Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 31 , ORLITIL TILRAIIN TIL AÐ BÆTA HEIMINN • • - segir Pétur Blöndal hjá Kaupþingi> en fyrirtækiö hefur ákvedid ad verja 1 % tekna sinna til menntunar 100 indverskra bama Pétur Blöndal eftir Urói Gunnarsdóttur „Þetta er í samræmi við stefnu Sameinuðu þjóðanna um að iðn- væddar þjóðir verji 1% þjóðar- teknatil þróunaraðstoðar," segir Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings. Fyrirtækið hef- ur ákveðið að verja um einni milljón króna árlega til að kosta skólagöngu 100 fátækra indver- skra barna. Þá hefur einnig ver- ið settur á fót menningar-, vísinda- og menntasjóður Kaup- þings, sem veitt verður úr um 750.000 krónum árlega og af- reksmannastyrkur hefiir verið veittur þegar sérstakt tilefni þyk- ir til. Aðspurður segir Pétur að sér sé ekki kunnugt um að önnur fyrirtæki verji ákveðnum hluta tekna sinna í verkefni á borð við þróunarhjálpina.„Eg vona að þetta verði einhverjum til efiir- breytni. Ég geri mér þó vel grein fyrir því að þessi aðstoð breytir engu um stöðu fátækustu ríkjanna, en gæti orðið einhverj- um einstaklingum til hjálpar." Pétur segist lengi hafa haft áhuga á þróunaraðstoð og sér hafi þótt íslendingar. standa sig illa á því sviði. Því hafi komið upp sú hugmynd að veita hluta af tekjum Kaupþings í slíka aðstoð. „Hingað leitar fjöldi fólks frá til dæmis líknar- og íþróttafélögum að biðja um íjárveit- ingar, kaupa styrktarlínur, auglýs- ingar, happdrættismiða og þess háttar. Okkur hefur fundist aðstoð- in ómarkviss, því ásóknin réði því hvert féð fór en ekki vilji okkar. Þau félög sem höfðu besta mark- aðssetningu fengu mest en málefni án málssvara urðu útundan. Við höfðum því samband við Hjálparstofnun kirkjunnar og ráð- færðum okkur við Sigríði Guð- mundsdóttur um hvaða verkefni kæmu til greina. Niðurstaðan varð sú að þetta verkefni hentaði best. Ég er þeirrar skoðunar að þróunar- hjálp eigi helst ekki að vera bráða- hjálp, heldur miðast við að byggja upp. Börnin sem við ætlum að kosta til náms, eiga engan kost á slíku ef ekki kemur til aðstoðar. Það er talið að skólaganga og framfærsla þeirra kosti 6-7.000 kr. á ári en auk þess greiðum við ákveðna upp- hæð í varasjóð ef eitthvað yrði til þess að við gætum ekki greitt skóla- gönguna lengur. Það er indverskur prestur sem rekur þennan skóla og hann er að velja börnin í hann núna. Við munum fá myndir af þeim og ef eitthvert okkar hjá Kaupþingi á leið þarna um, munum við að sjálf- sögðu koma við og kynna okkur aðstæður.“ Telur þú ekki hættu á að féð renni til annarra en þeirra sem eiga að njóta þess? „Auðvitað er alltaf hætta á slíku en ég tel að framkvæmd þessa verkefnis sé eins trygg og mögulegt er.“ Pétur hefur lengi haft áhuga á þróunarhjálp en segist ekki hafa starfað neitt að þeim málum, ein- faldlega vegna tímaskorts. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvemig að þeim skuli staðið og ligg- ur ekki á skoðunum sínum. „Ég tel bráðahjálp geta v'erið hreint og beint skaðlega. Hvernig eiga t.d. bændur að geta selt korn þegar fólk fær það gefins hjá hjálparstofn- um. Þeir hljóta að flosna upp af jörðum sínum , og verða háðir hjálp- inni eins og aðrir. Ég tel miklu af- farasælla að senda mat og selja hann gegn vinnu, t.d. við vega- gerð.