Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.01.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990 41 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nú verður í fyrsta sinn hægt að skoða stóra bíla, vörubíla og rútur, á viðunandi hátt hér í skoðunarstöðinni á Hesthálsi. ÍSWNUS HK 4lPil Æ M Ástand undirvagnsins kannað á einni fólksbilabrautinni. Slangan á púströrinu fylgir bílnum þar til honum er ekið af lyftunni og út. Þá fer slangan sjálfkrafa til baka. A Ný skoðunarstöð Bifreiðaskoðunar Islands í Reykjavík; Tæknivædd skoðun eft- ir samræmdum reglum BIFREIÐASKOÐUN íslands hf. hefiir starfsemi í nýju húsnæði í dag þegar hin nýja skoðunarstöð félagsins í Reykjavík verður að fullu tekin í notkun. Skoðunarstöðin var vígð þann 28. desember síðastliðinn og embættisbilireið forseta íslands skoðuð við þá at- höfh, fyrsta bifreiðin sem þar er skoðuð. Mikil breyting verður á bifreiðaskoðun hérlendis með þeirri aðstöðu og þeim aðferðum sem nú hafa orðið að veruleika. Priðja tíigiö er hemlatítoðun með r*'* tífrtíókum búnadi sem fram ler á annarri braul. Hemlor cru pró/aðir að franian og aflan. Sami skoðunarmaður “'ir bilnum allan hringinn og gengur ' Pegar bilnum hefur verið ektð inn á skoðunarbrautina ter fram ytri skoðun. (jós eru athueuð, célamúmer borið saman við skrdninganMrteini oA Skmgo er lcngd l ið útbldstursrðrið ft/_- að utiloko ólofl og um leið fet fram Kartí er bfttinn shoðaður á b ftu, undirvagn athugaður, hjólobúnaður og 'ý tgur skoðaður ogerma \. \ lil þess sérslakur hnstari „ \ ------Jur gctur fylgst með störfum \\ \ skoðunarmonns A Tæknivædd skoðun innandyra Nýja skoðunarstöðin er staðsett á Hesthálsi 6-8 í Reykjavík í nýju húsi, sem sérstaklega var gert fyr- ir þessa starfsemi. í austurenda byggingarinnar eru skrifstofur og afgreiðsla viðskiptavina. í vestur- endanum fer sjálf skoðunin fram. Þar er hægt að skoða samtímis sex minni bíla og einn stóran, vörubíl eða rútu. í afgreiðslunni, fá viðskiptavinir afgreiðslunúmer. Síðan bíða þeir í bílum sínum þar til númer þeirra birtist á ljósatöflu yfir einhveijum dyrum stöðvarinnar. Þá aka þeir inn um þær dyr og skoðun hefst. Mengunarmæling Byijað er á að setja sogslöngu upp á púströr bílsins, þannig að hægt er að hafa hann í jjangi inn- an dyra allan tímann. Utblásturs- loftið er sogað út úr húsinu um slönguna, en hún hefur einnig ann- að hlutverk. í henni eru nemar fyrir mælitæki, sem mæla efna- samsetningu útblástursloftsins. Þannig er mælt hvort mengun frá bílnum er innan þeirra marka sem reglur segja til um. Þess vegna er einnig mikilvægt, að á meðan beð- ið er eftir afgreiðslu utan dyra, sé bíllinn hafður í gangi, þar sem mengunarmælingin er ekki mark- tæk nema vél bílsins sé heit. Skoðunarmaður kannar þarna ástand bílsins hið ytra og ber einn- ig saman framleiðslunúmerin, eins og þau eru í skráningarskírteini og á vél og yfirbyggingu bílsins. Því næst eru ljósin skoðuð og er hægt að framkvæma minni háttar stiliingar á staðnum, ef þörf kref- ur. Hnykkir og hemlaprófanir Að ljósaskoðun lokinni er bíllinn færður á lyftu þar sem undirvagn- inn er kannaður. Á lyftunni