Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Borgarskipulag og þursaháttur eftir Gunnlaug Þórðarson Það var ein af undirstöðum róm- verskrar menningar hve þeim þótti sjálfsagt að skipuleggja bæi sína áður en þeir voru reistir, þar sem gengið var út frá hefðbundnum grundvallaratriðum frá upphafi. Okkur íslendingum hefur famast á allt annan hátt, enda borgmenn- ing svo nýtilkomin með þjóðinni. Segja má að fyrst hafi verið byggt, síðan skipulagt út frá því sem orðið var. Þannig hafa t.d skipulagsmál höfuðborgarinnar stöðugt verið í deiglunni. Óhjákvæmilegt hefur reynst að breyta samþykktu skipu- lagi vegna nýn-a viðhorfa og þróun- ar mála. Auðvitað hlýtur slíkt skipu- lag að vera í stöðugri endurskoðun. Þá er mest um vert að fullt tillit sé tekið til hagsmuna almennings og réttur einstaklinga virtur svo 1 sem verða má. Stundum hefur tek- ist miður í þessum efnum. Þar hef- ur skammsýni og jafnvel eigin hagsmunir ráðamanna sett síæman stimpil á skipulag höfuðborgarinn- ar. Mætti nefna dæmi þess, en þeir menn eru látnir og málum verður trauðlega bjargað úr þessu. Hins vegar má frekar vænta þess, að slíkt endurtaki sig ekki vegna þess að meiri kunnátta er komin til og nútímalegri viðhorf. Mér hefur oft verið hugsað til þess hve Reykvíkingar láta sig litlu varða skipulag borgarinnar og útlit hennar. Það er næsta sjaldgæft að sjá eða heyra yfirveguð og gagnrýn- in skrif í fjölmiðlum um þessi mál. Reyndar þá fýrst, þegar einhver ímjmdar sér að verið sé að ganga á rétt sinn. Þá er e.t.v. rokið upp til handa og fóta. Mótast skrifin þá venjulegast af einskærri tilfinn- ingasemi en ekki af víðsýni þeirrar vitundar að búa í borg. Nefna mætti mörg dæmi þessa. Minnis- verðast er e.t.v. þegar fólk við eina götu hér í borg reyndi að stöðva \nðbótarbyggingu við Elli- og hjúkr- unarheimilið Grund við Brávalla- götu af því að efsta hæð byggingar- innar drægi úr að sólar nyti við um einhver prósentubrot og byrgði út- sýni. Reyndar hef ég oft furðað mig á því hve Elliheimilið Grund hefur oft orðið fyrir hnútukasti frá fólki, sem ekkert þekkir til mála þess og hefur ekki hugmynd um hve margsinnis það hefur leyst vandræði fólks. Fyrir mörgum árum horfði ég á það í New York, er verið var að bijóta niður nýlegt 20 hæða há- hýsi, þvi á lóðinni átti að byggja 45 hæða skýjakijúf. Þar kom engum þeim sem bjó allt í kring á 21. hæð og ofar til hugar að ætla sér að leggjast gegn byggingu skýjakljúfs á lóðinni, af því að hann myndi „Þótt undirritaður eigi engra beinna hags- muna að gæta í sam- bandi við þetta bygg- ingarmál, þá eru hags- munirnir óbeinir á þann hátt, að ég hlýt sem hver annar Reykvíking- ur að bera hag höfiið- borgarinnar fyrir brjósti. Því er mér skylt að mótmæla þessum þursahætti og stirfni.