Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 32
32 MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 Lokað Rakarastofan Stórholti 1 verður lokuð mánudag- inn 2. október vegna jarðarfarar EINARS S. JOSEFSSONAR. Jón Þórhallsson. Til sölu Mercedes Benz 0309 árgerð 85 með framdrifi (orginal). Klæddur og með sætum fyrir 18 far- þega. Ekinn aðeins 40 þús. km. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Skátabúðina í síma 12045. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375. Lítið í gluggana um helgina Ný sending af barrokk sófasettum á frábæru verði. Snfasett 3+1+1 í áklæði, stgr. kr. 130.500,- Snfasett 3+1+1 í leðri, stgr. kr. 193.000,- EURO og VISA greiðslukjör. Til greinahöfunda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki Iengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritstj. Margrét Lárus- dóttir — Minning Fædd 1. janúar 1898 Dáin 24. ágúst 1989 Þann 24. ágúst sl. andaðist Margrét Lárusdóttir á endurhæf- ingardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 91 árs. Margrét hét fullu nafni Jósefína Margrét Lárus- dóttir Stiesen og fæddist 1. jan 1989 á Spákonufelli við Skaga- strönd, fyrsta barn af fjórum hjón- anna Lárusar Jósepssonar Stiesen og Sigríðar Sigvaldadóttur. Aðeins Margrét og systir hennar Guðbjörg komust á legg. Fram eftir ævi vann Margrét ýmis störf til sveita á Norð- urlandi en 1932 flutti hún suður á land, þangað sem systir hennar hafði gifst Jóhanni Guðmundssyni frá Öxney. Margrét giftist ekki en 1934 tók hún til sín eldri dóttur systur sinnar Sigríði Sólveigu Jó- hannsdóttur og ól hana upp hjá sér eftir það. Vann Margrét einkum sem ráðskona í Grímsnesinu þar til 1947 að þær fluttu til Reykjavíkur. Margrét hafði þá mikla reynslu af hannyrðum hvers konar og hóf nú störf á pijónastofum og rak um tíma eigin stofu ásamt annarri konu. Lengst af vann hún þó á Pijónastofunni Peysunni og allt þar til hún hætti að vinna úti þá komin yfir áttrætt. Margrét var á heimili uppeldisdóttur sinnar, Sigríðar, frá því hún hóf búskap, og allt þar til hún flutti í eigið húsnæði 1968. Margrét vann ötullega að málum Langholtssafnaðar allt frá stofnun hans. Var hún um skeið í stjórn kvenfélags þess safnaðar og heið- ursfélagi var hún gerð á áttræðis- afmæli sínu. Naut hún og góðs af þjónustu fyrir aldraða sem fram fer í safnaðarheimili Langholtssafnað- ar. Mikið var þakklæti hennar og hlýja til þess fólks sem að þeirri þjónustu standa. Margrét hélt vel sínum andlegu kröftum og var al- mennt frekar heilsugóð þótt líkam- inn væri nokkuð farinn að stirðna hin síðari ár. í janúar sl. lærbrotn- aði Margrét en náði sér bærilega á strik eftir það. Dvaldi hún á endur- hæfingardeild Heilsuverndstöðvar- innar eftir slysið og þar til hún andaðist. Þegar horft er um öxl til liðins tíma, ljóma góðu dagarnir í endurminningunni. Þegar hugsað er til nákominnar manneskju er margs góðs að minnast. I fjölskyldu sinni var hún í miklu uppáhaldi og flestir fjölskyldumeðlimir kölluðu hana Frænku. Ég átti því láni að fagna, að vera samtíða Margréti í 36 ár. Átti hún sinn þátt í mínu uppeldi eins og í uppeldi móður minnar þar áður. Tengsl okkar voru góð og ekki síðri eftir að ég eignað- ist eigin ijölskyldu. Við andlát henn- ar er mér og minni fjölskyldu sökn- uður í huga en um leið þakklæti fyrir löng og góð kynni. Guð geymi hana. Hlynur Þorsteinsson og fjölskylda. Hún hét fullu nafni Jósefína Lár- usdóttir Stiesen en gekk almennt undir nafninu Frænka og var kölluð það af flestum í ættinni, jafnvel venslafólki sem var óskylt henni. Stiesen-nafnið er danskt og komið til af því að afi hennar var hálf- danskur. Við krakkarnir vorum oft að spekúlera í því, hvort við hefðum ekki rétt til að taka upp þetta nafn, því okkur fannst nokkuð flott að hafa ættarnafn, en það hefur nú ekki orðið úr því enn að minnsta kosti. Hún var ömmusystir okkar systkinanna, en í raun var hún okk- ur sem amma þar sem móðir okkar ólst upp hjá henni frá þriggja ára aldri. Hvað mig varðar var hún sú amman sem ég hafði langmest kynni af, því föðurmamma mín lést þegar ég var sjö ára og móðuramma mín, systir hennar Frænku, bjó ut- anbæjar og lést þegar ég var 10 ára, þannig að ég hafði ekki mikil tengsl við mínar réttu ömmur en þeim mun meiri við Frænku. Ég var alltaf mjög hreykin af því að eiga svona gamla Frænku sem var einu ári yngri en saumavél- in, sem var fundið upp 1897 ef ég man rétt. Frænku sem hafi upplifað frostaveturinn mikla, spænsku veikina og fleiri hörmungar. Frænka var mikil spilamanneskja og kenndi mér að spila og man ég sérstaklega að Olsen Olsen og Mar- ías var í uppáhaldi hjá okkur. Frænka kom alltaf til okkar á að- fangadagskvöld og gisti