Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989 Aðstoð ríkissjóðs við Arnarflug Heill og sæll Velvakandi. Það hefur mikið verið rætt um mál Amarflugs að undanfömu og sitt sýnist hveijum. Það sem kemur mér til að rita þessar línur er frétt í Morgunblað- inu 25. febrúar sl., en hún endar á þessa leið: „Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hefur ríkis- stjómin lagt ríka áherslu á að hlut- höfum Arnarflugs verði bættur sá skaði sem þeir hafa orðið fyrir." Er nema von að spurt sé, hvað er hér um að ræða? Hvemig má það vera að ríkisstjómin leggi svona ríka áherslu á a bjarga þessum hlut- höfum frá skaða ef fyrirtæki þeirra yrði gjaldþrota? Eða er hér um hugarfarsbreytingu að ræða? Ætlar ríkisstjómin hér eftir að koma öllum þeim sem lenda í gjaldþroti til hjálp- ar? Ef svo er, þá er þetta afar fag- ur hugsunarháttur. En spumingin er bara hver borgar? Erum það ekki ég og þú lesandi góður, sem borgum að lokum með auknum sköttum, erum við tilbúin til að greiða hærri skatta til þess eins, að nokkrir íjármálamenn geti hald- ið áfram leik sínum með nær von- laus fyrirtæki? Ef ég man rétt þá lýsti forsætis- ráðherra því yfir nýlega vegna vanda nokkurra fiskvinnslufyrir- tækja að það væri ekki hægt að bjarga þeim, þau væru vonlaus. Hver er munurinn? Með kveðju, S.J. Góður þáttur um gelgjuskeiðið * Ast er ... að hitta í mark. TM Reg. U.S. Pat Oft. —all rights reserved ° 1989 Los Angeies Times Syndicate Kæri bróðir: Er ekki ein- falt i í kynþokki? HÖGNI HREKKVÍSI Til Velvakanda. Fyrir skömmu hlustaði ég á þátt Ragnheiðar Davíðsdóttur í útvarp- inu um gelgjuskeiðið og var viðmæl- andi hennar Sigríður Hannesdóttir, leikkona, sem þekkt er m.a. fyrir leik sinn fyrir böm í Brúðubílnum. Gelgjuskeiðið var umræðuefnið, og rifjaði Sigríður upp unglingsár sín í Reykjavík, sagðist reyndar gera sitt til að reyna að varðveita barnið i sér, og hafa mikla ánægju af að semja og leika fyrir börn. Skemmtilegt var að heyra við- horf Sigríðar til gelgjuskeiðsins. Hún segist aldrei hafa upplifað gelgjuskeiðið sem slíkt, heldur breyst átakalaust úr barni í ungling og aldrei „spekúlerað" neitt í því, heldur hafi þroskinn komið af sjálfu sér í lífi og starfi. Hún segist alltaf hafa verið syngjandi og dansandi og lífsgleðin skín í gegnum allt við- talið. Sigríður lýsir því hvemig hún fékk alltaf að taka þátt í gleði og sorg fullorðna fólksins, enda var hún tekin sem ein af því, þurfti að standa ábyrg gerða sinna og var meðhöndluð með virðingu. Mömm- urnar vom heima, öll fjölskyldan vann saman, þannig þroskaðist fólk í þá daga. Sigríður taldi að í raun og vem væri allt lífið eitt gelgju- skeið. Þessi þáttur var mjög góð lýsing á gömlum liðnum dögum, og við- horfum sem þá vom ríkjandi. Sigríður túlkaði þennan tíðaranda af slíkri einlægni, að maður upplifði blæ liðinna daga. Þennan þátt ætti að endurflytja, því hann á erindi jafnt til ungra sem gamalla. Helga Guðmundsdóttir T)! V pj[/aki r Jrt {j/f •' f ^ ,mj7o vqí Qam au 3' (jiT/ m/ Mo rmmr-- mUM .53777 b uón/ r'Ol.Ltj tfi SSofi 1 UÍY4Y[ f-.Oj krvnfj hnkir.a a etf>y on lon ))cnu> >1 -op. . Syerrít'. 7e c n?