Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 31 árum. Þá skal ekki gleymast hlutur þeirra Péturs og Svanborgar í Stykkishólmi og frændgarð síns þar. Að endingu færi ég Önnu, ekkju Sveinbjörns, fósturbörnum hans og börnum og barnabörnum þeirra samúðarkveðjur mínar, flölskyldu minnar og móður. Hvíli kæri frændi, „kall minn“, í friði. Ólafur H. Óskarsson Það var þegar farið að huga að því að halda upp á 100 ára afmæl- ið hans Bjössa frænda — ef Guð lofaði — og þá í leiðinni 70 ára hjú- skaparafmæli og 96 ára afmæli eig- inkonunnar Önnu Kristínar Björns- dóttur. En ekki er allt eins og mennirnir ætla. Sveinbjörn Pétursson lést að- faranótt sumardagsins fyrsta, 19. apríl 1990 og verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju í dag, laug- ardaginn 28. apríl. Ég vil hér í nokkrum orðum þakka þá samfylgd sem ég hef notið á hans háu elliárum. Sennilega hef ég fyrst séð afa- bróður mannsins míns árið 1970 þegar ég kom fyrst til Flateyjar á Breiðafirði. Þá var hann um átt- rætt, en mér eru fyrstu kynnin ekki alveg ljós. En eftir að ég fór að koma oftar til Flateyjar þegar hann var að nálgast nírætt varð samband okkar alltaf nánara. Ég bar mikla virðingu fyrir þess- um hnarreista áhugasama og dugmikla öldungi sem var alltaf hressilegur og það fór aldrei á milli mála hver meining hans var á hlut- unum. Hann kallaði varnaðarorð til unga fólksins um að passa sig í stiganum og á þessu og hinu, en hljóp sjálfur um allt eins og ung- lamb. Sveinbjörn missti heyrnina um fertugt. En það gat enginn sem ekki þekkti til ímyndað sér að hann heyrði ekki. Hann talaði bara í spurningum og fékk þannig að fylgjast með því sem hann vildi fá fréttir af. Einnig hafði ég alltaf með mér góðan svartan tússpenna og skrifblokk þegar ég fór á hans fund. Eins var hann alltaf með allt á hreinu varðandi það sem var í frétt- um og veðurfréttum á hveijum degi. Þau hjónin virtust hafa sitt eigið táknmál sem var aðaltenging Svein- bjarnar við fréttir þjóðfélagsins. Það var aðdáunarvert að sjá og eyri, reyndist hann góður og um- hyggjusamur sonur og ekki síst eftir að hún fluttist á Dvalarheimil- ið í Skjaldai-vík. Hann heimsótti hana svo oft sem við var komið, stundum veikur og þjáður og daginn sem kallið kom, hafði hann ráðgert að heimsækja hana og það hefur hann vissulega gert, en nú laus við alla fjötra. Steini var fremur dulur í skapi og bar ekki tilfinningar sínar á torg en var tryggur vinur vina sinna. Orðheppinn var hann og spaugsam- ur í góðra vina hópi, á sinn rólega og yfirlætislausa hátt. Hann dvaldi oft hjá okkur um tíma á sumrum í sínum fríum og gekk þá gjarnan að heyskap með okkur og tók hraustlega til hendi, meðan hann hafði til þess heilsu. Þakklát í huga geymum við margar dýrmætar minningar frá þessum árum. Á annan áratug háði hann harða baráttu við hinn erfiða sjúkdóm sykursýkina. Veikindi sín bar hann heyra þau „tala“ saman á sinn hátt. Ég fékk fljótt áhuga á að láta hann skilja mig og gekk það ótrú- lega vel. Við vorum komin með vísi að okkar táknmáli þegar sjón hans þvarr svo til alveg nú á síðasta ári. Það gustaði af Sveinbirni meðan hann var og hét í Flatey. Allt skyldi ganga hratt og vel fyrir sig og lagði hann til þess dijúga hönd á plóg- inn. Það átti ekki að vera með neitt hangs þegar verk var til að vinna. Honum féll heldur aldrei verk úr hendi og var iðinn við að tálga út fugla, hesta og ýmis önnur dýr sem hann svo gaf vinum sínum og þá sérstaklega þeim sem ekki voru háir í loftinu. Sveinbjörn dvaldist hjá tengda- foreldrum mínum, Ágústi Péturs- syni og Ingveldi Stefánsdóttur, þeg- ar hann kom í kaupstaðarferð og í sláturtíð inn í Hólm og það brást ekki að með næstu ferð frá Flatey kom gott bréf ásamt matarsendingu af einhveiju tagi — egg, lundi, harð- fiskur, rafabelti, hnoðmör, rúllu- pylsa, kartöflur eða kjötlæri. Seinustu árin sem þau Anna og Sveinbjörn voru í