“ byrgja fyrir útsýni þeirra. Þar skil- ur fólk nefnilega hvaða kvaðir því fylgja að búa í heimsborg. Hætt er við að hjá okkur hefðu viðbrögð- in orðið önnur. Hugsum okkur t.d. ef nauðsyn þætti að reisa hús í ein- hveiju hverfí borgarinnar, þar sem öll húsin væru af sömu hæð, en þessi umrædda bygging þyrfti að vera einni hæð hærri. Þá er við búið að fólk í hverfínu myndi hefja undirskriftasöfnun og heimta að byggingin yrði stöðvuð af því að hún spillti útsýni eða drægi úr sólar- birtu eða af einhverri enn fárán- legri ástæðu. Jafnvel þótt um hina þörfustu líknar- eða menningar- stofnun væri að ræða. Varhugaverð afstaða til byggingarmála Þetta kemur mér sérstaklega í hug, þegar hugsað er til þess hve byggingarmálum höfuðborgarinnar er mikill háski búinn og þróun þeirra hneppt í fjötra, ef stjómvöld átta sig ekki á'því hvað það þýðir að landið eigi sér höfuðborg, sem lúti sömu lögmálum og aðrar borg- ir og geti sveigt sig að kröfum tímans, en ekki dæmast tii þess að verða undarlega samsett þorp við sjávarsíðu. Því enda þótt nauðsyn geti verið á að stöðva augljóslega vanhugsaðar framkvæmdir, þá er ófyrirgefanlegt að slíkt sé gert, þegar byggingarframkvæmdir eru hafnar og miklum fjármunum hefur þegar verið til kostað. Þannig virð- ist mér að stöðvun framkvæmda á lóðinni Aðalstræti 8 véra mjög vafa- söm og seint til komin. Sú lóð er nú eins og hola eftir illa tekna tönn. Það er óvirðing við elstu götu borg- arinnar að láta þetta viðgangast vikum og mánuðum saman í litlum skilningi á því sem er í húfi fyrir húsbyggjandann. Og er það tilefni þessara skrifa. Einn höfuðvandi í skipulagsmál- um borga er hvemig losna megi við bifreiðar úr borgum. Lausnin er annað 'hvort sú að reyna að koma bifreiðastæðum fyrir í eða undir byggingum, ýmist neðanjarðar eða á hæðum í byggingu eða að byggð- ar eru sérstakar bflageymslur í grenndinni. Forsvarsmönnum höf- uðborgarinnar er sem betur fer greinilega ljós nauðsyn þess að byggð verði bílageymsluhús, en betur má ef duga skal og hefði mér þótt tilvalið að reisa slíka byggingu á lóðinni við hliðina á Fiskifélags- húsinu við Skúlagötu 4 og einnig á lóðinni þar sem Hafnarbíó stóð áð- ur. Æskilegt er að losna sem mest við bílaumferð úr miðborginni. Síðartaldi staðurinn hentar vel t.d. til að taka strætisvagn á Hlemmi. Eins þykir mér sú kvöð sem lögð er á lóðaeigendur um að leggja til ákveðinn lágmarksfjölda af bfla- stæðum við fyrirhugaðar byggingar í flestum tilvikum of há og getur orðið veruleg hindrun þess að byggt verði upp á ióðum í borginni með eðlilegu móti. Öllum má vera ljós nauðsyn þess. Með bréfi til félagsmálaráðuneyt- isins 25. júní sl. kærðu 9 íbúar í Grjótaþorpi fyrirhugaða byggingu við Aðalstræti 8. Greinilegt er af bréfinu að þetta fólk reyndi að finna hinni fyrirhuguðu byggingu allt til foráttu og að það vildi fá að njóta þeirra forréttinda óskertra að geta verið þorpsbúar í miðri höfuðborg- inni án tillits til vaxtarþarfa hennar. Með dæmalausum orðhengils- hætti og bókstafsþráhyggju var hin umrædda bygging stöðvuð með valdboði til alvarlegs og óbætanlegs tjóns fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli, svo sem 12 blaðsíðna bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 5. september sl. ber með sér. Með því að neita að taka tillit til þess að bflageymslur í byggingunni verða á tveimur hæðum og hengja sig í úrelt orðalag gamallar bygg- ingasamþykktar, þar sem talað er um bflageymslur í byggingum „neð- anjarðar". Ráðuneytið