Morgunblaðið - 16.11.1988, Side 23

Morgunblaðið - 16.11.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1988 23 Ólafs saga Ketilssonar eftir Guðmund Daníelsson ÚT ER komin hjá Tákni hf. bók- in Á miðjum vegi í mannsaldur — Ólafs saga Ketilssonar eftir Guðmund Daníelsson. Þetta er saga Ólafs Ketilssonar bifreiðastjóra á Laugarvatni og seg- ir svo í kynningu útgefanda: „Athafnamaðurinn Ólafur Ketils- son er löngu þjóðkunnur fyrir ein- urð sína og afrek á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Hann hefur lagt stjórn- málamönnum og öðrum í opinberum embættum lífsreglurnar eftir því sem honum hefur sýnst þörf. á og hefur þá einu gilt hver maðurinn hefur verið. Hann studdi og leiddi m.a. Jóhannes Nordal við gerð pen- ingaseðla þegar honum sýndist stefna í eyðslu og sóun vegna of stórra seðla. Hann fór með Hanni- bal og Ingólf á Hellu í bíltúr um vegleysur og sýndi þeim hvernig vinna ætti að vegagerð. Hann sagði um verkfræðinga að þeir þekktust á því að míga upp í vindinn. Um hann eru einnig sagðar margar skondnar sögur sem hafa lifað með þjóðinni og munu gera um ókomin ár — flestar sannar. Ólafur Ketils- son er þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. í bókinni er lýst litríkri ævi Ólafs, lífsbaráttu hans og útistöðum við menn og máttarvöld. Það er ekkert dregið undan. Stíll bókarinnar sveiflast milli léttrar kímni, grá- glettni og grimmrar alvöru, allt eft- ir því hvað best hentar efninu hveiju sinni. Sem sagt, fléttað saman gamni og alvöru í líflegri listilegri frásögn hins kunna rithöfundar, Guðmundar Daníelssonar." Bókin er 227 blaðsíður með nafnaskrá og myndum. Prentsmiðja Áma Valdimarssonar prentaði. Ólafur Lárusson hannaði kápu. Málverk á kápunni er eftir Tarnús. Guðmundur Daníelsson Ólafur Ketilsson Bók um krabbamein Bókaútgáfan Tákn hefur sent frá sér bókina Krabbamein .— viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg — sem er reynslusaga höfúndarins, Heidi Turft. í fréttatilkynningu Tákns hf. segir m.a.: „Höfundurinn er ungur norskur sálfræðingur sem hefur barist við þennan ógnandi vágest oftar en einu sinni og miðlar af eigin upplifun og reynslu þess að fá krabbamein, segir frá samskipt- um við sína nánustu, frá einmana- leikanum, frá angistinni og óttanum við dauðann og frá viðhorfum krabbameinssjúklings til lífsins. Höfundur gerir vald lækna og með- ferðaraðila oft að viljalitlum, um- komulausum og óttaslegnum sjúkl- ingum að umræðuefni. I bókinni er dregin upp nærgætin og sönn mynd af samskiptum aðstandenda, vina og hjúkrunarfólks við krabbameins- Þorsteinn Gauti píanóleikari. Sigurðsson Murry Sidlin hljómsveitarstjóri. Þorsteinn Gauti leikur einleik með Sinfóníunni FJÓRÐU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða fimmtudaginn 17. nóvember í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Einleikari verður Þor- steinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari og hljómsveitarstjóri Murry Sidlin. Á efnisskránni verða þrjú verk: Ruy Blas eftir Mendelssohn, Píanó- konsert nr. 2 eftir Beethoven og Ævintýrabók effcir Ólaf M. Jóhannesson sjúklinga og lýsir höfundur sinni persónulegu reynslu þess að ein- angrast og verða einangraður og veikburða krabbameinssjúklingur. I bókinni er einnig að finna tillög- ur og ábendingar fyrir krabba- meinssjúklinga til að lifa eftir; til- lögur sem ættu að styrkja hvern og einn í baráttunni við þennan vágest." Séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur fylgir bókinni úr hlaði. Krabbamein — viðbrögð, ábyrgð, angist, sorg er 192 blaðsíður. Eirík- ur Brynjólfsson íslenskaði. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Ólafur Lárusson hannaði kápu. ÚT ER komin hjá Æskunni íslensk ævintýrabók eftir_ Ólaf M. Jóhannesson kennara. f ’ bók- inni eru sjö ævintýri mynd- skreytt af höfúndi. I fréttatilkynningu Æskunnar segir m.a.: „Lesandinn er leiddur inn í heim ævintýranna er koma einlægt á óvart, hvort sem les- andinn ferðast í fylgd með hjálp- sama hvíta fuglinum, skapstyggu geitinni hans Jósa, svartþrestinum í Blátannaborg, Bangsa litla, töfra- stafnum hans Afa, Dísu í eyðimörk- inni eða malarastráknum sem villt- ist frá myllunni sinni.“ Óvænt ævintýri er 80 blaðsíður. Kápumynd er eftir höfundinn en Almenna auglýsingastofan sá um útlit. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. en filmuunnin í Off- setþjónustunni. hiA í Kaupmannahöfn F* /EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Ólafúr M. Jóhannesson ■■ \0' UPPHAF GÓÐRAR MÁLTÍÐAR Sinfónía nr. 5 eftir Sjostakóvitsj. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Murry Sidlin er af rússnesku bergi brotinn. Hann stundaði nám í Bandaríkjunum og Ítalíu og hefur honum hlotnast margs konar heiður og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hefur verið gestastjómandi nokkurra hljómsveita og um tíma var hann aðalhljómsveitarstjóri Galveborg-sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Svíþjóð. Hann hefur auk þess stjórnað hljómsveitum víða um heim, en fyrst og fremst þó í Banda- ríkjunum og Kanada. Hann er nú tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar New Haven og Sinfóníuhljómsveit- ar Long Beach. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari er löngu landskunnur þótt ungur sé. Hann fæddist 1960 og lauk einleikaraprófi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík 1979 undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði framhaldsnám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og sótti einkatíma í Róm á Ítalíu. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum á Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi. Hann hefur einnig leikið einleik með Útvarpshljómsveitinni í Helsinki, Krinkasthljómsveitinni í Osló og Sinfóníuhljómsveit íslands. Nýlega kom Þorsteinn Gauti fram á tónleikum í París og f Barbican- center í Lundúnum á vegum E.P.T.A. MOULINEX DJ Ú PSTEIKINGA POTTU R DJÚPSTEIKTU AUÐVELDLEGA O G HREINLEGA. STIGLAUS HITASTÝRING O G LYKTEYÐIR. <1 o I s | iwwB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.