Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 43
r HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1990 Morgunblaðið/Einar Falur Strákar við verðum að gera miklu betur en þetta...getur Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins verið að segja við þá Bjarka Sigurðsson og Guðmund Guðmundsson. Það er öruggt að þeir félagar eiga eftir að gera betur í Tékkóslóvakíu. VALSMALIÐ Fyrsta málið síðan reglunum var breytt ínúver- andi horf NIÐURSTAÐA er ekki fengin í Valsmálinu svokallaða, en HSÍ kærði sem kunnugt er Val fyrir það að lið félagsins gekk af velli í leik gegn Gróttu á alþjóðlegu móti Stjörnunnar í Garðabæ um sl. helgi. Valsmenn lögðu í vikunni fram skriflega greinargerð og þjálfari Vals, Þorbjörn Jens- son og Jóhann Birgisson, starfs- maður liðsins skv. leikskýrslu, gáfu dómstól HSÍ munnlega skýrslu í fyrrakvöld. í umræðunni um málið und- anfarna daga hefur borið á góma að eins atvik hafi gerst fyrir allmörgum árum, er Bogd- an Kowalczyk, núverandi lands- liðsþjálfari, hafí kallað sína menn í Ármanni af velli í 3. deildarleik gegn ÍA. Valgarður Sigurðsson, formaður dómstóls HSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að slíkur samanburður skipti ekki máli. „Það sem skipt ir höfuðmáli er að þessar reglur eins og þær eru í dag voru ekki til þá. Við höfum leitað eftir fyrirmyndum og eftir að regl- urnar urðu eins og þær eru nú hefur ekkert' svona mál komið upp á.“ KÆRULEYSI KÆRULEYSI, mistök og van- mat urðu íslenskum landsliðs- mönnum að falli í Laugardals- höllinni i gærkvöldi, þar sem Tékkóslóvakíufarar Islands urðu að sætta sig við jaf ntefli, 23:23, gegn Hollendingum í vægast sagt döprum leik. Það var greinilegt á leik íslenska liðsins að leikmenn voru með hugann við allt annað en leikina gegn Hollendingum. Þeir eru með hugann í Tékkósló- vakíu, þar sem átök- in hefjast fyrir al- vöru. Það er þó eng- in afsökun, því að leikirnir gegn Hollendingum eru síðustu æfingamar og menn verða að gefa allt sem þeir eiga í þau verkefni sem þeir fást við hvetju sinni. Það má aldrei slaka á eins og gert var gegn Hollendingum. Fyrir leikina var rætt um það í herbúðum íslands að þeir yrðu létt- SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Island - Holland 23 : 23 Laugardalshöllin. Vináttulandsleikur í handknattleik, föstudag 23. febr. 1990. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 1:3, 3:3, 4:4, 4:7, 6:9, 9:10, 9:15, 10:15, 10:16. 11:16, 13:17, 15:18, 17:18, 17:20, 20:20, 22:22, 23:22, 23:23. ísland: Kristján Arason 6, Héðinn Gils- son 5, Júlíus Jónasson 4/3, Þorgils óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 3, Óskar Ármannsson 2, Jakob Sig- urðsson, Valdimar Grímsson, Guð- mundur Guðmundsson, Sigurður Bjamason, Gunnar Beinteinsson, Geir Sveinsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14/2 (þar af 6/1 sem Hollendingar fengu aftur knöttinn), Leifur Dagfínnsson. Utan vallar: 2 mín. Holland: R. Fiege 6, K. Boomhouwer 5, J. Fiege 4, L. Schuurs 4, W. Jacobs 2, H. Groener 2/1. Varin skot: J. Josten 7/1. Utan vallar: 6 mín. og ein útilokun. Áhorfendur: 850. ir og með því hugarfari var mætt til leiks. Sterkasti leikurinn hjá Bogdan, landsliðsþjálfara, í gær var að hvíla Sigurð Gunnarsson, leikstjórnanda liðsins. Sigurður hefur leikið vel að undanförnu og hann leikur mikil- vægustu stöðuna í íslenska liðinu. Ef Sigurður leikur við hvern sinn fíngur - dansa aðrir leikmenn liðs- ins eftir nótunum. Það hefði hæg- lega getað skaðað Sigurð fyrir HM í Tékkóslóvakíu, ef hann hefði fall- ið niður á sama plan og leikmenn íslenska liðsins gerðu. Eins og fyrr segir var leikur íslenska liðsins ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Hollendingar voru með sex marka forskot, 10:16, í leikhléi, en íslendingar náðu að