Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 8. APRÍL Í990 Hulda Kristjánsdóttir, Eiður og Hlynur, bróðir hans. Myndin er birt með góðfúslegu leyíi Þroskahjálpar. en það gerist mjög sjaldan nú.“ „Mér var sem sagt ljóst að hann var þroskaheftur," segir Hulda. Hún hélt þó að hægt væri að þjálfa hann meira. Henni finnst hann geta mjög lítið. Þó fannst henni það stór áfangi að Eiður og Pétur væru farn- ir að fara einir í leikfimi. Vegna þess að Eiður var ekki greindur einhverfur fyrr en 18 ára eins og fram hefur komið segist Hulda ekki fullkomlega átta sig á hvort hægt hefði verið að gera meira fyrir hann og þá fyrr. Hún telur að einhverfu einkennin hafi verið að koma smám saman í ljós og mjög afgerandi frá tólf til fimmtán ára aldri. Hulda segist ekki geta látið hjá líða að minnast á að Eiður hafi fengið að vera í sveit hluta úr átta síðustu sumrum í Önundarholti í Flóa. „Það hefur gert honum mjög gott. Hann lifir lengi á hverri dvöl ogþessi fjöl- skylda hefur reynst honum svo vel að ég get ekki nógsamlega þakkað það. Samskipti hans við fólk eða sam- skiptaleysi bentu ótvírætt til þess { að hann væri einhverfur. Samt þoldi hann snertingu sæmilega og Hulda segir að hann sé notalegur þegar hann er heima aðra hveija helgi. Hann og Hlynur bróðir hans eru miklir vinir og Hulda segir að samband þeirra sé nú nánara en hennar og Eiðs. „Hann hefur fjar- lægst,“ segir hún hugsi. „Hann er sjálfstæðari en hann var og það er gott og bendir til þess að meðferðin sem hann fær er rétt. Starfsfólkið í Trönuhólum virðir vilja hans og sýnir tillitssemi sem er nauðsynleg. Þegar hann er heima er hann oft- ast rólegur, vill þó gjarnan að við gerum eitthvað, förum í bíó og slíkt. Hann geturýmislegt," heldur hún áfram og gætir stolts í rödd henn- ar. „Hann hefur tölvu hjá sér og notar hana heilmikið, að vísu aðal- lega til leikja, en hann hefur gaman af því. Eiði fannst skemmtilegt að flytja í Trönuhóla. Hann skildi að hann varð að flytja að heiman, það var eðlilegt og hann vissi að maður flutti frá foreldrum þegar maður var fullorðinn. Ég vona að hann fái þá hjálp sem hann þarf til að fram- kvæma það sem hann getur.“ Hulda segir að Eiður vilji helst ekki að hún komi í heimsókn uppeftir og hún segist ekki fara þangað nema hann sé sáttur við það. Hún tekur undir það sem ég hef heyrt um Eið að hann sé afar seintekinn og það tekur hann langan tíma að trúa að hann geti treyst fólki. Ég sagði henni frá samskiptum.ökkar Eiðs þegar hann vjldi sýna mér hvað hann hafði verið að gera og hún varð dálítið hissa en jafnframt glöð. „Það er gott að heyra en það I er mjög óvenjulegt,“ sagði hún. hrikalegu þróunar.Þetta var allt svo óskýranlegt og óskiljanlegt þegar þetta fór að gerast. Mér var auðvit- að farið eins og öðrum foreldrum einhverfra barna: hefði ég getað komið í veg fyrir að þetta gerðist. En læknar hafa alltaf fullyrt að Sig- uijón sé ekki fjölskylduskaddað barn. Nú, síðan fór hanní sérdeild fyrir einhverfa en hún flutti í upp- hafi árs í Digranesskóla. Þareru nú sex börn. Hann er í skólanum frá 9-3 á hveijum degi. Síðan fer hann tvisvar í viku í músíkterapíu í Tónstofu Valgerðar og hefur yndi af því enda hefur hann gaman af tónlist og söngur og textar var það sem hélst einna lengst. Uppáhald- slagið hans núna er „ísland er landið." Hann er líka mjög hrifinn af Maístjörnunni. Stundum finnst mér sárast að horfa á þessa óútskýr- anlegu óhamingju sem er að sliga hann En þá hjálpar oft að spila lag fyrirhann." Kristin og fjölskylda eru nú flutt á höfuðborgarsvæðið vegna Siguijóns. Siguijón á 5 ára gamla systur, Guð- rúnu. Kristín tekur undir að álagið á ljölskylduna sé mikið, aldrei má af Siguijóni líta og það verði líka að gæta þess að systir hans þarf sinnu. Hún segir að það hafi verið systurinni áfall að skilja að Siguijón mundi ekki læknast aftur.