Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 43

Morgunblaðið - 10.10.1989, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ &RIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 43 Feðgarnir Ingvar og Stefán Örn í bókaversluninni. Morgunblaðið/Silli Húsavík: Bókaverzlun 80 ára Húsavík. BÓKAVERZLUN Þórarins Stef- ánssonar á Húsavík minntist 80 ára afmælis síns hinn 17. septem- ber sl., en hún er elsta starfandi bókaverzlunin úti á landsbyggð- inni. Þórarinn Stefánsson, fyrsti og eini hreppstjóri Húsavíkurhrepps, stófnaði verzlunina í september 1909 og hefur afmælisdagur hans verið talinn stofndagur verzlunar- innar. Verzlunarreksturinn hóf hann í Kirkjubæ, þá nýlega reistu húsi að stofni til reist úr gömlu Húsavíkur- kirkju, sem aflögð var 1907. Þar rak hann verzlunina til 1916 að hann flutti hana í svokallað Templ- arahús, sem stúkan Þingey reisti 1906, en ’seldi Þórarni. Gamlar sögusagnir herma að stúkan hafi selt húsið vegna ósamkomulags út af því að sumir meðlimir stúkunnar vildu að á stúkufundum yrðu aðeins sungnir stúkusöngvar en aðrir söngglaðir stúkufélagar vildu leyfa allan söng. Húsið fékk svo nafnið Þórarinshús eða Bókaverzlunin og stendur það enn við hlið núverandi verzlunarhúss, sem reist var 1967 og er verzlunin þar á tveim hæðum. Ingvar sonur Þórarins tók síðan við rekstrinum og rak bókaverzlun- ina við góðan orðstír í 40 ár, en við hefur nú tekið þriðji ættliðurinn, Stefán Örn Ingvarsson. - Fréttaritari Morgunblaðiö/Frímann Ólafsson Sijórn deildarinnar. Frá vinstri: Halldór Halldórsson, Sigrún Jóns- dóttir og Gunnlaugur Dan Ólafsson við nýju aðstöðuna á Skólabraut Grindavík Starfsemi Rauða kross- ins í nýtt húsnæði Grindavík STJÓRN Rauða kross deildarinn- ar í Grindavík tók nú nýlega formlega í notkun nýtt húsnæði undir starfsemi sína. „Þetta húsnæði gjörbreytir allri aðstöðu deildarinnar" sagði Gunn- laugur Dan Ólafsson, formaður Rauða kross deildarinnar við þetta tækifæri, „nú hefur deildin rúm- góða aðstöðu fyrir sjúkrabifreiðma og félagsstarfsemi sína undir sama þaki sem áður hefur verið dreifð um bæinn.“ Þá rakti Gunnlaugur helstu starf- semi deildarinnar sem eru sjúkra- flutningar en þeir voru á annað hundrað á' síðasta ári. Auk þess hefur deildin hlutverk í almanna- vörnum, skipuleggur blóðsöfnun, fatasöfnun, sér um námskeið í skyndihjálp og barnfóstrunámskeið. Deildin rekur eina sjúkrabifreið af Mersedes Bens gerð. Við þetta sama tækifæri voru Hafsteini O. Hannessyni þökkuð góð störf fyrir deildina og var af- hent árituð gjöf. Hafsteinn sem var útibússtjóri Landsbankans er nú á förum frá Grindavík starfaði lengi fyrir deildina. Ásamt Gunnlaugi skipa stjórn Rauða kross deildarinn- ar Sigrún Jónsdóttir, ritari og Hall- dór Halldórsson, gjaldkeri. Fósturskóli Islands fullsetmn næsta skólaár Leiðtogiá sínu sviði. Wilkhahn er leiðandi í hönnun hágæða skrifstofustóla, um það vitnár fjöldi verðlauna á sýningum og ráð- stefnum fagfólks um allan heim. Hönnunin samræmir glæsilegt útlit, hagræði og heilsuvernd á einstakan hátt.Með sveigjanlegri skel, festri við fjaðrabúnað, fylgir stóllinn sjálfkrafa hverri hreyfingu notandans án þess að fjöldi stillitakka komi við sögu - og hvetur beinlínis til hreyfingar. Hárrétt- ur, sjálfvirku’r stuðningur í öllum stöð- um og einfaldleiki í notkun stuðlar að þægindum og einbeitingu í starfi. Það tryggir aukin afköst. Wilkhahn húsgögnin eru viðurkennd um allan heim sem afdráttarlausir leiðtogar á sínu sviði. Nú sýnum við FS-línuna frá Wilkhahn - einstök húsgögn fyrir fyrirtæki og stofnanir. s STEINAR HF STÁLHÚSGAGNAGERÐ SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600 VETRARSTARF Fósturskóla íslands hófst í byrjun september, fáum dögum síðar en venja er til. Allir nemendur luku tilskyldum prófum eða verkefnum síðasta skólaárs annað hvort sl. sumar eða í haust. Enginn nemandi heltist því úr lestinni vegna verkfalls HIK. Fjöldi umsókna um skólavist hef- endur voru teknir inn á 1. námsár ut' ekki verið meiri síðan 1979 en og þitrfti ekki að neita neinum nem- alls bárust skólanum 120 umsóknir anda sem uppfyllti kröfur um undir- segir í fréttatilkynningu. 80 nem- búningsmenntun. Askriftcirsíminn er 83033 - 85 40

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.