Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1990 19 Norræna húsið: Dagskrá í tilefiii af Norðurlandaráðsþingi SÉRSTÖK dagskrá verður frá sunnudegi til fóstudag í komandi viku í tilefni af þingi Norður- landaráðs sem nú er haldið í Reykjavík. Ólafur Kvaran veitir leiðsögn á Aurora-sýningunni í sýningarsöl- um Norræna hússins kl. 16.30 á sunnudag. Kl. 21.00 á sunnudags- kvöld bjóða Lars-Áke Engblom for- stjóri Norræna hússins og Thor- björn Fálldin frá Sambandi norr- ænu félaganna gesti velkomna. Garðar Cortes óperusöngvari syng- ur íslensk lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og kl. 22.00 hefst norsk dagskrá. Sigmund Gro- ven og Ivar Anton Waagaard leika á munnhörpu og píanó og Lars Hauge skemmtir með vísnasöng. Borgþór S. Kjærnested heldur fyrirlestur kl. 13.00 mánudaginn 26. febrúar á sænsku og finnsku sem hann kallar „Island idag“. Einnig verður sýnd kvikmynd frá íslandi. Kl. 19.30 heldur Þorbjörn Broddason dósent stutt erindi um fjölmiðlun á íslandi fyrir blaða- menn frá Norðurlöndum og fleiri. Kl. 20.30 á mánudag er dagskrá með sænska ljóðskáldinu Tomas Tranströmer sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Jóhann Hjálmarsson og Njörður P. Njarðvík lesa úr þýðingum sínum á ljóðum Tranströmers. Hjörtur Pálsson cand.mag. flytur fyrirlestur kl. 13.00 á þriðjudag sem hann kallar „Islands litterat- ur“. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Einnig verður sýnd kvik- mynd frá íslandi. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari leika á Háskólatónleikum kl. 12.30 á miðvikudag. Kl. 13.00 flytur dr. Gylfí Þ. Gíslason fyrirlestur á dönsku sem hann nefnir „Islands ekonomi pá korsveje". Þá verður sýnd kvikmynd frá íslandi. Haraldur Ólafsson dósent flytur fyrirlestur á fimmtudag kl. 13.00 á sænsku sem hann nefnir „Islánn- ingarna". Þá verður einnig sýnd kvikmynd frá íslandi. Hádegisfyrirlestur á föstudag verður fluttur á norsku af Ingi- björgu Hafstað menntaskólakenn- ara og nefnist hann „Kvinnene i det islandske samfunnet". Fyrir- lesturinn hefst kl. 13.00. Þá verður sýnd kvikmynd frá íslandi. Sérfræðingur NATO: Gorbatsjov og norð- urslóðir CHRISTOPHER N. Donnelly, sérfræðingur Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í málefhum Sov- étríkjanna, flytur fyrirlestur í dag á hádegisverðarfundi Varð- bergs og Samtaka um vestræna samvinnu (SVS). í erindi sínu fjallar Donnelly um hernaðarstefnu Gorbatsjovs með sérstöku tilliti til Norður-Atlants- hafsins. Einnig verður sýnd norsk heimildarmynd um umsvif sovéskra hersins á norðurslóðum. Fundurinn er í Átthagasal Hótels Sögu og verður húsið opnað klukk- an tólf á hádegi. Hann er opinn félagsmönnum SVS og Varðbergs og gestum þeirra. ■ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN í Hafiiarfirði gengst fyrir fundi sunnudaginn 25. febrúar í Gafl-Inn kl. 16.00. Fundarefnið er nýtt álver í Hafnarfirði. Frummæl- endur á fundinum verða Friðrik Sophusson fyrrverandi iðnaðarráð- herra og Jóhann Bergþórsson bæjarfulltrúi. Fundarstjóri verður Pétur Rafnsson. Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari, og Nigel Lillecrap, píanóleikari, halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Tónleikar í Lista- safrii Sigurjóns ÖRNÓLFUR Kristjánsson, sellóleikari, og Nigel Lillecrap, píanóleikari, halda tónleika í Listasafhi Sigurjóns Ólafssonar í dag, laugardaginn 24. febrúar, kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Brahms, Vivaldi og Fauré. Örnólfur stundaði nám við Tón- listarskóla Kópavogs hjá Páli Gröndal og við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Gunnari Kvaran. Framhaldsnám stundaði hann við Mannes College of Music í New York og lauk þaðan námi 1988. Nigel Lillecrap stundaði nám við Royal College of Music í Lon- don. Örnólfur og Nigel eru kennar- ar við Tónlistarskólann á Akur- eyri. Glæsileg veislukynning ^feyHatboröiö kynnir starfsemi sína sunnudaginn 25. febrúar frá klukkan 14.00-17.00 Matur og veisluþjónusta fyrir öll tækifæri Fermingar - brúðkaup - afmæli Heitur og kaldur matur fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga Kjörið tækifæri til að fá allar upplýsingar um fermingarveislur Kjamafæði hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.