Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1988 HEIMSBIKARMÓTIÐ í SKÁK Margeir vann glæsileg- an sigur á Lajos Portísch VIÐUREIGN þeirra Margeirs Péturssonar og Lajos Portisch vakti mesta athygli allra skáka í 2. umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2 í skák. Margeir sigr- aði Portisch á glæsilegan hátt í 34 leikjum. Margeir hafði hvítt og upp kom Ben-Oni vörn í byijuninni. Það er skemmst firá þvi að segja að Portisch tefldi af ónákvæmni og skipu- lagsleysi. Margeir var aftur á móti vel í stakk búinn að taka á móti hakkinu úr ungverska eldhúsinu, eins og Jón L. Árna- son skákskýrandi orðaði það. Skák þeirra Margeirs og Port- isch var mjög lífleg og skemmtileg frá upphafí. Margeir tók strax þá ákvörðun að tefla mjög hvasst í stað þess að fara í rólega stöðu- baráttu og virist það slá Portisch út af laginu. Hann reyndi að svara taflmennsku Margeirs með sókn á drottningarvæng en hún reynd- ist andvana fædd og í framhaldinu tókst honum ekki að veijast gagn- sókn Margeirs á kóngsvæng. í miðri skákinni bárust svo þær fregnir inn í skákskýringarher- bergið að Portisch hefði hrasað við skákborðið og misst tebolla yfír taflmennina. Margeir var að vonum ánægður með frammistöðu sína og lét hann þau orð falla í herbergi frétta- manna eftir skákina að vissúlega gæti hann höggvið ef menn leggð- ust á stokkinn. Hann hafði einnig á orði að eftir Df6 leik Portisch hefði hann verið orðinn nokkuð öruggur um sigur sinn í skákinni. Þá voru menn raunar fyrir nokkru búnir að bóka sigur hans í skák- skýringaherberginu og famir að snúa sér að öðrum skákum. Margeir mun hafa verið stress- aður í upphafí skákar sinnar við Beljavskíj í fyrstu umferðinni og því tók hann það til bragðs fyrir þessa skák að fara í sund og slappa af í stað þess að glugga f Úrslit í 2. umferð Margeir Pétursson — Lajos Portisch 1-0 Jóhann Hjartarson — Zoltan Ribli V2-V2 Andrei Sokolov — Jonathan Speelman V2-V2 Garríj Kasparov — Ulf Andersson Mikhail Tal — ArturJúsúpov V2-V2 Viktor Kortsnoj — PredragNikolic 0-1 John Nunn — Jaan Ehlvest Boris Spasskíj — Gyula Sax V2-V2 Alexander Beljavskíj — Jan Timman 3. umferð Jan Timman — Margeir Pétursson Gyula Sax — Alexander Beljavskíj Jaan Ehlvest — Boris Spasskíj Predrag Nikolic — John Nunn Artur Júsúpov — ViktorKortsnoj Ulf Andersson — Mikhail Tal Jonathan Speelman — Garrí Kasparov Zoltan Ribli — Andrei Sokolov Lajos Portisch — Jóhann Hjartarson Jón L. Árnason skýrir matreiðslu fræðin. Sú leið gekk svo ágætlega upp með fyrrgreindum árangri. Ekki er annað hægt að segja en að 2. umferðin hafí verið mun meira spennandi en sú fyrsta og hreint neistaflug á sumum borð- anna. Kortsnoj komst í ægilegt tímahrak í skák sinni við Nikolic. Margeirs á hakkinu úr ungverska eldhúsinu. Morgunb ^ Kortsnoj hafði betri stöðu lengst- einnig uppskiptaafbrigðið af um i skákinni eftir uppskiptaaf- brigðið af drottningarbragði en eyddi miklum tíma framan af. Atti hann aðeins 3 mínútur fyrir síðustu 20 leikina. Fór svo að hann féll á tfma í 27. leik. Kasparov og Anderson tefldu