Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 33 Magnús Skarphéð- insson - Minning Ég var ung telpa, tólf eða þrettán ára, þegar ég sá Magnús mág minn fyrst. Mér þótti hann fallegur maður. Þegar ég sá hann síðast, nú fyrir stuttu, þótti mér hann enn fallegur maður. En það var ekki útlitið eitt sem gerði Magnús fallegan mann. Innri mað- urinn var ekki síðri. Hann var ein- staklega hjálpfús og greiðvikinn maður, gerði mörgum margvísleg- an greiða og hafði aldrei orð um. Asamt konu sinni, Kristjönu, systur minni, hafði hann í sam- vinnu við fraenku okkar Ásdísi Sig- urðardóttur og mann hennar, Ragnar, veg og vanda af umsýslu með föðursystur okkar, Hjálmfríði Sigurðardóttur. Síðustu sautján til tuttugu árin sem hún lifði voru ótalin þau spor og sá akstur sem hann átti í snúningum fyrir hana. Þegar ég árið 1964 flutti inn í tveggja herbergja íbúð, tilbúna undir tréverk, var það Magnús mágur minn sem manna mest og best hjálpaði mér við þau verk, sem ég réð ekki við sjálf. Auk þess Kveðjuorð: Ásta J. Ragnarsdóttir Hanna M. Asgeirsdóttir Þrátt fyrir að nú sé langt um lið- ið frá hinu hörmulega slysi (9. júlí 1989) í Bergvatnskvísl þar sem þær mæðgur Ásta Jóna Ragnarsdóttir og Hanna María Ásgeirsdóttir létust og einnig Hulda og Margrét Hauks- dætur þá ætla ég að láta verða áf því að minnast þeirra. Ástu Jónu kynntist ég fyrst er við hófum nám í 4. bekk máladeildar MA haustið 1980. Við eyddum öllum stundum saman, við nám og ýmist gaman. Önnur lönd og tungumál voru ávallt hátt skrifuð og talið barst oft að ýmsum vandamálum hérlend- is og erlendis. Hún gerðist því snemma meðlimur í JC á Akureyri og vann þar af heilum hug. Ferðalög erlendis urðu nú aldrei eins mörg og áætluð voru en öllum er ógley- manleg Spánarferð 5. bekkjar, þegar Ásgeir stal „senunni" klæddur kven- mannsfatnaði þó ekki allt færi sem áætlað væri og fór í útilegu og fjalla- ferðir í stað utanlandsferðanna. Leiðir okkar skildu að loknu stúd- entsprófi 1983 þegar ég fór utan en hún fór að að vinna á Degi. Vin- áttuböndin brustu þó aldrei og þau ár sem ég var heima kom hún oft til Eyja, meðal annars á þjóðhátíð og fleiri mót. Auðvitað fór ég einnig norður og kynntist þá litla sólargeis- Síðustu ár Kristínar urðu henni á margan hátt erfið. í fjarlægu landi dvaldist hún með manni sínum, sem átti við mikla vanheilsu að stríða síðustu árin sem hann lifði. Er hann lést var Kristín sjálf orðin veik og kaus að hverfa aftur heim til ís- lands. Sonur hennar Páll var þá prestur í Njarðvíkum og bjó þar ásamt konu sinni Guðrúnu og þrem ungum sonum. Tveimur árum eftir heimkomu Kristínar lést Páll, aðeins þijátíu og fimm ára gamall. Dauði hans var Kristínu mikið áfall og syrgði hún hann mjög. Síðustu árin dvaldist Kristín á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þar naut hún góðrar aðhlynningar og var þakklát fyrir. Systir mín reyndist tengdamóður sinni vel, og best þegar mest á reyndi. Að leiðarlokuin votta ég ástvinum Kristínar samúð mína og óska henni góðrar heimkomu. Guð blessi minningu hennar. Nína Gísladóttir lanum þeirra Ásgeirs, henni Hönnu Maríu, sem var ótrúlega bráðþroska ogjgáfað barn. Eg var í Færeyjum er mér bárust hin hörmulegu tíðindi. Fyrsta hugs- unin var „nei, þetta getur ekki stað- ist. Ekki þau, svo þaulvön fjallaferð- um.“ En forlögin eru undarleg. Öll mín þugsun og samúð er hjá ykkur öllum, þér, Ásgeir, foreldrum Ástu, systkinum, tengdaforeldrum, öllum vinum og ættingjum. En sem Ásgeir orðaði svo vel: „Þetta hlýtur allt að hafa einhvern tilgang“. Þegar rósin er tekin í blóma sínum þá gleð- ur hún hvað mest hug og hjarta með fegurð sinni og ilmi. Enginn tekur minningarnar frá okkur. Ásta Jóna og hinar þijár ungu stúlkur hafa svo sannarlega fært okkur gleðistundir og auðgað líf okkar. Eg er Guði þakklát að hafa kynnst Ástu Jónu og Hönnu Maríu. Megi Guð hjálpa ykkur öllum í ykkar sorg, kæru vinir á Akureyri. Ásdís Jensdóttir, Gjógv, Færeyjum. (1 ÍTÖLSK V I K A (KRINGLUNNI 28. sept. - 