Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1988 21 Frá Grænhöfðaeyjum: og líður illa. Fólk sýnir þeim ótta- blandna virðingu og skýtur að þeim smápeningum eða mat. Myndir og texti: Dóra Stefánsdóttir Menntun er mikið uppáhald á Grænhöfðaeyjum. Ef spurt er hvað sé mest áríðandi fyrir eyjamar kem- ur orðið formagiáo alltaf fyrr eða seinna fram í umræðunni. Orðið þýðir menntun, fræðsla eða upplýs- ing. í byijun október hófu skólar landsins vetrarstarfið og átti þá að framkvæma eitthvað af hinum glæstu áætlunum um menntun. Mánaðarblaðið Tribuna sló því upp á forsíðu að þriðjungur þjóðar- innar væri í skólum. Þetta virðist nú eitthvað ýkt, því að hvemig sem ég lagði saman uppgefnar tölur um fjölda nemenda, bæði hér og erlend- is, komst ég ekki upp í nema rúm hundrað þúsund nema, en fjöldi landsmanna er að nálgast 400 þús- und. En þó rétta talan sé ekki nema fjórðungur er hún há samt fyrir þessa fátæku þjóð. Skólaskylda er hér fjögur ár. Bömin byjja 7 ára í skóla, og því miður eru þau mörg sem hætta strax 10 ára gömul. Jafnvel þó ekkert sé fyrir þau annað að gera en vera í skóla. Foreldrarnir hafa ekki efni á því að láta þau halda áfram. Þannig sagði einn skipvetj- anna á Feng mér að tvær dætur sínar, 12 og 13 ára, væm nú heima við að hjápa móður sinni við hús- verkin. Ekki veitir henni víst af en hætta er á að framtíð dætranna verði í engu glæstari en líf móður- innar. Lélegur árangur í gegn um ótal síur kemur að lokum feikilega sterkur stofn af fólki. Fólk sem virðist ekki mikið fyrir manni að sjá er oft heljar- menni að burðum og getur unnið þrotlaust morgun, kvöld og miðjan dag, hvort heldur í steikjandi sólar- hita eða hífandi roki. Fólk eins og þetta hefur byggt þjóðfélagið upp og heldur áfram að sjá fyrir því. Fáir eru einir I stað þess velferðarþjóðfélags sem við þekkjum, þar -sem sam- félagið hleypur undir bagga með þeim sem minna mega sín er fólk á Grænhöfðaeyjum upp á hvert annað komið. Og sem betur fer virð- ast langflestir eiga til einhverra að leita. Ungu stúlkumar sem eignast böm áður en þær eru sjálfar af bamsaldri koma börnunum í fóstur hjá foreldmm sínum eða eldri systr- um. Þær geta sjaldnast séð fyrir bömunum sjálfar þar sem litla vinnu er að fá og enginn kostur á frekara skólanámi eftir að lausa- leikskróginn er kominn í heiminn. Hinir öldruðu reiða sig líka á forsjá bama sinna, jafnvel þó þau séu horfín af landi brott. Algengt er að fólk sem farið er til annarra landa sendi stóran hluta af launum Jafnvel Tribuna varð að viður- kenna að bömum gengi ekki of vel í skóla og um 71% þeirra félli á prófum. Menntamálaráðherrann á að hafa gefið þá skýringu að þessu réði „geysilegur skortur á efni og uppsöfnuð gremja og óréttlæti". Hvað hann átti nákvæmlega við með þessum orðum útskýrði blaðið ekki. Ljóst er þó hveijum sem heyra og sjá að aðstaða bama til náms á Grænhöfðaeyjum er vægakt sagt léleg. Oft búa þau við mikla fátækt sem kemur fram í næringarskorti og þar af leiðandi litlu úthaldi. Jafn- vel skólarnir eru stundum án raf- magns, hvað þá heimilin. 0g það er erfítt að læra að lesa í myrkri. Erfíðleikar eru líka miklir í sjálfu tungumálinu. Kennt er á hinu opin- bera tungumáli, portúgölsku, þó það sé mjög ólíkt því kreól sem er móðurmál bamanna. Mörg hver kunna. þau slæðing í portúgölsku þegar þau bytja í skólanum og sum eru jafnvel svo heppin að hafa kenn- ara sem getur kennt þeim á móður- málinu. Dæmin um hið gagnstæða em hins vegar mörg. Það em ekki bara bömin sem em hér í skóla. Fullorðinsfræðsla er einnig vaxandi. Flest hinna full- orðnu verða að byija á byijuninni og læra að lesa og skrifa. Einkum em konur illa menntaðar og ólæsi meðal þeirra miklu meira en meðal karla. Ifyrir bragðið eiga þær mun erfiðara með að fá einhveija laun- aða vinnu. Svo vitnað sé enn í Trib- unu em 25 þúsund manns nú á lestramámskeiðum um allar eyjarn- ar. Hversu mikið framhald verður á þeirri menntun er hins vegar óvíst með öllu. Framhaldið erfitt Framhaldsskólar em hér bæði fáir og smáir. Hægt er að komast í menntaskóla, tækniskóla og stýri- mannaskóla en flest nám annað verður að sækja til útlanda. Og það dreymir ungt fólk hér um. Vestur- lönd em í mestu uppáhaldi. Þar hafa menn hins vegar ekki nærri eins mikinn áhuga á að mennta fólk héðan eins og í hinum svoköll- uðu Austantjaldslöndum og í Kúbu. Fólk héðan fær styrk til náms í þessum löndum og er því hjálpað á margvíslegan hátt í gegnum námið. Kúba er að mörgu leyti auðveld- asti staðurinn til framhaldsnáms. Þar er töluð