drottningarbragði og þar komst Anderson í tfmahrak. Honum tókst þó að ná leikjafjöldanum á síðustu sekúndunum. Hann var þá kominn með vonlausa stöðu og gaf sfðan skákina f 44. leik. Jóhann Hjartarson tefldi við Ribli og er skemmst frá því að segja að þeir sömdu um jafntefli í 17 leikjum. Þeir tefldu Meran- vöm og var þetta róleg skák og allan tímann í jafnvægi. Jóhann sagði eftir skákina að þetta væri byijun sem Ribli væri vel kunn og þrátt fyrir tilraunir Jóhanns til að bijótast fram úr henni koðn- aði skákin niður í jafntefli. Jóhann var sáttur við þau úrslit, sagði að það borgaði sig að fara með gát í stöðum sem þessum. Sokolov og Speelman tefldu franska vöm. Eftir rólega byijun þráskákaði Sokolov í jafntefli í 34 leikjum. Eftir þessa skák komu þeir stormandi inn í skákskýring- arherbergið og tóku til við að fara yfír skákina með miklum handa- sveiflum og höfuðígripum. Spasskíj og Sax tefldu lokað afbrigði af Sikileyjarvöm og sömdu um jafntefli í 28 leikjum eftir rólega skák. Tal og Júsúpov gerðu einnig rólegt jafntefli eftir aðeins 16 leiki. Tal mun ekki ganga heill til skógar á þessu móti en heilsubrestur hefur oft á tíðum háð þessum frábæra skák- manni. Nunn fékk betri stöðu í upp- hafí gegn franskri vöm Ehlvests. Honum tókst þó ekki að nýta sér þá yfirburði og samið var jafn- tefli eftir 60 leiki. Jafntefli varð einnig niðurstaðan í skák Beljavskíjs og Timmans en þar var um hörkuskák að ræða. Tim- man beitti Pirc vöm en fljótlega var bmgðið út frá þekktum leið- um. Timman fékk lakari stöðu og var lengi tveimur peðum undir í endatafli með mislitum biskupum en Beljavskíj náði ekki að svíða vinninginn. Skemmtíleg sókn hjá Margeiri KarlÞorsteinsog Bragi Kristjánsson ÓFARIRNAR gegn Beljavskft i fyrstu umferð hafa greinilega ekki setið í Margeiri Péturssyni þegar hann hóf taflið í gær gegn ungverska stórmeistam- um Lajos Portisch. Hann hóf þegar snarpar sókn- araðgerðir gegn Ben-Oni vöm ungverska byijandasérfræðings- ins. Hrókeraði á lengri veginn og rak óhræddur peð sfn áfram á miðborðinu. Portich vargreinilega bmgðið, varðist ekki af nákvæmni og fyrr en varði stóð kóngur hans berskjaldaður á miðborðinu and- spænis liðsafla hvítu mannanna. Með snjöllum sóknarleilgum í framhaldinu tókst Margeiri að opna taflið sér í hag og þegar Ungveijans beið einungis stórfellt liðstap eða mát gafst hann upp eftir 33 leiki. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Lajos Portisch Ben-Oni vöm I. d4 - R16, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - c5, 4 d5 - exd5, 5. cxd5 - d6, 6. Rc3 - g6, 7. Bf4 - a6, 8. e4 (8. a4 - Bg7, 9. Be2 leiðir til rólegri stöðu. Margeir er á hinn bóginn hvergi banginn við ung- verska byijanasérfræðinginn og beitir skarpasta framhaldinu.) 8. - b5, 9. De2 - Rh5, 10. Bg6 - fb Margeir lagðist í þunga þanka eftir þennan leik. Hefðbundnara framhald er 10. - Be7, 11. Bhe - Bf8. II. Be3 -- Rd7, 12. g4! - Rg7, 13. h4 Mjög flókin staða er nú komin upp á skákborðinu. Svartur hefur látið hjá lfða að þróa liðsafla sinn á kóngsvæng og riddarastaðan á g7 er vissulega ekki eftirsóknar- verð. Á hinn bóginn leitar hann mótfæra á drottningarvæng. 