Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 C 29 Laugardalnum. að gestirnir geta virt refina fyrir sér. Svo má nefna dúfnahús í Bræðraparti og aðstöðu fyrir skóla- börn í Hafrafelli og svona mætti lengi telja,“ sagði Asa. Henni og hinum starfsmönnunum var ekki til setunnar boðið því enn var eftir að girða húsdýragarðinn, helluleggja og malbika stíga, gróðursetja og ýmislegt fleira. Góð lækn- isþjónusta Til Velvakanda. Mikið hefur undanfarið verið rætt og ritað um krabbamein, bæði í sjónvarpi og blöðum, um það hvernig best væri að styðja það fólk sem ætti svo bágt að vera með þennan hræðilega sjúkdóm, en langaði til að vera inn á sínu heim- ili og með sinni fjölskyldu sem lengst, en gæti það ekki nema með hjálp frá sérmenntuðu fólki. Hefur mér fundist þetta helst tilheyra Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ég man að hafa hlustað á þátt þar sem kona sagði frá hversu ómetanlegt það væri að fá svona hjálp. Kom mér þá í hug hvað við ættum gott sem búum á norðanverðu Snæfells- nesi og tilheyrum Ólafsvíkurlæknis- héraði að eiga svona góðan lækni, sem Sigurður Baldursson er. Hann er minn læknir og hefur það komið mér vel síðan minn ágæti Kristófer Þorleifsson flutti burt. Spurði ég Sigurð hvernig hann liti á þessi mál, að leyfa fólki að vera sem lengst heima ef það óskaði eftir því sjálft og hvaða áhrif það hefði á börnin ef þau væru á heimilinu. Sagði hann mér þá frá ungri konu sem lá heima síðustu vikurnar og átti einkason, ungan. Konu þessa annaðist Sigurður nótt og dag. Fannst honum soriur hennar þrosk- ast mikið við þessa bitru lífsreynslu. Læknar eru tveir í Ólafsvíkur- læknishéraði. Ég veit ekki hvort þeir sinna svona málum sameigin- lega, en hitt veit ég að þeir fylgja báðir sínum sjúklingum úr hlaði ef með þarf. Guð gefi að landsbyggðin eigi sem víðast svona góðan heilsu- gæslulækni sem Sigurður Baldurs- son er. Kona frá Snæfellsnesi Varaflugvöllur og mengunarmál Tilmæli til hestafólks Til Velvakanda. Nú er sá tími að koma að sól hækkar á lofti og dag fer að lengja og þá flykkist fólk út með hesta sína og fer í reiðtúr. Þar er fólk á öllum aldri. Það sem mér fínnst verst að sjá og er tilefni þessarar greinar eru öll þessi börn og unglingar sem eru í útreiðartúrum með galsa og gleði, og eru hjálmlaus. Það er staðreynd að hjálmurinn hefur oft komið í veg fyrir alvarleg slys þegar fólk hefur dottið af baki. Því ættum við öll að taka höndum saman og reyna að stuðla að því að sem flestir bæði ungir og gamlir noti hjálma við útreiðar. Við sem eldri erum ættum því að sýna gott fordæmi og nota hjálma, við getum ekki ætlast til að ungmennin noti þá ef við viljum það ekki. Það getur ekki verið svo slæmt eða púkó að nota hjálma þegar við höfum öryggið í huga, að það sé ekki framkvæmanlegt. f.h. kvennadeildar Fáks, Halldóra Guðmundsdóttir Til Velvakanda. Fimm milljónir rúmmetra af menguðum jarðvegi, segir í DV 29. mars sl., fyrirfinnist á sorphaugum á Heiðarflalli á Langanesi. Þetta er hið versta mál segir Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra. „Það er greinilega slæmt ástand alls staðar á landinu í sorphirðu- málum. Þetta er stórt mál sem verður farið í hér af fullum krafti,“ sagði Júlíus Sólnes. Fyrir mig sem trillukarl á þeim miðum er liggja í Eiðisvík og við Langanes, er þetta vissulega hið versta mál. Undirritaður fær ekki betur séð, en að nú sé lag hjá umhverfisráð- herra svo og samgönguráðherra. Aldrei í sögunni hafa ráðherrar á íslandi fengið betra vápn í hend- ur en þetta mengunarmál. Þeir eiga strax sem sannir víkingar að snúa vápninu sér og þjóðinni í vil. Þeir eiga nú þegar báðir með utanríkisráðherra í broddi fylking- ar að ganga til samninga við Bandaríkin um hreinsun á svæð- inu, sem með nútíma tækni og