Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MffiVTKUDAGUR 15. MARZ 1989 49 KÖRFUKNATTLEIK / ÚRSLITAKEPPNIN Aldrei spuming! ÍBK mætir KR í úrslitum eftir stórsigur á Val Gífurlegir yfirburðir Keflvíkinga gegn Valsmönnum KEFLVÍKINGAR tryggðu sér sæti í úrslitum íslandsmótsins í körfuknattleik með öruggum sigri á Valsmönnum í gær- kvöldi, 97:77. Yfirburðir Keflvíkinga voru miklir og aldrei spurning um hvort liðið sigraði. Keflvíkingar mæta því KR-ingum í úrslitum og fyrsti leikurinn verður í Keflavík á laugardaginn. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og Guðrjón Skúlason gerði sjö fyrstu stig liðsins. Keflvík- ingar héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn og höfðu LogiB. 7-14 stiga forystu. í Eiðsson leikhléi var munur- skrfar inn átta stig, 39:47. Fyrri hálfleikurinn var fjörugur og voru t.a.m. skoruð 19 stig á fyrstu tveimur mínútum leiksins! Strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks gerðu Keflvíkingar út um leikinn. Guðjón gekk í gegnum vöm Valsmanna og gerði hvetja glæsi- ENGLAND körfuna á fætur annarri. Á skömm- um tíma náðu Keflvíkingar 23 stiga forskoti og héldu Valsmönnum í öruggri fjarlægð allt til leiksloka. Góð liðsheild Keflvíkinga Keflvíkingar geta þakkað góðri liðsheild sigurinn og allir leikmenn liðsins léku vel. Um tíma voru Keflvíkingar með fjóra varamenn inná í einu en juku samt forskotið. Guðjón Skúlason átti frábæran leik og hitti mjög vel. Jón Kr. Gíslason lék einnig vel og Axel Nikulásson og Sigurður Ingimundarson drifu liðið áfram með gífurlegri baráttu. Þá áttu Nökkvi og Falur mjög góða spretti í síðari hálfleik. Valsmenn náðu sér aldrei á strik. Þeir hittu illa og vömin var ósann- færandi. Tómas Holton og Matthías Matthíasson áttu ágætan leik en hafa oft leikið betur. „Víldum klára þetta strax“ „Við lögðum mikla áherslu á að sigra í þessum leik og klára þetta Aldridge með þrennu Liverpool sigraði Luton, 5:0, í gær í ensku 1. deildinni í knatt- spymu. John Aldridge fór á kostum og gerði þijú af mörkum Liverpool. A'.dridge gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og það þriðja úr vítaspymu á 76. mínútu. Peter Beardsley gerði fjórða mark Liverpool eftir góðan undirbúning Aldridge og Steve McMahon bætti því fimmta við skömmu fyrir leikslok. Liverpool er nú tíu stigum á eft- ir Arsenan og á tvo leiki til góða. í gær vom einnig fjórir leikir í 2. deild. Leeds sigraði Hull á úti- velli, 1:2, Ipswich vann Boume- mouth 3:1, Oldham sigraði Portsmouth 5:3 og Manchester City sigraði Sunderland á útivelli, 4:2. NBA-úrslit: Mánudagur: 114:91 .. 112*104 .106*101 122:90 .. 111*95 L.A. Clippers - San Antonio.. ...115:103 98:83 L.A. Lakers - Houston 97:96 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Colak sést hér í fyrri leiknum gegn Mánakó Hans markahæstur Hans Guðmundsson, UBK, er markahæstur í 1. deild karla. Hann hefur gert 86 mörk í 13 leikj- um, eða 6,6 mörk að meðaltali í leik. Markahæstir em: Hans Guðmundsson, UBK .86/16 Alfreð Gíslason, KR.....84/19 Birgir Sigurðsson, Fram ....78/6 Ámi Friðleifsson, Víkingi...78/14 Sigurður Gunnarsson, ÍBV 77/12 Halldór Ingólfsson, Gróttu .77/40 Gylfí Birgisson, Stjömunni 76/16 Sigurður Sveinsson, Val.74/18 Erlingur Kristjánsson, KA .74/23 Guðjón Ámason, FH........72/7 Valdimar Grímsson, Val...72/8 FJóri r leiklr f kvöld Fjórir leikir verða í 1. deild karla í kvöld. UBK og FH leika í Digra- nesi, Víkingur og KR í Laugardals- höll, Grótta og Valur á Seltjamar- nesi og ÍBV og Fram í Vestmanna- eyjum. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. strax. Við vildum ekki taka áhættu með því að fara í þriðja leikinn enda höfum við áður brennt okkur á því,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálf- ari Keflvíkinga. „Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við emm með tíu góða leikmenn og maður í byijunar- liði Vals væri að beijast um tíunda sætið hjá okkur," sagði Jón. „Nú ætlum við bara að taka titil- inn. Ég og Axel höfum beðið í tíu ár og ég held að það sé kominn til að við fáum meistaratitil." Valur—IBK 77 : 97 Valsheimilið, íslandsmótið í körfu- knattleik, úrslitakeppnin, (2. leikur), þriðjudaginn 14. mars 1989. Gangur leiksins: 0:2, 2:7, 8:11, 13:20, 13:27, 27:37, 27:41, 33:44, 39:47, 39:58, 43:66, 60:74, 64:80, 72:88, 72:97, 77:97. Stig Vals: Matthías Matthíasson 18, Tómas Holton 17, Amar Guðmundsson 11, Hreinn Þorkelsson 10, Bárður Ey- þórsson 7, Ari Gunnarsson 5, Ragnar Þór Jónsson 5 og Bjöm Zoega 4. