Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 35 Yasser Arafat, leiðtogi PLO, ræðir við Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastj óra Sameinuðu þjóðanna, í Genf. Signr fyrir sænsku utanríkisþj ónustuna Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR embættismenn kváð- ust í gær líta svo á að sænskir stjómarerindrekar hefðu gegnt lykilhlutverki við að miðla mál- um í deilu Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO) og Bandaríkja- manna. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti tilkynnti á miðviku- dagskvöld að Frelsissamtökin hefðu fullnægt öllum þeim skil- yrðum sem sett hefðu verið fyr- ir beinum viðræðum Bandaríkja- stjórnar við fulltrúa samtak- anna. Pierre Schori, aðstoðarutanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sagði í samtali við fréttamann jReuters-fréttastof- . unnar að þessi niðurstaða sýndi og sannaði mikilvægi þeirra starfa sem stjómarerindrekar hefðu með höndum. „Þetta er einnig mikill sigur fyrir utanríkisráðherra okkar, Sten Anderson, og sænsku utanrík- isþjónustuna," bætti hann við. I síðustu viku átti Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, fund með nokkr- um helstu leiðtogum bandarískra gyðinga í Stokkhólmi. Birt var sameiginleg yfirlýsing í lok fundar- ins og þótti Arafat ganga lengra en nokkru sinni í þá átt að hafna með öllu hryðjuverkum og viður- kenna tilverurétt Ísraelsríkis. Fyrmefndir embættismenn sögðu Sten Anderson hafa þrýst mjög á Arafat að ganga skréfið til fulls til að unnt yrði að koma á beinum viðræðum Bandaríkja- manna og PLO. Þetta hefði borið árangur eins og fram hefði komið er Arafat ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í Genf á þriðjudag og á blaðamannafundi hans á miðvikudag. Sömu heimild- armenn sögðu að fundinum hefði verið frestað um átta klukkustund- ir til þess að sænskir embættis- menn gætu farið yfír yfirlýsingu PLO með Arafat og rætt orðalag hennar. Pierre Schori sagði að Svíar hefðu undanfarin fimm_ ár reynt að miðla málum í deilu ísraela og Arabaríkjanna. Minnti hann á að Olof Palme, þáverandi forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefði boðið Arafat til Stokkhólms árið 1983. Bandaríkjastjórn hyggst taka upp viðræður við PLO: Stjórn Arafats á samtök- unum mun skipta sköpum Genf, Amman. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO), steig skrefið til fulls á blaðamannafundi sínum á miðvikudagskvöld er hann skýrði frá því að PLO höfiiuðu hvers konar hryðjuverk- um og ítrekaði rétt ísraela og Palestínumanna til að búa í friði innan öruggra landamæra. Nokkrum klukkustundum síðar skýrði George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að hann hefði veitt sendiherra Bandaríkjastjórnar í Túnis umboð til að hefja beinar viðræður við fulltrúa PLO en undanfarin 13 ár hafa Bandaríkjamenn neitað að viðurkenna samtökin sem fulltrúa palestínsku þjóðarínnar og sakað þau um skipulega hryðjuverka- starfsemi. Viðmælendur Reuters-írétta,- stofunnar voru á einu máli um að árangur í viðræðunum væri undir því kominn að Arafat tækist að hafa hemil á öfgafullum Palestínu- mönnnum og lögðu jafnframt áherslu á að ekki væri ljóst hvem- ig Bandaríkjamenn hygðust fá stjómvöld ísrael til að taka þátt í þeim. