Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 20
20 MOÍlduNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBÉR 1989 Noregur: Borgaraflokkar í vanda vegna afstöðunnar til EB Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. STJÓRNARMYNDUNARVIÐRÆÐUR þriggja borgaraflokka í Nor- egi, Hægriflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, eru nú á afar viðkvæmu stigi. Eins og búast mátti við er það ólík af- staða flokkanna til mögulegrar aðildar að Evrópubandalaginu (EB) sem veldur mestum erfiðleikum. Hægriflokkurinn vill að Noregur sæki um aðild að bandalaginu en Miðflokkurinn er því mjög andvígur. Viðræðurnar byrjuðu vel eftir grundvöll í ýmsum mikilvægum þingkosningarnar. A fyrstu dögum málum, þ. á m. landbúnaðarmálum, þeirra tókst að sameinast um sem skipta Miðflokkinn miklu, og Semtex-sprengja grandaði þotu UTA París. Reuter. SPRENGJAN sem grandaði breiðþotu franska flugfélagsins UTA yfir Níger í síðustu viku var sömu gerðar og sú sem notuð var til að granda breiðþotu banda- ríska flugfélagsins Pan American Sænska akademían: Agreiningur um Rushdie Stokkhólmi. Reuter. ÞRÍR félagar í sænsku aka- demíunni, sem úthlutar bók- menntaverðlaunum Nóbels, hafa sagt af sér vegna þess að akademían hefur neitað að mótmæla hótunum í garð Salmans Rushdies, höfundar bókarinnar Söngvar Satans. Akademían hefur neitað að taka afsagnirnar til greina. Rithöfundarnir Kerstin Ek- man og Lars Gyllensten af- hentu afsagnarbeiðni sína í síðustu viku ásamt þriðja fé- laganum, Werner Aspenström. Sture Allen, rit- ari akademíunnar, sagði að ekki væri unnt að samþykkja afsagnirnar. „Við höldum okk- ar striki,“ sagði hann. „Hér sitja menn ævilangt, svo að við getum ekki tekið afsagnir þeirra til greina.“ yíir Skotlandi skömmu fyrir síðustu jól, að sögn tveggja liran- skra blaða. Parísarblöðin Liberation og Par- isien Libere sögðu bæði frá því í gær að við rannsókn á braki frönsku þotunnar hefðu fundist leifar sprengiefnisins Semtex, sem fram- leitt er í Tékkóslóvakíu. Semtex var einnig í sprengjunni sem grandaði þotu Pan Am. Er það plastefni og þarf aðeins lítinn skammt af því til að valda öflugri sprengingu. Talið er að sprengjurn- ar sem grönduðu þotum UTA og Pan Am hafi verið svipaðar að gerð, þ.e. faldar í útvarpi og stilltar til að springa þegar ákveðinni flughæð væri náð. Var þeim báðum komið fyrir í farangri. Allir sem voru um borð í frönsku þotunni fórust, 170 manns. Hún var af gerðinni DC-10. fjölskyldumálum, sem Kristilegir láta sér einkum annt um. En þegar viðræðurnar fóru að snúast um efnahagsúrræðin og EB urðu svör flokksleiðtoganna við spurningum fréttamanna stuttaralegri. Minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins tókst að flækja enn við- ræður borgaraflokkanna. I fyrsta lagi lýsti Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra því yfir að stjórnin væri hlynnt „mjög víðtækri aðlögun að EB.“ Um helgina mælti aðstoð- armaður fjármálaráðherra með tollabandalagi milli Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA), sem Nor- egur á aðild að, og EB. Miðflokkur- inn vísaði því þegar á bug að þetta væri raunhæft en Hægrimenn gáfu í skyn að þeir væru sammála að- stoðarmanninum. Reuter Á sama tíma og 100 Austur-Þjóðverjar yfírgáfu vestur-þýska sendi- ráðið í Prag voru landar þeirra að klifrast yfir girðinguna um- hverfis sendiráðslóðina. Þessi austur-þýska fjölskylda, sem er að koma barnavagninum yfir girðinguna, bættist í hóp rúmlega 1.000 annarra, sem liafast við í sendiráðinu og í tjöldum við heldur erfið- ---------------- ar aðstæður. Austur-Þjóðverjar í v-þýska sendiráðinu í Prag: Nokkur hópur sneri aftur til síns heima - gegn loforði um að fá að flytjast til Vestur-Þýskalands Prag. Reuter. UM 100 Austur-Þjóðveijar yfir- gáfú í gær húsakynni vestur- þýsku sendiskrifstoftinnar í Prag í Tékkóslóvakíu gegn loforði austur-þýsks lögfræðings um að Deilan um klaustrið í Auschwitz: Spjöll unnin á rústum Karmelítaklausturs Jerúsalem. Reuter. SKEMMDARVERKAMENN hafa unnið spjöll á rústum Karmelíta- klausturs í Haifa í Israel og talið er að þannig hafi þeir viljað mót- mæla nunnuklaustri Karmelíta í fyrrum dauðabúðum nasista í Ausch- witz í Póllandi. þeim yrði leyft að flytjast vestur með löglegum