Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 298. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Náttúruhamfarirnar í Armeníu: Tala látínna mun lægri en talið var Moskvu. Reuter. TALA þeirra sem fórust í landskjálftanum í Armeníu fyrr í þessum mánuði gæti orðið mun lægri en talið hefiir verið, að því er einn af aðstoðarforsætisráðherrum Sovétlýðveldisins, Vardges Artsrooní, sagði í gær. Hann treysti sér hins vegar ekki til að segja til um hver endanlega tala hinna látnu yrði, en talið hefur verið að um 55.000 manns hafi farist. „28. desember höfðum fundið 24.854 lík,“ áagði Artsrooní í ávarpi til blaðamanna í Moskvu, sem sjón- varpað var frá Jerevan. „Björgunar- starfinu er því sem næst lokið. Við finnum enn lík í rústunum en þeim Bandaríkin: Vilja loka 86 herstöðvum Washington. Reuter. í SKÝRSLU sem nefiid skipuð fulltrúum beggja flokka á Bandaríkjaþingi skilaði af sér í gær er lagt til að 86 herstöðvum í Bandarikjunum verði lokað. í skýrslunni kemur fram að með þessu megi spara um 5,6 milljarða dollara (rúma 250 milljarða ísl. kr.) á næstu 20 árum. Frank Carlucci, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, skipaði nefndina og er búist við að hann fallist á niðurstöð- ur hennar. Carlucci þarf að gera grein fyrir afstöðu sinni fyrir 16. janúar. Samþykki hann skýrsluna verður málið lagt fyrir þingheim sem hefur 45 daga frá 1. mars næstkomandi til að taka afstöðu til málsins. Þarf meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings til að hnekkja ákvörðun ráðherrans. Taki þingið á hinn bóginn ekki afstöðu verður fyrstu herstöðvunum lokað þann 1. janúar 1990. Alls eru starfræktar um 3.800 herstöðvar í Bandaríkjunum en hart hefur verið deilt um hverjum þeirra beri að loka. Sjá einnig „Herstöðvum í Bandaríkjunum_“ á bls. 22. fer fækkandi með hveijum degin- um. Við teljum að líklega finnist 100 til 150 lík í þeim byggingum sem við eigum eftir að leita í.“ 15.254 mönnum hafði á miðviku- dag verið bjargað á lífi úr rústunum en þeim síðustu var bjargað rúmri viku eftir náttúruhamfarimar. Talið er að uppbyggingin á skjálftasvæð- unum kosti 8,5 milljarða rúblna (644 milljarða ísl. kr.). Um 107.000 manns hafa verið fluttir frá jarð- skjálftasvæðunum og rúmlega hálf milljón manna til viðbótar er heimil- islaus. Barist um brauðið Reuter Lífskjör alþýðu manna í Júgóslavíu hafa farið ört versnandi og að undanfömu hafa dagblöð hvatt til þess að Branko Mikulic, forsætisráðherra landsins, verði komið frá völdum sökum dugleysis hans á vettvangi efnahagsmála. Júgóslavneska fréttastofan Ta/y'ugvaldi mynd þessa fréttamynd ársins en hún sýnir húsmæð- ur í biðröð í Makedóníu, einu fátækasta héraði landsins, berjast um brauðhleifa. Sprengingin í Pan American-þotunni yfír Suður-Skotlandi: Bandaríkjamenn heita því að refsa illvirkjimum Mál höfðað gegn flugfélaginu og stjórnvöldum í Bandaríkjunum New York, Bonn, London, Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush, sem sver embættiseið Bandaríkjaforseta í næsta mánuði, hét því í gær að illvirkjum þeim sem sprengdu breiðþotu í eigu Pan American-flugfélagsins í loft upp yfir Suður-Skotlandi í síðustu viku yrði refsað. Sérfræðingar um starfsemi hryðjuverka- manna telja líklegt að öfgamenn í Mið-Austurlöndum hafi staðið að baki ódæðinu en telja þó ekki útilokað að geðsjúklingur eða evrópsk- ir hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Lögfræðingar ættmenna þeirra sem fórust með þotunni hafa afráðið að höfða mál gegn banda- rísku ríkisstjórninni og Pan American-flugfélaginu á þeim forsendum að stjórnvöldum hafi verið kunnugt um að hryðjuverkamenn ráð- gerðu hermdarverk á flugleiðinni Frankfúrt-New