Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 37 Jónína Jóns- dóttir — Minning Fædd 6. október 1892 Dáin 28. október 1988 Hún amma okkar er dáin. Þessi orð hljóma undarlega og rista djúpt. Við frændsystkinin ólumst upp í sama húsi og amma og urðu tengsl okkar við hana mjög náin. Hún var okkur sem önnur móðir sem ávallt var hægt að leita til, bæði í sorg og í gleði. Við barnabörnin kynntumst ömmu sem einstökum persónuleika. Hún vissi og skildi betur en marg- ur. Hún var ljóðelsk, hagmælt, mik- il hannyrðakona og féll aldrei verk úr hendi. Styrkur ömmu var ein- stakur g oft þurfti hún að leggja hart að sér í vinnu til að halda heimili, sem hún gerði af einstakri reisn fram til hins síðasta. Heimili hennar var ætíð skreytt litríkum blómum og ekki gleymdi hún húsa- garðinum sem ávallt var til fyrir- myndar. Meðan við vorum börn var húsið fjölskylduhús. Það var hlýr og góð- ur heimilisandi hjá ömmu. Við brugðum okkur oft inn til hennar og ávaljt tók hún á móti okkur með hlýju. í slíku umhverfi var indælt að alast upp. Við eigum margar eftirminnileg- ar gleðistundir með ömmu. Amma var músíkölsk og hafði gaman af þegar við krakkarnir í húsinu hóp- uðust sáman á heimili hennar til að spila og syngja og tók hún þá iðulega undir. Tengsl ömmu við náttúruna voru mikil. Hún átti oft frumkvæðið að því að farnar voru ferðir út í náttúruna og voru Þing- vellir, Heiðmörk og Þrastarskógur uppáhaldsstaðir hennar. Amma lagði mikla rækt við íjöl- skyldu sína. Sem dæmi var það fastur siður hjá henni að bjóða fjöl- skyldunni til sín um jól og áramót. Hún hafði ánægju af að fylgjast með okkur barnabömunum. Slíkur var áhuginn að hún 90 ára fór til Danmerkur til þess að heimsækja eitt af bamabömunum sínum sem þar dvaldist og hún hafði ekki .séð í nokkur ár. Þetta var hennar eina flugferð um ævina sem hún átti oft eftir að minnast. Eftir að bamabamabömin litu dagsins ljós beindist athygli hennar og umhyggja einnig að þeim. Þessi nýja kynslóð hændist fljótt að ömmu. Hún sem var þeim svo blíð og góð, yngdist upp við að hafa þau í kringum sig. 011 umhyggja hennar hefur verið okkur fordæmi. I huga okkar lifír hún sem góð kona, sem við öll erum stolt af. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði, en þökkum fyrir að hafa átt hana svo lengi. Minning elsku ömmu geymist í hjörtum okkar. Við kveðjum hana með þessum orð- um: Mannsins ævi tel ég tvær. Því trúa máttu. (Hallgr. Pétursson) Þessu trúði amma. Blessuð sé minning hennar. Barnabörnin Mánudaginn 7. nóvember var til moldar borin tengdamóðir mín, þá nýlega orðin 96 ára. Jónína Margrét fæddist í Efra- Langholti í Hrunamannahreppi í Ámessýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson smiður, síðar bóndi og sparisjóðsstjóri á Hlemmi- skeiði, og Vilborg Guðlaugsdóttir frá Hellu. Þau hjónin voru bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Á bemskuárum sínum bjó Jónína í Rangárvallasýslu eða þar til hún fluttist með foreldrum sínum að Hlemmiskeiði á Skeiðum í Ámes- sýslu. Þar bjuggu foreldrar hennar til æviloka. Systkini Jónínu vom sex, Davíð, Vilborg, Stefán, Guðrún, Þómnn og Guðmundur. Eitt þeirra er á lífi, Þómnn húsfreyja á Húsatóftum á Skeiðum. Eftir að hafa búið í sama húsi og Jónína í rúmlega 30 ár verða kynnin náin. Oft minntist Jónína á æskuheimili sitt og var sú minning ætíð ljúf. Frásögn hennar af heim- ili og búskaparháttum var einkar skýr og lifandi og gaf manni góða mynd af tengslum hennar við fjöl- skyldu sína og umhverfi. Á þessum ámm vom ungmenna- félög stofnsett víða. Jónína var ein af stofnendum Ungmennafélags Skeiðamanna og fékk hún síðar viðurkenningu fyrir. Það mat hún mikils, því frá þeim tíma vom ljúfar minningar. Úr föðurhúsum fer hún til Reykjavíkur og er þá við nám í kvöldskóla. Árið 1914 liggur leið hennar til ísafjarðar til frekara náms við húsmæðraskólann. Ekki áttu allir kost á að afla sér mennt- unar á þessum tíma, en þetta hefur verið góð menntun sem sannarlega kom henni vel að notum síðar. Árið 1922 giftist Jónína Jóni Diðriki Hannessyni múrara. Jón var fæddur í Roðgul á Stokkseyri, son- ur Hannesar Jónssonar útvegs- bónda frá Flókastöðum í Fljótshlíð og Þorgerðar Diðriksdóttur frá Króki í Hrunamannahreppi. Jónína og Jón keyptu sér húseign á Óðinsgötu 28, þar sem þau stofn- settu sitt fyrsta heimili. Þeim varð íjögurra barna auðið, dætranna Þorgerðar, Auðar og Jóhönnu og sonarins Jóns Vilbergs, sem nú er látinn. Jónína og Jón vom samhent hjón og með sínum dugnaði byggðu þau sér húseign í Barmahlíð 52. Þangað fluttust þau árið 1948. Jafnan var mannmargt á heimili þeirra og mætti segja að Jónína hafi verið gestgjafi í um 60 ár. Rétt um það leyti sem þau vom að ljúka við húsbygginguna veiktist Jón skyndilega og varð óvinnufær það sem eftir var ævinnar. Jón lést árið 1975. Hjá þeim hjónum bjó sonur þeirra og var hann foreldmm sínum mik- ill styrkur. Við þær aðstæður, sem veikind- um manns hennar fylgdu, kom vel í ljós hve heilsteypt og kjarkmikil kona Jónína var. Umhyggja fyrir manni sínum í veikindum hans var einstök. Hún aflaði tekna til heimil- isins með prjóna- og saumaskap sem var vel metinn. Þó Jónína hefði í mörgu að snúast hélt hún alltaf ró sinni, sótti styrk sinn í trúna og hélt ótrauð áfram til dauðadags. Ég mun jafnan minnast tengda- móður minnar með hlýhug og þakk- læti og er þess fullviss að svo muni minning hennar geymast í hug þeirra sem henni kynntust á lífsleið- inni. Blessuð sé minning hennar. Sævar Halldórsson Luxaflex rimlagluggatjöldin frá Þessi stórkostlegu gluggatjöld eru til í ótrúlegu litaúrvali, s.em við framleiðum eftir máli. pílu ☆ gluggatjöld Suðuriandsbraut 6, símar: 83215

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.