„Hún grét mikið þegar ég útskýrði það fyrir henni.“ Foreldrar Siguijóns sækja fjöl- skyldufundi á Dalbrautinni reglu- lega og Kristín segir það geri þeim gott. Þau eru einnig að þreifa sig áfram með að láta Siguijón vera í skammtímavistuninni í Blesugróf. Þegar Siguijón kom heim úr göngu- ferðinni með Danna bað hann um blað og vildi lita. Hann notar einn lit í einu og krassaði af nokkru hams- leysi á blaðið. Ég tók eftir að hann þekkti liti. „Hann þekkti þá hér áður,“ sagði Kristín til skýringar. Kristín segir að það gleymist stund- um að fleiri eigi erfitt en foreldrarn- ir.„Afar og ömmur og nánir ættingj- ar skipta máli. Það er ekki síður sárt fyrir þau. Við erum svo lánsöm að íjölskyldur okkar hafa stutt okk- ur og Siguijón í hvívetna." „Ég veit að Sigurjón verður aldrei eins og hann var,“ heldur hún áfram. „Eg óska þess bara að honum muni líða eins vel og hægt er að búast við og það takist að gera hann sátt- ari við sjálfan sig. Ég finn að skól- inn og veran í Blesugróf gerir honum gott. Eg neita því ekki að ég hugsa stundum til fyrstu þriggja áranna þegar hann var - að því er allt benti til- heilbrigður. En ég hef sætt mig við að svona er þetta og verður ekki öðruvísi. Hvernigtekuróviðkomandi fólk hon- um , t.d. ef þú ert með hann í versl- unum og hann fer að láta öllum illum látum. „Ég var einmitt nýlega með hann í stórmarkaði og hann var auðvitað í sínum ham. Ég heyrði unglinga segja: Kva- þessi krakki er bara geðveikur. Svo að ég gekk til þeirra og sagði þeim að hann léti svona af því hann væri einhverfur. Og þau þökkuðu mér hjartanlega fyrir. Stundum er ég með bæklinga á mér þar sem einhverfa er útskýrð.í stuttu máli og rétti að fólki ef fram af því er gengið. Því er ákaflega vel tekið og ég furða mig oft á hvað fólk sýnir Siguijóni mikla þolinmæði og stundum meiri en hægt er að ætlast til.“ C 5 „ÞAÐ VAR hrikalegt að búa við það viðhorf að barnið liefði orðið einhverft vegna þess ég væri tilfinningak- öld móðir. Sú kenning var nokkuð lífsseig þó hún hafi verið afsönnuð fyrir löngu. En sektarkenndin sem ég var haldin ofan á annað var erfið og sár. Ég liorfði á Pétur og hugsaði og geri stundum enn: Getur verið að ég hafi gert eitthvað sem orsak- aði þetta? Ég hugsa þetta ekki oft núna en það er ekki djúpt á sektartilfinningu hjá mörg- um foreldrum einhverfra barna.“ Þetta segir Ingibjörg Sig- urðardóttir, hún ermóð- ir Péturs. Hann er 22ja ára og býr á sambýlinu í Trönuhólum. Ingi- björgu fór að gruna að eitthvað væri að barninu strax á fyrsta ári. „Hann streittist á móti þegar maður tók hann og lét vel að honum. Hann vildi engin blíðuhót andstætt systur hans sem er tveimur árum eldri. En hann var meðfærilegur að flestu leyti og þægur. Oeðlilega þægur. Hann var líka óvenjulega laglegt barn. Um hríð reyndi ég að ýta frá mér þessum áhyggjum enda fannst ijölskyldunni greinilega að ég væri að gera úlfalda úr mýflugu.