Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ, SUNKUDAGUK 1. OKTÓBER 1989 ERLEIMT INNLEIMT 260 raf- iðnaðarmenn í verkfalli Milli 260 og 270 rafiðnaðar- menn, sem starfa hjá ríkinu, fóru í verkfall aðfaranótt fimmtudags. Verkfallið raskar starfsemi Ríkisútvarpsins mjög, en hefur minni áhrif á aðrar opinberar stofnanir. Ríkislögmaður teljur verkfall rafiðnaðarmanna ólög- legt, en þeir hafa hafnað því að skjóta deilunni um lögmæti til félagsdóms. Mitterrand í heimsókn Francois Mit- terrand, forseti Frakklands, kemur í opinbera heimsókn til ís- lands 17. októ- ber til þess að ræða samskipti og framtíð Evr- ópubandalagsins og EFTA. Mitterrand boðaði komu sína óvænt og með skömm- um fyrirvara. Fleiri leita á náðir Félagsmálastofiiunar Skjólstæðingum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar hef- ur fjölgað um 27% á árinu. Út- gjöld stofnunarinnar í krónum hafa aukizt um 64%. Ráðherra endurgreiðir áfengi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur endur- greitt Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins 74.300 krónur fyrir áfengi, sem hann keypti á kostn- aðarverði til þess að hálda Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra Alþýðu- blaðsins, afmæli- sveizlu. Ráð- herra sagðist telja að reglur hefðu ekki verið brotnar, en hann teldi að honum hefðu orðið á mistök. Þau hefðu verið dómgreindars- kortur sem hann bæðist velvirð- ingar á. Sanitas kærir Vífilfell Sanitas hf., framleiðandi Pepsi-cola og fleiri gosdrykkja, hefur kært verksmiðjuna Vífilfell, sem meðal annars framleiðir Coca-Cola, fyrir að bjóða kaup- mönnum vörur frá Vífilfelli með sérstökum afslætti, gegn því að vörur Sanitas séu ekki hafðar til sölu í verzlunum þeirra. Verð- lagsráð hefur málið til athugunar. Fimm sjónvarpsrásir? Stöð tvö hefur nú sótt um aðra sjónvarpsrás. Sýn hf. og ísfilm hafa einnig fengið íeyfi til sjón- varpsrekstrar. Því gæti orðið úr fimm sjónvarpsrásum að velja sums staðar á landinu ef nýju rásimar komast á legg. ERLENT Stefiiubreyting Sovétmanna ° í afvopnunar- málum Edúard She- vardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti því yfir á fundi með Ja- mes Baker,ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, í Wyoming-ríki í síðustu viku að Sovétríkin setji ekki lengur það skilyrði fyrir samningi um fækkun langdrægra eldflauga að bann verði lagt við geimvarnarann- sóknum. Þá lagði Shevardnadze til á Allsheijarþingi SÞ á þriðju- dag að efnavopnum í vopnabúrum stórveldanna verði algerlega út- rýmt. Áður hafði George Bush Bandaríkjaforseti lagt fram tíu ára áætlun um eyðingu allra efna- vopna stórveldanna. Bush minnt- ist einnig í ávarpi sínu á fyrir- hugaðan fund sinn og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta í Was- hington á næsta ári. Stjórnarskrá Slóveníu breytt Þing Slóveníu samþykkti breyt- ingar á stjómarskrá lýðveldisins sem fela í sér að leiðtogar þess taka sér rétt til að segja það úr ríkjasambandi Júgóslavíu. Mið- stjóm júgóslavneska kommúni- staflokksins hélt næturlangan neyðarfund og samþykkti áskorun til þingmanna Slóveníu um að fýrirhuguð stjórnarskrárbreyting gæti leitt til þess að ríkjasam- bandið liðaðist í sundur. Aðstoð við Ungverja og Pólveija Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins hefur kynnt áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að bandalagið vetji um 18,6 milljörð- um ísl. kr. til efnahagsaðstoðar við Ungveija og Pólveija á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ríki utan EB geri slíkt hið sama þannig að aðstoðin nemi um 40 milljörðum króna. Viðræður um hvalveiðar Norskir ráðamenn hafa rætt við starfsbræður sína í Bandaríkjun- um um að stjómvöld vestra breyti afstöðu sinni til hvalveiða í at- vinnuskyni. Thorvald Stolten- berg tók málið upp í viðræðum við viðskiptaráðherra Banda- ríkjanna og kom þar fram að Bandaríkjastjóm væri reiðubúin til að taka málið til athugunar á ný en Norðmönnum hefur verið hótað refsiaðgerðum sökum þessa. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra ræddi málið einnig við Bush Bandaríkjafor- seta og norsk stjórnvöld hafa i undirbúningi mikla upplýsinga- herferð í þeim aðildarríkjum Al- þjóðahvalveiðiráðsins sem hafa verið andvíg hvalveiðum. Eldsvoði í danskri feiju Tveir menn létust og tíu slösuðust þegar eldur kom upp í dönsku Norðursjávarfeijunni Tor Scand- inavia. Dönsk lögregluyfirvöld telja fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða. Marcos látinn Ferdinand Marcos, fyrrum forseti Filipps- eyja, lést sl. föstudag á Hon- olulu á Hawaii- eyjum þar sem hann hafði dva- list í útlegð í hálft íjórða ár. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hefur bannað að greftrun Marcosar fari fram á Filippseyjum. Papandreou ákærður Gríska þingið hefur samþykkt að svipta Andreas Papandreou, fyrrum forsætisráðherra Grikk- lands, þinghelgi og ákæra hann fyrir aðild að bankahneyksli og 200 miljón dollara fjárdrætti. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðardóm. í síðustu viku ákvað þingið að ákærá Papandreou fyrir ólöglegar símhleranir. Svört skýrsla frá breska samveldinu: Meðalhiti hækkar o g sjór- inn færir láglendið á kaf London. Reuter. MEÐALHITI um heim allan og yfirborð sjávar munu hækka mikið á næstu áratugum með alvarleg- um afleiðingum fyrir allt mann- kyn. Láglendi mun víða færast á kaf og aðrar náttúrhamfarir eru óhjákvæmilegar. Kemur þetta liram í nýrri skýrslu frá breska samveldinu. A Iskýrslunni, sem verður lögð fram á fundi samveldislandanna 49 í Malasíu í næsta mánuði, segir, að manninum einum sé um að kenna þessar loftslagsbreytingar, sem hafa muni gífurleg áhrif á framtíð hans og alls lífríkisins. Er sagt, að vísinda- menn séu almennt sammála um, að meðalhitinn, sem hafi hækkað um hálfa gráðu á celsíus á þessari öld, rtiuni hækka um 1-2 gráður á næstu 40 árum. „Um 2030 verður hlýrra á jörðinni en verið hefur siðustu 120.000 ár,“ segir í skýrslunni, „og það veldur aftur útþenslu sjávar og bráðnun heimskautaíss og jökla." Á síðustu 100 árum hefur sjávarborð hækkað um 10-15 sm en því er spáð, að fram til 2030 hækki það enn um 17-26 sm. Þá yrðu sum lönd orðin óbyggi- leg að mestu, til dæmis samveldisrík- in Guyana, Bangladesh, Maldíveyjar, Kiribati, Tuvalu og fleiri. Aðrar af- leiðingar yrðu, að úrkoma ykist á úrkomusömum svæðum, þurrka- svæðin yrðu þurrari og hitabeltis- stormar yrðu enn ofsafengnari. Öllu þessu valda gróðurhúsaáhrif- in svokölluðu, samsöfnun ýmissa gastegunda í andrúmsloftinu. Segir í skýrslunni, að þótt mengunin hætti að aukast myndi samsafnaður hiti í sjónum valda áframhaldandi hækkun meðalhita á jörðinni í einhveija ára- tugi. Reuter Mótmæli íBúdapest Um 2.000 manns komu saman í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, á fostudagskvöldið til að krefjast þess að „sjálfboðaliðasveitir verka- manna" yrðu afvopnaðar og Ieystar upp. Sveitir þessar heyra beint undir Kommúnistafiokkinn og voru stofnaðar árið 1956 er uppreisn ungverskrar alþýðu hafði verið brotin á bak afltur með hervaldi. 