Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989 43 I I I I í 1 I KÖRFUKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNIN 81 : 112 MorgunblaðiÖ/Einar Falur Teitur Örlygsson á hér í höggi við bandaríska leikmanninn Kannard Johnson í liði Bayer Leverkusen. Teitur lék mjög vel í gærkvöldi og skoraði 23 stig þar af 16 í síðari hálfleik. íþróttahúsið í Njarðvík, Evrópu- keppni bikarhafa í körfuknattleik - fyrri leikur, þriðjudaginn 26. sept- ember 1989. Gangur leiksins: 2:0, 6:6, 11:9, 17:18, 17:27, 19:39, 33:53,35:62, 41:70, 48:80, 56:89, 59:93, 63:97, 66:101, 74:107, 79:110 81:112. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 23, Helgi Rafnsson 13, ísak Tómasson 11, Friðrik Rúnarsson 10, Jóhannes Kristbjömsson 9, Kristinn Einarsson 7, Friðrik Ragnarsson 5, Ástþór Ingason 3. Stig Bayer Leverkausen: Amd Nevhaus 21, Thomas Deuster 20, Mortz Kleine-Brockhoff 18, Cristhp Kömer 15, Henning Harvish 13, John Johnson 13, Baun Frank 4, Gunther Behanke 4, Kannard Jo- hnson 2, Föster Heimo 2. Áhorfendur: 250. Dómarar: Damian Eganb frá írlandi og Mike Constantino .frá Svíþjóð - þeir dæmdu vel og höfðu góð tök á leiknum. ■ ■ Oruggur sigur Leverkausen í Njarðvík „Njarðvíkingar léku vel og þeir komu okkurtalsvert á óvart með góðum leik,“ sagði þjálfari Bayer Leverkausen „IMJARÐVÍKINGAR léku vel og komu okkur talsvert á óvart með góðum leik, en ég er hræddur um að róðurinn hjá þeim verði erfiðari í siðari leiknum ytra á þriðjudaginn," sagði Dirk Bauermann þjálfari vestur-þýsku bikarmeistar- anna Bayer Leverkausen eftir leik liðanna í Njarðvík í gær- kvöldi. Njarðvíkingar, sem ekki styrktu lið sitt með erlendum leik- mönnum, náðu'oft að sína ágætan leik sérstaklega í byijun og eins í síðari hálfleik. Þeir riáðu forystunni í upphafi og það vakti mikla hrifningu áhorfenda þegar Helgi Rafnsson miðheiji- náði að vinna uppkastið gegn risanum í liði Leverkausen í byrjun leiksins, en sá mun vera 2,20 m. á hæð. En sú dýrð stóð ekki lengi og eftir 5 mínútna leik hafði þýska liðið náð foi-ystunni og lét hana ekki af hendi eftir það. Tveir afleitir leikkaflar í fyrri hálfleik reyndust Njarðvíking- um dýrkeyptir þegar þýska liðið breytti stöðunni úr 17:18 í 17:27 og síðan aftur úr 19:27 í 19:39. Flestir áttu von á að þýska liðið sem lék með tvo Bandaríkjamenn myndi kafsigla heimamenn í síðari hálfleik, en svo reyndist ekki og munaði þar mestu um stórleik Teits Örlygssonar sem skoraði 23 stig og þar af 16 stig í síðari hálfleik og réðu leikmen þýska liðsins ekki frekar en aðrir við Teit í slíkum ham. Dirk Bauermann þjálfari Lever- kausen sagði að hann væri langt frá því að vera ánægður með sína menn og þeir hefðu leikið talsveil undirgetu. „Njarðvíkingar eru með gott lið miðað við að þeir eru að- eins áhugamenn og þeir náðu oft að gera okkur lífið leitt, sérstaklega fannst mér leikmaður nr. 11 (Teitur Örlygsson) góður,“ sagði Bauer- mann. „Ég er ánægður með strákana þrátt fyrir tapið, því þetta er geysi- lega góð reynsla fyrir þá að hafa fengið að leika gegn jafnsterku liði og Leverkausen,“ sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari UMFN. „Við misstum flugið um tíma í fyrri hálf- leik og það leit ekki vel út um tíma, en strákarnir gáfust ekki upp og náðu að halda sínu í síðari hálfleik. Það er erfitt að leika gegn liði sem er skipað jafn háunj, leikmönnum og Leverkausen - þetta er áreiðan- lega eitt besta félagslið í Evrópu í dag og það kæmi mér ekki á óvart þó það ætti eftir að ná langt í keppninni,“ sagði Gunnar Þorvarð- arson. Bjöm Blöndal skrifar KNATTSPYRNA / 1. DEILD Kostic áf ram hjáÞór JUGOSLAVINN