áyu Víkverji skrifar Isíðustu viku lagði Víkveiji land undir fót og dvaldist meðal ann- ars nokkra daga í svissneska fjalla- bænum Arosa, þar sem em frábær skíðalönd. Bærinn stendur í 1740 metra hæð yfir sjávarmáli og tekur tæpa tvo tíma að aka þangað frá Ziirich en upp í fjöllin er haldið frá bænum Chur. Þegar komið var upp í 1700 til 2500 metra hæð varð veðráttan svipuð og hún var í Reykjavík á mánudaginn; glamp- andi sólskin og hvít jörð. Á láglendi í Mið-Evrópu em tún hins vegar orðin græn. Þegar ekið var um landbúnaðarhémð í Sviss, Þýskalandi, Frakklandi og Lúxem- borg í síðustu viku mátti hvarvetna sjá bændur í vorverkum og lyktin af húsdýraáburði, sem verið var að bera á tún, fyllti loftið. Ferðafélagi Víkveija sagði, að lyktin minnti hann helst á Holland, en þar má kenna óþef af áburði við peninga- lykt hjá blómabændum. í Zilrich sat fólk léttklætt fyrir utan kaffistaði og naut sólarinnar á laugardaginn, var hitinn þar ná- lægt 20 gráðum. Það var svo í hróp- andi andstöðu við vorblíðuna í Lúx- emborg að fljúga inn yfir alhvíta ættjörðina, sem virtist snævi þakin frá fjallstindum til flæðarmáls. Víst er að þeir sem eiga afkomu sína að vemlegu leyti undir heimsóknum skíðamanna og búa í miðhluta Evr- ópu myndu margir verða fegnir, ef þeir fengju ekki nema brot af snjón- um, sem við emm búin að fá meira en nóg af eftir alla umhleypingana. XXX Víkveiji vill taka undir með Kristjáni Bersa Ólafssyni, skólameistara í Flensborg, sem gagnrýndi framkvæmd á spurn- ingakeppni framhaldsskólanem- enda í sjónvarpinu í Morgunblaðs- grein síðastliðinn fimmtudag. Áður hefur Víkveiji vakið máls á því, hve fráleitt var að dæma það sem rangt svar, að belgíski frankinn væri gjaldmiðill í Lúxemborg. Hitt var þó jafnvel enn ámælis- verðara í þessari sömu keppni, þeg- ar rétt svar um nafn á varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna var dæmt rangt. Kristján Bersi gerir þetta einnig að umtalsefni og segir: „Lið Menntaskólans við Hamrahlíð var spurt hver hefði verið síðasti vam- armálaráðherra í stjóm Reagans og svaraði réttilega að það hefði verið Frank Carlucci. Stjórnandi taldi það hins vegar rangt svar og vildi fá svarið Caspar Weinberger (en Weinberger lét af þessu emb- ætti vorið 1988 og tók Carlucci þá við). Þessi rangi úrskurður réð eða gat ráðið úrslitum í þessari viður- eign, þannig að nú hefur liði Menntaskólans í Kópavogi verið dæmdur sigur tvisvar sinnum í röð á grundvelli rangrar niðurstöðu dómarans og liðið þar með komið í úrslit í keppninni." xxx essi spurningakeppni er meðal vinsælasta efnis sem sjónvarp ríkisins býður og er furðulegt, að kastað sé til þess höndum. Skóla- meistarinn í Flensborg er síst of harðorður þegar hann segir, að keppendur eigi heimtingu á að vel sé staðið að þessari keppni og hæf- ir menn séu fengnir til að sjá um h^na, að spurningar séu vel samdar og svörin metin á sanngjaman og vandaðan hátt. Keppni sem þessi á að vekja áhuga ungs fólks á að afla sér víðtækrar þekkingar og þjálfa það í skjótum, hnitmiðuðum svömm. Uppeldisgildi keppninnar felst með- al annars í því, að þátttakendur og aðrir geti treyst því, að þeir sem dæma og stjórna fari með rétt mál. Á þessu hefur orðið alvarlegur misbrestur nú í vetur eins og dæm- in sanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.