“ Það kemur dálítið á óvart að heyra af styrkjum og fjárveitingum á borð við þróunaraðstoð Kaupþings þegar fátt er rætt meira um en bága stöðu fyrirtækja. Pétur segir upphæðina svara tæplega ritara- launum.„Þetta er spurning um rekstur; aðhald og skipulagningu. Sem betur fer er fjöldi fyrirtækja hérlendis rekinn með hagnaði og Kaupþing er eitt þeirra.“ En er þróunarhjálp friðþæging þeirra sem eiga allt til alls? „Vissu- lega má líta á aðstoðina sém slíka. Við sem erum betur stæð, gefum í raun aldrei neitt sem neinu munar fyrir okkur, við gefum ekki 90% af tekjum okkar. Hjálpin er einung- is örlítil tilraun til að bæta heiminn, ekki bjarga honum. Við höfum það svo ótrúlega gott og okkur hlýtur að þykja sá munur sem er milli ríkra þjóða og fátækra vera óréttlátur. Hann kyndir undir óróa og spennu og þróunarhjálp er því ekki síður nauðsynleg til að brúa það bil.“ Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Húnvetningafélagsins Lokið er tveimur kvöldum af fimm í tvímenningskeppninni. Spilað er i tveimur riðlum. Staða efstu para: Þórarinn Árnason — Valdimar Sveinsson 408 Guðlaugur Nielsen — Birgir Sigurðsson 367 Björn Kjartansson — Runólfur Jónsson 356 Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson 355 Skúli Hartmannsson — Eirikur Jónsson 352 Þorvaldur Óskarsson — Karen Vilhjálmsdóttir 360 Valdimar Jóhannsson — Karl Adolphsson 340 Anton Sigurðsson — Bergur Þorleifsson 333 Þriðja umferð verður spiluð á miðviku- daginn kemur i Skeifunni 17. Keppni hefst kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Lokið er 13 umferðum af 41 í barómet- ernum hjá BR og er staða efstu para nú þessi: Isak Öm Sigurðsson — Hrannar Erlingsson 201 Aðalsteinn Jörgensen — Jón Baldursson 197 Sigurður Vilþjálmsson — Vilhjálmur Sigurðsson 188 Sverrir Ármannsson — Helgi Jónsson 124 Hrólfur Hialtason — ’ Ásgeir Ásbjörnsson 122 Hörður Amþórsson — Símon Símonarson 118 Jón Hersir Elíasson — Sigurpáll Ingibergsson 107 Örn Arnþórsson — Guðlaugur R. Jóhannsson 96 Eiríkur Hjaltason — Páll Hjaltason 84 Björn Árnason — • Stefán Kalmansson 79 Hæsta skor síðasta spilakvöld: ísak Örn Sigurðsson — Hrannar Erlingsson 95 Hrólfur Hjaltason — Ásgeir Ásbjömsson 87 Eiríkur Hjaltason — Páll Hjaltason 83 Jón Hersir Elíasson — Sigurpáll Ingibergsson 81 Sigurður Vilþjálmsson — Vilhjálmur Sigurðsson 75 Bjöm Theódórsson — Jakob R. Möller 69 Stigamet Fischers í hættu? Skák Karl Þorsteins Heimsmeistarinn Garrí Kasparov hefur farið hamfor- um á stórmeistaramótinu í Til- burg í Hollandi sem nú stendur yfir. Teflt af hreinni snilld á mótinu og með kraftmikilli tafl- mennsku hreinlega sópað and- stæðingum sínum á brott. Kasp- arov er langefstur á mótinu, hefiir hlotið 9 h vinning að afloknum 11 umferðum en Kortsnoj kemur næstur með 7 h vinning. Baráttan um sigurlaunin á mótinu er af þeim sökum lítið spennandi og augu skákáhuga- manna beinast fremur að því hvort Kasparov takist með frammistöðunni nú að bæta þeim ELO-skákstigum í sarpinn sem skortir til að hnekkja 17 ára gömlu stigameti. Fischers. Sam- kvæmt skákstigalista FIDE frá 1. júlí hefur Kasparov 2.775 ELO-skákstig og samkvæmt út- reikningum reiknimeistara skortir hann 114 eða 2 vinninga í síðustu þremur umferðunum til að kom- ast upp fyrir 2785 ELO-skákstig sem Fischer hafði að afloknu ein- vígissigrinum gegn Spassky í Reykjavík 1972. Að gefnu