Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1990 „Grease á sýru“: Unglinga- gengið í nýjustu John Waters- myndinni. EKKIEINS VILLTUR Greifinn af gubbustílnum, bandaríski leikstjórinn John Waters (Bleikir ftamingóar), hefur gert nýja mynd sem hann vonast til að geti runnið með megin- straumum amerískra bíómynda en hún heitir „Cry-Baby“ og er líkust „Grease á sýru“ eins og aðalleikarinn í myndinni orðaði það. Líkt og „Hairspray", er markaði upp- hafíð á nýjum og hvað skal segja . . . geðþekkari ferli Waters, gerist „Cry- Baby“ í heimabæ hans, Baltimore, og fjall- ar um unglingagengi í menntaskóla en félagar þess leggja mikið uppúr því að vera „slæmir“, þ.e. „þora að vera þeir sjálf- ir“ eins og Waters segir. Andstæðingarnir eru „hreinlega fasistar“, a.m.k. með léleg- an fatasmekk, engan húmor og hryllilegan tónlistarsmekk. Síðan er barist þarna á milli um m.a. góðu stelpuna sem langar til að vera slæm. Það er að vísu gubba í myndinni (bara ein) og rottur (ekki á diskum) og góðu gæjarnir eru hreyknir af því að vera slæm- ir en annars lítið sem fer í velsæmis- taugamar. „Ég er ekki eins reiður og ég var áður,“ segir Waters.- „Ég rækta vini mína og íjölskyldu. Ég sé ekki eftir neinu frá mínum villtari, yngri árum; ég er mjög hrifínn af því tímabili en ég held að það væri eitthvað að mér ef ég hagaði mér þannig núna.“ TOFRAHEIMUR TATARANNA Gagnrýnendur beggja vegna Atlantsála hafa mikið hrósað nýrri mynd Tataraamma í furðuheimi; úr mynd Júgóslavans Emirs Kusturiea. júgóslavneska verðlauna- leikstjórans Emirs Kusturica (Þegar pabbi fór í viðskiptaferð), sem heitir Tataralíf, en hún gerist í töfra- heimi tataralífsins í Mið-Evrópu. Tatarar hafa löng- um mátt búa við nei- kvætt almenningsálit en Kusturica ku opna sérstæða sýn í líf þeirra sem spannar allt frá ýtrasta raun- sæi til hreinræktaðs súrrealisma í þroska- sögu um tataradreng með yfirnáttúrulega hæfíleika er yfirgefur ömmu sína og lærir svik og pretti undir handleiðslu n.k. Fag- ins á Ítalíu. Þetta er heimur þar sem ólétt brúður svífur um loftið og gaflar takast á loft, börn eru keypt og seld, eiðar eru rofnir, krypplingar betla og stelpur hórast. Flestir leikaramir í myndinni - í henni er töluð rúmenska - eru tatarar en Kusturica sem hvorki legg- ur dóm á hinn miskunnar- lausa heim né fjallar um hann af óþarfa tilfínninga- semi þykir hafa tekist sér- lega vel upp. ■ TOMHANKS undirbýr sig nú af kappi að takast á við aðalhlutverkið í nýjustu mynd Brians De Palma, „Bonfíre ofthe Vanities", eftir metsölubók Toms Wolfs. Hann leikur verð- bréfasalann ólukkulega Sherman McCoy. ■ FYRSTA ÍSLENSKA kvikmyndahátíðin í Kína stendur nú yfir í Peking með myndunum Skyttumar, Atómstöðin og Stella í orlofi. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður er viðstaddur hátíðina. ■ LEIKSTJÓRINN John Frankenheimer hefur gert stríðsmyndina „The Fourth War“ eða Fjórða stríðið með Roy Scheider og Jurgen Prochnow í hlutverki gam- alla stríðshetja sem heimur- inn hefur ekki mikið að gera með lengur. ■ RÚSSNESKIleiksljónnn Andrei Konchalovsky snýr nú aftur til Moskvu í fyrsta sinn í 11 ár að gera myndina Sýningarmanninn með Tom Hulce í aðalhlutverki. Myndin fjallar um einkasýn- ingarstjóra Félaga Stalíns. ■ HARÐUR HEIMUR auglýsingaheimurinn. Nýj- asta mynd breska leikarans Michaels Caine heitir „ A Shock to the System" en í henni leikur Caine auglýs- ingamann sem myrðir til að komastátoppinn. AGUST GERIR SJÓIMVARPS- MYND FYRIR BRETA A Agúst Guðmundsson 1 . kvikmyndagerðarmaður hefur gert samning við bresku sjónvarpsstöðina Thames Television um að leikstýra nýjum sjónvarps- þáttum byggðum á sögu breska rithöfundarins Rose- mary Sutcliff, „Blood Feud“ eða Blóðhefnd. Tökur hefjast í Wales og jafnvel á íslandi í sumar að sögn Ágústs en um er að ræða 100 mínútna mynd sem verður líklega sýnd í íjórum hálftíma þáttum. Aðalhlut- verkin verða í höndum br- eskra leikara en ef verður af tökum á íslandi er líklegt að Islendingar verði í smærri hlutverkum. Ágúst hafði sl. haust verið að kynna aðilum í Bretlandi hugmyndir sínar að hinum ýmsu víkingamyndum eins og Hamarinn og krossinn