York. Bush sagði að illvirkjanna yrði ákaft leitað og þeim refsað af fullri hörku ef þeir næðust. Hins vegar væri nánast útilokað að koma í veg fyrir að pólitískir ofstækismenn, létu til sín taka. Voru þessi orð hans túlkuð á þann veg að hann teldi samtök hiyðjuverkamanna hafa komið sprengjunni fyrir. Emb- ættismenn í Vestur-Þýskalandi kváðust telja líklegt að sprengjunni hefði verið komið um borð í þotuna á Heathrow-flugvelli í London en þar skiptu 49 farþegar frá Frank- furt um flugvél og fóru um borð í Boeing-breiðþotuna. Sérfræðingar kváðust í gær telja 13 mánaða martröð lokið: Frönsku systrun- um sleppt í Líbýu Beirút, ParÍH. Reuter. TVÆR franskar systur, sem verið hafa á valdi öfgamanna í Líban- on undanfarna 13 mánuði, komu í gærkvöldi til Frakklands. Fyrr um daginn hafði franskur stjórnarerindreki tekið á móti þeim í Trípólí í Líbýu. Á aðfangadagskvöld tilkynntu samtök Palestínumanna, sem nefnast Byltingarráð Fatah, að systumar, sem eru sex og sjö ára, hefðu verið látnar lausar en ekkert hafði til þeirra spurst í tæpa fimm sólarhringa. Leiðtogi Fatah-sam- takanna er hryðjuverkamaðurinn illræmdi, Abu Nidal. Franska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gærkvöldi að tekið hefði verið á móti telpunum, sem eru sex og sjö ára, í franska sendi- ráðinu í Trípólí. Franska sjón- varpsstöðin „La Cinq“ sýndi í gær- kvöldi myndir frá því er systumar og faðir þeirra, Jaques Betille, fóru um borð í þotu sem flutti þau til Frakklands. Þotan lenti á herflug- velli skammt frá Marseilles í Suð- ur-Frakklandi um klukkan 21 að ísl. tíma í gærkvöldi. Systmnum var rænt í nóvember á síðasta ári er þær vom á siglingu Reuter Systurnar, Virginie (t.v) og Marie-Laure, við komu sína á St. Marguritta-sjúkrahúsið í Marseilles í gærkvöldi. Faðir þeirra, Jaques Betille, heldur á Marie-Laure. á skútu skammt undan strönd Gaza-svæðisins ásamt móður þeirra og fimm Belgíumönnum. Fólkið var sakað um að vera ísrael- skir njósnarar og sagði talsmaður Fatah-hreyfingarinnar í Líbanon í gær að ekki væri ráðgert að sleppa fullorðna fólkinu úr haldi. Telpun- um, Marie-Laure og Virginie, hefði verið sleppt af „mannúðarástæð- um“ fyrir orð Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga. hugsanlegt að öfgasamtök í Mið- Austurlöndum hefðu borið ábyrgð á ódæðinu til að spilla fyrir friðar- viðræðum fulltrúa Bandaríkja- stjórnar og Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO). Aðstoðamtanríkis- ráðherra ísraels,' Binyman Net- anyahu, sagði að vitað væri að PLO og flugumenn Sýrlandsstjórnar hefðu notað sams konar kveikju- búnað og beitt hefði verið í þessu tilfelli. Sérfræðingur bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI) lagði áherslu á að allir möguleikar yrðu kannaðir og ekki væri unnt að útiloka að geðsjúkur glæpamaður eða evr- ópskir hryðjuverkamenn væm ábyrgir. Engar staðreyndir lægju fyrir og væri þannig ekki vitað hvar í farmrúmi þotunnar sprengjan hefði verið. Sérfræðingar frá Bandaríkjun- um, Bretlandi og Vestur-Þýska- landi hafa nána samvinnu við rann- sókn málsins og í gær hvatti Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands, ríkisstjómir um heim allan til að liggja ekki á liði sínu. Komið hefur fram að bandarísk stjómvöld vom vömð við því að hryðjuverkamenn hygðust láta til sín taka á flugleiðinni í desember- mánuði. Embættismönnum var skýrt frá þessu en upplýsingum þessum var ekki miðlað til flugfar- þega. Hafa lögfræðingar ættingja þeirra 270 manna sem fómst afráð- ið að höfða mál á hendur Pan American og bandarísku ríkis- stjóminni sökum þessa. Sjá ennfremur forystugrein á miðopnu og fréttir á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.