tilefni er nauðsynlegt að árétta að skák- stig eru engan veginn einhlýtur mælikvarði á skákstyrk einstakl- inga en þykja gefa haldgóðá vísbendingu í þeim efnum. Skák- stigin eru opinberlega birt tvisvar á ári, næst 1. janúar 1990. TAFLA Eins og taflan ber með sér er mótið geysilega sterkt. Skipað í 16 styrkleikaflokk Alþjóða skák- sambandsins og meðalstig kepp- enda eru 2.625,5 ELO-skákstig. Garrí Kasparov Bobby Fischer Með eftirvæntingu var beðið tafl- mennsku Ivanchuks, hins unga sovéska stórmeistara sem sigrað hefur á hvetju stórmótinu á fætur öðru undanfarið og skaut jafnvel Karpov skelk í bringu á Linares- mótinu í febrúar. Hann er nú þriðji stigahæsti skákmaður heims á eftir Kasparov og Karpov og er álitinn líklegur til að blanda sér í baráttuna um heimsmeist- aratitilinn á komandi árum. A mótinu nú hefur hann ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Það á við um fleiri skákmenn af yngri kynslóð- inni á mótinu og hafa einkum Piket og Agdestein verið mislagð- Dc2! og hvítur hafði undirtökin og vann skákina um síðir. Annar leikur er 17. — h5 en þann reit ætlar Kasparov riddaranum. í ar hendur. Jóhann Hjartarson má ágætlega við sinn árangur una og hefur vonandi rekið af sér slyðruorðið eftir skammvinna kreppu á skáksviðinu. Gamli klækjarefurinn Viktor Kortsnoj kemur enn á ný skemmtilega á óvart með góðri frammistöðu. Hann hefur teflt af miklum krafti, raunar verið fremur lánsamur í skákum sínum og er eini keppand- inn sem veitir heimsmeistaranum samkeppni á mótinu nú. Hvítt: Jeorem Piket Svart: Garrí Kasparov Kóngindversk vörn 1. d4 - R£6, 2. Rf3 — g6 3 c4 - Bg7 4. Rc3 - 0-0 5. e4 - d6 6. Be2 - e5 7. 0-0 - Rc6 8. d5 - Re7 9. Rel - Rd7 10. Be3 - 15 11. f4 - f4 12. Bf2 - g5 13. b4 - Rf6 14. c5 - Rg6 15. cxd6 - cxd6 16. Hcl - HÍ7 17. a4 - Bf8! Endurbót heimsmeistarans á skák Pikets gegn Douven sem tefld var á hollenska meistaramót- inu fyrr á árinu. Áframhaldið þar var 17. - b6?! 18. a5 bxa5 19. bxa5 Dxa5? 20. Rb5 Dd8 21. áframhaldinu er taflmennska heimsmeistarans ótrúleg. Lætur brambolt andstæðingsins á drottningarvæng sem vind um eyru þjóta og fýlkir liði sínu til sóknar á kóngsvæng. 18. a5 - Bd7 19. Rb5? Hér birtist hugmynd hvíts í hnotskurn en hún er einfaldlega of hægfara gegn sprengikrafti heimsmeistarans. 19. — g4! 20. Rc7 - g3!! b c d • f o Kasparov hikar aldrei að láta lið af Hendi fyrir sóknarburði. Eftir 21. Hxg3 — fxg3, 22. Bxg3 - Rh5,23. Bh2 - Bh6!, 24. Rxa8? - Be3+, 25. Khl — Dh4! væri mát ekki umflúið. 21. Rxa8 - Rh5!, 22. Khl? Máttlaus leikur en hvað var til ráða. Svartur hótaði einfaldlega 22. — Dh4. Nú vinnur svartur lið sitt til baka með ríflegum vöxtum. - gxf2, 23. Hxf2 — Rg3+, 24. Kgl - Dxa8, 25. Bc4 - a6, 26. Dd3? Jafngildir uppgjöf. 26. hxg3 var eini möguleikinn þótt útlitið sé heldur dökkt. - Da7, 27. b5 - axb5, 28. Bxb5 - Rhl! Hvítur gafst upp. 1 z 3 4 5 6 7 8 vinningrar 1. V. Kortsnoj X 'k\ 1 1 y2o i y2 y2 iy2 7 y2 2. W. Ivantschuk y2o X iy2 0 y2 0 1 0 y2y2 4y2 3. S. Agdestein 0 0 oy2 X 0 í iy2 y2y2 y2 4y2 4. G. Kasparov h í í í X 11 y21 iy2 í 9y2 5. J. Piket 0 y2 0 00 X y2o oy2 0 1 2k 6. L. Ljubojevic h í oy2 y2o y2i X y2 0 4 y2+bið 7.G. Sax h 0 1 y2y2 oy2 iy2 y2 X y2 5y2 8. Jóhann Hjartarson oy2 y2y2 y2 0 1 0 i y2 X 4 y2+bið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.