Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 Island og fleiri ríki slátra hvölum í naflii vísindanna International Herald Tribune: - skrifa tveir virtir náttúruverndarmenn í DAGBLAÐINU Intemational Herald Tribune birtist íbstudaginn 4. nóvember grein um bvalveiðar í tilefni björgunar tveggja grá- hvala útaf strönd Alaska. Höfundar eru Sadruddin Aga Khan prins, varaforseti World Wildlife Fund International og fyrrum yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Sir Peter Scott, mál- ari, vísindamaður og umhverfisverndarsinni. Greinin birtist hér óstytt og er fyrirsögn hennar: Bjargið hvölunum en hafið gætur á mönnunum. Meðfylgjandi teikning birtist með greininni f Intematio- nal Herald Tribune. Svo menn halda að hvalimir hafi sloppið úr heimskautaísnum. Sjón- varpsmyndavélamar em einnig horfnar á braut. Við getum slappað af og beðið næsta Qölmiðlafárs útaf óvenjulegum atburðum í dýraríkinu. En það má draga lærdóm af því sem gerðist við Barrow í Alaska. Á. meðan þriggja vikna bjöigunartil- raunum stóð, sem kostuðu u.þ.b." 1,3 milljónir dala, urðu hundruð manna hungurmorða í Afríku. Og þegar öllu er á botninn hvolft gæti vel farið svo að hvölunum yrði slátr- að af einhveijum þeirra manna sem tóku þátt í að bjarga þeim — ekki síst vegna þess að hvalimir tveir hafa nú vanist nærvem manna og eiga sér einskis ills von. En hversu mjög skátlast þeim. Undir yfírskini „vísinda“-veiða halda ísland, Japan, Suður-Kórea og Noregur auk nokkurra sjóræn- ingjaskipa uppteknum hætti og slátra rúmlega 6.00.0 hvölum á ári. Hið öfluga Hvalveiðifélag Japans eyðir nærri jafn miklu fé í auglýs- ingar og hagsmunapot og það kost- ar að halda við japanska hvalveiði- flotanum sem kominn er til ára sinna. Hinum megin á hnettinum halda Færeyingar grindhvaladráp- inu áfram. Hver ber umhyggju fyrir þessum þúsundum hvala? Eiga þeir ekki skilið þó ekki væri nema brot þeirr- ar athygli sem ættingjar þeirra í Alaska nutu? Þetta er ekki fyrsti sigur mót- sagnarinnar og kaldhæðninnar og ekki heldur sá síðasti. Um það leyti sem heimsbyggðin beið með öndina f hálsi eftir fréttum af hvölunum í ísnum unnu japanskir vísindamenn við Hokkaido háskólann að þróun áætlana um að ala, mjólka og slátra hvölum f fereku vatni — stæreta VEÐURHORFUR Í DAG, 8. NÓVEMBER YFIRLIT f GÆR: Um 300 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 988 mb lægö sem fer norðaustur yfir landið í nótt. Veður fer kólnandi þegar líöur á nóttina, fyrst vestanlands. SPA: Á morgun verður norðankaldi eða stinningskaldi á Vestfjörö- um en vestan- og suðvestankaldi í öðrum landshlutum. Él verða um vestanvert landið en þurrt og víða léttskýjað um landið austan- vert. Vægt frost veröur noröantil á Vestfjörðum, annars hiti 0 til 4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Vaxandi suðaustanátt og hlýnandi. Rign- ing á Suöur- og Vesturlandí en úrkomulítið noröaustanlands fram eftir degi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðaustanátt og rigning víða um land, einkum sunnanlands. Fremur hlýtt. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus •( )- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. # V Él ^ Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka * f / / / — Þokumóða Hálfskýjað * / * 9 Súld •fP% Skýiað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltl vsAur Akureyrí 2 akýjað Reykjavfk 7 rígning Bergen 8 hálfskýjafi Helsinki +1 snjókoma Kaupmannah. 8 heiðakirt Narsaaraauaq +3 skýjað Nuuk +6 snjókoma Oaló 8 lóttskýjað Stokkhólmur 2 •kýjað Þórahöfn vantar Algarve 22 tkúr Amsterdam 6 þoka Barcelona 17 þokumóða Chlcago 1 alskýjað Feneyjar 8 pokumóða Frankfurt S mistur Qlaagow 9 mistur Hamborg 8 skýjað La8 Palmas 25 skýjað London 10 mistur Loa Angeles 18 mistur Luxemborg 4 léttskýjað Madnd 14 alskýjað Malaga 19 þokumóða Mallorca 20 rigning Montreal S alskýjað New York 9 alskýjað Paría 6 þokumóða Róm 14 þokumóða San Diego 16 alskýjað Winnipeg 0 snjókoma afrekið á sviði Qöldafæðufram- leiðslu. Hisao Izawa, prófessor í dýra- lækningum sem stjómaði rannsókn- unum, segir að „hvalir séu, ef þann- ig megi að orði