spænska, sem ekki er svo ólík portúgölskunni að flestum gengur vel að bjarga sér. Enn hef ég hins vegar engan hitt sem borið hefur lofsorð á þá menntun sem hann hefur fengið á Kúbu. Þá kjósa menn heldur Austur-Þýskaland eða Sovétríkin þar sem málið er að sönnu erfíðari hjalli að yfírstíga en menntunin þykir betri. Vegna þess hversu erfítt er að komast í framhaldsnám er erfítt að fá menntaða kennara. Strax um tvítugt eru þeir sem eitthvað kunna farnir að kenna hinum, eftir örstutt námskeið í kennsluaðferðum. Einn vina minna er til dæmis nýkominn af 10 daga kennslunámskeiði og er farinn að kenna hér ensku. Hann talar málið prýðilega, enda hefur hann unnið á hóteli þangað sem margir ferðamenn koma. En form- lega menntun í málinu hefur hann enga. Darwinskt þjóðfélag Eftir tæpa tveggja mánaða dvöl á Grænhöfðaeyjum geri ég mér æ betur grein fyrir að hér er ennþá þjóðfélag í ætt við það sem Darwin lýsti í þróunarkenningu sinni. Að- eins þeir hraustustu komast af og eitthvað verður úr þeim. Mjög auð- velt er að bogna undir því óskap- lega álagi sem fylgir því að búa í svona þjóðfélagi sem hefur svo ekk- ert að bjóða þeim sem ekki standa sig. Vinnuaflið kemur aðeins úr sterkasta hluta þjóðarinnar, og fólk sem aðeins er farið að reskjast á fljótt allt undir öðrum. Þeir sem fæddir eru fatlaðir eða fatlast vegna Þjóðfélag hinna sterku Grænmetið er girnilegt en Evrópubúar með veika maga verða að sjóða það allt áður en þess er neytt. Beðið eftir eggjum. Alltaf er einhver skortur á matvælum og safnast þá múgur og margmenni saman fyrir utan búðirnar. Oft byijar fólkið að biða strax eldsnemma á morgnana og einn morguninn fyrir klukkan 8 sá ég lögregluþjón sem reyndi að stilla til friðar meðal æstra viðskiptavinanna. vinir gátu ekki hjálpað honum. Hann skreið því um götumar þar til velviljaðir útlendingar skutu saman svo að hann gat keypt sér nýjan stól. Fyrir hinn feikiduglega fískimann Jón var hins vegar ekk- ert unnt að gera eftir að hann missti báða fætur vegna sykursýki. Hann eyðir nú deginum í að spila við kunningjana sem sitja á rúm- stokknum hjá honum og gefa hon- um fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Ég hef lesið kenningar um að geðrænir sjúkdómar séu eitt af erf- iðustu vandamálum Afríku. Engin meðferð er veitt vegna þessara sjúkdóma og hinir geðveiku eru látnir sjá um sig sjálfír. Þeir eru margir á götunum hér í Mindelo, sumir hinir friðsömustu og eru glað- ir og ánægðir með lífið í sínum einkaheimi. Aðrir eru árásargjamir sínum heim til ættingja og vina. Þjóðfélagið veitir hinum veiku aukna hjálp í formi ókeypis læknis- þjónustu og lyfja til hinna allra fá- tækustu. Vanefnin eru hins vegar mikil og fólkið á því allt undir ætt- ingjunum og vinum. Fyrir útlendinga er erfíðast að sætta sig við hversu mikið af þján- ingum fólksins eru í raun óþarfar. Verið er að beijast við sjúkdóma sem eru bein afleiðing fátæktar og hungurs ásamt skorti á hreinlæti. Fæsta þessara sjúkdóma þekkjum við íslendingar nema af afspum, þótt eldri kynslóðin kannist við suma þeirra. Það þarf svo lítið til þess að halda þessum vágestum í burtu. En þetta litla vantar ein- mitt. Fátæktin sér um flokkunina og aðeins hinir sterku eiga ein- hveija von. Frá fiskmark- aðnum i Mindelo. Þar er alltaf geysilegur hávaði og líf í tuskunum. slysa, þeir sem eiga við langvarandi veikindi að stríða, hvort þau heldur eru líkamleg eða andleg, og öll munaðarlausu bömin verða að reiða sig á miskunnsemi annarra. Þessum hópum er hjálpað af mikilli rausn miðað við efnahag. En vanefnin eru mikil. Þegar t.d. hjólastóllinn hans Manúels brotnaði loksins í sundur, eftir að búið var að halda honum saman með snær- um í mörg ár, átti hann ekki fyrir nýjum stól og ættingjar hans og í fssssism jji I »| 1 Vetur í Portúgal Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVIS OG FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira,í Algarve eða á Lissa- bon-ströndinni. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standa ykkurtil boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Ef þig vantar ferðafélaga, þá er hann e.t.v. á skrá hjá okkur. Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir (rawíS FERÐAfí&VAL hf TRAVEL AGENCY vJ3í7 4, 6, 8, og 10 vikur Lissabon Algarve Madeira KLAPPARSTlG 25-27 101 REYKJAVÍK, SÍMI 628181. Ttavel KIMRAB0R6 M, 211 KÚPftVOEI SÍMIS41522. TRAVEL AGENCY ' HAFNARSTRÆTI 18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI14480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.