Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 55 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ ÍR-ingar lögðu Hauka m IR-ingar halda enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina eftir nauman sigur á Haukum í gær- kvöldi. Þegar fimm sekúndur voru eftir fengu Haukar Hörður vítaskot og staðan Magnússon 88:86 þeim í óhag. skrifar Henning Hennings- son gat knúið fram framlengingu með því að skora úr báðum skotunum. Hann hitti úr því fyrra en það síðara geigaði. En heppnin var með Haukum því IR- ingar höfðu stigið of fljótt inn í teiginn. Henning endurtók vítið en það mistókst og ÍR-ingar héldu knettinum út leiktímann. Mikilvægur sigur ÍR-inga var í höfn. Þeir voru mun grimmari allan tímann, náðu fljótt undirtökunum og höfðu sjö stiga forskot í leik- hléi, 50:43. Haukar byijuðu af krafti í seinni hálfleik, tókst að minnka muninn í 63:62 og Jóhann- es Sveinsson, besti maður ÍR-inga, fékk sína fímmtu villu. En skömmu síðar misstu Haukar Pálmar Sig- urðsson af sömu ástæðu. Þetta virt- ist virka mjög vel á ÍR-inga og þeir náðu góðri forystu. Með mik- illi eljusemi og baráttu í lokin söx- uðu Haukar á forskotið en það dugði ekki til og sanngjarn ÍR-sigur var staðreynd. Karl Guðlaugsson og Jóhannes Sveinsson voru bestir hjá IR og sérstaklega var Jóhannes grimmur í fráköstunum. Þá voru þeir Bjöm Steffensen og Sturla Örlygsson dtjúgir. Haukar náðu sér engan veginn á strik. Þeir eiga litla möguleika á að komast í úrslitakeppnina, hvað þá að veija titilinn. Jóhannes Sveinsson, ÍR. Guðmundur Bragason og Rúnar Ámason, UMFG. ftt Karl Guðlaugsson og Bjöm Steffensen, ÍR. ívar Ásgrímsson, Haukum. Teitur örlygsson, Hreiðar Hreiðarsson, Helgi Rafnsson og ísak Tómasson, UMFN. Hjálmar Hallgrímsson, UMFG. Matt- hías Matthíasson og Tómas Holton, Val. fotím FOLK ■ OÓMARARNIR13, sem neit- uðu að dæma hjá FH í 1. deild í handknattleik vegna ummæla Viggós Sigurðssonar, þjálfara, skiptu um skoðun, eftir að hafa borist sáttarbréf frá handknatt- leiksdeild FH um helgina. ■ STEFAN Edberg, sem er í 5. sæti á afrekslista atvinnumanna í tennis, hefur fengið rúmlega 42 miiljónir íslenskra króna í verðlaun á tennismótum á árinu og er tekju- hæstur atvinnumanna. Mats Wi- lander, sem er efstur á afrekslist- anum, og Boris Becker, sem er í ijórða sæti, koma næstir með um 40 milljónir. ■ BARÁTTAN um að fá að halda Ólympíuleikana 1996 er fyrir löngu byijuð, þó flest bendi til að Aþena verði fyrir valinu. Atlanta í Bandaríkjunum, Manchester í Englandi og Toronto í Kanada sækja einnig um og vitað er að umsókn kemur frá Ástralíu. Þar bítast þijár borgir um tilneftiingu, Sydney, Melbourne og Brisbane. IR - Haukar 88 : 87 íþróttahús Seljaskóla, íslandsmótið í körfuknattleik, þriðjudaginn 15. nóv- ember 1988. Gangur leiksins: 0:2, 8:4, 12:12, 16:17, 21:17, 29:23, 37:26, 39:37, 46:38, 50:43, 55:48, 60:52, 60:59, 63:62, 80:70, 84:80, 88:84, 88:87. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 20, Jóhann- es Sveinsson 19, Bjöm Steffensen 16, Sturla Örlygsson 14, Jón öm Guð- mundsson 9, Ragnar Torfason 6, Bragi Reynisson 4. Stig Hauka: ívar Ásgrímsson 18, Ingi- mar Jónsson 12, Henning Henningsson 12, Eyþór Ámason 11, ólafur Rafns- son 11, Reynir Kristjánsson 9, Jón Arnar Ingvason 6, Pálmar Sigurðsson 5, Skarphéðinn Eiríksson 3. Áhorfendur: 64. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Kristján Mölier héldu uppi óþolandi flautukonsert allan leikinn. Þeir dæmdu á allt sem hreyfðist en hvomgt liðið hagnaðist á dómgæslu þeirra kumpána. Morgunblaðiö/K.Ben Rúnar Ámason átti góðan leik með Grindavík. Hér sést hann skora meé harðfylgi i gærkvöldi. Valsvöm- in opnuð uppágátft MED liprum og skynsömum leik sigruðu Grindvíkingar þunga Valsara, 68:62, nokkuð örugglega þegar liðin mættust í íslandsmótinu í körf uknattleik í íþróttahúsinu í Grindavík í gærkvöldi. Minnugirtapsins um helgina í Njarðvík iétu Grindvíkingar það ekki henda sig aftur að tapa góðri forustu á lokamínútunum þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Valsara. