Morgunblaðið - 17.01.1990, Page 32

Morgunblaðið - 17.01.1990, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 Minning': John J. Tobin Fæddur 12. september 1934 Dáinn 10. janúar 1990 Yndislegur vinur úr fjölskyldunni er horfinn úr hópnum á besta aldri eftir harða baráttu við banvænan sjúkdóm í nær heilt ár. Þetta er John J. Tobin, sem við nefndum ævinlega Jack og var eiginmaður bróðurdóttur minnar, Hildar Hauksdóttur, sem stóð við hlið hans af þreki og kærleika til hinstu stundar. Hildur var önnur í röð þriggja barna Elsu og Hauks ,.5norrasonar ritstjóra á Akureyri og síðar í Reykjavík, og man ég hana frá fæðingu, þetta yndislega barn, sem var hvers manns hugljúfi, fljúgandi greind og skemmtileg. Á unglingsárum var hún barnfóstra eitt sumar hjá okkur hjónum í Kaupmannahöfn og kærleiksböndin hafa aldrei rofnað. Hun þroskaðist fallega og eftir nám í Kvennaskól- anum hóf hún flugfreyjustörf og síðar störf á Kennedy-flugvelli í New York, en þar kynntist hún mannsefninu. Það voru falleg og hamingjusöm ung hjón, sem héldu af landi burt í júní 1966, eftir að hafa verið gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þau settust að í Merrick á Long Island og eignuðust tvö börn, John Hauk og Elsu Ann. Þegar ég nú á sorgar- stund hugsa til þessarar elskulegu ungu konu, sem misst hefir gáfaðan og góðan dreng þar sem bóndi hennar var, koma margar minning- ar í hugann. Sorginni kynntist hún snemma, var aðeins 16 ára er faðir hennar féll frá rösklega fertugur, eina bróðurinn og besta vininn á þeim árum, Hauk, blaðamann á Morgunblaðinu, missti hún er hann -JSharð bráðkvaddur rúmlega þrítug- ur. Fyrir fáeinum árum tók hún tengdamóður sína heim tii sín, er heilsa hennar þvarr og annaðist hana til hinstu stundar og fyrir rösku ári var hún hér við dánarbeð móður sinnar, Else Snorrason. Þeg- ar Hildur og Jack héldu af landi burt eftir jarðarför Elsu, voru þau döpur, söknuður var sár, en þau voru ung og áttu allt lífið framund- an fannst okkur, og tvö mann- vænleg börn þéirra voru með í för. En sorgin lét ekki á sér standa. Húsbóndinn veiktist skömmu eftir áramót og þá hófst erfiðasta skeið- ið í lífi þessarar elskulegu frænku minnar. Jack Tobin var af írsku bergi brotinn. Ungur að árum missti hann föður sinn og komu mannkostir hans þá fljótt í ljós. Hann reyndist móður sinni og yngri systkinum og síðar bróðursonum framúrskarandi vel. Hann var menntaður í flugum- ferðarstjórn og sökum hæfileika sinna og atgerfis var honum brátt trúað fyrir æ meiri ábyrgðarstörf- um í New York og varð háttsettur embættismaður ríkisins á sínu sviði. Hann var prúður maður og lítillátur eins og títt er um gáfaða og vel gerða menn. Heimilisfaðir var hann eins og best og fallegast getur orð- ið og samband þessarar fjölskyldu var óvenju yndislegt. Jack var mik- ill alvörumaður en hafði líka skemmtilega kímnigáfu og var gaman að vera með honum. Heim- ili Hildar og Jack í Merrick á Long Island var hlýtt athvarf fyrir hvern þann, sem þangað kom, gestrisnin ómæld og glaðværð réð ríkjum. Margar ánægjustundir áttum við hjónin hjá þeim, og er synir okkar tveir fóru til náms til Banda- ríkjanna, voru þau Jack og Hildur stoð og stytta í hvert sinn er á þurfti að halda. Þau hjónin tóku þátt með okkur í brúðkaupi yngri sonarins í New 'York, og á loka- prófstónleikum hans, mætti þessi góði vinur með veitingar handa fjölda manns. Jack Tobin elskaði ísland. Hann ferðaðist með vinum sínum víða um hálendið og fór í kringum landið og um margar sveitir. Ógleyman- legt verður kvöld eitt í kjallaranum góða heima hjá þeim í Merrick, þegar hann sýndi okkur litskyggnur úr ferðinni og kunni skil á flestum stöðum bæði nöfnum og hvar á landi þeir voru. Þegar við kvödd- umst síðast, sagði hann við mig, að sig dreymdi um að eignast lítið athvarf á íslandi og geta komið oftar og ferðast meira um landið. En nú hefir forsjónin, sem enginn skilur, brejdt öllum áætlunum, hún hefir tekið þennan góða dreng frá ungri konu og börnum. Við erum mörg, sem hryggjumst með Hildi og börnunum og biðjum himnaföð- urinn að styrkja þau. Þakkir fjöl- skyldu mjnnar fylgja honum út yfir landamærin miklu, og í hjörtum okkar mun minningin um þennan góða