Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 37 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ljón og Vatnsberi Ljón (23. júlí—23. ágúst) og Vatnsberi (21. janúar—1- 9.febrúar) eru andstæð merki. Þau eru ólík en laðast eigi að síður að hvort öðru því andstæðir pólar dragast saman. Einkennandi fyrir samband dæmigerðs Ljóns og Vatnsbera eru skapandi at- hafnir, félagsmálastúss og lifandi umræða. Saman eru þau björt, litrík og stór í snið- um. Ljónið Ljónið þarf að fást við lifandi og skapandi málefni til að viðhalda lífsorku sinni. Það þarf að leggja sitt persónu- lega mark á viðfangsefni sín en vill ekki vera ópersónuleg- ur hlekkur í stórri keðju. Ljónið þarf að vera í miðju í umhverfi sínu og hljóta at- hygli og virðingu. Það er fast fyrir og að öllu jöfnu rólegt og yfirvegað. Ljónið er hlýtt og einlægt í grunneðli sínu og hefur ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Vatnsberinn Vatnsberinn þarf að fást við félagsleg og hugmyndaleg viðfangsefni til að viðhalda lífsorku sinni. Hann þarf að taka virkan þátt í félagsstörf- um eða vinna þar sem margt fólk er í nánasta umhverfi. Hann setur hugmyndalega skynsemi ofar öðru og getur því stundum virst ópersónu- legur og fjarlægur, en einnig yfirvegaður og sanngjam. Vatnsberinn er sjálfstæður og fastur fyrir. Hann fer eig- in leiðir og þolir illa afskipta- semi frá öðrum. Hver rceÖur? Það er skapfesta þessara merkja sem getur leitt til árekstra ef ekki er að gáð. Ljón og Vatnsberi eru bæði föst fyrir, telja sig vita allt best sjálf og eiga til að vera þijósk. Það er því hætt við að þau deili stundum ansi hart. Til að vel gangi þurfa þau að temja sér að hlusta á skoðanir hvors annars og taka tillit til þeirra. Þetta þarf að vera gagnkvæmt því annars er hætt við óánægju og síðari sprengingum. Heili oghjarta Það sem kannski er ólíkast með þessum merkjum er að Ljónið lætur hjarta og innsæi ráða ákvarðanatöku sinni, en Vatnsberinn vill láta skyn- samleg rök stjóma hegðun sinni. Ljónið er merki sem fæst við það að þroska ég-ið. Vatnsberinn leitast við að tapa ég-inu og skynja heild- ina. Stefna þeirra til sjálfs- þroska er því gjörólík og get- ur leitt til árekstra. Vatns- beranum getur fundist ég-tal og ég-hyggja-Ljónsins þreyt- andi og einlægni þess stund- um of mikil. Ljóninu getur aftur á móti fundist hið óper- sónulega og „kalda“ viðhorf Vatnsberans leiðinlegt og yfirvegun hans of mikil. Ef hvort merki fyrir sig er í jafn- vægi og gengur ekki of langt má hins vegar segja að þau geti haft gaman af eiginleik- um hvors annars. Þau geta einnig kennt hvort öðm margt, Vatnsberinn temprað Ljónið og það hrist upp í Vatnsberanum. Skemmtanir og menningarlíf Til að vel gangi i sambandi Ljóns og Vatnsbera þurfa þau að temja sér sveigjanleika, sem reyndar getur veist þeim erfitt. Það á sérstaklega við um þá sem búa saman eða vinna náið að sama verkinu. I slíkum tilvikum tel ég best að þau skipti með sér verkum og hvort fyrir sig ráði yfir sínum hluta. Lífsstíll Ljóns og Vatnsbera þarf að vera skemmtilegur og einkennast af félagsstarfi, þekkingarleit og menningarumræðu, eða vera líflegur og lifandi. BRENDA STARR I NSETURl/OKUhlNI L~?KUR • 11//£> S'AUM SPlN FARA /NN- V/Ð SÁU/11 \AVtNF/Z£D FLTA HANA ÞO F/LG/ST At£Ð pF(5AP ÞAU I F/)NA, EN £6 FER. Á B/OSSANN /MF£> F/ZéTT/NA OKK/fZ IW OKKAF? 1 ÞbTTA EF AtÍN • P/eéTFJ FKéTT/R E/S FLAtENN/NGS - E/GN LJÚFaN' Þaízna ep 'FRÚMAN- LTA, HÉKNA ! HUNFF SNEMMA A FE/e£>- /NN/ TIL AB \K6KÍPA HANNJ LJOSKA W ö, ^ á M KNPAP I t. TA<TO pÉR NOKKORJ2A oaqa FRi'TiL AÐ •'N pAKKIR, endurhlada ) : RJFH LÖ DURW Afð MAGNÚS SRVEIKUR 7 OG SEUJR EKKI SKKlfAÐ \ þESSA SAMNINSA FERDINAND SMAFOLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni, sem haldin var í síðustu viku, fór nokkum veginn eftir bókinni: þær 8 sveitir sem koma til með að beijast um ís- landsmeistaratitilinn um pásk- ana eru allar í efsta styrkleika- flokki. Hins vegar var mikil spehna í þremur riðlum, allt fram á síðasta spil. Sveit Modem Ieeland komst áfram á 1 IMPa, og Bragi Hauksson og félagar þurftu að vinna efstu sveitina í sínum riðli síðustu umferð til að halda velli. Hvað þeir gerðu. í B-riðli stóð baráttan einkum milli þriggja Reykjavíkursveita, Polaris, Deltu og Sigurðar Vil- hjálmssonar. Hér er spil úr við- ureign þeirra síðastnefndu: Suður gefur; NS á hættu: Norður ♦ 8652 ♦ 10832 ♦ Á2 ♦ ÁD7 Vestur ♦ ÁG109 ♦ 94 ♦ G10984 ♦ K5 Austur ♦ 43 ♦ KD76 ♦ K76 ♦ 9864 Suður ♦ KD7 VÁG5 ♦ D53 ♦ G1032 I lokaða salnum spiluðu NS eitt grand í rólegheitum og unnu tvö. Símon Símonarson, liðsmað- ur Deltu, hleypti spilinu upp i opna salnum með blekkisögn og síðar hörðu dobli. Hann sat í austur, en Stefán Guðjohnsen í vestur. Sigurður og Isak Öm Sigurðsson voru i NS: Vestur Norður Austur Suður S.G. Í.Ö.S. s.s. S.V. — — — 1 lauf 1 tigull Dobl 1 spaði Pass 2 spaðar 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Útspil: tigulgosi. Símon fékk fyrsta slaginn á tigulkóng og spilaði tígli til baka inn á ás blinds. Sigurður spilaði strax spaða upp á kóng. Stefán hefði betur dúkkað í þessari stöðu, en hann drap á ás og spilaði meiri spaða. Sigurður drap á drottningu og svínaði laufdrottningunni. Hitti svo á að leggja niður lauf- ás og sótti loks 9. slaginn með því að spila hjarta á gosann. Slétt staðið og 12 IMPar til Sig- urðar. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Hradec Kralove í Tékkóslóvakíu um ára- mótin kom þessi staða upp í skák tékkneska alþjóðameistarans Stohl, sem hafði hvítt og átti leik, og landa hans Prymula. Svartur lék síðast 30. - Df6-d4. 31. He8+! - Rxe8 82. Hxe8+ - Kf7 33. De2 - HeS (örvænting) 34. Hxe3 og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.