jafna, 20:20, og komast yfír, 23:22, í annað skipti frá því að þeir höfðu yfír, 1:0. Eftir það var ekki heil brú í leik liðsins og leikmennimir misnotuðu sjö sóknir á síðustu fímm mín. leiks- ins. Hollendingar náðu að jafna, 23:23, úr hraðaupphlaupi eftir mis- tök íslendinga í sókn - rétt fyrir leikslok. Öruggur sigur ~ Finnlands Islenska karialandsliðið tapaði fyrir því fínnska, 0:5, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Austurríki í gær. „Það sat greini- lega þreyta í okkar mönnum, eftir leikina gegn Dönum og Sovétmönn- um í gær,“ sagði Friðrik Þór Hall- dórsson, fararstjóri, er Morgun- blaðið náði tali af honum í gær— kvöldi. Þrír leikjanna í gær enduðu 2:0 fyrir Finna, en í tveimur náðu ís- lendingamir oddalotu. Þorsteinn Páll Hængsson í einliðaleik gegn Larse Lindeloff, og Þorsteinn Páll og Broddi Kristjánsson í tvíliða- leiknum gegn þeim sama Lindeloff og Robert Liljaquist. Danir sigruðu Sovétmenn í gær- kvöldi, og em sigurstranglegastir á mótinu að sögn Friðriks. „Þeir eru með langbesta liðið hér,“ sagði hann, og taldi líklegast að það yrðu Svíar frændur þeirra sem mættu Dönum í úrslitaleiknum. faém FOLK ■ LITASAMSETNING á íslenska landsliðsbúningnum í gær- kvöldi var afar ósmekkleg. Leik- mennimir léku í bláum peysum og rauðum buxum. ■ ÞRÍR HM-farar hvíldu í gæW kvöldi í leiknum gegn Hollandi. Guðmundur Hrafnkelsson, Sig- urður Gunnarsson og Alfreð Gíslason. I ÓKEYPIS aðgangur verður að landsleik íslands og Hollands, sem verður leikinn í Laugardalshöll- inni í dag kl. 17. Jóns Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, sagði í gærkvöldi að allir handknattleik- sunnendur væru velkomnir, svo lengi sem „hallarrúm leyfir,“ eins og hann orðaði það. V-ÞYSKALAND Stórmeistara- iíKöln Köln og Bayem Munchen gerðu jafntefli, 1:1, í Köln í gær- kvöldi í úrvalsdeildinni í knatt- spymu. 66 þús. áhorfendur sáu leik- inn sem var ekki skemmtilegur. Áhorfendur bauluðu á leikmenn liðanna undir lokin. Köln var betra í fyrri hálfleik og skoraði Ralf Strum mark liðsins eftir aðeins þrjár mín. Bayern náði að jafna metin í seinni hálfleik með marki Ludwig Kögl á 55. mín. FráJóni Halldóri Garðarssyni í V-Þýskalandi HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKLALAND Sigurður Sveinsson Sex spor saumuð í vör Sigurðar Wieland Schmidt varði vítakastfrá Sigurði Sveinssyni eftir að leiktíminn var runninn út og Dortmund mátti þola tap Sigurður Sveinsson varð að fara á sjúkrahús eftir leik Dort- mund og Hameln í gærkvöldi. Hann fékk skurð á vörina og tennur lo- snuðu, eftir þungt högg sem hann fékk. Sauma varð sex spor til að loka skurðinum. Dortmund mátti þola tap, 16:17, í miklum slags- málaleik í Dortmund og á liðið nú litla möguleika á að tryggja sér sæti í 1. deild. Wieland Schmidt, fyrrum lands- liðsmarkvörður A-Þýskalands, varði eins og berserkur í marki Hameln - alls tuttugu skot, þar af átta af línu og úr hraðaupphlaup- um. Hann gerði sér lítið fyrir og varði vítakast frá Sigurði þegar venjulegur leiktími var útrunninn. Lokamínútur leiksins voru æsi- spennandi. Þegar tvær mín. voru til leiksloka var staðan jöfn, 16:16, og leikmenn Dortmund með knött- inn. Sigurður átti þá línusendingu, en línumaður Dortmund skaut í stöng. Leikmenn Hameln brunuðu fram og skoruðu, 16:17. „Það var grátlegt að tapa þessum leik. Schmidt sá um að við næðum ekki sigri,“ sagði Sigurður, sem mun halda til móts við landsliðið á mánu- daginn og mæta landsliðshópnum í Prag. Sigurður skoraði níu mörk í leiknum og er hann markahæstur í norðurriðli 2. deildarkeppninnar. Hann hefur gert 126 mörk, en næstur kemur Pólveijinn Kozma hjá Hameln með 122. Þeir háðu einvígi í gærkvöldi, Sigurður gerði níu mörk sem fyrr segir en Kozma sex. BADMINTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.