er búnaður til að hnykkja bílnum til, í þeim tilgangi að sjá .hvort óeðli- legt slit er komið í hjóla- og stýris- búnað. Þar er einnig hægt að lyfta hjólum bílsins til að kanna ástand hjólleganna. Af lyftunni er bílnum ekið á sérstaka hemlaprófunarvél í vest- urenda hússins. Þar er hægt að prófa átak hemlanna á hveiju hjóli fyrir sig og hvort átaksmunur á milli hjóla er innan settra marka, sem eru 30%. Þegar hemlaprófun er lokið er skoðun jafnframt lokið og á að jafnaði ekki að hafa tekið lengri tíma en 20 mínútur. Eigandinn fylgist með Áhersla er lögð á að eigandi bílsins fylgist með skoðuninni og fræðist þannig um gerð og ástand bílsins. Skoðunarmaðurinn getur bent honum á það sem ekki er i lagi, sýnt hvað er að og útskýrt hvers vegna eitthvað þarf að gera við bílinn. Jafnframt gefst eigand- anum kostur á að sjá niðurstöður mælinganna á útblæstri og hemlaátaki um leið og mælt er. Samræmdar reglur um skoðun- ina, reglur sem farið skal eftir hvar sem er á landinu og hver sem skoðunarmaðurinn er, eiga að tryggja að bíleigandinn fái sam- bærilega skoðun á bíl sínum, hver sem framkvæmir og hvar sem það er gert. Stórir bílar í fyrsta sinn er nú mögulegt að prófa og skoða til hlítar ástand stórra bíla, vörubíla og langferða- bíla. Stórir bílar fara á sérstaka skoðunarbraut, þar sem er hemla- „í skoðuninni eins og hún hefur verið hingað til, hefur aðstaðan til að skoða stóra bíla verið lang lökust,“ segir K'arl. „Þess vegna er ástand á stórum bílum kannski hvað lakast, þannig að búast má við því að mesta röskunin verði hjá stóru bílunum þegar við förum profunartæki og gryfja fyrir skoð- unarmann að kanna ástand undir- vagnsins. Þar er á sama hátt hægt að kanna ástand festi- og tengi- vagna sem slíkir bílar draga. Skoð- unarferli fyrir þessi tæki er -frá- brugðið því fyrir minni bílana, að því leyti að skoðunin fer öll fram á sama staðnum og bílunum er ekki lyft nema einum öxli í senn. 400 bílar á dag Nýja skoðunarstöðin getur ann- að um 400 fólksbílum á dag, auk stórra bíla. 13 skoðunarmenn vinna við hana, auk annars starfs- fólks. Viðskiptavinir geta pantað að skoða þá hér. Ég á von á því að þar finnum við mestu gallana, miðað við það sem verið hefur.“ Karl var spurður hvort öruggt sé, að við skoðun í þessari skoðun- arstöð muni finnast bilanir eins og þær sem á liðnu sumri ollu slysum þegar tveir fólksf lutninga- tíma fyrirfram og þannig lagað skoðunina að áætlunum sínum. Síðasti tölustafur í skráningar- númeri ökutækisins segir til um hvenær á að færa það til skoðun- ar. Sé síðasti stafurinn til dæmis 4, segir það að í fjórða mánuði ársins á að skoða, það er í apríl. Tvo mánuði til viðbótar hefur eig- andinn frest til að koma með öku- tæki sitt til skoðunar. Eftir þann tíma, er notkun tækisins óheimil og skoðunargjaldið hækkar. Heim- ilt er að færa ökutæki til skoðunar allt að sex mánuðum fyrir skoðun- armánuð, þó ekki fyrir áramót. Skoðunargjald er á þessu ári bílar urðu hemlalausir og fóru út af vegi. „Við teljum það, að báðar rú- turnar sem lentu í slysunum í sumar hefðu mælst með ónýtar bremsur hér og verið teknar úr umferð. Þær voru