Luka Kostic, miðvörðurinn sterki, hefur ákveðið að vera áf ram í her- búðum Þórs og leika með Akureyrarliðinu í 1. deildar- keppninni næsta keppn- istímabil. Kostic, sem kunni mjög vel við sig á Akureyri, heldur til Júgóslavíu í dag. Hann kemur síðan aftur til landsins í febrúar. Kostic lék mjög vel með Þórsliðinu í sumar og á stæstan þátt í að liðið náði að halda 1. deildarsæti sínu á góðum lokaspretti. Luka Kostic verður áfram í her- búðum Þórs. KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN Fram mætir Steauaí Laugardalnum Valsmenn leika í Austur-Berlín og Skaga- menn í Liege í Belgíu FRAMARAR leika seinni leik sinn gegn Steaua frá Búkarest í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum ídag kl. 17.15. Steaua-liðið er mjög öflugt og hef ur verið eitt af bestu félagsliðum Evrópu und- anfarin ár. Með liðinu leika margir lands- liðsmenn. Frægastur þeirra er miðvallarspilarinn Gheorghe Hagi, 24 ára, sem hefur oft verið kallaður „Maradona Rúmeníu.“ Steaua, sem er lið rúmenska hersins, vann fyrri leikinn gegn Fram, 4:0. Liðið var Evrópumeist- ari 1986 með því að leggja Barce- lona að velli í Sevilla á Spáni. Ste- aua komst aftur í úrslit sl. vetur, en tapaði þá fyrir AC Mílanó, 0:4. Steaua hefur verið rúmenskur meistari fímm síðustu árin. Framarar hafa ákveðið að krakk- ar fjártán ára og yngri fái ókeypis aðgang á Evrópuleikinn. Dómari á Laugardalsvelli í dag er einn snjallasti milliríkjadómari Norðmanna, Rune Pedersen. Línu- verðir hans verða Tore Hollung og Tetje Singsaas og eru þeir einnig frá Noregi. Valur og Akranes leika einnig í Evrópukeppninni í kvöld. Valsmenn leika gegn Dynamo Berlín í Evrópu- keppni bikarhafa í A-Berlín. Aust- ur-Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn hér heima, 2:1. Skagamenn leika gegn FC Liege í UEFA-bikarkeppn- inni. Belgíumennirnir unnu fyrri leikinn á Skipaskaga, 2:0. Það má því búast við að róðurinn verði þungur hjá íslensku liðinunum í dag. ÚRSLIT Evrópukeppni bikarhafa Feitletruðu liðin komast í 2. umferð. Samanlögð markatala úr báðum leikjum er í sviga. Dinamo Búkarest (Rúmeníu) - Dinamo Tirana (Albaníuþ..........2:0 (2:1) Dorin Mateut (8.), Iulian Mihaescu (13.) Grasshopper (Sviss) — Slovan Bratislava (Tékkóslóvakíu).......4:0 (4:3) Mats Gren (16., 115.), Andy Egli (60.), Marc Strudal (83.). Áhorfendur: 3.400. Mónakó (Frakklandi) — Belenenses (Poilúgal).................3:0 (4:1) Weah (30. og 35.), Fabrice Mege (40.). Áhorfendur: 10.000 Real Valladolid (Spáni) - Hamrun Spartans (Möltu)............1:0 (6:0) Jesus Hidalgo (37.) Áhorfendur: 3.000 Evrópukeppni félagsliða Jeunesse Esch (Luxemborg) — Sochaux (Frakklandi)...........0:5 (0:12) Carrasco (8.), Thomas (28., 29. og 53.), Silvestre (38.) Áhorfendur: 1.000. Videoton (Ungveijalandi) — Hibemian (Skotlandi).............0:3 (0:4) - Houchen (9.), Evans (59.), Collins (80.) Vín FC (Austurríki) — La Valletta (Möltu)...................3:0 (7:1) Jenisch (20.), Balzis (53. og 80.). Áhorfendur: 1.500. Real Zaragoza (Spáni) — Apollon Limassol (Kýpur)............1:1 (4:1) Miguel Pardeza (39.) - Pittas (89.). Antverpen (Belgíu) — Vitosha Sofia (Búlgaríu)................4:3 (4:3) Geilenkirchen (85.), Claesen (90. og 92.), Quaranta (95.) Mihtarsky (89.). Áliorfendur: 8.000. Slavchev (6.), Donkov (87.), England 2. deild: Barnsley — Wolverhampton......2:2 Bournemouth —.Poil. Valc.._...1:0 Poitsmouth — Wesl Ham................0:1 Shcffield United — Oldham............2:1 Stoke — Bradford.....................1:1 . Sivjndon — Plvroouth.................3:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.