Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988 51 \ um. Niðurstaða í þessu máli á að liggja fyrir á næsta Kirkjuþingi. Frá blaðamannafundi um störf Kirkjuþings. Frá vinstri: Magnús Guðjónsson biskupsritari, Gunn- laugur Finnsson frá Hviflt i Ön- undarflrði, herra Pétur Sigur- geirsson biskup og séra Jón Ein- arsson, prófastur í Saurbæ á HvalQarðarströnd. Kirkjuþing leggur til að hlutverk vígslubisk- upa verði stóraukið KIRKJUÞINGI lauk síðastliðinn fimmtudag. Þar var fjallað um frumvarp til laga um breytta skipan prestakalla og prófasts- dæma í landinu og starfsmenn þjóðkirkjunnar. Þar er lagt til, að hlutverk vígslubiskupa verði stóraukið. Meðal annarra mála, sem rædd voru á þinginu var breyting á altarissakramenti kirkjunnar, bygging bókhlöðu i Skálholti og stofhun þjóðmála- ráðs kirkjunnar. í tillögum Kirkjuþings um breytta skipan prestakalla og próf- astsdæma á landinu er lögð áhersla á aukið sjáifstæði kirkjunnar og meiri sveigjanleika með það fyrir augum að tryggja öllum lands- mönnum prestsþjónustu. Lagt er til að tvímenningsprestaköll verði lögð niður en í staðinn stofnuð embætti aðstoðarpresta, sem ætlað er að leysa úr vandræðum í fjöl- mennum prestaköllum. Prestaköllum verður fækkað, ef farið verður að tillögum Kirkju- þings, en hins vegar verða tekin upp embætti farpresta, sem eiga að vera til aðstoðar í fjölmennum og víðlendum prestaköllum, til að þjóna í forföllum og tii að annast ýmis sérverkefhi. Itillögunum er einnig gert ráð fyrir að kirkjumála- ráðherra geti, að fengnum tillögum biskups, ráðið presta til sinna ýms- um sérverkefnum. Á Kirkjuþingi var einnig rætt um biskupsembætti í landinu. Hug- myndir voru uppi um stofnun þriggja biskupsstóla, í Reykjavík, á Hólum og í Skálholti, og áttu þær miklu fylgi að fagna meðal þingfulltrúa. Þessar hugmyndir hafa mætt andstöðu hjá stjóm- völdum og að sögn séra Jóns Ein- arssonar í Saurbæ var því farin sú málamiðlunarleið, að fá vígslu- biskupunum tveimur ákveðin verk- efni. Er gert ráð fyrir því að þeir verði nokkurs konar aðstoðarbisk- upar, sjái um að vígja presta og kirkjur í sínum umdæmum, vísiteri kirkjur, presta og söfnuði og verði biskupi Islands til ráðuneytis um máleftii þjóðkirkjunnar. Hingað til hafa vígslubiskupsembættin tvö fyrst og fremst verið virðingarstöð- ur. Miklar umræður urðu á þinginu um möguleika á breytingum á alt- arissakramentinu. Töldu ýmsir heppilegra að dýfa oblátunni í messuvínið í stað þess að allir drekki af sama kaleik. Af þessu tilefni vöknuðu spumingar um að hvort eyðni gæti hugsanlega smit- ast við altarisgöngu og ieitaði bisk- up álits landlæknis á því atriði. Ólafur Ólafsson landlæknir svaraði á þá ieið, að ekkert benti til þess að eyðnismit gæti borist með þeim hætti. Hins vegar er nú í athugun, hvort þessi breyting á sakrament- inu sé framkvæmanleg út frá siða- reglum kirkjunnar. Fulltrúar á Kirkjuþingi sam- þykktu að fela Kirkjuráði að und- irbúa skipulagningu bókhlöðu í Skáiholti til að varðveita bókasafn staðarins og gefa fræðimönnum kost á að nýta sér það. Að sögn séra Jóns Einarssonar liggur bóka- safnið ekki undir skemmdum en hins vegar nýtist það engan veg- inn. Þingið samþykkti einnig að vísa til Kirkjuráðs tillögu um þjóðmála- ráð kirkjunnar. Var það almenn skoðun þingfulltrúa, að kirlgunni bæri að láta að sér kveða í málefn- um líðandi stundar. Að sögn herra Péturs Sigurgeirssonar biskups er hugmyndin að hér verði um að ræða ráðgjafarnefnd, sem hefði það hlutverk að efla umræður um þjóðmál út frá kristnum forsend- ÍSLENSKIR STRAliMAR í NÝRRI TÍSKUBÚÐ Punkturinn er ný tískuverslun á miðjum Laugavegi. Þar eru föt eftir unga og kraftmikla íslenska hönnuði i öndvegi. Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttir eru meðal fremstu fatahönnuða okkar íslendinga, og Punkturinn selur föt eftir þær. Kynntu þér ferska strauma í íslenskri fatahönnun í Punktinum. PUNKTURINN LAUGAVEGI 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.