komast, fótalausar •sækýr." Hann áformar að ala þá á grasi líkt og nautgripi eftir að hafá grætt örverur, sem finnast í kúm og bijóta niður beðmi, í maga þeirra. Útkoman yrði gnótt hvala- mjólkur — þótt enn eigi eftir að finna slíkri afurð markað (sem stendur er ekki vitað um aðra neyt- endur en hvalakálfa). Á sama tíma aukast birgðir kjöts og þurrmjólkur hjá iðnríkjunum. Áfleiðingar þessara hvaleldis- áætlana yrðu hryggilega fáránleg- ar. Myndu dýravemdunarmenn þar- með hætta að telja hvali í útiýming- arhættu eða yrði gerður greinar- munur á hvölum í sjó og hvölum í ferekvatni? Myndi Alþjóðahvalveið- iráðið breyta nafni sínu i Aiþjóða- fótalausrasækúaráðið? Hættu nú alveg. Er ekki að verða tímabært að þrífa í neyðarhemilinn? Leikara- skapur með náttúmna og Franken- stein-erfðafræði framkalla ekki þann heim sem við getum með góðri samvisku arfleitt bömin okkar að. Skilaboðin frá norðurekautinu em önnur en þau. Um stund, þegar fólk horfði á sjónvarpið, var sem tíminn stæði kyrr. Stórhveli úr undirdjúpunum sameinuðu sundraðar mannskepn- ur. Eskimóar lögðu skutul sinn til hliðar og beittu keðjusög með hjálp Grænfriðunga. Bandarískar þyrlur og sovéskir ísbijótar þustu til bjarg- ar. Reagan foreeti hringdi í skip- herrann á herekipinu sem stóð fyrir aðgerðum til að votta honum per- sónulegan stuðning sinn. Moby Dick hefði verið skemmt. En það sem máli skiptir er án vafa þetta: Öll emm við vemdarar hvalanna og allra annarra lífteg- unda. Við viljum að þeir verði áfram það sem þeim var ætlað að vera — hluti hins undureamlega krafta- verks lífsins. Annað og meira en hundelt skotmörk hvalveiðimanna. Ekki bara grasætur og ferekvatns- afurð sem löguð hefur verið að þörfum japanskra neytenda. George Bemard Shaw sagði: „Ef íbúar finnast á öðmm hnöttum þá hljóta þeir að hafa valið jörðina sem geðveikrahæli. Hvers vegna þráast maðurinn við og hagar sér eins og hann væri náttúmnnar einu mis- tök?“ Kaupfélag Ólafsvíkur gjaldþrota ólafsvik STJÓRN Kaupfélags Ólafsvíkur lokaði verslun félagsins á föstu- dagskvöld og ákvað á fimdi sínum um helgina að fara fram á gjaldþrotameðferð. Skuldir fé- lagsins umfram eignir nema um 14 mifijónum. Kaupfélag Ólafsvíkur var stofnað haustið 1983 og var starfsemi þess eingöngu bundin við rekstur mat- vömverelunar í húsnæði félagsins að Ólafsbraut 20. Hjá félaginu störfuðu sex manns og mun það því hafa verið eitt minnsta kaup- félag á landinu. Við stofnun félags- ins keypti það vömlager og síðar húseign Kaupfélags Borgfirðinga, en það félag rak útibú að Ólafs- braut 20 f Olafsvík um árabil. Heildarekuldir félagsins munu vera um 34 milljónir króna, en á móti koma eignir sem metnar em á um eða yfir 20 milljónir króna. Helgi Kaupfelag V-Skaftfell- inga leitar samninga við skuldunauta sína Heildarskuldir um 200 milljónir króna Selfossi. KAUPFÉLAG Vestur Skaftfell- inga hefiir óskað eftir leyfi til þess að leita nauðasamninga við skuldunauta sína. Skuldir sem þessir samningar munu ná til nema um 150 milljónum og er gert ráð fyrir að greiða 40% þeirra eins og þær voru 1. ágúst. Heildarskuldir kaupfélagsins nema um 200 milljonum króna. Greiðslustöðvun kaupfélagsins rann út 1. nóvember og var tíminn notaður til að undirbúa nauðasamn- inga. Beiðni þess efnis hefur verið lögð inn hjá sýslumanni Vestur- Skaftfellinga en ekki verið formlega svarað. Góðar undirtektir hafa fengist hjá kröfuhöfum gagnvart nauðasamningum. Auk beiðni um nauðasamninga er þess óskað að sýslumaður skipi nýjan skiptaráðanda vegna hags- muna ríkisins gagnvart ógreiddum opinberum gjöldum kaupfélagsins. Nauðasamningar munu ná til þeirra sem ekki eiga tryggðar kröf- ur í þrotabúið og verður boðið að greiða 40% af skuldum eins og þær voru 1. ágúst. Þær kröfur nema um 150 milljónum króna en heildar- skuldir eru um 200 milljónir. Stæreti kröfuhafi er Samband íslenskra samvinnufélaga með um 80 milljónir króna. —Sig. Jóns. Kópavogsskóli: 14 rúður brotnar BROTIST var inn í Kópa- vogsskóla um helgina. 14 rúður voru brotnar og ýmis spjöll unnin. Rannsókn- arlögreglan vinur að málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.