Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 33
í dag, 24. febrúar, verður ástkær amma okkar borin til grafar. Þegar fregnin um andlát ömmu barst fylltust hjörtu okkar sársauka yfir þeirri tilhugsun að amma skuli vera farin, en um leið gátum við samglaðst henni yfir því að þurfa ekki lengur að líða fyrir sjúkdóm sinn, sem hafði lagst svo þungt á hana. Nú er hún komin þangað sem allt böl er bætt. Við gleymum aldrei ferðunum til ömmu og afa. Ávallt vorum við jafn velkomin á heimili þeirra. Þau eftir- létu okkur alltaf allan þann tíma sem við þurftum. Amma átti íjlltaf eitthvað góð- gæti í búrinu sínu sem hún gaf okkur, börnunum sínum. Eftir lang- an og erfíðan dag var ekkert betra en að fara til ömmu og fá mjólk og kleinur, en þó var best að finna alla þá ástúð og hlýju sem hún gaf okkur. Við komum ávallt endur- nærð á sál og líkama frá ömmu. Það fordæmi sem hún gaf okkur til að fylgja eftir var ást og óeigin- girni. Þetta er búið að reynast okk- ur gott veganesti í lífinu og mun gera áfram. Við munum alltaf sakna ömmu því hún á svo stóran hlut í hjörtum okkar sem lifir og mun gera um alla eilífð. Elsku afi, þú ert búinn að missa mikið, en þú átt mikið eftir. Okkur þykir svo vænt um þig. Við vottum afa og sonum ömmu, feðrum okkar, og öðrum vanda- mönnum okkar dýpstu samúð. Við vitum að missirinn er mikill. Eg hef augu mín til fjallanna: hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. (Sálmur) Bríet og Qölskylda, Sirrý og Gunnar, Arna Margrét, Palli, Matti og Tone, Sirrý, Gísli Ægir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 33 Starfsemi hafín hjá Reiðskólanum hf. _________Hestar___________ Brynhildur Þorkelsdóttir Reiðskólinn hf. tók til starfa með formlegum hætti á laugar- daginn 10. febrúar sl. Bauð skól- inn til samsætis í Reiðhöilinni í tilefni dagsins þar sem boðið var um fimmt.íu manns. Pétur Jökull Hákonarson framkvæmdastjóri Reiðskólans bauð gesti velkomna og sagði frá upphafi og undirbún- ingi að stofnun hans. síðastnefndu Ingimar Ingimarsson. Að síðustu bauð Félag tamninga- manna upp á töltsýningu þar sem sex félagsmenn mættu á jafn- mörgum svörtum gæðingum við góðar undirtektir viðstaddra. Morgunblaðið/Brynhildur Þorkelsdóttir Félag tamningamanna bauð upp á töltsýningu með sex svörtum gæðingum. Sagði Pétur í ræðu sinni að Reið- höllin hefði verið í niðumíðslu þegar Reiðskólinn tók við henni og þurft hefði snör handtök við ýmsar lag- færingar, s.s. að mála, hreinsa til og lagfæra innréttingar hallarinnar. Hefðu allir sem leitað var til verið boðnir og búnir að leggja málefninu lið með því að gefa málningu, timb- ur og vinnu svo eitthvað sé nefnt. Þá ávarpaði Kári Arnórsson for- maður LH viðstadda og lýsti hvern- ig rekstrinum á skólanum yrði hátt- að. Gat hann þess að nemendur úr Ármúlaskóla væru þegar byrjaðir nám sitt í hestamennsku í Reið- höllinni en hestamennska er val- grein þar. Þá kom fram hjá Pétri Jökli að hópar gætu tekið sig saman og keypt sér reiðkennslu. Og nefndi hann að nú þegar hefðu starfsmenn hjá Landsvirkjun pantað sér tíma. í vetur verður veitingasala í Reið- höllinni og verður hún opin alla daga vikunnar frá morgni til kvölds. Stjórn Reiðskólans skipa Kári Arn- órsson sem er formaður, Halldór Gunnarsson, Pétur Jökull, Viðar Halldórsson og Örn Kærnested. í framkvæmdanefnd er auk þriggja Pétur Jökull Hákonarson, framkvæmdarstjóri reiðskólans, fiutti ávarp og bauð gesti velkomna. ■ NÚ ER í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, sýning Guð- jóns Ketilssonar. Hann fæddist í Reykjavík 1956, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1974-1978 og í Nova Scotia College of Art 1979-1980. Guðjón hefur haldið sjö einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Islandi, Finn- landi, Sviss, Kanada, Frakklandi og Svíþjóð. Guðjón sýnir blýants- teikningar frá 1988 og 1989. Sýn- ingin stendur til 16. mars og er opin á verslunartíma. Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför, SIGRÍÐAR SÆMUNDSDÓTTUR, Hvammsgerði 10. Sigurður Guðmundsson, Gunnar Emil Pálsson, Alda Vilhjálmsdóttir, Magnús Pálsson, Silvfa Briem, Sæmundur Pálsson, Ásgerður Ásgeirsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Jónína Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Studioblóm Þönglabakka G, Mjódd, 7 norðan megin við Kaupstað, sími 670760 Kransar, krossar, kistuskreytingar, samúðarvendir Sendingarþjónusta Síminn styttir vegatengdir 09 heldur þér í nónv snm- bondi við vini 09 vondo- menn erlendis Híminn er án efa þœgileg og auðveld leið til að hafa samband við cettingja og vini í fjarlœgum löndum. Það er fátt sem gleður meira en símtal að heiman. Það er ekki dýrt að hringja til útlanda og með sjálfvirku vali i gegnum gervihnött er það leikur einn. Dcetni urh verð á símtölum til útlanda Verð á mín. skv. gjaldskrá 1.1.90. með vsk. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 69,50 Finnland og Hollcmd kr. 76,50 Bretland, Sþánn og V-Þýskaland kr. 84,50 Frakkland ogfúgóslavía kr. 98,50 Grikkland, ítalia og Sovétríkin kr. 110,00 Bandaríkin kr. 128,50 Síminn er skemmtilegur samskiþtamáti. Hann bríiar bilið milli landa og gerir fjarlœgðir afstœðar. Því ekki að nofann meira! PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin. GOTT FÓLK/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.