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði að hann myndi freista þess að koma á alþjóðlegri friðar- ráðstefnu og Sovétmenn hvöttu til þess að þegar í stað yrði hafist handa við undirbúning hennar. Staða Arafats Fréttaskýrendur kváðust í gær telja að staða Arafats kynni að reynast sterk ef haldin yrði al- þjóðleg ráðstefna um leiðir til að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Bentu þeir á að Arafat hefði í yfir- lýsingu sinni á blaðamannáfundin- um lagt áherslu á að uppreisn Palestínumanna á hemámssvæð- um ísraels myndi ekki ljúka fyrr en stigin hefðu verið „raunhæf skref“ til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar. í annan stað var á það bent að Þjóðarráð Palestínu hefði ekki skilgreint landamæri hins nýstofnaða ríkis Palestínu- manna á fundi sínum í Algeirsborg í síðasta mánuði. Nokkrir háttsett- ir embættismenn innan PLO hafa sagt að landamæri ríkissins muni miðast við svæði þau er ísraelar hertóku árið 1967 þ.e.a.s. vestur- bakka Jórdanár og Gaza-svæðið. Aðrir líta hins vegar svo á að yfir- lýsingin hafí verið grundvölluð á ályktun Öryggisráðs Sþ númer 181 frá árinu 1947 þar sem gert er ráð fyrir því að landsvæðinu umdeilda ERLENT verði skipt í tvennt. Þar með yrði ríki Palestínumanna tvöfalt stærra. Talsmaður PLO sagði er fundi Þjóðarráðsins lauk í Alsír að ákveðið hefði verið að fresta því að skilgreina landamærin þar til samningaviðræður hæfust. Hófleg bjartsýni Embættismenn í Arabaríkjum fögnuðu því í gær að Bandaríkja- menn hefðu loks fallist á að eiga viðræður við PLO og kváðust telja að árangur þeirra væri undir þvi kominn að Arafat tækist að hafa taumhald á öllum þeim fjölda fylk- inga sem heyra samtökunum til. Tiltóku þeir einkum nauðsyn þess að komið yrði í veg fyrir hvers konar hryðjuverk. Þá lögðu þeir hinir sömu áherslu á að Sovétmenn þyrftu að þrýsta á Sýrlendinga um að ganga til frið- arviðræðnanna. Líkt og Líbýu- menn og Líbanir hafa Sýrlendingar enn ekki tekið upp stjórnmálasam- band við Egypta auk þess sem róttækir Palestínumenn hafa átt öruggt skjól í Sýrlandi. Sögðu við- mælendur Jteufers-fréttastofunnar einingu meðal stjómvalda í Ara- baríkjunum og Palestínumanna vera skilyrði fyrir því að unnt yrði að koma á friði í þessum heims- hluta. Vöruðu þeir við of mikilli bjartsýni og bentu jafnframt á að ekki væri ljóst hvernig Bandaríkja- menn hygðust fá ísraela að samn- ingaborðinu. Gangan væri hafin en hún myndi reynast löng og ströng. FRAMTIÐARKORT: Hvað gerist nsastu tóif mánuði? Framtíðarkortið segir frá hverjum mán-1 uði, bendir á jákvæða möguleika og varasama þætti. Hjálpar okkur að vinna I með lífið á uppbyggilegan hátt og finna | rétta tímann til athafna. PERSONUKORT: Lýsir persónuleikanum m.a.: Grunn- tóni, tilfinningum, hugsun, ást og vináttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi- leika þína, ónýtta möguleika og varasama þætti. SAMSKIPTAKORT: Samanburður ð kortum tveggja einstaklinga Hvernig er samband þitt við maka þinn og nána vini? Ertu viss um að þú þekkir þarfir fólksins, sem þú umgengst \ mest í daglegu lífi? Samskiptakortið er eitt kort, sem lýsir sambandi tveggja ein- staklinga - bendir á kosti og galla og hjálpar þeim að skilja og virða þarfir hvors annars. Við bjóðum einnig: Bækur: Allar nýjustu íslensku bækurnar um sjálfs- ræktm.a. sálfræði, heilsurækt, mataræði o.fl. Aukþess fjöldi nýrra erlendra bóka um stjörnuspeki og jákvæðan lífsstíl. Kassettur: Tónlist til afslöppunar og spennulosunar. STJ0RNUSFEKI >STÖEfIN I LAUGAVEGI 66 SIMI 10377 1 Öll kortin okkar eru unnin af Gunnlaugi Guðmunds- syni, stjörnuspekingi, og miðast við reynslu af íslenskum aðstœðum. Hver er ég? Bókin um stjörnuspeki 10% höfundar- afsláttur hjá okkur. + + + Líttu við eða hringdu í síma 10377 og pantaðu kort! Opið alla virka daga frá kl. 10-18 e.h. og laugardag kl. 10-22. Kortin eru afgreidd innan sólarhrings. Sendum í póstkröfu. ■ Falleg gjöf, sem vekur til umhugsunar VIÐ BJÓÐUM ÞÉR ÞRJÁR TEGUNDIR AF STJÖRNUKORTUM MEÐ ÖLLUM KORTUNUM FYLGIR SKRIFLEGUR TEXTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.