Flatey var Svein- björn farinn að gista hjá okkur í þessum ferðum. Hafði hann þá allt- af einhver heimasmíðuð leikföng meðferðis til að gleðja börnin og var gaman að fylgjast með honum þegar hann var að leika við ungu kynslóðina, enda muna þau öll vel Bjössa gamla. Sveinbjörn varð fyrir því óláni á 93. aldursári að lærbrotna og síðan þá hefur hann svo til alveg dvalið á St. Fransiskussjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Honum fannst erfið- ast í fyrstu að hann gæti ekki haft neitt fyrir stafni, ekki einu sinni tálgað út fugla. Eftir að Anna Kristín vistaðist líka á sjúkrahúsinu athugaði hann á hveijum degi hvernig heilsan væri hjá henni og hvort ekki væri allt örugglega í lagi. Hún var hon- um svo mikið í lífinu. Sveinbjörn gerði oft að gamni sínu og geymi ég margar minningar um hann þannig. Það var mér mikil Guðs gjöf í lífinu að fá að kynnast Sveinbirni í starfi og leik og eins að fá að fylgjast með honum og þeim hjón- um hér í Stykkishólmi síðustu árin. Elsku Anna mín. Við vottum þér samúð okkar og megi Guð styðja þig og styrkja á þessari erfiðu stundu. Svanborg Siggeirsdóttir með æðrulausri ró og kvartaði ekki, enda ekki margmáll um eigin hag. Vinnu stundaði hann svo lengi sem hann gat, en þar kom í apríl 1988 að hann orkaði ekki meiru. Við gerðum okkur grein fyrir heilsu- leysi Steina og að hveiju stefndi en samt kom andlátsfregnin okkur á óvart. Það var erfitt að trúa því að hann Steini væri dáinn, aðeins 48 ára gamall, en huggun harmi gegn er, að nú er hann laus við allar þrautir. Kær bróðir og mágur er farinn yfir móðuna miklu til betri og bjart- ari heima, þangað sem engin þján- ing er. Við trúum því staðfastlega að heimkoman hafi verið góð, þar sem tekið hefur verið á móti honum af elskandi föður og öðrum ástvin- um sem á undan eru farnir. Og smáfuglarnir, gömlu vinirnir, „þeir syngja þér söng, um sumarið blíða og vorkvöldin löng“. Eftirlifandi ástvinir sakna vissu- lega sárt, ekki síst elskandi dóttir og öldruð móðir, en eftir lifa dýr- mætar minningar, sem enginn get- ur frá okkur tekið. Minningar um elsku hans og ljúflyndi, hjálpsemi og umhyggju, sem kom best í ljós þegar einhverjir erfiðleikar steðjuðu að hjá þeim sem voru honum kær- ir, því eins og séra Birgir Snæ- björnsson orðaði svo fallega í útfar- arræðunni, þá geymdi hjarta hans gull, gæsku og mildi. Hinsta kveðja okkar til hans felst í þe^sum orðum skáldsins Valdi- mars Briem: Far þú i friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lilja og Þorlákur Vogum, Mývatnssveit LEIÐRÉTTIN G Vegna mistaka er þessi auglýsing sem birtist í dagblöðum í gær endurbirt. Vinsamlegast athugið að innlausnarverð miðast við kr. 10.000,- - tíu þúsund krónur - en ekki kr. 100,-. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. . HVÍTA HÚSIO / SÍA AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45l€13,34 kr. 46.769,59 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS I LA DA SA MA RA erglæsi- • lega útfærður framdrifsbíll, sem hefur verið á götum - \ landsins síðan árið 1986, , hefur sýn tað þörfin fyrir fjölskyldubíl, með þeim * N eiginleikum sem þessi bíll' ---------, býryfir, ermikil. ■ \Tökum gamla bílinn upp ínýjan' og semjum um eftirstöðvar. \ ‘ • \ ’/ / . 1 • V ^ _ Opið laugardaga frá kl. 10-14. \ . • ' • \ Verúllstl Lm Staðgr.verð 1300 SAFÍR 4ra g ..317.269,- 1500 STATION 4rag ....429.763,- 1500 STATION LUX5g... ....467.045,- 1600 LUX 5 g ....454.992,- 1300 SAMARA 4 g., 3 d.. ....449.277,- 1300 SAMARA 4 g., 5 d.. ....492.349,- * 1500 SAMARA 5 g., 3 d ....495.886,- ‘1500 SAMARA 5 g., 5 d ....523.682,- 1600 SPORT 4 g 678.796, 1600 SPORT 5 g ....723.289,- *„Metallic“ litir kr. 11.000,- Ofangreint verð er miðað við að bifreiðarnar séu ryðvarðar og tilbún- ar til skróningor. 'FREIÐAR & imúla I3 ■ ms ReHiavíú ■ sími 31236 ■ 681200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.