Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 1" Sameining Samvinnubankans og Landsbanka endanlega samþykkt: Samyinnubankinn fyrst um sinn sjálfstæð eining Á AÐALFUNDI Samvinnubanka íslands í gær var samþykkt tillaga um sameiningu bankans og Landsbanka íslands í framhaldi af kaupum Landsbankans á meirihluta hlutabréfa í Samvinnubankan- um. Viðskiptaráðuneytið veitti eins og komið hefur fram leyfi til sameiningarinnar í fyrradag og rituðu forráðamenn Samvinnubank- ans og Landsbankans undir samning þar að lútandi að afioknum aðalfiindinum. Við sameininguna tekst Landsbankinn á herðar fyllstu skyldur og skuldbindingar vegna starfsfólks og viðskipta- vina Samvinnubankans en bankinn verður fyrst um sinn rekinn sem sjálfstæð eining innan Landsbankans. „Samvinnubankinn sem hluti af Landsbankanum starfar áfram,“ sagði Björn Líndal aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ætlunin er að koma við verulegri hagræðingu innan hins sameinaða banka. Þetta verð sem við kaupum bréf hluthafa á, byggist á því að sem viðskipta- banki getum við náð hagræðingu út úr þessum kaupum og það felur í sér að við munum reyna að sam- eina ýmsa verkþætti innan bank- anna beggja þegar til lengri tíma er litið.“ Bjöm sagði að ráðningarsamn- ingar starfsfólks yrðu óbreyttir að öllu leyti nema því að í stað ráðn- ingaraðila sem var Samvinnubank- inn, „þá hefur orðið sú breyting að í dag er það Landsbankinn. Sam- vinnubankinn verður rekinn sem sérstök eining innan Landsbank- ans en allt annað verður óbreytt á næstunni. Við munum reyna að bjóða alla þá þjónustu sem hvor banki býður í dag í báðum bönkun- um innan tíðar.“ Bankarnir hafa skipað samein- ingamefnd sem í eiga sæti banka- stjóri, aðstoðarbankastjóri og for- maður starfsmannafélags hvors banka en vandað verður sem kost- ur er til alls skipulags vegna sam- einingarinnar með sérstöku tilliti til starfsfólks bankanna og við- skiptavina, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Landsbankanum. Samkvæmt auglýsingu Lands- bankans sem birtist í Morgunblað- inu í dag fá hinir 1.500 hluthafar sem hafa átt hlutabréf í Samvinnu- bankanum bréf á næstunni um hvemig hlutabréf þeirra verða greidd út. Krafa hluthafa í Sam- vinnubankanum hefur nú breytst í beiiia peningakröfu á hendur Landsbankanum. Tilboðið til hlut- hafanna gildir til 31. maí og verða hlutabréfin keypt á genginu 2,749. VEÐUR V ÍDAGkl. 12.00: Heímild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) Margir dyggir stuðningsmenn Samvinnuhreyfingaminnar stigu í pontu á aðalfúndi Samvinnubankans í gær til að lýsa yfir vonbrigð- um sínum með afdrif bankans. Starfsfólk útibús Samvinnubankans á Selfossi flaggaði í hálfa stöng. Aðalfimdur Samvinnubankans: Hagnaður varð 48 niiilj- ónir á síðastliðnu ári Afskrifiið töpuð útlán 57 milljónir HAGNAÐUR af rekstri Samvinnubankans, veðdeildar og Stofiilána- deildar samvinnufélaga varð tæpar 48 milljónir króna á árinu 1989 þegar tekið hafði verið tillit til greiðslu tekjuskatts að fjárhæð 2 millj- ónir. Lagðar voru 40 milljónir í afskriftareikning útlána og afskrifúð töpuð útlán námu 57 milljónum króna en þar af voru 15 miHjónir hjá Stofnlánadeild. Eigið fé Samvinnubankans, veðdeildar og Stofnlána- deildar var í árslok orðið 738 milljónir og hafði hækkað um 150 milljón- ir eða um 25,5%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt skilgreiningu laga uin viðskiptabanka hækkaði úr 8,3% í árslok í 8,6%. Heiidarinnlán Samvinnubankans voru 7.230 milljónir í árslok og höfðu aukist um 1.331 milljón eða 22,6% á árinu. Hlutdeild Samvinnubankans í heildarinnlánum viðskiptabankanna var 8% í árslok. Heildarútlán bank- ans jukust á árinu úr 5.279 milljónum í 6.263 milljónir eða um 18,6%. Geir Magnússon, bankastjóri, sagði í ræðu sinni í gær á aðalfundi Samvinnubankans að með stofnun íslandsbanka hefði Samvinnubank- inn orðið eini litli einkabankinn sem hefði átt að öllu eðlilegu að skapa honum mikla möguleika á aukinni markaðshlutdeild. „Það eru margir viðskiptamenn litlu einkabankanna sem vilja eiga sín viðskipti við lítinn persónulegan banka. Umræðan um sölu Samvinnubankans kom því mið- ur í veg fyrir að hægt væri að nýta sér þessa sóknarmöguleika. Fólk flytur ekki viðskipti sín til banka sem hefur óvissa framtíð.