þekkingu verður með skjótum hætti leyst. Jafnframt opnast skilningur á gagnkvæmu samstarfi fyrr og nú, á þann veg að hvergi á landinu er heppilegra að staðsetja nauð- synlegan alþjóðavaraflugvöll, en norðan við Þórshöfn á Langanesi. Þetta er hugsað landfræðilega og vistfræðilega. Umhverfismengun yrði þar í lágmarki, menn búnir að koma upp öflugum mengunar- vörnum og þekkingu sem því fylg- ir. Jafnframt yrði á skjótan hátt og virkan auðvelt að fylgjast með hafinu norður og austur af landinu, þar sem enn stærri meng- unarvaldur er ríkjandi, nefnilega kjarnorkuflotinn í hafinu norður og austur af landinu. Með fullkomnu vegasambandi frá alþjóðaflugvellinum á Þórshöfn austur til Vopnafjarðar, og áfram gegnum jarðgöng upp á Hérað á Egilsstaði og síðan áfram niður á Reyðarfjörð í austur og hina leið- ina til Húsavíkur, hafa ráðherrar samgöngu- og umhverfismála stórkostlega möguleika i hendi sér. Fjöldinn allur af atvinnumögu- leikum munu skapast á norður- og austurlandi. Varaflugvöllurinn staðsettur á hinu landshorninu, með fullkomið tengiflug í allar áttir, svo og vegi af nýjustu gerð í þágu almannavarna. Við eigum að semja ájafnréttis- grundvelli. Við leggjum til nauð- synlega aðstöðu í eftirlitsgeiran- um, en fáum á móti öryggismál í samgöngum í gott lag. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðar- og samgönguráðherra ásamt öðrum þingmönnum í kjör- dæmi Norðurlands eystra, verður búinn að leysa flest atvinnu- og byggðamál í sínu kjördæmi til langrar framtíðar. Þetta er meira alvörumál heldur en það aprílgabb, sem ráðherrann tók þátt í, væntanlega þjóðinni allri til blessunar. Vestarr Lúðvíksson, trillukarl á Bakkafirði. FiRMINGARGJAFIR X^skíði allt allt öðruvísi. Skíði/ skíðapakkar/ Frábært verð Kúlutjöld 7.950,- 3-4 manna Svef npokar 4.990,- Frostþolnir Bakpokar 4.880,- SPORTLEiGAN - skíðavöruverslun v/Umferðarmiðstöðina. sími 19800. AU PAIR í U.S.A. Vistaskipti í Bandaríkjunum í eitt ár. Ert þú á aldrinum 18 til 25 ára? Þú ert með bílpróf og reykir ekki. Þú hefur þar að auki reynslu af börnum eða kornabörn- um og ert góð í ensku! Þá getur þú, á löglegan hátt, fengið að upplifa skemmtilegt og lærdómsríkt ár sem Au Pair í Bandaríkjunum. Og látið drauminn um útlönd rætast. 3000 Au Pair unglingar hafa farið til Bandaríkjanna á veg- um Atlantis síðan 1986. „Besta árið sem ég hef nokkurn tím- ann upplifað" segja margir þeirra - og hafa eignast marga bandaríska vini til að heimsækja. Nú er tækifærið! Biddu um meiri upplýsingar! Brottför er þann 26. júní frá Keflavík, svo þú verður að vera fljót að til- i kynna þig! Sendu svarseðilinn eða hringdu í síma 91-62 58 33. Strax í dag! Ef þig langar til að gerast Au Pair í Noregi getum við boðið þér vist hjá ágætum fjölskyldum um allan Noreg. Settu kross á svarseðilinn ef þú vilt frekar kynnast norsku fjölskyldulífi, norskri náttúru og menningu. Brottfarir einnig í júlí og ágúst. Sendu inn svarseðilinn strax í dag og þú færð frekari upplýsingar. Eða hringdu í síma 91-62 58 33 frá kl. 15-21 og um helgar. NORSK STIFTELSE FOR UNGDOMSUTVEKSUNG Arnþrúður Jónsdóttir □ Já, ég hef mikinn áhuga á tilboði Atlantis um Au Pair vist í Bandaríkjunum. Sendið mér strax frekari upplýsing- ar. ATH. Þú þarft að vera snögg að skrá þig. Stöðufjöldi er takmarkaður. □ Eg vil frekar fá upplýsingar um Au Pair vist í Noregi. Sendið mér upplýsingar. Nafn ______________________________________________________ Heimilisfang_______________________________________________ Póstfang___________________________________________________ Sími_______________________________________________________ Sendisttil: ATLANTIS Arnþrúður Jónsdóttir Þórsgata 26 101 Reykjavík H~1 -1 h-( Q W co Pö < > CO atlantis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.