“ Pétur var annað barn foreldra sinna, og seinna eignaðist hann bróður sem er nú 15 ára. Foreldrar hans skildu og móðir hans á 10 ára dóttur með seinni manni sínum. Öll hin börnin hennar eru heilbrigð. Pétur er hávaxinn, fríður piltur með dökk augu og brúnt hár. Hann var á stöðugu rangli þennan tíma sem ég kom í fyrra skiptið í Trönuhóla, en hann virtist ekki vansæll. Um tíma sat hann við að skera og snyrta happdrættismiða og vandaði sig mikið. Ég dáðist að handaverk- um hans. „Þetta er gott, Pétur,“ sagði ég. „Gott, Pétur,“ svaraði hann og var hinn ánægðasti. Berg- málstal er eitt einkenni einhverfu, þ.e. svo fremi þeir hafi náð máli. Þeir grípa síðari hluta setningar og endurtaka hana. Stundum aðeins nokkrum sinnum. Stundum jafnvel tímunum saman. Ég bað Ingibjörgu að segja mér hvenær og hvers vegna vöknuðu hjá henni grunsemdir um að eitt- hvað væri að Pétri. „Það var frekar fljótt sem ég skynjaði að eitthvað væri að,“ segir mamma hans. Og hún losnaði ekki við þessa ótta- kennd og þegar Pétur var milli eins og tveggja ára var hún sannfærð um að þetta væri ekki-eins og það ætti að vera. „Ja, það var svo margt smátt sem safnaðist saman. Hann var svo einrænn, sóttist eftir að vera einn, sat klukkutímum sam- an og handlék spotta eða penna og hann virtist ekki verða var við umhverfi sitt. Eins og hann væri í öðrum heimi. Og alltaf að sveifla þessum pennum. Þú getur ekki ímyndað þér hvað hann var orðinn fingrafimur með pennana. „Hann er bara öðruvísi en stelpan," var alltaf sagt og þegar hönum fór lítið fram var allt tínt til; var Einstein ekki orðinn 3ja ára þegar hann fór að tala og þar fram eftir götunum. Ég fór með hann milli lækna, hann var heyrnarmældur, því mér fannst viðbrögð hans ekki eðlileg en hann reyndist hafa ágæta heyrn. En hon- um fór ekki fram að tala og virtist aðeins læra fá orð. Ég man að einn læknirinn sem skoðaði hann sagðist mundu vera montinn af því að eiga svona son. Slík orð róuðu mig um stund en það togaðist í mér efi og kvíði. Ég vissi að Pétur var ekki eins og önnur börn. Það var ekki bara hann væri seinn.“ Ingibjörg segir að það hafi svo ver- ið Sævar Halldórsson barnalæknir sem vísaði henni til Páls Asgeirs- sonar sem þá var nýkominn til starfa. Páll sá strax að Pétur var skaddaður. „Ég man ekki til að Páll notaði orðið einhverfur við mig en ég man að ég var svo fegin að hann virtist að minnsta kosti kom- inn í réttar hendur. Hann var tekinn á dagdeild barnageðdeildarinnar og þar var hann næstu 2 árin. Nei, ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri lítið hægt að gera og allra síst ugði mig að þetta væri ólækn- andi. Eg held ég hefði heldurekki viljað vita það þá. Að tveimur árum liðnum var mér sagt að það væri ekki hægt að gera meira fyrir hann á barnageðdeildinni. Þá tók Skálat- ún við. Ég vissi við gátum ekki haft hann heima en mér fannst hræðilegt að hann færi þangað. Ég hann þar áfram. Það er alveg stór- kostlegt." Pétur kemur heim aðra eða þriðju hveija helgi en er aldrei yfir nótt. Hann er sjaldan mjög órólegur en ráfar um, stundum er hann pirraður og vill ekki tala við þau. Það er orðið langt síðan þau lærðu að þá er best að láta hann í friði. Þegar hann var lítill bjó fjölskyldan í blokk og Ingibjörg segir að oft hafi heimil- ið verið í hers höndum. „Stundum skellti hann hurð klukkutímum saman, opnaði, skellti, opnaði. Þetta var martröð. Ég skil ekki hvers vegna fólkið í blokkinni kvartaði ekki.“ Aðspurð um álagið á fjölskylduna segir Ingibjörg að það hafi verið mikið. En öfugt við það sem stund- um gerist virtist Pétur halda for- eldrum sínum saman. „Það var eins og losnaði um hjónabandið eftir að Pétur fór. Ég held að ég hefði aldr- ei getað tekið ákvörðun um það ein að láta hann frá mér. Aftur á móti hefur pabbi hans ekkert sinnt hon- um frá því við skildum. Kannski gerir það ekki til Péturs vegna. Kannski fæ ég hann heim mín 'vegna en ekki hans. Þó þekkir hann okkur auðvitað og hann og maður- inn minn eru ágætis mátar og Pét- ur vill að hann sæki sig.