13.. Rb6,14. Rd2 - b4?! 15. Rdl - h5 Svartur varð að hindra 16. h5. 16. gxhö - Rxh5,17. Hgl - Kf7 Við 17. - Hg8 kæmi svarið 18. Hxg6! - Hxg6,19. Dxh5 og lepp- un svarta hróksins gerir út um taflið. 18. f4! - f5, 19. Dg2 - Hh6, 20. Rf2 - Df6, 21. 0-0-0 Einnig kom til álita að leika 21. Be2. Þá væri varasamt fyrir svartan að drepa peðið á b2 vegna 22. Hbl - t.d. Dxa2, 23. Bxh5 - gxh5, 24. Dg8+ - Ke8, 25. Hg7 og staða svarts er óveijandi. Leik- ur hvíts er auðvitað samt engu síðri og nú er framrás hvíta kóngspeðsins yfírvofandi. 21. - Bg7, 22. Rd3 - Bb7, 23. Be2 - Hg8, 24. e5 - Dd8, 25. Bf3 28. Dxf5+ - Ke8, 29. exd6! Vamarleysi svörtu kóngsstöð- unnar er algert og úrslitin em einungis tímaspursmál. 29. - Dc8, 30. De4+ - Kf8, 31. Bxc5! - KI7, 32. Rc4 - He6, 33. Df5+ - Rf6, 34 Dg6+ - Rbd7,10. Rc3 - Db6,11. e4 Kortsnoj opnar taflið, því svarti kóngurinn er enn á miðborðinu. 11. - cxd4, 12. Rxd4 - Bc5, 13. Be3 - Re5 Eðlilegra væri að hróka stutt, en halda mætti að Júgóslavinn væri strax byijaður að tefla upp á tímahrak andstæðingsins. 14. a4 - Reg4 25. - Da87 Svartur er f mikilli nauðvöm og ekki bætir þessi furðulegi drottningarleikur úr skák. Með markvissum leikjum í framhaldinu opnar Margeir stöðuna að svarta kónginum. 26. Bxh5 - gxh5, 27. Dg5 - RxdST Áhorfendur skoðuðu 27. - Bxd5 af meiri áhuga enda gæti biskupinn í mörgum tilvikum komið til hjálpar vamarlitlum kóngnum. og Portich gafst upp. Kortsjnoj „gleymdi“ klukkunni Júgóslavneski stórmeistarinn, Predrag Nikolic, tefldi byijunina mjög glæfralega gegn Viktor „hinum hræðilega" Kortsnoj. Kortsnoj opnaði taflið sér í vil, en virtist gleyma klukkunni. Þegar leiknir höfðu verið tutt- ugu leikir var sýnt, að hann myndi ekki ná að ljúka fjörutíu leikjum áður en klukkan félli. Kortsnoj er frægur fyrir góða taflmennsku í miklu tímahraki, en í þessari furðulegu skák gekk hann of langt í tfmaeyðslunni. Hvítt: Kortsnoj Svart: Nikolic Móttekið drottningarbragð 1. d4 - d5, 2. c4 - dxc4, 3. Rf3 — a6, 4. eS — e6 Svartur getur ekki reynt að halda í peðið á c4 með 4. - b5, því hvftur nær betra tafli eftir 6. a4 - c6, 6. axb5 - cxb5 7. b3 - cxb3, 8. Bxb5+ o.s.frv. 5. Bxc4 - c5, 6. 0-0 - Rf6, 7. De2 - b5, 8. Bb3 - Bb7, 9. Hdl Eða 14. - b4, 15. a5 ásamt 16. Ra4 með betra tafli fyrir hvít. 15. e5! - Rxe3 Eftir 15. - Rxe5, 16. axb5 hefur hvítur mun betra tafl. 16. £xe3 - Rd7, 17. Dg4 - h6 Þegar hér var komið átti Kortsnoj aðeins eftir örfáar mínútur til að ná 40 leikja mark- inu. Svartur gat ekki leikið 17. - 0-0 vegna 18. Rxe6 - Bxe3+ 19. Khl - fxe6, 20. Hxd7 og hvítur vinnur. 18. Dxg7 - 0-0-0, 19. Dxf7 - Hhg8,20. Hd2 - Bxd4,21. exd4 - Hdf8, 22. Dxh5 - bxa4 Kortsnoj átti aðeins nokkrar sekúndur eftir og staðan er að auki að hryrya. 23. Bdö Eða 23. Bxa4 - Hxg2, 24. Hxg2 - Bxg2+ 25. Kxg2? - Dxb2+ ásamt 26. - Dxal. 23. - exdö, 24. Dh3 - Hh8, 25. Rxa4 - Dg6, 26. De3 - Kb8, Og Kortsnoj féll á tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.