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 25, Falur Harðarson 14, Axel Nikulásson 12, Sigurður Ingimundarson 10, Jón Kr. Gíslason 9, Magnús Guðfinnsson 8, Nökkvi Már Jónsson 8, Albert Óskars- son 5, Einar Einarsson 4 og Egill Við- arsson 2. Dómarar: Jón Otti ólafsson og Leifur Harðarson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: 300. Þú hér? Morgunblaðiö/Júlíus Jón Kr. Gíslason gægist hér milli handanna á Hreini Þorkelssyni og horfist í augu við ljósmyndarann í leiknum í gær. Jón og félagar mæta KR-ingum í úrslitum um Islandsmeistaratitilinn. Sigurður slapp! Sigurður Ingimundarson var rekinn af leikvelli fyrir að slá Tómas Holton þegar 26 sekúndur voru eftir af leik Vals og ÍBK. Þegar mönnum er vikið af leikvelli í körfubolta fara þeir í eins leiks bann en Sigurður sleppur við það og nær öilum leikjunum við KR. Aganefnd KKI kemur saman á þriðjudögum og dómar nefndarinnar taka gildi á föstudögum. Fyrsti leikur ÍBK og KR verður í Keflavík á laugardaginn, sá næsti á mánudaginn og ef liðin mætast f þriðja sinn verður það á miðvikudaginn. Bannið tekur því ekki gildi fyrr en þessum leikjum er lokið og því sleppur Sigurður. Tyrknesk inn- í Köln Uppselt er á leik Galatasary og Mónakó. Tyrkir hafa fjölmennt til Kölnar ÞAÐ er eins og það sé tyrknesk vika í Köln þessa dagana. Tyrk- ir sem eru búsettir í V-Þýska- landi og tyrkneskir knatt- spyrnuáhugamenn hafa hópast til borgarinnar. Ástæðan er; að trykneska liðið Galatasary leik- ur heimsleik sinn gegn Mónakó í Evrópukeppni meistaraliða í Köln í kvöld. Ástæðan fyrir því að Galatasary leikur í Köln, er að liðið var dæmt í heimaleikja- bann. Uppselt er á leikinn - 60 þús. áhorfendur mæta til leiks - flestir Tyrkir. Ein og hálf milljón Tyrkja eru búsettir í V-Þýskalandi. 5000 Tyrkir koma frá Tyrklandi til að sjá leikinn og fremstur í flokki er forsætisráðherrann Turgut Ozai. Galatasary fær 2.5 millj. marka, eða um 70 millj. ís. kr. fyrir leik- inn, en það er svipuð upphæð og liðið hefur fengið fyrir heilt keppn- istímabil í Tyrklandi. Nú þegar er byijað að selja miða á svörtum markaði og hafa miðar sem kostað kr. 420 verið seldir á kr. 2.800. Stemmningin hjá Tyrkj- um í Köln er svo mikil, að það er eins og Istanbúl hafi verið færð í Rínardalinn. Galatasary vann fyrri leikinn - í Mónakó, 1:0. Það var markaskor- arinn mikli Tanju Colak sem skor- aði markið. Hann var markahæsti leikmaður Evrópu á síðasta keppn- istímabili og hlaut Gullskó Adidas - fyrir að hafa skorað 39 mörk í Tyrklandi. Mörg fræg félög hafa augastað á Colak - eins og t.d. Köln, ásamt félögum á Ítalíu og Spáni. Það varða margir „njósnar- ar“ saman komnir í Köln. Colak sér ekkert því til fyrirstöðu að hann skori mark gegn Mónakó f Köln. Glenn Hoddle, sem hefur verið meiddur, mun leika með Mónakó. Mustafa Denizli, þjálfari Galatas- ary, segir að maður verði settur Hoddle til höfuðs. FOLK ■ REAL MADRID sigraði Sna- idero Caserto frá Ítalíu, 117:113, í frábærum úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa í körfuknattleik f Aþenu f gær. Júgóslavinn Drazen Petrovic, sem leikur með spænska liðinu, fór á kostum og skoraði 62 stig! Staðan eftir venjulegan Ieiktíma var jöfii, 102:102 og varð því að framlengja. Petrovic, sem kom til Real Madrid frá Cibona Zagreb í upphafí keppnistímabils- ins, sagði eftir sigurinn: „Ég er hamingjusamasti maður í heimi." Stigahæstur hjá ftalska liðinu var Oscar Schmidt sem gerði 44 stig, en hann varð að fara að leikvelli áður en leikurinn var úti vegna villuvandræða. ■ VIJJO VIC-tvíburnrnir frá Júgóslaviu sem hafa leikið í Frakklandi leika nú báðir með Cannes. Zoran Vujovic, sem er vamarmaður og lék með Bordeaux, gekk til liðs við bróður sinn, Zlatko sem leikur með Cannes, í gær. Þeir léku reyndar báðir með Borde- aux á sfðasta keppnistfmabili, en Zlatko fór til Cannes í sumar og er nú næst markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar með 15 mörk. ■ KARL-Heinz Rummenigge, fyrrum fyrirliði vestur-þýska lands- liðsins, skoraði fyrir svissneska liðið Servette í 3:l-sigri í æfingaleik gegn enska liðinu Millwall í London í gær. Rummenigge, sem leggur skóna á hilluna eftir þetta keppn- istímabil, skoraði fyrsta markið og lagði upp annað. I FRANSKA knattspymusam- bandið vill að Platini verði áfram með landsliðið, en samningur hans rennur út í árslok. Liðið hefur ekki unnið leik undir hans stjóm og eft- ir tapið gegn Skotum í undan- keppni HM sagði Platini að hann myndi hætta ef sambandið færi fram á það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.