hætti innan hálfs árs. Enn hafast þó við í sendiráð- inu um 1.000 manns. Austur-Þjóðveijarnir sneru heim til sín þegar lögfræðingurinn Wolf- gang Vogel hafði afhent þeim skrif- legt loforð um, að þeir fengju að flytjast til Vestur-Þýskalands innan sex mánaða, en á sama tíma og þeir voru að fara voru aðrir landar þeirra að klifrast inn yfir girðinguna umhverfis sendiskrifstofurnar. Eru þar nú um 1.000 Austur-Þjóðveijar við heldur bágbornar kringumstæð- ur. Hafast þeir meðal annars við í 33 tjöldum á sendiráðslóðinni en mestum erfiðleikum veldur, að sal- ernin eru allt of fá fyrir þennan fjölda. Þegar fréttamenn ræddu við fólkið í gær kváðust þó margir aldr- ei mundu fara aftur til Austur- Þýskalands, hvernig sem á stæði. Wolfgang Vogel er helsti samn- ingamaður austur-þýskra stjórn- valda í mannréttindamálum og segja erlendir stjórnarerindrekar, að loforðið, sem hann gaf austur- þýsku flóttamönnunum í gær, hafi verið miklu afdráttarlausara en þess konar yfirlýsingar hingað til. Israelska útvarpið hafði áður varað við því að trúarhreyfingar gyðinga myndu fremja skemmdar- verk á rústunum fænj Karmelíta- nunnurnar ekki úr klaustrinu í Auschwitz, þar sem milljónir gyð- Nýtt námskeið INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn strcitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi Nýtt námskeió hefst með kynningarfyrirlestri á morg- un, fimmtudag, á Laugavegi 18 a (4. hæð) kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Uppl. í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahcsh Yogi inga voru myrtar í seinni heims- styijöldinni. Að sögn útvarpsins virtust skemmdarverkin vandlega skipulögð. Systir Damieu, sem stjórnað hef- ur uppgreftri bandarískra nunna í rústunum undanfarin tvö ár, sagði að skemmdarverkin væru „mikill harmleikur“. Karmelítareglan í Róm hafði lýst því yfir á laugardag að nunnunum í Auschwitz-búðun- um bæri að fara þaðan sem fyrst. „Karmelítareglan hefur aldrei viljað hafa nunnurnar í Auschwitz. Þær fóru ekki að vilja reglunnar. Þeim hefur margsinnis verið sagt að fara þaðan en þær hafa alltaf neitað,“ sagði systir Damieu. Fjölmennustu mótmæli í A-Þýskalandi: 8.000 manna mót- mælaganga í Leipzig Austur-Berlín. Reuter. MÓTMÆLI um átta þúsund stuðningsmanna hinna nýju samtaka Nýr vettvangur í Leipzig í Austur-Þýskalandi í fyrrakvöld gefiir baráttu austur-þýskra umbótasinna nýjan kraft, að sögn vestrænna stjórnarerindreka. Æfk áffk WSk ™wÆMtF* áM fa fþ M WÉÞM&m WUBJ 'mJ&' vSUBr BBUbp3/ BB mmwfBkmm E HEKLAHF Laugavegi 170 -174 Simi 695500 Mótmælin munu vera hin mestu í Austur-Þýskalandi frá því í verka- mannauppreisninni í Berlín 1953. Gekk mannfjöldinn rólega um götur Leipzig og milli baráttusöngva hrópaði fólkið í kór slagorð franskra byltingarsinna um frelsi, jafnrétti, bræðralag eða nafn Nýs vettvangs. Samtökin Nýr vettvangur eru stærst fjölmargra samtaka umbóta- sinna í Austur-Þýskalandi. Leið- togar kommúnistaflokksins þar í landi hafa skellt skollaeyrum við kröfum þeirra um breytingar og synjað samtökunum um starfsleyfi. Hefur lögreglan jafnvel látið til skarar skríða gegn umbótasinnum að undanförnu og nokkuð hefur verið um handtökur.Á rúmum hálf- um mánuði hafa a.m.k. 20.000 manns gefist upp á örbirgðinni í Austur-Þýskalandi og flúið til vest- urlanda. Ferjuslysið á Norðursjó: Kveikt í af ásettu ráði Kaupmannahöfn. Reuter. DONSK lögregluyfirvöld telja nú fullvíst að kveikt hafi verið í af ásettu ráði í líni um borð í Norðursjávarferjunni Tor Scandinavia á mánudag. Sænsk hjón, sem voru farþegar um borð, týndu lífi af völdum eldsvoða sem kom skyndilega upp í skipinu og tugir farþega urðu fyrir reykeitrun. Sérfræðingar í öi'yggismálum furða sig á frásögnum af því að áhöfnin hafi átt erfitt með að ná fjarskiptasambandi við land til að biðja um hjálp vegna þess að eldur- inn hafi hindrað aðgang að loft- skeytaklefanum. Segja þeir að þess sé vandlega gætt að auðvelt sé að komast að klefanum við slíkar að- stæður. Ennfremur hafa farþegar sagt að þeir hafi fyrst vaknað við reykjarkóf eða köll skipveija sem sögðu þeirn að setja á sig björgunar- belti og fara upp á þilfar. Margir farþeganna segjast alls ekki hafa heyrt í viðvörunarkerfi skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.