“ Ingibjörg segir að Pétur þoli illa hávaða og eins og Eiður er hann Pétur og móðir hans, Ingibjörg Sigurðardóttir. veit að starfsfólkið var allt af vilja gert en aðbúnaðurinn var svo ömur- legur og óhrjálegur að ég hugsa til þessa tíma með hryllingi. Pétur hafði verið mældur og var ekki með háa greindartölu og var raunar er- fitt að mæla hann. En mér fannst skelfilegt að þurfa að láta hann þangað. Ég hafði aldrei komið á heimili fyrir þroskahefta, allt var yfirfullt og hrörlegt og Pétur bara lítill fimm ára drengur. Hann var í herbergi með tveimur fullorðnum vangefnum mönnum. Égvonaþetta hljómi ekki eins og ég sé með for- dóma gagnvart þeim sem voru á Skálatúni. Mér hnykkti svo mikið við og munurinn á Dalbrautinni og Skálatúni var ótrúlegur. Og ég var upptætt og ómöguleg. Svo var okk- ur sagt að hann þyrfti aðlögun og við skyldum ekki koma næstu tvær vikur.“ — Þekkti hann ykkur þegar þið komuð svo í heimsókn? „Ja, ég hugsa það en hvort hann gladdist veit ég ekki. Pétur er skóla- bókardæmi um einhverfan einstakl- ing — við höfum aldrei skipt hann máli, hvorki fyrr né síðar. Ef svo er hefur hann aldrei verið fær um að láta það í ljósi. Það hafa aldrei myndast við hann sérstök tengsl,' þau voru kannski fremur við föður hans þegar hann var barn. Því voru viðbrögðin engin þegar við komum. Þau eru yfirleitt aldrei nein, skil- urðu.“ Pétur var á Skálatúni í 2 ár, þá fór hann aftur til veru á barnageðdeild- inni vegna þess að kennari hans á Skálatúni taldi sig merkja einhveija framför. En það reyndist ekki vera og Pétur fór aftur í Skálatún og var þar uns Trönuhólaheimilið tók til starfa. Ingibjörg segir að Pétur hafi verið ljónheppinn að komast þangað. „Og sem betur fer verður viðkvæmur fyrir stríðni. Hann á tuskukött sem hún gaf honum og bregst hinn versti við ef einhver tekur köttinn. Samt leikur hann sér ekki, en hann lagartil í herberginu og er fyrir að hafa snyrtilegt í kringum sig. Honum þykir gott sælgæti en tekur það aldrei nema með leyfi. Hann virkar afskiptalítill en starfsfólkið í Trönuhólum segir hann vera að opnast svolítið og gera sér meiri grein fyrir umhverfi sínu. „Það er kannski gott,“ segir Ingibjörg. „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Ég hélt lengi fram- an af að hann myndi þroskast eitt- hvað. Bara örlítið. Ég hef fyrir löngu áttað mig á að hann mun ekki gera það. Eg er bara ánægð að hann er innan um gott fólk sem annast hann með réttum tökum. Hann getur ekki lært að lesa en mér er sagt hann hafi 300 orða forða.“ Ingibjörg segir að það hafi verið stórkostlegt þegar foreldrar ein- hverfra mynduðu með sér samtök: „Ég var svo ein með þetta. Mér fannst erfitt að skilja það og sætta mig við að hann yrði alltaf svona. Gæti aldrei lifað því sem við köllum eðlilegu lífi. En samt hefur Pétur breyst. Hann er að mörgu leyti ljúf- ur og viðráðanlegur, bregst ekki jafn illa við snertingu og það má stijúka honum gætilega um hárið. En hann verður pirraður ef það er of mikið. Þá víkur hann sér undan eða fer bara.“ „Ég veit ekki hvort er erfitt að skiljaþað," segir Ingibjörg. „En mérjiykir óskaplega vænt um Pét- ur. Eg veit ekki hvort hann gerir sér grein fyrir mér eða hefur tilfinn- ingar til mín enda skiptir það ekki máli nú orðið. Það er sárt að hann er eins og hann er en mér þykir ákaflega vænt um hann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.