40 ár firá stofiiun Alþýðulýðveldisins Kína: Hugmyndafiræði Þrándur í götu aukins hagvaxtar STJÓRNVÖLD í Peking hafa I mörg ár áformað að minnast þess með eftirminnilegum hætti að í dag eru 40 ár liðin frá því að Maó Tsetung lýsti því yfir á Torgi hins himneska friðar að kommúnistar hefðu tekið völdin í Kína. En þess í stað hafa stjórnvöld ákveðið að beita sér fyrir mikilli áróðursherferð til að réttlæta 40 ára valda- einokun sína. Talið er að hátt í 100.000 hermenn muni gæta þess að þeir sem ekki hafa sannfærst um ágæti þjóðskipulagsins láti að sér kveða. Hátiðarhöldin áttu að vera til marks um breytt viðhorf kínverskra ráðamanna sem þar til fyrir skemmstu virtust hafa áttað sig á því að einungis raunsæi í stjórnarháttum gæti ýtt undir heil- brigðara þjóðfélag en ekki hugmyndafræði. Atburðirnir í júní síðastliðnum þegar hemum var beitt gegn lýðræðissinnum sýna að nú, 40 árum eftir stofnun AI- þýðulýðveldis- ins, er flokks- leiðtogunum meira umhugað að tryggja eigin völd en færa landið til nútímalegri hátta og konia á grundvallarlýð- réttindum. Eitt er það vandamál sem kínverski kommúnistaflokkurinn hefur staðið andspænis allt frá stofnun Alþýðulýðveldisins: Hvem- ig verður stuðlað að hagvexti í landinu án þess að valdaeinokun kommúnistaflokksins sé stofnað í hættu? Maó Tsetung formaður hratt af stað vakn- ingu meðal þjóðarinnar seint á sjötta áratugnum undir slagorðinu „Stóra stökkið fram á við“. Markmiðið var að leysa úr læðingi gífurlegt afl meðal vinn- andi stétta undir forystu valinna manna úr kommúnistaflokknum. Stökkið stóra leiddi til efnahagsleg- ar kollsteypu. 70 miljónir bænda unnu hörðum höndum við stál- bræðsluofna við nánast enga verð- mætasköpun en enginn var til að líta eftir ökrunum. Síðan tók við stutt tímabil raunsærri stjómar- hátta sem lauk með Menningar- byltingunni 1966. Eftir fráfall Maós 1976 beitti Deng Xiaoping sér fyrir víðtækustu efnahagsumbótum í sögu Alþýðu- lýðveldisins. Hann hvatti til einka- framtaks, laðaði að erlent fjármagn og afnam viðskiptahömlur. Um tima trúðu menn því að hægum en stöðugum hagvexti í Kína á níunda áratugnum myndu fylgja stjórnmálalegar umbætur en at- burðimir í Peking 4. júní síðastlið- inn bundu á svipstundu enda á þann draum. Lífskjör miljóna Kínveija bötnuðu stórlega en efna- hagsumbótunum fylgdi einnig mik- il verðbólga, allt upp í 30% á síðasta ári í stærstu borgum landsins. Það kynti undir almennri óánægju að verðhækkanir urðu tíðar, launamis- rétti jókst og spilling dafnaði innan flokksins og á meðal embættis- manna. Fráfall Hus Yaobangs, hins brottrekna leiðtoga kommúnista- flokksins, 15. apríl sl. varð kveikjan að Iýðræðisvakningunni sem síðar fann sér farveg í friðsamlegum mótmælum mörg hundmð þúsunda manna á Torgi hins himneska frið- ar gegn aldurhniginni forystusveit kommúnistaflokksins. Nýverið gripu stjórnvöld til þess að velja 2.793 fyrirmyndarverka- menn og heiðra þá í ríkisfjölmiðlun- um. í ávarpi sínu vitnaði Li Peng forsætisráðherra Kína til orða Ma- ós formanns er hann sagði að verkamennirnir væru máttarstólp- ar Alþýðulýðveldisins og hvatti hann landsmenn til að taka þá sér til fyrirmyndar. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem vinnuhetjudýrkun er tekin upp af stjórnvöldum. Sumir óttast að hin óbrúanlega gjá á milli > væntinga margra Kínveija og steingerðra hugmynda leiðtoga kommúnistaflokksins leiði fyrr eða síðar til borgarastyijaldar í landinu. Kínverskum kommúnist- um hefur ekki skilist að efnahags- legar og þjóðfélagslegar umbætur standa og falla með stjórnarfars- breytingum. Frá Torgi hins himneska friðar. BAKSVIP Eftir Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.