reynir að fóðra þá niðurstöðu með því að taka ekki fullt tillit til þess rýmis, sem lagt er undir bílastæði í bygging- unni. Tekst félagsmálaráðuneytinu þannig að lækka nýtingarhlutfall byggingarinnar á lóðinni um 16% samkvæmt útreiningi þess. Væri ekki verið með þessar hundakúnstir varðandi útreikning á bílastæðum f byggingunni, væri um eðlilegan nýtingarkvóta að ræða á lóðinni og engin ástæða til þess að stöðva bygginguna. Skoðun mín er sú, að umræddur skilningur félagsmála- ráðuneytisins á hvað skuli teljast „neðan jarðar", þegar rætt er um bílageymslur í byggingum, myndi ekki standast fyrir dómstólum. Þá er um annan úreltan skilning að ræða, sem öllu hugsandi fólki má vera ljós, en það er varðandi tengibyggingu milli hinna tveggja hluta hinnar fyrirhuguðu byggingar við Aðalstræti. Tilgangurinn með þessari tengibyggingu er að nýta lyftur fyrir báða hlutana og er mjög svo eðlileg og hentug lausn og í fullu samræmi við nútímahugsunar- hátt í arkitektúr, en hefur því mið- ur fyrir húsbyggjendur ekki komist inn í byggingarsamþykkt höfuð- borgarinnar, enda all nýstárleg lausn, sem ætti ekki síður að fá staðist fyrir dómstólum. Fleiri atriði mætti tína til, sem eru fráleit, en skal ekki gert að svo stöddu. Auðvitað er sjálfsagt og rétt að byggingarsamþykktum sé framfylgt, en þá mega stjórnvöld ekk'i grípa til útúrsnúninga eða hæpinna útskýringa til þess að rétt- læta augljóslega ranga niðurstöðu, sem bitnar á þeim er síst skyldi. Þótt undirritaður eigi engra beinna hagsmuna að gæta í sam- bandi við þetta byggingarmál, þá eru hagsmunimir óbeinir á þann hátt, að ég hlýt sem hver annar Reykvíkingur að bera hag höfuð- borgarinnar fyrir bijósti. Því er mér skylt að mótmæla þessum þursa- hætti og stirfni. Höíundur er hæstaréttarlögmaður. Hallgrímskirkja: Enskjóla- messa SÁ siður hefur skapast undan- farna áratugi, að guðsþjónusta hefiir verið haldin á jólaföstu fyrir enskumælandi fólk og Qöl- skyldur þeirra. í ár verður guðs- þjónustan í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 16, þar sem jólasagan verður rakin í tali og tónum. Mótettukór Hallgrímskirkju mun leiða safnaðarsöng undir stjóm org- anistans, Harðar Askelssonar, en farið verður eftir hinu hefðbundna formi níu lestra og söngva. Bemard Wilkinson leikur á flautu, en sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjónar. Þátttakendum er svo boðið að þiggja léttar véitingar á heimili breska sendiherrans, Mark Chap- man, að guðsþjónustu lokinni. Stoíuskilrúm Stofuskilrúm frá Árfelli eru löngu landsþekkt fyrir trausta byggingu og faglegt handbragö. Oll skilrúm, í Ijósum viðarlit eða dökkum, lítil eða stór, eru sérhönnuð fyrir þinn smekk. Möguleikar eru á raflögnum fyrir Ijós i skilrúmunum. Þú ákveður útlit og efni síðan getum við tölvuteiknað það upp og gerum verðtilboð sé þess óskað. Hafðu samband tímanlega — Góðir greiðsluskilmálar. Hafið samband við söluaðila: ®BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYGGINGAWÓNCJSTA SÍMAR 84585-84461 ARMENÍUSÖFNUNIN - GÍRÓREIKN. 90000-1 Rauði kross íslands J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.