hjá okkur yfir jólin og ég man enn hversu það var gott að skríða upp í bólið til hennar á morgnana og hve lyktin af henni var góð, ekta ömmulykt. En Frænka var ekki bara ljúfleikinn uppmálaður. Hún var mikill kven- skörungur og lét aldrei vaða ofan í sig og hafði alltaf svar á reiðum höndum. Hún gat verið ansi hvass- yrt stundum og það kom iðulega fyrir þegar við systkinin vorum að slást, að Frænka hreytti út úr sér: „Hugrún þó, að þú skulir geta látið svona illa alltaf hreint krakki,“ og þá skipti engu máli þó að það væri yfirleitt stóri bróðir sem hafði átt uptökin, því hann var ljósið hennar Frænku sinnar og gerði aldrei neitt rangt. Auðvitað sárnaði mér þetta óréttlæti heimsins mikið þá, en núna, svona eftir á, getur maður kímt yfir þessu. Því var búið að spá fyrir Frænku þegar hún var ung, að hún yrði ekki eldri en 87 ára, en hún skaut þeim spádómi ref fyrir rass, enda sjálf alltaf ákveðin að ná níræðis- aldri. Mikið var um dýrðir þegar við héldum upp á 90 ára afmælið í fyrra. En þegar Frænka hafði náð þessu takmarki sínu, var eins og ellin færi að sækja fastara á og fór henni að hraka smám saman. Ég er nú búin að vera erlendis í ailt sumar en Frænka var víst ansi veik mikinn hluta sumarsins og gaf að lokum upp baráttuna í lok ágúst- mánaðar. Hugrún Öryggisgæsla: Hæpið framtak ísraelsmanna BENNY Tal er eigandi umsvifa- mikils fyrirtækis í Israel, sem annast þjálfun öryggisvarða og viðlíka þjónustu og skiptir við stjórnvöld og einstaklinga í mörgum löndum. Fyrir nokkru hringdi í hann svissneskur kaupsýslumaður og var mikið niðri fyrir, vildi, að Tal útveg- aði honum strax nokkra áreið- anlega lífverði. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að svissneski kaup- sýslumaðurinn var alþjóðlegur eit- urlyfjasali og Tal vildi ekkert hafa saman við hann að sælda. Þar var hann heppinn ef hafðar eru í huga nýlegar upplýsingar um aðild sumra Israela að átökum kókaín- kónganna í Kólombíu. Skýrt hefur verið frá, að fyrrum foringjar í Israelsher hafi þjálfað sumar liðssveitir eiturlyfjasalanna og þykir þessi „útflutningur" vera til lítils sóma fyrir land og þjóð. Hann er þó alls ekki nýr af nál- inni. Á síðasta ári seldu fyrirtæki á borð við það, sem Tai rekur, alls kyns öryggisþjónustu tii Róm- önsku Ameríku einnar fyrir 250 milljónir dollara. Eru þau alls 800 talsins í ísrael og hafa sum vopna- sölu sem aukabúgrein. Síðan Palestínumenn tóku að gera skyndiárásir inn í ísrael seint á sjöunda áratugnum hafa ísra- elskir hermenn og leyniþjónustu- menn öðlast meiri reynslu en nokkrir aðrir af öryggisgæslu, meðferð skotvopna, árangursrík- um yfirheyrsluaðferðum og öðru, sem fylgir baráttunni gegn hryðjuverkum. Þessa „menntun" vilja svo margir nýta sér áfram eftir að herþjónustu lýkur, jafnt óbreyttir hermenn sem leyniþjón- ustumenn. Markaðurinn er að vísu harður og miskunnarlaus en hann er lík'a ábatasamur og erfitt fyrir ísraelsk skattyfirvöld að henda reiður á honum. Israelska útvarpið skýrði ný- lega svo frá, að Yair Klein, fyrrum foringi í hernum, hefði annast námskeið í vopnaburði í Kólombíu. Eru yfirvöld nú að kanna hans mál og félaga hans, Amatzia Shu- alis, en þeir segja, að fyrirtækið þeirra, Spjótsoddurinn eins og það heitir, sé aðeins eitt af mörgum sambærilegum og ekki brotlegra en önnur. Klein segist hafa unnið sín störf í Kólombíu með samþykki yfir- valda og aðeins verið að hjálpa bændum við að veijast árásum vinstrisinnaðra skæruliða. Neitar hann alveg að hafa haft samstarf við morðóða eiturlyfjabaróna. í ísraelskum blöðum segir, að fyrrum foringi í fallhlífaliðinu sé grunaður um að hafa starfað fyr- ir höfuðpaurinn í Cali-eiturlyfja- hringnum og skipulagt morð á keppinauti hans í Medellin-sam- tökunum. Átti að nota við það fjarstýrða flaug fulla áf sprengi- efni. ísraelsk útflutningsfyrirtæki á þessu sviði eru lögum samkvæmt háð leyfisveitingum Sibat, út- flutningsdeildar varnarmálaráðu- neytisins, en talið er, að þau snið- gangi lögin með ýmsu móti. Stundum gera þau líka stóra og alveg löglega samninga og sem dæmi um það má nefna, að fyrir tveimur árum var ísraelsku fyrir- tæki í eigu auðjöfursins Shauls Eisenbergs falið að skipuleggja öryggisgæslu á Kennedy- og La Guardia-flugvelli í New York. Bandarísku flugfélögin Amer- ican Airlines og Pan Am hafa einnig skipt við ísraelsk fyrirtæki en sum sinna aðeins verkefnum í Rómönsku Ameríku. Uppljóstran- irnar að undanförnu hafa hins vegar rýrt orðstír ísraels þótt embættismenn þar í landi telji rangt að einblína á framferði nokkurra Israela í Kólombíu. Segja þeir, að þar hafi margir komið við sögu, meðal annars breskir málaliðar. -IAN BLACK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.