7. okt. ítalskar vörur#fTískusýningar Tónlist ffl Kaffihús ffl ítalskur m&wffl Ferbakynningar ffl ffl Getraun, vinningur: ferb fyrir tvo til Ítalíu ffl smíðaði hann hluta af tréverkinu inn í þessa íbúð. En hann var smiður að mennt, velvirkur og vandvirkur. Þegar ég seinna seldi þessa íbúð þótti mér einna sárast að þurfa að skilja þar vandað hand- verk hans eftir. En Magnús var ekki aðeins vandvirkur smiður og velvinnandi, hann var einnig maður strangheiðarlegur og tók fremur allt of lítið fyrir vinnu sína en krónu of mikið. Hann varð enda aldrei efnaður en komst vel af með mik- illi vinnu. Kröfugerð nútímans varð honum aldrei töm. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og stóð við þær. Hefði hann einhveiju lofað stóð það eins og stafur á bók. Hann tók mjög nærri sér þyrfti hann að draga efndir á lof- oi'ðum sínurn. En sjálfsagt hefur slíkt getað gerst þar sem hann vildi flestum hjálpa og margir leit- uðu til hans. Hann var sívinnandi og tók nærri sér að þurfa að minnka vinnu vegna veikinda sinna síðustu árin. Iðjulaus elli hefði sennilega orðið svo starfssömun manni erfið. _En slíkt var honum ekki ætlað. Á sólríkum haustdegi var hann kallaður heim. Síðasta daginn sem hann lifði fékk hann að njóta þeirrar gleði að aka um heimabyggð sína, Borgarfjörð, í glampandi sólskini og litadýrð haustsins. Sjaldan er Borgarfjörð- ur jafn fagur og í haustlitadýrð á heiðskírum degi, er jöklar skína hvítir við himin. Um leið og ég þakka Magnúsi mági mínum, alla hans hjálpsemi við mig fyrr og síðar, þakka ég forsjóninni að gefa honum svo fagran dag að deyja á og gleðina að sjá átthagana sem hann unni svo mjög í hinsta sinn á slíkum degi. Það er sem huggun harmi gegn að vita að hann fór héðan glaður. Megi umskiptin verða hon- um góð. Systur minni, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, votta ég mína innilegustu samúð. Þorgerður Bergmundsdóttir I dag kveðjum við í síðasta sinn okkar kærasta frænda og. fjöl- skylduvin, Magnús Skarphéðinsson. það er svo ótrúlegt að hann Maggi frændi, sem hefur verið einn af föstu punktunum í tilveru okkar, allt frá því að við vorum börn, sé látinn og það á svona snöggan hátt. Efst í huga okkar nú er þakklæti í hans garð fyrir alla þá hjálp sem hann veitti ijölskyldunni í Hvassa- leitinu. Hann var alltaf boðinn og búinn, síðast nú fyrir nokkrum dög- um. Svo fylgdi honum þessi skemmtilegi andblær, kíminn en samt svo traustur, hvert. sem hann fór. Hann var hlýr og góður maður sem reyndist okkur vel þegar við þruftum mest á góðum frænda að halda. Við sendum Kristjönu, börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ella, Addi og Gulli Skrifstofutækni Opnar þér nýjar leiðir Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti- legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Alrnenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn- atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn- ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Yfir 600 ánægðir skrifstofutæknar eru okkar besta auglýsing. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma 687590. ITringdu strax og fáðu sendan bækling. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 687590 Hvað segja þau um námskeiðið: Hildur Aðalsteinsdóttir: I kennaraverkfallinu síðastliðið vor dreif ég mig í skrifstofu- < tækninámið. Að námi loknu hefur sjálfstaust mitt aukist til muna og ég á auð- veldara með að taka ákvarðanir. Það sem hefur komið sér best er það að ég fékk 12 einingar metnar til stúdentsprófs í menntaskólanum sem ég stunda nám við. Guðfinna Halldórsdóttir: Ég rek eigið fyrirtæki með manninum mín- um og hefur námið verið mér mjög gagn- legt í fyrirtækinu, hvort sem er tölvu- eða viðskiptagrein- arnar. Skólinn var mjög skemmtilegur og ég var ánægð með kennarana sem voru færir og mjög hjálp- legir. Námskeiðs- gjaldið getum við lánað til allt að 3 ára - afborgunar- laust fyrstu 9 mánuðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.