Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.10.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/IngibergJ. Hannesson Vinnufundur á Laugum. Hugað er að málefhum kjördæmisins og horfl til landsmálanna jafiiframt. Dalasýsla: Þingmenn Vesturlands á yfirreið um kjördæmið Hvoli, Saurbœjarhreppi. ÞINGMENN okkar á Vesturiandi voru á ferðinni hér á dögunum, meðan óvissan var sem mest um myndun nýrrar rikisstjórnar. Gáfu þeir sér tíma til að ferðast nokkuð um kjördæmið, kynna sér málefh- in nánar og huga að hvað gera þurfi og hvar þörfin sé brýnust. Er þetta orðin nokkuð föst venja Laugaskóla og sveitarstjómarmönn- þeirra að koma árlega til að kynna sér málefnin og það sem efst er á baugi hveiju sinni og heitast brenn- ur á heimamönnum. Héldu þeir fund á Laugum með forráðamönnum um úr Dölum og urðu að vonum umræður um þau mál mörg, er efst eru á baugi í héraði. Var þar rætt um vegamál, og þótti heimamönnum þar of hægt miða, þót margt hafi Morgunblaðið/Björn Guðmundsson Frá afhendingn ávísunar að upphæð 192.000 krónur. Frá vinstri: Emanúel Ragnarsson, Katrín Rikharðsdóttir, Sigurbjörg Kristj- ánsdóttir formaður skemmtinefiidar, Kristín Ólafsdóttir gjald- keri og Elínborg Vagnsdóttir formaður Rauða krossdeildarinnar. Rauða krossdeildinni í Ólafsvík afhent fé _ Ólafsvfk. ÖLL félög og klúbbar á Ól- afsvík tóku sig saman á dögun- um og héldu skemmtun og dans- leik í félagsheimilinu Klifi. Lék hljómsveit Ingimars Eydal fyrir dansinum. Ágóðinn, 192.000 krónur, var látinn renna til Rauða krossdeild- arinnar í Ólafsvík og verður varið til kaupa á nýrri sjúkrabifreið. - Helgi verið vel gert í þessum efnum. í því samhengi varð nokkur umræða um breiða vegi og mjóa, en hinir mjóu virðast hafa komist í tísku, einkum hér í Dölum nú síðustu árin. Mjóu vegirnir eru stórvarhugaverðir — raunar torskilin sú ráðstöfun — og hafa þegar orsakað margar bílveltur hér um slóðir, vegna þess að lítið svigrúm er til að mætast á þessum vegum. Þá varð mönnum tíðrætt um jöfn- unarsjóð og tekjustofna sveitarfé- laga, um atvinnumál, snjómokstur og póstsamgöngur og fjölgun póst- ferða úr tveimur í þijár á viku. Einn- ig var flallað um vegagerð í Haukad- al og Svínadal, um málefni félags- heimilasjóðs, ástand hjá sláturleyfís- höfum og búvörulögin í því sam- hengi, raforkuverð í dreifbýli, sem er enn allt of hátt og afar þungur baggi á mörgum dreifbýlismönnum, og þyrfti þar að grípa til frekari verðjöfnunar og taka þar á í fullri alvöru. Sömuleiðis varð mönnum tíðrætt um gjaldskrá fyrir notkun símans og mismun manna í þeim efnum eftir því hvar þeir búa á landinu, sem er í sjálfu sér afar óeðli- legt, eftir að sjálfvirkur sími er kom- inn um allt land — og svo mætti lengi áfram telja. Þótti heimamönnum þessi fundur góður á marga grein og væntu þess við þingmenn sína að ýmsu mætti kippa í lag þar sem úrbóta er þörf og höfðu þeir um það góð orð eftir því sem aðstæður leyfðu. Að lokum skoðuðu menn íþrótta- hús Laugaskóla sem nú er unnið við að fullgera og taka í notkun. - IJH Stykkishólmur: Framkvæmdir við höfiiina sransra vel Stykkishólmi. ° ritari mætti fyrir skömmu einum eldri borgara Stykkishólms sem var að virða fyrir sér framkvæmdimar og varð honum þá að orði: „Ég er ekki viss um að þetta verði ljótt. Ætli það verði ekki bara til prýði.