Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Stefauskrárráðstefna fulltrúaráðs sjálfetæðisfélaganna í Reykjavík: Vona að okkur hafi tekist að festa ný vinnubrögð í sessi - segir Sveinn H. Skúlason, formaður fíilltrúaráðsins Stefiiuskrárráðstefoa sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavik var haldin í sjálfstæðishúsinu Valhöll síðastliðinn laugardag. Um 130 sjálfotæðismenn sóttu ráðstefo- una og tóku þar afstöðu til vinnu sjö starfshópa, sem hafii unnið að málatilbúnaði undanfarna tvo mánuði. „Það sem við vorum að hugsa með þessari ráðstefnu var að koma ákveðnu starfi af stað sem hægt væri síðan að skila inn í málefna- nefodir flokksins til undirbúnings landsfundar og að virkja sem allra flesta í því starfi," sagði Sveinn H. Skúlason, formaður fulltrúaráðs- ins, eftir ráðstefouna. „Þetta tókst á margan hátt vel. í flestum tilfell- um var afar góð þátttaka í undir- búningshópunum og sfðan voru málin send út til g'álfstæðisfélag- anna, sem mörg hver lögðu mikla vinnu í að móta tillögur, sem þau VEÐUR komu með inn á ráðstefouna." Sveinn sagðist telja að sjaldan hefði tekist eins vel að virkja gras- rótina í Sjáifstæðisflokknum í mál- efoastarfí. „Ég vona að með þessu séum við búnir að festa ný vinnu- brögð við málefoavinnu í sessi, þannig að þau verði fastur liður í undirbúningi landsfundar. Ég von- ast til þess að öll kjördæmin vinni á þennan máta. Málefoanefodimar, sem vinna á milli landsfunda eiga fyrst og fremst að veita þingmönn- um flokksins, ráðherrum og for- manni stuðnihg, en þegar málefoa- starfið fer af stað fyrir landsfund á að tengja það sem flestum flokks- félögum, svo að við sendum ekki frá okkur einhver sérfræðinga- plögg.“ Hópamir, sem bjuggu út mál fyrir ráðstefouna, Ijölluðu um stjómarskrána, jaforétti/um- hverfi/neytendur, byggðamál, at- vinnumál, mennta- og menningar- mál, utanríkismál og Sjálfsteðis- flokkinn í nútíð og framtíð. Álykt- anir ráðstefounnar verða sendar þingmönnum, málefoanefndum og formönnum kjördæmisráða Sjálf- stæðisflokksins um allt land. Morgunblaðið/Bjami Um 130 manns sóttu ráðstefouna og voru umræður líflegar. Næsta prófkjör í Reykja- vík bundið við fiilltrúaráð STARFSHÓPUR stefauskrár- ráðstefou sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem fjallaði um Sjálf- stæðisflokkinn í nútíð og fortíð leggur til að fyrir næstu kosning- VEÐURHORFUR í DAG, 25. OKTÓBER YFIRLIT í QÆR: Skammt fyrir austan land er 1.030 mb hæð sem þokast suóaustur. Lagöardrag yfir Grænlandshafi hreyfist suöaust- ur. Vaxandi hæð yfir Vestur-Grænlandi hreyfist austur. Heldur kóln- ar í veöri. SPÁ: Noröaustlæg átt, víða kaldi. Smáél á annesjum norðanlands, einkum framan af degi. Bjart veöur að mestu vestanlands. Heldur kólnandi veður. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðaustanátt um allt land og kólnandi veöur. Skýjað og dálítið ól á Noröur- og Aust- urlandi. Þurrt og víða lóttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * r * / * Slydda / * / # * * * # * * Snjókoma Q Hitastig: 10 gráður á Celsius \7 Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [7 Þrumuveður 'M? % nl W r % VEÐUR MÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +6 hetóekfrt Reykjavík 4 rfgning Bergen 1 helöskfrt Holsinki S tóttskýjað Kaupmannah. 