þegar honum bauðst verk- efnið hjá Thames en Blóð- hefnd gerist einmitt á vík- ingatímanum og segir frá ungum Kelta ér lendir í átök- um á milli stríðandi fylkinga t-Hir 6r varpsg®}' giguvðs- ÓVafe JSrigð’ 3arðaV~ ■ sonar, Flúðum cw«rSnd“»“K“K- mmutna þ . .arðar- unn'- „'Særsta verk- innar er s3jðnvarp- efniðsem^a árið. \ð leggur KVIKMYNDIR /Eitthvaó fy-rir alla? Bylting í bíósýningum EF FLETT er uppá þegar gulnaða bíóauglýsingasíðu Morgunblaðsins fyrsta sunnudaginn í mars 1980 þá kemur í ljós að bíóin á höfúðborgarsvæðinu bjóða uppá samtals 17 myndir. Þá voru kvikmyndahúsin fimm fleiri en nú. Fyrir viku, tíu árum seinna, kemur í ljós að myndirnar eru orðnar 44, að barnasýningum og tveimur myndum á Franskri kvikmyndaviku meðtöld- um. Og úrvalið er í takt við aukninguna. Óskars- verðlaunamyndir frá Bat- man til Bekkjarfélagsins hafa gengið sér til húðar í bíósölun- um hér löngu áður en Óskar- inn er af- hentur og aðrar eins og Fæddur 4. júlí og Ekið með Daisy eru sýndar um sama eftir Arnald Indríðoson leyti og Óskarinn er veittur. Fyrir tíu árum máttum við bíða í a.m.k. ár eftir Óskars- mynd. Kvikmyndablöð, sem greina frá því nýjasta í Bret- landi í mánuði hveijum fyrir breska kvikmyndahúsa- gesti, eru undantekningar- laust úrelt uppi á íslandi því myndirnar sem ijallað er um gengu kannski fyrir tveimur mánuðum eða meira. Þetta er sannkölluð bylt- ing í bíósýningum. Kvik- myndahúsunum hefur fækkað - Hafnarbíó, Tónabíó, Nýja bíó, Gamla bío og bíóin í Hafnarfirði hafa pakkað saman á und- anförnum 15 árum eða svo - en kvikmyndasölunum hefur fjölgað mjög síðustu ár og eru nú, með nýjustu viðbótinni í Háskólabíói, ríflega 20 talsins. Það er alltaf talað um að íslending- ar séu óforbetranlegir bíó- sjúklingar (rúm milljón manns fór í bíó 1988) og þeir sem græða mest á auknu og bættu bíómynda- úrvali eru auðvitað áhorf- endur.„Þetta er rosalegt úrval,“ sagði Árni Samúels- son bíóeigandi í símaspjalli en þróunin hefur orðið svo ör að „það er varla komin reynsla á þetta ennþá.“ Samkeppnin hefur harðnað og það er borgað meira fyr- ir nýrri myndir. Nylega hækkaði verð á mynd um 300.000 krónur eftir að tek- ið var að beijast um hana. „Fólk er orðið mjög kröfuhart á myndir og vill hafa þær góðar og nýjar en það geta ekki allir alltaf verið með A-myndir,“ sagði Grétar Hjartarson í Laugar- ásbíói. Kannski ekki alltaf en nú um stundir er úrvalið í bíóunum sérlega mikið og gott og í þeim ættu bókstaf- lega allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ágúst Guðmundsson; breskir þættir úr víkinga- tímanum. víkinga. „Hugmyndin var fyrst viðruð við mig í haust en ég hafði ekki gert ráð fyrir að neitt yrði úr og var eiginlega búinn að afskrifa þetta dæmi þegar þeir höfðu aftur samband og vildu af stað,“ sagði Ágúst. Thames-stöðinni var á sínum tíma boðin þátttaka í sjónvarpsflokknum um Nonna og Manna en ekkert varð úr. Þegar svo yfirmaður dagskrárgerðar stöðvarinnar sá þættina líkaði honum vel hlutur Ágústs og setti sig í samband við hann. Handrit þáttanna er eftir Bretann David Joss Buckley en leikarahópurinn hefur ekki verið ákveðinn. Blóð- hefnd mun flokkast undir ijölskyldumynd en höfundur- inn, Rosemary Sutcliff, hefur skrifað sögulegar skáldsögur fyrir unglinga. „Sagan er mjög góð,“ sagði Ágúst. „Strax og ég las hana fann ég að ég vildi gjarna gera þessa mynd. Það sem hefur komið frá handritshöfundin- um er mjög gott og ég hef átt við hann gott samstarf. Allt er á réttri braut og mér sýnist skynsamlega að mál- um staðið á alla lund.“ IBIO Frá því að íjölsalabíó- in skutu rótum í Reykjavík hefur verið sáralítið um frumsýn- ingar í smærri sölum þeirra. Háskólabíó, sem nú hefur opnað sinn þriðja aukasal, breytir þessum sið mjög til hins betra því frumsýningar eru í öllum sölum bíósins, jafnvel á Óskarsverð- launamyndum eins og Paradísarbíóinu, sem frumsýnd var í sal 4 um síðustu helgi. Salir Háskólabíós eru líka stórir og rúmgóðir og standa vel undir frumsýningum og sú stefna að leggja áherslu á Evrópumyndir í hinum nýopnuðu sölum er kær- komin og mörgum eflaust langþráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.