“ Arni VEL gengur að koma sambandi á milli lands og Súgandiseyjar í Stykkishólmi, loka höfninni að austan og gera hana rýmri fyrir bátana og feijuna sem væntanleg er næsta vor. Það er búið að mestu að gera góða aðstöðu á Briánslæk svo á næsta ári þarf ekki að hífa bátana um borð í Baldur eins og undanfarin ár, heldur geta þeir ekið um borð í feijuna. Deilt hefur verið um framkvæmd- ina en það er von ráðamanna bæjar- ins að höfnin batni og verði svip- meiri þegar verkinu er lokið. Frétta- Unnið er að því að gera eiði frá Stykkishólmshöfh og út í Súgandisey. Morgunblaðið/Ámi Helgason Omurlegasti gisti- staðurinn kvaddur Hnausum, Meðallandi. MALBIKAÐUR vegur er nú kominn syðra á Mýrdalssandi. Ef ekki verður um bilanir þar að ræða vegna vatnavaxta í leysingum þá er hlutverki vegarins nyrðra á sandinum lokið. Blautukvíslarbrúin er þama nokkuð austan við Hafursey og oft- ast á þurru. Fannst fréttaritara við hæfí að kveðja hana að leiðarlokum. Þama hefur margur orðið að láta fyrir berast þegar ófær sandbylur skall á til að forða bíl sínum frá eyðileggingu. Hafa margir orðið að taka sér þama næturgistingu af þessum sökum og þess einnig að ómögulegt var að sjá veginn. Mun mörgum hafa reynst erfítt að sofna þama. Er brúin að aðalumdæmi Kötlu gömlu. Þeir sem tepptir væm á Blautukvíslarbrú við slíkar að- stæður væru dauðadæmdir ef Katla rumskaði, sem auðvitað getur gerst á hverri stundu og getur einnig dregist lengi, slíkt veit enginn. En hitt er víst að þetta er einn ömurleg- ast gististaður á íslandi. En mikilfenglegt er útsýnið frá Blautukvísl. Þama skríður hinn hrikalegi Kötlujökull fram á sandinn, svartur og úfínn, og þótt nú hafí komið hlýrri sumur en um 1980 er hann enn á framrás. En brúin er orðin mjög lasleg og mál á hvíldinni. — Vilhjálmur Blautukvíslarbrú. Egilsstaðir: Gmnnskólanum gefii- ar sex einkatölvur Egilsstöðum. Nú í haust voru Egilsstaðaskóla færðar 5 PC-tölvur að gjöf og sú sjötta er væntanleg innan fárra daga. Það eru 40 fyrirtæki á Egilsstöðum og í Fellabæ sem að þessari gjöf standa og sögðu tals- menn fyrirtækjanna að tilgangurinn með gjöfinni væri að auka tölvu- fræðslu í skólanum og efla tengsl atvinnulífs og skóla. Verðmæti þessarar gjafar mun vera nálægt 500 þúsundum. Helgi Halldórsson skólastjóri og þær Jóhanna Illugadóttir og Laufey Egilsdóttir úr stjóm foreldrafélags skólans sögðust vera fyrirtækjun- um ákaflega þakklát fyrir þessa rausnarlegu gjöf og alstaðar hafa mætt einstökum skilningi og vel- vilja við söfnun fjárframlaga sem sæist best á því að markið hefði verið sett á 5 tölvur en nú væri fyrirsjáanlegt að hægt yrði að kaupa 6 vélar. Vélamar eru af Vict- or gerð með tvö disklingadrif og veitti innflytjandinn, Einar J. Skúla- son, og umboðsaðili hans hér á staðnum, Viðskiptaþjónustan Traust, verulegan afslátt af kaup- verði vélanna. Guðmundur Steingrímsson ann- ast tölvukennslu í skólanum og sagði hann að í vetur yrði kennslu hagað þannig að hver nemandi í 9. bekk fengi kennslu í tvo tíma á viku hálfan veturinn en 41 nemandi er í 9. bekk í Egilsstaðaskóla. í byijun verða kennd undirstöðuatriði í stýrikerfí tölvunnar en síðan farið í ritvinnslu og slík forrit. Einnig væri hugmyndin að nemendur fengju aðgang að vélunum til rit- gerðarvinnslu og annarra verkefna þegar fram liðu stundir. Þeir nemendur sem fréttaritari ræddi við voru ákaflega spenntir yfir að fá að kynnast leyndardómum þessara tækja sem mörgum stendur hálfgerð ógn af. Sumir áttu leikja- tölvur og því að mestu lausir við tölvuskrekkinn en engu að síður hugfangnir yfir að hægt væri að nota þessi tæki til annars en að fara í kappakstur eða skotbardaga. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Guðmundur Steingrímsson tölvukennari kynnir áhugasömum nem- endum leyndardóma tölvunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.