“ Geir gerði einnig að umtalsefni hvað áhrif sá langi tími sem opinber umræða var um sölu bankans hefði haft á rekstra- rumhverfí hans. „Það má segja að bankinn hafi verið mest allt árið banki án framtíðar og þar af leið- andi ekki átt möguleika á nýjum við- skiptum. Stundum mátti þakka fyrir að fjölmiðiafárið hafi ekki hrakið stóran hluta af viðskiptamönnum bankans í burt með yfirlýsingum um að bankinn væri að komast í þrot. Þær yfirlýsingar voru algjörlega ástæðulausar eins og fram kemur í. ársskýrslu bankans." I niðurlagi ræðu sinnar sagðist Geir telja að við núverandi skilyrði hefði Samvinnubankinn átt góða markaðsmöguleika. Hann kvaðst sannfærður um það að Samvinnu- banki íslands hefði aldrei verið seld- ur ef reglur um atkvæðisrétt hefðu verið þær sömu og hjá samvinnufé- \ lögunum, einn maður eitt atkvæði. Því miður hefði kraftur fjármagnsins ráðið úrslitum. VEÐURHORFUR í DAG, 28. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Heldur vaxandi 985 mb lægð um 400 km vestsuö- vestur af Reykjagesi hreyfist norðaustur. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Él um vestanvert landið og austur með norðurströndinni, en úrkomu- laust og víða léttskýjað á Austur- og Suðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Horfur á sunnudag og mánudag. Fremur hæg vestan- og suðvestanátt um mest allt land. Slydduél við vestur- og norðurströndina, en rigning eða skúraveð- ur á Suður- og Suðausturlandí. Annars staðar verður skýjað, en úrkomulítið. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10' Hitastig: 10 gráður á Celsíus \/ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður %n VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 alskýjað Reykjavík 2 skúr Bjðrgvin 4 haglél Helsinki 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 6 skúr Narssarssuaq +5 snjókoma Nuuk +10 snjókoma Ósló 9 skýjað Stokkhólmur 10 rigning Þórshöfn 5 skýjað Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 10 hálfskýjað Barcelona 16 þokumóða Berlín 10 skýjað Chicago 19 skýjað Feneyjar 19 þokumóða Frankfurt 10 rigning Glasgow 10 skýjað Hamborg 7 skúr á síð. kl.st Las Palmas 18 skýjað Lundúnir 12 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 10 skúr Madríd 18 skýjað Malaga 20 mskýjað Mallorca 20 hálfskýjað Montreal 19 skýjað NewYork 12 þokumóða Orlando 19 alskýjað Parfs 14 rigning Róm 17 léttskýjað Vín 17 skýjað Washíngton 21 mlstur Winnipeg +5 frostúði tfífeVfi — Stjóm SH endurkjörin Jón Ingvarson endurkjörinn formaður sljórnar Olsen, Jón Friðjónsson, Brynjólfur Bjamason og Haraldur Sturlaugs- son. _. ____ Mál lyfla- fræðings- ins til RLR ENGAR breytingar urðu á aðal- s^jórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna við lok aðalfúndar henn- ar, sem lauk í gær. Jón Ingvarsson var endurkjörinn formaður stjórn- arinnar, en breyting varð á vara- stjórn og stjórn IFPL í Grimsby. Stjörn Coldwater var endurkjörin án breytinga. A fundinum var jafnframt sam- þykkt tillaga Jóns Ingvarssonar þess efnis, að framvegis nægi samþykki þriggja fjórðu hluta félagsmanna til að breytingar á stofnsamningi fé- lagsins nái fram að ganga. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, gaf ekki kost á sér til -endurkjörs í varastjórn SH og stjórn IFPL i Grimsby. í hans stað kom inn í vara- stjóm Pétur Þorsteinsson og Björn Úlfljótsson tók sæti hans í stjóm IFPL. Þá kemur Agnar Friðriksson inn í stjórn IFPL í stað Ingólfs Skúla- sonar, en Agnar tekur nú við starfi forstjóra af Ingólfi. Stjórn SH er nú skipuð eftirtöldum mönnum: Jón Ingvarsson, formaður, Ólafur B. Ólafsson, varaformaður, Guðfínnur Einarsson, ritari, Aðal- steinn Jónsson, Ágúst Einarsson, Guðmundur Karlsson, Gunnar Ragn- ars, Jón Páli Halldórsson og Rögn- valdur Ólafsson. í varastjórn sitja nú Pétur Þor- steinsson, Magnús Kristinsson, Svav- ar B. Magnússon, Lárus Ægir Guð- gf-inundsson, Finnbogi Jónsson, Rakel MAL lyflafræðings á Landakots- spítala, sem grunaður eru um að hafa dregið sér fé, verður sent Rannsóknarlögreglu ríkisins á næstu dögum. Málið kom upp þeg- ar Ríkisendurskoðun kannaði lyljakaup St. Jósepsspítala í Hafn- arlírði, en þar starfaði lyfjafræð- ingurinn áður. Honum hefúr nú verið vikið úr starfi. Samkvæmt upplýsingum Ríkis- sndurskoðunar kom ýmislegt óeðli- legt í ljós varðandi lyíjakaupin í St. Jósepsspítala og í framhaldi af því var farið að skoða störf mannsins nánar. Ekki er vitað hversu lengi meintur fjárdráttur stóð yfir, en nú er verið að kanna reikninga undan- farinna mánuða. Þá er ekki ljóst um hversu háar fjárhæðir er að ræða og Morgunblaðið fékk ekki upplýs- ingar um hvernig maðurinn hefði staðið að meintum Ijárdrætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.