Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 25 Gorbatsjov í önnum Hittir Gandhi, Mitterrand, Bush, Reagan, Castro og Thatcher Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov verður á faraldsfæti næsta mánuðinn. A fostudag hefst opinber heimsókn hans til Indlands. 25. nóvem- ber tekur hann á móti Francois Mitterrand forseta Frakklands í Moskvu. 29. nóvember hefst fundur Æðstaráðsins þar sem teknar verða fyrir mikilvægar stjórnarskrárbreytingar. I desem- ber fer Gorbatsjov til New York þar sem hann ávarpar Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þá hittir hann George Bush, varaforseta og nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Ronald Reagan, lráfarandi forseta Bandaríkjanna. Síðan fer Sovétleið- toginn til Kúbu þar sem hann hittir Fidel Castro að máli. Að lokum er ferðinni svo heitið til Lundúna í boði Margaretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Heimsóknin stendur frá 12.-14. desember. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í gær um fund Gorbatsjovs með Reagan í Bandaríkjunum: „Þetta verður ekki leiðtogafundur i hefðbundnum skilningi. Miklu fremur verður um vináttufund að ræða milli leiðtoga risaveldanna sem endurspeglar söguleg umskipti í samskiptum þeirra.“ Heimildarmenn í Sovétríkjunum sögðu að gær að Gorbatsjov ætlaði á fundum sínum með leiðtogum vestrænna rílqa að vinna að fram- gangi afvopnunarviðræðna austurs og vesturs. Sovétleiðtoginn myndi skýra frá innihaldi tillagna sinna í þeim efnum. Gorbatsjov hefur undanfarna tvo mánuði eflt tengsl- in við Vesturlönd með fundum sínum með Franz Vranitzky, kansl- ara Austurríkis, Ciriaco De Mita, forsætisráðherra Ítalíu og Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands. Viðræðurnar við De Mita og Kohl snerust einkum um hið svokallaða „Evrópska hús“ en víst er að fund- irnir með Thatcher, Reagan og Bush verða haldnir í víðara sam- hengi. Fundurinn með Reagan verður fimmti fundur leiðtoganna en Gorbatsjov hefur hitt Bush einu sinni áður, í desember síðastliðnum þegar Gorbatsjov og Reagan hitt- ust í Washington. Að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra ís- lands, byggist fyrirvari Islendinga á því að efnahagskerfi landsins er að mörgu leyti öðruvísi en á hinum Norðurlöndunum. Sá hluti áætlun- arinnar sem fjallar um fjármagns- streymi milli ríkjanna og fjár- magnsþjónustu kreQist því sérs- takrar yfirvegunar af hálfu íslend- inga. Olafur Ragnar sagði að ís- lendingar gætu verið mjög sáttir við marga aðra þætti áætlunarinnar eins og til dæmis að auknu fé verði varið til rannsókna á auðlindum og vistkerfí sjávar og á líftækni. Að sögn Palle Simonsen, fjármálaráð- herra Danmerkur, hafa Danir ekki gert sams konar fýrirvara hvað Grænland og Færeyjar varðar. Fjármálaráðherrarnir fimm eru sammála um það að bæta verði Flestir voru búnir að afskrifa fímmta leiðtogafund Reagans og Gorbatjsovs fyrir nokkru og Bush gaf í skyn eftir úrslit forsetakosn- inganna í síðustu viku að hann myndi ekki hitta Gorbatsjov fyrr en eftir að hann tæki við embætti 20. janúar. Tilkynningin um fund Gorbatj- sovs og Thatcher kom stjórnmála- skýrendum einnig á óvart en ekki hafði verið reiknað með slikum fundi fyrr en í mars eða apríl. Fundur Gorbatsjovs með Castro er einnig óvæntur en vitað var að hann myndi hitta Rajiv Ghandi, forsætisráðherra Iridlands, og Mit- terrand í þessum mánuði. Ný efnahagsáætlun Norðurlanda: Tillaga um frjálsara flármagnsstreymi ísland hefiir fyrirvara á aðild að tillögunni Helsingjaeyri. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. Fjármálaráðherrar íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjó^ar og Finnlands kynntu í gær tillögur sínar um að Norðurlandaráð legði fram 250 milljónir danskra króna (1,7 milljarða ísl. króna) til nýrrar efiiahagsáætlunar Norðurlanda á fiindi Sem haldinn var í tengslum við aukaþing Norðurlandaráðs sem hefst í dag. Auk þess er gert ráð fyrir frekari fjárframlögum frá aðildarríkjun- um. Fjármálaráðherra Islands samþykkti tillögurnar með fyrir- vara en þeim er ætlað að styrkja efiiahagslíf á Norðurlöndum, ryðja úr vegi viðskiptahömlum milli Norðurlanda og búa þau undir aukna samkeppni í kjölfar sameiginlegs markaðar Evrópu- bandalagsins árið 1992. Reuter Þrír skotnir í Pretoríu Sjúkrabílar fyrir utan leikhús í miðborg Pretoríu, höfúðborg Suður-Afríku, þar sem hvítur maður skaut þrjá blökkumenn til bana og særði 16. Lögreglan segir, að maðurinn sé félagi í hreyf- ingu nýfasista. samkeppnisaðstöðu Norðurlanda áður en sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins verðpr að veruleika árið 1992. Auka verði spamað einkaðilja og stokka upp þátt hins opinbera í efnahagslífinu. Ólafur Ragnar sagðist hafa greint frá því á fundinum með starfs- bræðmm sínum að íslendingum hefði gengið vel að byggja upp markað í Vestur-Evrópu og myndi slíkum beinum tengslum verða við- haldið. Einnig var samþykkt að reyna að laða fyrirtæki utan Norðurlanda til að fjárfesta þar og voru japönsk fyrirtæki einkum nefnd í því sam- bandi. 10 milljónum danskra króna (68 milljónum ísl. króna) verður varið til herferðar til að fá fleiri bandaríska ferðamenn til Norður- landa. Þú skalt ekki örvænta þó komin sé vetur. Kuldafatnaður: Loðfóðraðir kuldagallar Vattfóðraðir kuldagallar Kapp-klæðnaður Norsk ullarnærföt Kuldaúlpur Gæruúlpur Prjónahúfur Treflar Ullarhosur Ullarpeysur Vinnjifatnaður: Gallabuxur Flauelsbuxur Samfestingar Vinnuskyrtur Peysur Sokkar Vinnuvettlingar Vinnuskór með og án stáltá Regnfatnaður Gúmmístígvél Illeppar Allt vörur á góðu verði. Mikið úrval. SENDUM UM Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 180 1t.»o kubuhh I Bæklingar með umsóknareyðublöðuny liggja frammi í öllutn VERSLUNUM SAMVINNUMANNA, öllum af- qreiðsliim SAMVINNUBANKA ÍSI.ANDS, SAM-_ VINNUTRYGGINGA og SAMVINNUFERDA-________ LANDSÝNAR. Auk þess má snúa sér , Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími 91-680988 afgreiðslu SAMKORTS hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.