4 tóttskýjað Narssarsauaq 1 skýjað Nuuk 0 heiðskfrt Ostó +1 tóttskýjað Stokkhólmur +3 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 11 þokumóða . Barcelona 12 láttskýjað Chlcago 3 alskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 9 þokumóða Glasgow 10 rigning Hamborg 10 þokumóða Las Palmas vantar London 11 þokumóða Los Angeles 17 þokumóða Lúxemborg 9 þoka Madrfd 7 heiðskfrt Malaga 16 þokumóða Mallorca 11 lógþoka Montreal 5 alskýjað New York 12 alskýjað Parfs 12 légþoka Róm 11 þokumóða San Diego 17 þokumóða Winnlpeg +8 léttskýjað ar verði prófkjör flokksins i Reykjavík bundið við meðlimi fúlltrúaráðsins, sem eru um 1.200 talsins. Ráðstefoan sam- þykkti þessa tillögu hópsins. Ekki er þar með sagt að ákvörð- un hafi verið tekin um þessa til- högun mála, þar sem niðurstöður ráðstefounnar um málefoi Sjálf- stæðisflokksins f Reykjavík eru fyrst og fremst ábendingar til stjóraar fúlltrúaráðsins, að sögn Sveins H. Skúlasonar, formanns í ályktun ráðstefaunnar um mál- efiii Sjálfstæðisflokksins segir að hin almennu piófkjör, sem tíðkast hafi undanfarin ár, hafí í raun ver- ið opin öllum, jafot flokksmönnum sem utanflokksmönnum. „Hefur mörgum flokksmanninum gramist að hafa ekki meiri áhrif á framboðs- mál flokksins en einhveijir augna- bliksáhugamenn um velferð ein- hverra tiltekinna frambjóðenda," segir í plagginu. Þar er einnig sagt að prófkjörin hafi brugðist þeim til- gangi sínum að tryggja eðlilega endumýjun á framboðslistum og heppilega dreifíngu frambjóðend- anna eftir kyni, aldri og starfsvett- vangi. Þá hafi umstang og kostnað- ur við prófkjörin fælt hæfíleikafólk frá þeim og þau hafí leitt til átaka milli frambjóðenda og samstarfs- manna. „Með ofangreindu fyrirkomulagi væri öllu tilstandi í kring um próf- kjörið haldið í lágmarki, þátttak- endur væru nægilega margir til að ekki væri með rökum hægt að halda því fram að einhver lítil „klíka" ætlaði að ráða framboðslistanum og síðast en ekki síst væri tryggt að frambjóðendur yrðu að beina athygli sinni og orku að flokksstarf- inu og trúnaðarmönnum flokksins," segir í ályktuninni. Bjórnefiid skilar áliti: Verðlagning miðuð við áfengisinnihald Sá sterkasti mun þá kosta 111 krónur dósin NEFND á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins hef- ur komist að niðurstöðu um verðlagningu bjórsins. Ákveðið var að viðhafa sömu reglur og við verðlagningu annars áfeng- is og miða við magn alkóhóls í vökvanum. Að auki leggst við 17,5% vörugjald. Þetta þýðir að sterkasti bjórinn mun kosta 111 krónur hver dós, ef flár- málaráðherra samþykkir þess- ar verðlagningarreglur. Nefod sú sem um málið Qallaði hefiir það hlutverk að fjalla um verð- lagningu áfengis, samkvæmt breytingum á áfengislöggjöf- inni frá því í fyrravetur. Nefad- in á'einnig að sinna áfengis- vöraum. Sterkasti bjórinn sem leyfður verður er 5,6%, ef farið verður eftir niðurstöðum nefndarinnar. Bjórinn verður seldur á 33 sent- ilítra dósum, minnst sex dósir sam- an. Hafsteinn Þorvaldsson formað- ur nefadarinnar sagði að nefndin hefði verið algjörlega einhuga í afstöðu sinni. „Þetta er kannski hvorki dýrt né ódýrt. Ef bjórinn verður mjög dýr, þá heldur smyg- lið bara áfram,“ sagði Hafsteinn. Eftir er að ákveða endanlega verð bjórsins, en sú ákvörðun er í höndum fjármálaráðherra. ÁTVR mun síðan ákveða hvaða tegundir verða á boðstólum. Gert er ráð fyrir að til að bytja með verði teg- undir fáar, m.a. vegna plássleysis Áfengisverslunarinnar. Þó er sá möguleiki fyrir hendi, að til dæmis veitingahús geti fengið fluttar inn sérstakar tegundir sem ekki eru á sölulista ÁTVR. Bjórinn verður seldur í smásölu í verslunum ÁTVR, en gert er ráð fyrir að þeir sem kaupa verulegt magn í einu sæki það í birgðaskemmu Áfengis- verslunarinnar á Stuðlahálsi í Reykjavík, eða fái það sent þaðan. Svartfiigl seldur á fískmarkaði Á FISKMARKAÐINUM í Hafnarfirði var selt 81 kg af svartfúgli í gær fyrir 38 króna meðalverð. „Þetta er í fyrsta skipti sem við seljum svartfugl. Netabátur- inn Gullfari HF seldi svartfúglinn og fisksalar keyptu hann til að selja í verslunum sínum," sagði Helgi Þórisson, skrifstofustjóri fiskmarkaðarins í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.