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og einkenndist af taugaspennu og baráttu sem Grindvíkingar náðu betri tökum fyrir leikhlé með fímm stiga forustu. Grindvíkingar komu sprækir til leiks í seinni h'álfleik og settu Valsmenn Kristinn Benediktsson skrifarfrá Grindavík. út af laginu með skemmtilegum leikfléttum sem opnaði pressuvöm Vals upp á gátt. Þegar Grindavík hafði náð tólf stiga forustu var sem Valsmenn vöknuðu upp og reyndu allt hvað þeir gátu að jafna. Síðustu mínútumar voru æsispennandi eins og svo oft áður í íþróttahúsinu í Grindavík. Hjá Grindavík var Guðmundur Bragason kletturinn í liðinu en Rúnar Ámason barðist af miklum krafti en annars var allt annað að sjá til allra leikmanna liðsiris í sam- _ anburði við nokkra undanfaníh’ leiki. Valsmenn var mjög þungir og náðu ekki að sýna sitt rétta andlit fyrir utan Tómas Holton sem barð- ist af miklum krafti sérstaklega í seinni hálfleik. UMFG-Valur UMFN-Mr 68 : 62 95 : 69 íþróttahúsið í Grindavík. íslandsmótið íþróttahúsið i Njarðvík, íslandsmötið í í körfuknattleik, þriðjudagur 15. nóv- körfuknattleik, þriðjudaginn 15. nóv- ember 1988. ember 1988. Gangur leiksins: 4:4, 4:8, 10:10, Gangur leiksins: 2:0, 12:3, 20:11, 14:18, 20:19, 22:26, 31:26, 42:32, 29:11, 42:22, 49:28, 65:34, 61:43, 52:38, 61:53, 64:58, 66:61, 68:62. 73:43, 79:50, 82:53, 82:62, 95:69. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 17, Stig UMFN: Teitur Örlygsson 23, ísak Rúnar Ámason 11, Hjálmar Hallgríms- Tómasson 19, Hreiðar Hreiðarsson 14, son 9, Jón Páll Haraldsson 8, Steinþór Helgi Rafnsson 10, Kristinn Einareson Helgason 8, Ástþór Ingason 4, Svein- 8, Friðrik Ragnarsson 7, Alexander bjöm Sigurðarson 4, Guðlaugur Jóns- Ragnarsson 7, Agnar Olsen 4, Rúnar son 3, Eyjólfur Guðlaugsson 2 og Ólaf- Jónsson 3. ur Jóhannsson 2. Stig Þórs: Konráð óskarsson 19, Stig Vals: Tómas Holton 17, Matthías Kristján Rafnsson 14, Bjöm Sveinsson Matthíasson 12, Einar Ólafsson 9, 11, Eiríkur Sigurðsson 10, Jóhann Sig- Hreinn Þorkellsson 8, Hannes Haralds- urðsson 8, Einar Viðarsson 5, Stefán ,son 6, Amar Guðmundsson 4, Ragnar Friðleifsson 2. Þór Jónsson 4 og Þorvaldur Geireson 2. Ahorfendur: 110. Áhorfendur: 273. Dómarar: Sigurður Valur Halldórsson Dómarar: Leifur Garðarsson og Ámi og Helgi Bragason og stóðu sig ágæt- F. Sigurlaugsson dæmdu ágætlega. lega. Tólfti sigur Njarð- víkingaíröð Njarðvíkingai- áttu ekki í nein- um erfíðleikum með að vinna sigur gegn fremur slökum Þórsur- um í Njarðvík í gærkvöldi. Þeir hafa þar með sigrað Bjöm í 12 leikjum í röð og Blöndal eru eina liðið sem skrifarfrá ekki hefur tapað Njarðvik leik. Njarðvíkingar tóku leikinn greinilega alvarlega og náðu oft að sýna skemmtilega takta. Þórsarar áttu aldrei möguleika og um tíma í síðari hálfíeik var munurinn orðin 30 stig á liðunum. Undir lokin voru varamenn UMFN settir inná og þá tókst norðanmönnum aðeins að rétta sinn hlut. „Ég var ánægður með leik minna manna, þeir léku nú mun betur en í fyrri leik liðanna og okkur tókst að stöðva hraðaupphlaupin hjá þeim. Einnig ætluðum við að leyfa ungu mönnunum að spreyta sig ef þess væri kostur og það tókst," sagði Kris Fadness, þjálfari UMFN. KNATTSPYRNA / ENGLAND Hlustum ekki á tilboð“ - segir Mackrell, ritari Sheffield Wednesday um áhuga annarra félaga á Sigurði Jónssyni Við höfum ekki fengið neitt tilboð í Sigurð Jónsson, og hann er því ekki á förum. Hann er lykilmaður í liði okkar og við hlustum ekki á tilboð í hann,“ sagði Mackrell, einn forráða- manna Sheffield Wednesday á Englandi í samtali við Morgun- blaðið í gær í tilefni af fréttum enskra blaða um áhuga skoska stórliðsins Glasgow Rangers á Sigurði. Mackrell sagði ennfremun „Sigurður missti úr fjóra leiki vegna meiðsla en kom á ný inn í byijunarliðið í leik okkar gegn Norwich um helgina og var þá besti maður liðsins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.