og gáfaða drengskaparmann lengi lifa. Anna S. Snorradóttir Góður vinur er genginn. Langt um aldur fram. Hetjulegri baráttu við iilvígan sjúkdóm er lokið. Vinátta okkar spannaði ekki yfir mörg ár, miðað við mannsævi, en var þess tryggari. John Tobin var mikill náttúru- unnandi og ógleymanleg eru okkar mörgu ferðalög bæði hérlendis og ekki síður í hans heimalandi þar sem ég naut gistivináttu þeirra góðu hjóna, ótalin skipti. Sakna ég nú sárt vinar í stað. Ég votta Hildi, börnum þeirra og öðrum ættingjum mína inni- legustu samúð. Magnús Nú brast gott hjarta; hvíl vært, kæri prins; og engla-sveimur syngi þig til náða. (W. Shakespeare - þýð. H. Hálfdánarson) Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorg- ir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. (H.K. Laxness — Fegurð himinsins.) Ofanskráð orð tveggja meistara orðsins komu mér í hug er ég frétti lát vinar míns Jack Tobin. I minn- ingunni um hann ríkir fegurðin ein. Nu hvílir hann vært eftir langt og erfítt stríð. Hann vissi strax hvert stefndi. Tók örlögum sínum af karl- mennsku og barðist til hinstu stund- ar — svo brast gott hjarta. John J. Tobin fæddist í Brooklyn, New York 12. september 1934. Hann var af írsku bergi brotinn. Ungur missti hann föður sinn og setti það mark sitt á Jack. Hann ólst upp hjá móður sinni við gott kærleiksríkt, kaþólskt uppeldi, þar sem honum var m.a. kennt þetta: Enn nú varir trú, von og kærleik- ur, þetta þrennt en þeirra er kær- leikurinn mestur. (I. Kor. 13.13). Trúarlegt uppeldi mótaði hjá honum samúð með þeim sem minna máttu sín. Kynni okkar hjónanna og Jacks hófust þegar hann kynntist vinkonu okkar og samstarfsmanni í New York, Hildi Hauksdóttur. Hún varð síðar eiginkona hans. Þau gengu í heilagt hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík 11. júní 1966. Börn t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANIM JÓNSSON, Aðalstræti 87, Patreksfirði, lést í Borgarspítalanum 14. janúar.sl. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.00. Björg Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ODDSDÓTTIR frá Hellissandi, andaðist á Elliheimilinu Grund 9. janúar. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. jan- úar kl. 15.00. Útförin fer fram laugardaginn 20. janúar kl. 14.00 frá Ingalds- hólskirkju, Hellissandi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur Metsölublaó á hverjum degi! Gylfí Þ. Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 17. janúar 1953 Dáinn 18. maí 1989 Ekki telst ég trúrækinn maður, en trúaður er ég og eftir því sem árin leggjast við verð ég enn trú- aðri. Þetta hef ég fundið svo ræki- lega á undanförnum mánuðum, eða allt frá því að vinur minn, Gylfi Gunnarssonj lést fyrir tæpum 8 mánuðum. Ég hef orðið fyrir þeirri reynslu að missa kæran vin, án þess að hafa fengið tækifæri til að kveðja hann. Við heimkomu úr sum- arfríi, var okkur tilkynnt um frá- fall Gylfa, en ákveðið hafði verið að valda ekki uppnámi meðan á ferðalagi fjölskyldu minnar stóð. Gylfi var ekki aðeins dáinn heldur var jarðarförin afstaðin, en þar höfðu vinir og vandamenn samein- ast og kvatt hann í fallegri athöfn. Þrátt fyrir margar stundir sem ég hef „verið með“ Gylfa, eftir að hann kvaddi þennan heim, þá hefur mér alltaf fundist ég eiga eftir að kveðja hann. E.t.v. þess vegna hef ég átt erfiðara en ella með að sætta mig við þá hörðu staðreynd að Gylfi sé dáinn. Það var í dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar, fyrir u.þ.b. 20 árum, að ég sá Gylfa í fyrsta skipti. Þeir vinir Gylfi og Arngrím- ur, sonur Hermanns, voru fengnir til að aðstoða við uppsetningu borða og stóla fyrir væntanlega veislu, en ég var þá að stfga mín fyrstu skref sem slíkur aðstoðarmaður. í fatahengi skólans var allhár skenk- ur með lúgu sem opnuð var þegar gengið var inn í fatahengið. Það er einmitt þessi skenkur sem mér er svo minnisstæður þegar ég hugsa um mín fyrstu kynni af Gylfa, því Gylfi gerði það oft og iðulega að leggja hendurnar á skenkinn og hoppa jafnfætis yfir hann, í stað þess að nota lúguna. Ég segi frá þessu atviki, því mér finnst það vera svo einkennandi fyrir Gylfa, hann fór ótroðnar slóðir, var hvergi smeykur, gerði