Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989 47 annars staðar hefði verið óhugs- andi. Ólöf er gift Frank Robson, verkfræðingi hjá Guinness-verk- smiðjunum, og eiga þau soninn Magnús, sem varð dálæti afa síns og ömmu og mikill gleðigjafí. Magnús og Guðný ráku fallegt menningar- og rausnarheimili, fyrst á Eyrarbakka og síðan í Reykjavík. Þar var alltaf gott að vera og glatt á hjalla, ógleymanlegur staður öll- um þeim, sem kynntust húsbænd- unum. Magnús lézt árið 1972, en Guðný bjó áfram á heimili sínu og rak það í sama anda og áður, þar til kraftana þraut. Hafí þau Guðný og Magnús þökk fýrir alla sína til- vem. í Northwood utan við London er nú haldið uppi merki þeirra Magn- úsar Oddssonar og Guðnýjar Sig- mundsdóttur. Herdís Vigfusdóttir Til moldar verður borin í dag frú Guðný Sigmundsdóttir. Hún fædd- ist að Blesastöðum á Skeiðum, dótt- ir hjónanna Sigmundar Magnússon- ar sjómanns og Ólafar Þorbjarnar- dóttur, en fluttist með foreldmm sínum til Reykjavíkur aldamótaárið og ólst upp að mestu þar í vestur- bænum. Hún átti góða æsku. Faðir hennar starfaði lengi á vatnsbáti Reykjavíkurhafnar. Vegna starfs síns kynntist hann mörgum, bæði íslendingum og útlendingum, og var því oft gestkvæmt á bemskuheimili Guðnýjar og þar ríkti líflegt og örv- andi andrúmsloft. Ólöf móðir henn- ar var mikil tóvinnukona, spann, óf, sneið og saumaði bæði fyrir eig- in fjölskyldu og aðra. Mótandi áhrifa bemskuheimilisins gætti alla tíð hjá Guðnýju. Hún varð borgar- bam, greind, víðsýn, sjálfstæð, gestrisin, slyng málamanneskja og ágæt hannyriiakona. Þrátt fyrir litla hefðbundna skólagöngu talaði hún og ritaði ágætlega ensku, bjargaði sér á tungumálum norðurlanda og las þýsku. Hún hafði snotra rithönd er naut sín í starfí hennar hjá símanum og var snjöll hannyrða- kona, einkum í allskonar hnýting- um, ptjóni og hekli. Sjálfsagt hefur hún haft löngun til þess að mennta sig frekar því hún hóf nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, en sat þar aðeins einn vetur í 3. bekk. Þá bauðst henni starf á símstöðinni í Reykjavík, sjaldgæft atvinnutæki- færi sem sjálfstæð stúlka eins og hún átti erfítt með að neita. Hún hafði áður unnið sumartíma við símavörslu í Tryggvaskála og á Þingvöllum, en tók nú til starfa sem ein af „stelpunum á Stöðinni“ í Reykjavík og starfaði þar til ársins 1937. Þá urðu þáttaskil í lífí henn- ar er hún giftist Magnúsi Odds- syni, hreppstjóra og símstöðvar- stjóra á Eyrarbakka, og fluttist þangað. Magnús var mikill öndveg- ismaður og missir Guðnýjar mikill er hann lést 2. ágúst 1972. Heimili þeirra stóð ætíð opið öllum þeirra fjölmörgu vinum og kunningjum. Þar var því oft gestkvæmt, glatt á hjalla og alltaf veitt af rausn. Þau Magnús eignuðust aðeins eina dóttur, Ólöfu. Hún ergift ensk- um efnafræðingi, Frank Robson, og þau búsett í Lundúnum. Sonur þeirra, Magnús, sem heitinn er eft- ir móðurafa sínum, var alla tíð augasteinn ömmu sinnar. Suðu/ver- vernámskeid hefst 10. apríl 1 ÞOLAUKANDIOG VAXTAMÓTANDIÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I IMBI 2 FRAMHALDSFLOKKARIOGII Lokaðir flokkar fffl 3 RÓUEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara varlega Ml 4 MEGRUNARFLOKKAR Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri Bfttl 5 FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu W 6 „LOWIMPACK" - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfióar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing m 7 SKÓLAFÓLK Hörkupúl og svitatímar ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum Vertu með, hringdu strax. Suðurver, sími 83730. Hraunberg, sími 79988 __ Allir f inna flokk vié sitt hœf i h já JSB Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988 Síðustu æviárin átti Guðný við vanheilsu að stríða. Lengst af var þó óbugaður kjarkur sá og lífsgleði er hún ætíð átti í ríkum mæli ásamt skapfestu og dugnaði. Leiðir okkar hjónanna og þeirra Magnúsar og Guðnýjar mættust fyrir um það bil tuttugu árum og lágu eftir það saman meðan þau Magnús og Guðný lifðu. Komið er nú að krossgötum enn einu sinni og kveðjustund. Þegar þakka skal góðum vinum og sam- ferðarmönnum samfylgdina leita margar hlýjar hugsanir og minning- ar á hugann, fleiri en gerð verða skil í fáum og fánýtum orðum. Kveðja ferðamannsins verður þá að duga að leiðarlokum: Far þú í friði, friður pðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Jóhannes Bergsveinsson Blómmtqfa FriÖjinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. STÓLGÓÐ FERMINGARGJÖR - ótrúlega fjölbreyttir stillimöguleikar - hægt að velja um mjúk eða hörð hjól -alullaráklæði í mörgum litum STEINAR HF í STÁLHÚSGAGNAGERÐ ' SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600 li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.