reyndar báðar tiltölulega nýskoðaðar þegar þær lentu í slysunum og ástæður þess að þessar bilanir fundust ekki voru einfaldlega þær, að engin aðstaða var til að kanna bremsur. Við rannsókn á Kílunum eftir slys- in kom það í ljós að bremsurnar voru nánast ónýtar í báðum bílun- um,“ segir Karl Ragnars. Karl Ragnars framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar: Mesta byltingin í skoðun stórra bfla SKOÐUNARSTÖÐ Bifreiðaskoðunar íslands hf. sem nú er verið að taka í notkun og þær sem síðar koma munu valda byltingu í umferðaröryggi hér á landi, að sögn Karls Ragnars framkvæmda- stjóra Bifreiðaskoðunar. „Ymis tæki og tækni eru notuð hér, sem ekki hefur verið aðstaða fyrir til þessa, og nýjar skoðunarreglur eiga að tryggja samræmi í vinnu skoðunarmannanna,“ segir Karl. Hann segir að mesta byltingin verði varðandi vörubíla og rútur. Karl Ragnars framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar útskýrir hvernig átak hemlanna kemur fram á mælitækjum við hemla- prófunina. 2.350 krónur, það hækkaði um 24% um áramót í samræmi við vísitölu og á að vera óbreytt allt árið. Endurskoðun Standist ökutækið ekki skoðun þarf að lagfæra það sem ekki var í lagi og færa tækið til endurskoð- unar innan mánaðar. Eigandinn getur ráðið því, hvort hann lættý Bifreiðaskoðun annast endurskoð- unina, eða viðurkennt bifreiðaverk- stæði. Á meðan tölvukerfi Bifreiða- skoðunar er ekki að fullu komið í gagnið, þarf að framvísa staðfest- ingu þess að ábyrgðartrygging sé í fullu gildi. Síðar á að vera hægt að ganga úr skugga um það á meðan afgreitt er hjá Bifreiðaskoð- un. Hjá Bifreiðaskoðun er einnig hægt að greiða gjaldfallin bifreiða- gjöld, hafi það ekki verið gert áð- ur. 1.750 fermetrar Gólfflötur hins nýja húss Bif- reiðaskoðunar er alls 1.750 fer- metrar, þar af eru 1.250 undir sjálfa skoðunarstöðina. Heildar- kostnaður við húsnæðið, búnað þess og tæki, er um 200 milljónir króna. Byggingarkostnaður er um 160 milljónir og tæki kosta um 40 milljónir. Sverrir Norðfjörð arki- tekt og Ágúst Þór Jónsson verk- fræðingur önnuðust hönnun húss- ins og aðalverktaki við bygginguna var Loftorka hf. Þessi skoðunarstöð er hin fyrsta sem tekin er í notkun af sérhönn- uðum stöðvum, að frátalinni fær- anlegri stöð. Á þessu ári er ráð- gert að hefja smíði skoðunarstöðv- ar á Akureyri og stefnt er að-því, að innan næstu fimm ára ’verði komin svipuð skoðunaraðstaða í öllum 11 skoðunarstöðvum fyrir- tækisins. Aðrar skoðunarstöðvar verða á Akranesi, Borgarnesi, ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Fellabæ, Eski- firði, Hvolsvelli, Selfossi og í Keflavík. Skoðunarstöðin í Reykjavík er fyrst og fremst ætluð höfuðborgar- svæðinu, en þó verða skoðuð þar ökutæki frá öðrum landshlutum, ef leitað er eftir. Aðalskrifstofa Bifreiðaskoðunar íslands hf. verður til húsa í ný- byggingunni við Hestháls. Stjórn fyrirtækisins skipa sjö menn, þrír frá ríkinu og þar af einn frá FIB, tveir frá tryggingafélögunum og tveir frá Bílgreinasambandinu. Stjórnarformaður er Þorsteinn Geirsson og framkvæmdastjóri er Karl Ragnars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.