hlutina hratt og ákveðið en með reisn og án þess að hugsa of mikið um afleiðingarn- ar ef stökkið misheppnaðist. Þær eru margar torfærurnar sem Gylfi glímdi við og stökkið yfir skenkinn var aðeins undirbúningur þess sem síðar átti eftir að koma. Með félögum sínum í Flugbjörgun- arsveitinni hefur Gylfi tekist á við margar raunirnar, hvort sem talað er um að ganga yfir þvert eða endi- langt landið í bókstaflegri merk- ingu, eða leggja sig allan fram við að bjarga týndum og særðum sam- borgurum. Hann var ekki metnað- arfullur fyrir sína hönd hvað varðar stöður og titla því hann kaus frem- ur að bretta upp ermar og vera í hringiðu átakanna þar sem hlutirn- ir voru að gerast. Gylfi var víkingur, bæði með stórum og litlum staf. Víkingur var hann því íþróttir stundaði hann, í mörg ár, á unga aldri með sam- nefndu félagi. Þá var hann einnig víkingur okkar tíma, þ.e. hann var hraustmenni og kveinkaði sér aldrei og átti það sinn þátt í því að að- standendur gerðu sér ekki grein fyrir í fyrstu hversu alvarlega veik- ur hann var þegar hin banvæna baktería tók sér ból í hans hrausta líkama. Þegar hugsað er um þær hættur um Gylfi hefur lagt sig í, við björgunarstörf, þá finnst manni það ósanngjarnt og ódrengilegt að hann hafi verið veginn í rúmi sínu án þess að honum hafi verið gefið tækifæri á að veijast. Persónuleiki Gylfa einkenndist af glaðværð, léttleika og hinum þeirra eru tvö — John Haukur og Elsa Ann. Öll árin okkar tíu í New York voru samverustundirnar tíðar og svo varð áfram eftir að við flutt- um heim. Því þar sem jökulinn ber við loft undi Jack Tobin _sér vel. Margar urðu ferðirnar til íslands, til ferða- laga um landið þvert og endilangt, til að njóta íslenskrar náttúru frá fjöru til fjalla. Stundum með fjölskyldu sinni en oftar fórum við félagarnir með vini okkar Magnúsi Guðmundssyni sem er manna fróðastur um íslenskt hálendi. Jack hefur sennilega séð meira af landinu en flestir Islend- ingar. Hann unni landinu af alhug og tók undir með listaskáldinu sem kvað: Þar sem háfjöllin heilög rísa mót heiðskírri norðurátt, á landi íslenskra ísa, þar er þér, sál mín svo dátt; þar sem öræfafuglinn flögrar í frosti um skarð og tind og jökulauðnin þér ögrar sem óklöppuð dýrlingsmynd, þar sem Urðhæð og Einbúi vaka og eldborgin hvíta rís og fomir fjallgalar kvaka þar finn ég þig loks, mín dís! (H.K, Laxness.) Síðasta ferðin var farin snemma sumars 1988 í Drekagil. Jack starfaði hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA) alla tíð. Þar gat hann sér gott orð sem annars staðar. Hingað til lands var hann m.a. sendur sem ráðgjafi til íslensku flugmálastjórnarinnar í tengslum við endurnýjum fjarskipta- og rat- sjárbúnaðar. Jack Tobin hefur fengið hlutdeild í himninum. Þar ríkir fegurðin ein. Við hjónin og börnin þökkum sam- fylgdina og sendum Hildi, John og Elsu hugheilar samúðarkveðjur. Nú lætur þú Drottinn, þjón þinn í friði fara eins og þú hefur heitið mér, (Lk. 2.29). Blessuð sé minning hans. Erling, Kolbrún og börn meðfædda hæfileika hans til að framkalla bros hjá fólki. Hann var ekki grínisti heldur húmoristi. Hann var sérstaklega næmur fyrir skop- legum atvikum í okkar hversdags- lega lífi og þegar hann hafði túlkað þessi atvik, urðu til margar ógleym- anlegar frásagnir, frásagnir sem munu lifa og kæta okkur um ókom- in ár. Þessi brosmildi og glaðværi drengur hefur ómeðvitað reist sér ósýnilega minnisvarða, sem við öll geymum í hjörtum okkar til dauða- dags. ■ Þó að það sé erfitt. að sætta sig við brotthvarf þessa góða drengs, þá er það huggun harmi gegn, að vita að Gylfi átti góða ævi meðan hann lifði og sú staðfasta trú mín að Gylfa eigum við öll eftir að hitta aftur. Hvort endurfundir okkar eigi eftir að verða jafn tilþrifamiklir og okkar fyrstu kynni veit ég ekki, en hitt veit ég að þar verða fagnaðar- fundir. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til foreldra Gylfa, sem fyrir nákvæmlega 37 árum eignuð- ust þennan dreng, .sem gaf okkur svo mikið. Megi Guð veita Helgu og börnunum tveimur, Gunnari og Fríðu, þann styrk sem þarf til að yfirstíga hinn mikla ástvinamissi. Ég kveð minn kæra vin. Kristján Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.