póllandi, 6:2 og 6:2. Þá mættust einnig í 1. um- ferð vinkonurnar Susan Sloane og Halle Cioffi. Þær hafa lengi æft saman en aldrei dregist saman á stórmóti. Sloane sigraði í leikn- um, 5:7, 7:4 og 6:4. ■ SVÍNN Mats Wilander er enn í efsta sæti á heimslistanum í tenn- is. Ivan Lendl sem var lengi efstur er í 2. sæti. Næstir koma Stefan Edberg, Andre Agassi, Boris Becker, Kent Carlsson, Pat Cash, Yannick Noah, Tom Mayotte og Henri Leconte er í 10. sæti. ' ■ HLUTFÖLLIN eru svipuð á listanum yfir launahæstu leikmenn í tennisíþróttinni. Mats Wilander hefur unnið sér inn 874,914 dollara á árinu og landi hansa Stefan Edberg hefur haft 847,464 dollara upp úr krafsinu. Boris Becker, Andre Agassi og Ivan Lendl hafa einnig unnið sér inn meira en hálfa milljón dollara á árinu. HANDKNATTLEIKUR Forráðamenn Essen vilja enn fá Alfreð! FORRAÐAMENN vestur-þýska handknattleiksliðsins Tusem Essen hafa enn áhuga á að fá Alfreð Gíslason, landsliðs- mann, aftur til liðsins — til að leika með því í vetur. Danski landsliðsmaðurinn Erik Veje Rasmussen kom til Essen í stað Alfreðs fyrir þetta keppn- istímabil, og þrátt fyrir að hann hafí verið einn markahæsti leikmað- ur liðsins í leikjunum sem lokið er, hefur hann ekki náð að fylla það skarð sem Alfreð skildi eftir sig. Þegar Daninn kemur inn á í leikjum kalla áhangendur liðsins oft „Gísla- son, Gíslason," og þau skilaboð hafa náð til forystumanna liðsins. Einn þeirra hringdi til landsins á dögunum og spurðist fyrir um Al- freð — hann var þá vitaskuld í Seo- ul, en kom heim í gær — og var sá þýski að velta fyrir sér þeim möguleika hvort Alfreð gæti ekki komið og farið að leika með liðinu aftur, um leið og hann kæmi frá Kóreu. Eins og áður hefur komið fram er Alfreð staðráðinn í að leika með KR í vetur, hvað sem framtíðin ber í skauti sér — áður hafa spönsk félög borið víumar í Alfreð, en hann hefur neitað öllum tilboðum, enda of seint orðið að skipta á milli landa nú með þennan vetur í huga. Úrsltt Um helgina fór fram fímmta umferð úrvalsdeiidarinnar í hand- knattleik. Úrslit urðu þessi: Gummersbach-Leutershausen .........................24:21 Dörhöfer var markahæstur í Gummersbach með 6 mörk, Neitzel og Krokowski gerðu 5 mörk hvor. Göppingen-Kiel...........22:27 Klempel var markahæstur hjá Göppingen með 6 mörk en hjá Kiel gerði Schwenker 7 mörk og Was- zkiewicz 5. Gross wallstadt-Dormagen ..21:17 Uii Roth gerði 4 mörk fyrir Grosswallstadt og Kuhlas 4 fyrir Dormagen. Hofweier-Massenheim......28:22 Merz 6 - Kállmann 9. Handewitt-Lemgo..........19:15 Schmácshke 5 - Zerbel 4. Essen-Fredenbeck.........26:20 Jochen Fraatz skoraði 6 fyrir Essen, Erik Veje Rassmussen, Spreitzer og Liekenbrock allir 5. Tluczynski var markahæstur hjá Fredenbeck með 10 mörk. Diisseldorf-Milbertshofen 19:18. Staðan er nú þannig í deild- inni, fyrst markahlutfallið, þá unnin stig og loks töpuð stig: Grosswallstadt......102:95 8:2 TusemEssen..........115:93 7:3 Gummersbach..........96:86 7:3 Weiche Handewitt.....88:81 6:4 Hofweier...........111:101 5:5 Kiel.................48:42 4:0 Alfreð Gíslason. Lemgo................77:79 4:4 Dusseldorf...........66:69 4:4 Fredenbeck.........107:109 4:6 Leutershausen......101:105 4:6 Massenheim..........90:109 4:6 Göppingen...........95:114 3:7 Dormagen.............67:76 2:6 Milbertshofen........87:94 2:8 FRJALSAR IÞROTTIR „Reynslan hefur mikið að segja á Ólympíuleikum" - segir Guðmundur Karlsson, landsþjálfari, sem erekki nægilega ánægður með árangur sinna manna „EKKI get ég sagt að ég sé yfir mig ánægður með árang- ur minna manna hér á Ólympíuleikunum. Ég hafði vonast til að Einar Vilhjálms- son og Vésteinn Hafsteins- son kæmust í úrslitakeppnina