Morgunblaðið - 17.01.1990, Side 44

Morgunblaðið - 17.01.1990, Side 44
SJOVAOoALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Símvirkj- ar hindra viðgerðir FÉLAGAR í Félagi símvirkja stóðu í gærkvöldi verkfallsvörð við slitinn streng á Amamesi og meinuðu viðgerðarmönnum frá Pósti og síma aðgang, en stór svæði á Arnarnesi og í Garðabæ eru sambandslaus. Óskar Ingimundarson, varafor- maður Félags símsmiða, sagði að varsla yrði við símastrenginn 24 tíma sólarhringsins og komið yrði í veg fyrir allar tilraunir til viðgerða. Taldi hann ijóst að verkfallsverðir myndu heimsækja fleiri staði í dag. Ólafur Tómasson, póst- og síma- málastjóri, sagði í gærkvöldi að stofnunin hlyti að bregðast við að- gerðum verkfallsvarða; stofnunin væri ekki tilbúin að sitja undir slíkum ólögiegum aðgerðum. „Þetta sýnir í hvaða hættu þjóðfélagið er komið, ef menn geta með ólögmætum að- gerðum stöðvað fjarskipti," sagði Ölafur. Morgunblaðið/Sverrir Verkfallsverðir Félags símvirkja við verkfallsvörslu á Arnarneshæð í gærkvöldi. Þeir halda á bil- aða strengnum, en stór svæði á Arnarnesi og í Garðabæ eru símasambandslaus. Olafur Tómasson póst- og símamálastjóri segist ætla að gefa samgönguráðherra, æðsta manni simamála, skýrslu um málið í dag. Hann segir yfirvaldsins að sjá til þess að lögum sé framfylgt. Hafíiarfjörður: Hurð í íþrótta- húsi sprengd MIKIÐ lán var að ekki varð slys í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í Hafiiarfirði um kl. 20 í gær- kvöldi, þegar hurð að salnum var sprengd upp með heimatilbúinni sprengju. Fjöldi unglinga var á íþróttaæfingu, en þeir höfðu sett dýnu upp við hurðina að innan- verðu, sem kom í veg fyrir að brotin þeyttust inn í salinn og slösuðu unglingana. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var um að ræða mjög öfluga rörasprengju, sem var fest við gler- ið að utanverðu, en í hurðinni var 10 mm plexígler, er splundraðist og gekk langt inn í dýnuna. Þrír piltar á fimmtánda ári voru teknir til yfirheyrsiu grunaðir um verknaðinn, en yfirheyrslum var ekki lokið, er blaðið fór í prentun. Piltarnir eru grunaðir um að vera viðriðnir fleiri skemmdarverk af svipuðu tagi, að sögn lögreglu. Heilbrigðisráðherra kynnir sérfræðingum drög að reglugerð: -Sj úklingar þurfí að nýju til- vísun á sérfræðilæknishjálp Sérfræðingar segja um brot á samningi við þá að ræða taki reglugerðin gildi HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefúr kynnt sérfræðingum drög að reglugerð, þar sem gert er ráð fyrir að sjúklingar þurfi tilvísun frá heilsugæslu- eða heimilislækni við heimsókn til sérfræðings, eða vegna rannsókna eða röntgengreiningar, ella greiði þeir hærra gjald. Sér- fræðingar hafa tekið þessum hugmyndum illa og benda á að tilvís- unarkerfí hafi verið fellt úr lögum á síðasta ári. Þá sé reglugerðin, “^ðlist hún gildi, brot á samningi við sérfræðinga. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, neitaði í gærkvöldi að tjá sig um reglugerðardrögin. I drögunum eru taldar upp greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu miðað við „að um sé að ræða form- lega vísun frá heilsugæslu- eða heimilislækni eða komu á slysa- eða bráðamóttöku." Greiða skal 850 krónur fyrir hverja heimsókn til sér- fræðings. Elli- og örorkulífeyris- þegar greiði 300 krónur, þó aldrei fyrir fleiri heimsóknir en tólf á ári. Þeir, sem ekki hafa vísun, greiði 50% af kostnaði, þó aldrei meira en 5.000 krónur í hvert skipti. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru sérfræðingar mjög mót- fallnir þessum hugmyndum og segja þær ekki samrýmast samþykkt Al- Flensan fer þjóða samtaka lækna um frelsi sjúkl- inga til að velja sér lækna. Um háar upphæðir geti orðið að ræða hjá sjúklingum sem leita til sérfræðinga án vísunar. Þannig kosti röntgegn- mynd af lungum 3.000 krónur og viðtal hjá lyflækni 1.600. Þá sé ekki óalgengt að heimsókn á rannsóknar- stofu kosti 5.000 krónur. Miðað við að sjúklingurinn greiði 50% myndi þetta kosta hann 4.800 krónur. Því geti kostnaður sjúklinga skipt tugum þúsunda eftir nokkur skipti. Loks benda sérfræðingar á að ekki sé skýrt hvað gildi um sjúklinga sem ekki hafi heimilislækni, eða hvort maður, sem verður bráðveikur og leitar til sérfræðings án vísunar, þurfi að greiða helming kostnaðar. Samið var við sérfræðinga í árslok 1988 um að þeir gæfu eftir greiðslur gegn því að tilvísunarkerfi yrði fellt úr lögum, sem var gert í lok síðasta árs. Sérfræðingar geta sagt samn- ingnum upp fyrirvaralaust, verði tilvísunarkerfi komið á. Það telja þeir að verið sé að gera nú og orða- lag í drögunum, þar sem talað er um „vísun“ í stað „tilvísunar", sé skollaleikur einn. Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, kvaðst í gær ekkert vilja segja um málið, annað en það, að fyrst Morgunblaðið væri komið með drögin í hendur sýndi það hversu vel mætti treysta sér- fræðingum. Þegar hann var inntur eftir því hvort um leyniplagg væri að ræða svaraði hann: „Nei, nei, þetta er ekkert leyniplagg. Þetta er ekkert opinbert plagg heldur. Það er verið að vinna að ákveðnum hlut- um en þetta sýnir best hvers trausts þeir eru verðir.“- Leyfi fyrir 95 móttökudisk- um síðasta ár MUN fleiri sóttu um leyfi hjá samgönguráðuneytinu til að setja upp móttökudisk fyrir er- lendar sjónvarpsstöðvar á síðasta ári en til dæmis árið á undan. Á síðasta ári sóttu 95 um slíkt leyfi en 32 árið 1988. Alls hafa 198 sótt um leyfi fyrir móttökudiskum hér á landi frá upp- háf i. Að sögn Jóhönnu Pétursdóttur hjá samgönguráðuneytinu er bæði um að ræða einstaklinga og hús- félög. Allflestir sem sækja um fá leyfi, en skilyrði fyrir því er að upplýsingar um hvaða búnaður verði notaður liggi fyrir, svo og hvort ætlunin er að nota diskinn til einkanota eða til dreifingar á sjón- varpsefni. Ekki má dreifa efni til fleiri en 36 íbúða. Áður þurfti leyfi frá viðkomandi sjónvarpsstöðvum að fylgja með umsókninni. Svo er ekki lengur og er það á ábyrgð notandans að afla þeirra. Óvenjuleg umsókn lögð fyrir ríkisstjórnina: Þýsk kona vill byggja sum- arbústað í Súgandafírði sér hægt FLENSAN sem greindist hér á landi fyrir skömmu virðist fara sér hægt samkvæmt upplýsing- -^pjm borgarlæknis og hefiir hún lítið gert vart við sig í grunnskól- um borgarinnar. Að sögn Skúla Johnsen borgar- • læknis, hefur læknavakt í Reykjavík ekki orðið vör við flensu- faraldur og þegar haft var samband við nokkra fjölmennustu skóla borgarinnar bar mönnum saman ^’Tim að ekki væri óeðlilega mikið um veikindaforföll síðustu daga. VESTUR-ÞÝSKUR ríkisborgari, kona búsett í Vestur-Þýskalandi, hefúr óskað eftir leyfi til að byggja eitt sumarhús í Selárdal i Súgandafirði. Samkvæmt lögum um eignarétt verða menn að vera íslenskir ríkisborgarar til að mega eiga fasteign hér á landi, en heimilt er að veita undanþágu frá lögunum. Sveitarsljórnin á Suðureyri hefúr tekið jákvætt í málið og Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráðherra, helúr hug á að samþykkja umsóknina. Hann lagði málið fyrir ríkisstjórnarfúnd í gær, en því var frestað til föstudags. Dómsmálaráðherra sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að um- sóknin væri að því leyti óvenjuleg að umrædd kona hefði engin sér- stök tengsl við ísland. „Ef menn ætla að eignast hér fasteign, þá þurfa menn að vera íslenskir ríkis- borgarar. Undanþágur munu einkum veittar vegna þriggja ástæðna; þegar um er að ræða einhver fjölskyldutengsl, atvinnu- tengsl viðkomandi aðila eða við- skiptatengsl. Það sem gerir þessa umsókn sérstæða mun vera að engin slík tengsl eru í málinu og þess vegna fór ég með j>að á ríkis- stjórnarfund," sagði Oli Þ. Guð- bjartsson. „Sveitarstjórnaraðilar vestur í Súgandafirði eru búnir að sam- þykkja þetta samhljóða fyrir sitt leyti. Ég held að menn þar um slóðir séu jákvæðir gagnvart þessu og sjálfur tel ég að þetta sé ekki stórmál og hef hug á að samþykkja það, ef ekki verða hörð andmæli hjá ríkisstjórninni," bætti dómsmálaráðherra við. Ragnar Jörundsson, sveitar- stjóri á Suðureyri, sagðist vera mjög ánægður með umsóknina. „Það er vilji hér fyrir að konan fái þetta og ég vona að svo verði. Glöggt er gests augað og þetta verður kannski til þess að íslend- ingar sjái sjálfir að við eigum fallegt land — að ekki sé allt fall- egra í útlöndum," sagði Ragnar. Konan vill reisa rúmlega 100 fermetra sumarbústað á svæði, sem skipulagt er fyrir sumarhús. Þar hafa þegar fjögur verið reist og eru tvö þeirra í eigu Súgfirð- ingafélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.