Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 23 Ólafs saga Ketilssonar eftir Guðmund Daníelsson ÚT ER komin hjá Tákni hf. bók- in Á miðjum vegi í mannsaldur — Ólafs saga Ketilssonar eftir Guðmund Daníelsson. Þetta er saga Ólafs Ketilssonar bifreiðastjóra á Laugarvatni og seg- ir svo í kynningu útgefanda: „Athafnamaðurinn Ólafur Ketils- son er löngu þjóðkunnur fyrir ein- urð sína og afrek á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Hann hefur lagt stjórn- málamönnum og öðrum í opinberum embættum lífsreglurnar eftir því sem honum hefur sýnst þörf. á og hefur þá einu gilt hver maðurinn hefur verið. Hann studdi og leiddi m.a. Jóhannes Nordal við gerð pen- ingaseðla þegar honum sýndist stefna í eyðslu og sóun vegna of stórra seðla. Hann fór með Hanni- bal og Ingólf á Hellu í bíltúr um vegleysur og sýndi þeim hvernig vinna ætti að vegagerð. Hann sagði um verkfræðinga að þeir þekktust á því að míga upp í vindinn. Um hann eru einnig sagðar margar skondnar sögur sem hafa lifað með þjóðinni og munu gera um ókomin ár — flestar sannar. Ólafur Ketils- son er þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. í bókinni er lýst litríkri ævi Ólafs, lífsbaráttu hans og útistöðum við menn og máttarvöld. Það er ekkert dregið undan. Stíll bókarinnar sveiflast milli léttrar kímni, grá- glettni og grimmrar alvöru, allt eft- ir því hvað best hentar efninu hveiju sinni. Sem sagt, fléttað saman gamni og alvöru í líflegri listilegri frásögn hins kunna rithöfundar, Guðmundar Daníelssonar." Bókin er 227 blaðsíður með nafnaskrá og myndum. Prentsmiðja Áma Valdimarssonar prentaði. Ólafur Lárusson hannaði kápu. Málverk á kápunni er eftir Tarnús. Guðmundur Daníelsson Ólafur Ketilsson Bók um krabbamein Bókaútgáfan Tákn hefur sent frá sér bókina Krabbamein .— viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg — sem er reynslusaga höfúndarins, Heidi Turft. í fréttatilkynningu Tákns hf. segir m.a.: „Höfundurinn er ungur norskur sálfræðingur sem hefur barist við þennan ógnandi vágest oftar en einu sinni og miðlar af eigin upplifun og reynslu þess að fá krabbamein, segir frá samskipt- um við sína nánustu, frá einmana- leikanum, frá angistinni og óttanum við dauðann og frá viðhorfum krabbameinssjúklings til lífsins. Höfundur gerir vald lækna og með- ferðaraðila oft að viljalitlum, um- komulausum og óttaslegnum sjúkl- ingum að umræðuefni. I bókinni er dregin upp nærgætin og sönn mynd af samskiptum aðstandenda, vina og hjúkrunarfólks við krabbameins- Þorsteinn Gauti píanóleikari. Sigurðsson Murry Sidlin hljómsveitarstjóri. Þorsteinn Gauti leikur einleik með Sinfóníunni FJÓRÐU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða fimmtudaginn 17. nóvember í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Einleikari verður Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari og hljómsveitarstjóri Murry Sidlin. Á efnisskránni verða þrjú verk: Ruy Blas eftir Mendelssohn, Píanó- konsert nr. 2 eftir Beethoven og Ævintýrabók effcir Ólaf M. Jóhannesson sjúklinga og lýsir höfundur sinni persónulegu reynslu þess að ein- angrast og verða einangraður og veikburða krabbameinssjúklingur. I bókinni er einnig að finna tillög- ur og ábendingar fyrir krabba- meinssjúklinga til að lifa eftir; til- lögur sem ættu að styrkja hvern og einn í baráttunni við þennan vágest." Séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur fylgir bókinni úr hlaði. Krabbamein — viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg er 192 blaðsíður. Eirík- ur Brynjólfsson íslenskaði. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Ólafur Lárusson hannaði kápu. ÚT ER komin hjá Æskunni íslensk ævintýrabók eftir_ Ólaf M. Jóhannesson kennara. f ’ bók- inni eru sjö ævintýri mynd- skreytt af höfúndi. I fréttatilkynningu Æskunnar segir m.a.: „Lesandinn er leiddur inn í heim ævintýranna er koma einlægt á óvart, hvort sem les- andinn ferðast í fylgd með hjálp- sama hvíta fuglinum, skapstyggu geitinni hans Jósa, svartþrestinum í Blátannaborg, Bangsa litla, töfra- stafnum hans Afa, Dísu í eyðimörk- inni eða malarastráknum sem villt- ist frá myllunni sinni.“ Óvænt ævintýri er 80 blaðsíður. Kápumynd er eftir höfundinn en Almenna auglýsingastofan sá um útlit. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. en filmuunnin í Off- setþjónustunni. hiA í Kaupmannahöfn F* /EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Ólafúr M. Jóhannesson ■■ \0' UPPHAF GÓÐRAR MÁLTÍÐAR Sinfónía nr. 5 eftir Sjostakóvitsj. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Murry Sidlin er af rússnesku bergi brotinn. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum og Ítalíu og hefur honum hlotnast margs konar heiður og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hefur verið gestastjómandi nokkurra hljómsveita og um tíma var hann aðalhljómsveitarstjóri Galveborg-sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Svíþjóð. Hann hefur auk þess stjórnað hljómsveitum víða um heim, en fyrst og fremst þó í Banda- ríkjunum og Kanada. Hann er nú tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar New Haven og Sinfóníuhljómsveit- ar Long Beach. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari er löngu landskunnur þótt ungur sé. Hann fæddist 1960 og lauk einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1979 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði framhaldsnám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og sótti einkatíma í Róm á Ítalíu. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum á Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi. Hann hefur einnig leikið einleik með Útvarpshljómsveitinni í Helsinki, Krinkasthljómsveitinni í Osló og Sinfóníuhljómsveit íslands. Nýlega kom Þorsteinn Gauti fram á tónleikum í París og f Barbican- center í Lundúnum á vegum E.P.T.A. MOULINEX DJ Ú PSTEIKINGA POTTU R DJÚPSTEIKTU AUÐVELDLEGA O G HREINLEGA. STIGLAUS HITASTÝRING O G LYKTEYÐIR. <1 o I s | iwwB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.