í sínum greinum - spjótkasti og kringlukasti," sagði Guð- mundur Karlsson, landsþjálf- ari ífrjálsum íþróttum, eftir að íslensku frjálsíþrótta- mennirnir luku keppni í Seoul. Keppnin hér hefur sýnt okkur að reynsla hefur geysilega mikið að segja á stórmótum. Einn- ig að sálrænt ástand þróttamann- anna sé rétt. Eg- gert Bogason fór hreinlega á taug- um þegar hann gekk inn í búrið til SigmundurÓ. Sleinarsson skrifar frá Seoul að kasta kringlunni. Þá kom skortur á reynslu í ljós og einnig að sjálfstraust hans var ekki nægilegt. Sálarstríð Einar Vilhjálmsson náði ekki að yfírstíga sálarstríðið sem fylgir því að þurfa að kasta spjótinu yfír vissa lengd — yfír hvíta strik- ið, til að komast í úrslit. Hann var ekki nema átta sentimetra frá því. Þá var hann einnig óheppinn, því að það hefur aldrei komið fyr- ir áður á stórmótum að tólf spjót- kastarar tryggi sér farseðilinn í úrslit með því að kasta yfír hvíta strikið," sagði Guðmundur, sem vildi ekki viðurkenna að Einar hafí gert rangt þegar hann fór á lyftingaæfingu daginn fyrir und- anúrslit spjótkastskeppninar. Guðmundur Karisson. „Meiðsli og velklndi" „Auðvitað vonaðist maður eftir því að fijálsíþróttamennimir myndu bæta árangur sinn hér í Seoul. Krakkamir gerðu sitt besta til að ná betri árangri, en dæmið gekk hreinlega ekki upp. Ég ætla ekki að fara að afsaka slakan árangur, en það var ýmislegt sem kom upp á. Helga Halldórsdóttir veiktist og gat ekki æft í rúma viku. Meiðsli írisar Grönfeldt í öxl tóku sig upp.“ „Pétur á framtíðina fyrir sér“ Pétur Guðmundsson stóð sig vel í kúluvarpinu og sýndi að hann er í sókn og á mikla framtíð fyrir sér. „Nú þurfum við að finna verk- eftii fyrir Pétur - senda hann oft- ar á sterk mót til að keppa. Þann- ig að hann öðlist reynslu. Það hefur sýnt sig að það er ekkert annað en reynsla sem dugar þeg- ar á hólminn er komið,“ sagði Guðmundur Karlsson. KNATTSPYRNA / V—ÞYSKALAND Asgeir eini leikstjómandinn segja þjálfararívestur-þýsku úrvalsdeildinni EFTIR ófarir V-Þjóðverja í Evrópukeppninni hefur mikið verið skrifað um að Þjóðverj- ar eigi engan leikstjórnanda í knattspyrnunni. í nýjustu útgáfu KickerFussball Mag- asin er fjallað um þetta mál og rætt við aila þjálfarana í v-þýsku úrvalsdeildinni. Þeir eru flestir á sama máli - Ásgeir Sigurvinsson er eini leikstjórnandinn í deildinni. Bae jóðveijar hafa reyndar aldrei “ átt marga leíkstjómendur. Aðeins Gunther Netzer, Wolfgang Overath og síðast Bemd Schuster hafa verið virki- FráJóniH. legar stjömur á GarOarssyni miðjunni. Aðeins íV-þýskaland ejnn leikmaður er nú jafnoki þeirra, Ásgeir Sigurvinsson hjá Stuttg- art. Hann er sá eini af gamla skólanum og hefur mikla reynslu. Hann getur gefið langar og ná- kvæmar sendingar á hárréttu augnabliki, segir í grein Kicker. Rætt er við þjálfara allra liða úrvalsdeildarinnar og allir helstu þjálfaramir telja Asgeir besta leikstjómanda i deildinni og mik- inn persónuleika á vellinum. Með- al þeirra sem setja Ásgeir efst á iista eru Otto Rehagel frá Brem- en, Jupp Heynckes frá Bayem og Horst Köppel í Dortmund. Þá fær Ásgeir mikið lof frá Arie Haan, þjálfara Stuttgart sem telur hann einn allra besta leik- stjómanda frá upphafi. Kicker bætir því við að nú séu margir ungir leikmenn sem eigi framtíðina fyrir sér og geta tekið leikinn í sfnar hendur. Það eru m.a. Hansi Dorfner og Olaf Thon frá Bayem Miinchen, Thomas Hessler frá Köln, Mannfreð Schwabl frá Níimberg og Wol- fram Wuttke frá Kaiserslautem. Þeir em þó allir ungir og eiga margt ólært. Ásgeir Sigurvlnsson í baráttu við Sovétmanninn Khidithullin í lands- leiknum á dögunum. • 111íli)ti tiií irm rni 11 il i (t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.